Morgunblaðið - 14.06.2007, Side 48

Morgunblaðið - 14.06.2007, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 14. júní kl. 12.00 Jón Bjarnason, orgel 16. júní kl. 12.00 Daniel Zaretsky, orgel 17. júní kl. 20.00 Hinn þekkti rússneski orgelleikari Daniel Zaretsky leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Alain, Hallgrím Helgason og Kohler. www.listvinafelag.is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson 14/6 kl. 20 síðasta sýning - örfá sæti laus MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 15/6 kl 18 uppselt, 20/6 kl 20 uppselt, 29/6 kl 20, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 SVONA ERU MENN (KK og Einar) Aukasýning 16. júní kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 15/6 kl. 20 UPPS. Síðasta sýning BELGÍSKA KONGÓ Í kvöld kl. 20 UPPS. Síðasta sýning „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 UPPS. Lau 23/6 kl. 20 Sun 24/6 kl. 20 Fim 28/6 kl. 20 Síðustu sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Falleg 4ra herbergja 110,3 fm íbúð á efstu hæð með miklu útsýni. Sérmerkt stæði í lokaðri bíla- geymslu fylgir íbúðinni. VERÐ 29,9 millj. Nánari upplýsingar Þóra Þrastardóttir sölufulltrúi sími 822 2225 OPIÐ HÚS í DAG KL. 18:00 - 19:00 KRISTNIBRAUT 31 – 113 RVK fyndið að eiga föt í íslenskri fata- verslun. „Ég fæ ekki að velja föt, ég legg inn pöntun og segi að ég vilji þennan kjól eða hinn, en hann á allt- af lokaorðið,“ segir Jóhann. Fatahönnuðirnir ákveða hvað eigi að senda honum og það geti verið ein kápa í stað þriggja kjóla. En ein afar sérstök og fágæt kápa, ein af fáum í heiminum. Í því felst verðmæti flík- urinnar meðal annars. … en snúum okkur að pen- ingaskápnum … Það er greinilegt af máli versl- unarstjóra að hann er sérfróður og spennandi að fletta í fatarekkum Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FATAVERSLUNIN Liborius hefur flutt starfsemi sína upp á Laugaveg, frá Mýrargötu þar sem illa gekk að reka verslunina, að sögn versl- unarstjórans Jóhanns Meunier. Hann segir varla hræðu hafa litið inn í verslunina við Mýrargötu, hvernig sem á því stóð. Fólk hafi hreinlega ekki gert sér ferð þangað. Jón Sæmundur Auðarson opnaði Liborius í fyrra en seldi reksturinn Jóhanni og meðeigendum hans, Svani Kristbergssyni og Þorsteini Stephensen. Liborius fellur í flokk fataverslana sem sérhæfa sig í tísku- hönnun eftir sérvalda hönnuði. Jó- hann er hálfur Frakki og lærður leikari, vann fyrir tískuhönnuði í París sem blaðafulltrúi og sölumað- ur. Hann segist hafa gengið í her- skóla tískubransans. Jóhann virðist við fyrstu kynni vera lifandi alfræðiorðabók um fata- hönnun og tísku. Hann vindur sér að fatarekka og tekur blaðamann (sem ekkert veit um fatahönnun og -tísku) í kennslustund. Hönnuður hönnuðanna „Bara þeir sem eru á tískuvikunni í París og eru sérvaldir,“ svarar Jó- hann þegar blaðamaður spyr hvaða hönnuðir eigi föt í versluninni. Ann Demeulemeester sé framarlega í flokki fagmanna og Jó- hann er augljóslega stolt- ur af því að selja föt eftir hana. „Hún er uppáhalds- hönnuður hönnuðanna. Hennar áhrifavaldar eru Patti Smith, Bob Dylan og 19. aldar ljóðskáldið Arthur Rimbaud,“ segir Jóhann með óaðfinn- anlegum frönskum hreim. Hann bendir á afar sér- stök föt eftir Japanann Jun Takahashi, sem hann- ar undir merkinu Un- dercover. „Það sem ein- kennir japanska hönnun í dag er að fatahönnuðir framleiða eigin efni, t.d. eigin bómull, og vefja með allt öðrum hætti en við er- um vön,“ segir Jóhann og sýnir blaðamanni jakka því til undirstrikunar. Jakki þessi er afar glæsi- legur og af útlitinu að dæma hefði hann getað verið í eigu fransks aðal- manns á 19. öld. „Þetta er svona dándimannsjakki,“ segir Jóhann og glottir. Freistandi að máta og ef- laust verður sá áberandi á Lauga- veginum sem klæðist honum. Jóhann segir Takahashi borga flutningskostnað á fötunum til Ís- lands, einfaldlega af því honum þyki verslunarinnar. Liborius er ekki fatabúð sem maður hleypur inn í og grípur eina skyrtu í hvelli af herðatré, svo mikið er víst. Athygli blaðamanns beinist nú að tilkomumiklum peningaskáp, þar sem bókverk eru til sýnis. Í versl- unarrými Liborius var eitt sinn til húsa útibú Landsbankans. Pen- ingaskápurinn er það eina sem ber því merki ídag. Bókverkin mynda eitt verk og eru afar ólík innbyrðis, eftir íslenska og erlenda myndlistarmenn, 18 alls. Þau voru áður á sýningu í Osló í Noregi, í bókabúð þar. Ég hitti fyrir Gurru (Guðrúnu Benónýsdóttur), sem er sýningarstjóri sýningarinnar og hannaði plexíglersframhliðar nokkurra verka. Við bregðum okkur inn í hið forvitnilega sýningarrými. Bókverk eru ekki bækur Gurra nam myndlist við Listaka- demíuna í Osló og útskrifaðist þaðan fyrir sjö árum. Hún segist hafa litið til verks Marcels Duchamp, Boîte- en-valise, þegar drögin voru lögð að sýningunni. Boîte-en-valise er box með smækkuðum útgáfum af öllum þekktustu verkum Duchamps, m.a. hlandskálinni frægu. Á svipaðan hátt eru verkin í peningaskápnum samsafn sem myndar eina heild. „Það eru svipuð verk í hverri bók,“ segir Gurra til útskýringar. Innihald hverrar bókar, eða bókverks, er laust þannig að allir geta gramsað og skoðað. Gurra segir Dieter Roth einnig hafa haft mikil áhrif á gerð verksins, hans tilraunir með bók- verksformið. Sýningin í peningaskápnum er kjörið tækifæri til að skoða bókverk í sinni víðustu mynd. Bókverk eru ekki bækur, þrátt fyrir nafnið. Bók- verk getur t.d. verið kassi með ýms- um gripum í, getur verið efni á geisladiski, unnið úr hvers konar efniviði. Á sýningunni í Liboriusi eru nokkrar „plexí-bækur“, bókverk í plexíglerskössum. En er einhver grundvall- arhugmynd eða þema ríkjandi í verkunum? „Ég hafði ákveðið fólk í huga og ákveðna hluti sem það hafði verið að gera. Hvernig hið persónu- lega mætir fagurfræði í myndlist, það voru mínar áherslur þegar ég byrjaði að hugsa þetta. Svo gerist svo margt á leiðinni, það byggist svo margt á fólkinu, hvað það vill gera,“ segir Gurra. Sjón er sögu ríkari. Reyndi að tvöfalda lista- mannalaun í Las Vegas Af einstökum framlögum lista- manna til verksins má nefna eitt í formi heftis eða bókar, eftir listakon- una Kjærsti Anvig. Hún hafði sam- band við nokkra pókerspilara í Las Vegas í því skyni að fá þá til að tvö- falda listamannalaun hennar. Pók- erspilararnir brugðust hins vegar, létu ekki sjá sig. „Þetta endaði bara í skemmtilegri ferð,“ segir Gurra og kímir. Larry Flynt, útgefanda karlarits- ins Hustler, bregður fyrir og lesa má bréf Anvig til Michaels Jacksons, meðal annars. Í því eru poppkóng- inum veitt góð ráð hvað varðar hegð- un hans. Flösuflet og helgiskrín Eftir að sýningu Gurru og félaga lýkur taka Oddný Eir og Uggi Æv- arsbörn við sýningarstjórn. Þau héldu úti sýningasyrpu í New York, Dandruff Space and Shroud, í íbúð Oddnýjar. Nýja sýningaröðin, sú í Liborius, mun heita Dandruff Space and Shrine, eða Flösuflet og helgi- skrín. Þar mun Arnaldur Máni ríða á vaðið með „rosalegri innsetningu“, að mati Oddnýjar. Bókverk í peningaskápi og jakkar fyrir dándimenn Fataverslunin Liborius selur föt sérvalinna hönnuða og sýnir einnig myndlist Morgunblaðið/G.Rúnar Bókverk Eins og sjá má eru bókverkin ólík og fjölbreytileg á sýningunni. Gurra Myndlistarkonan við hnausþykka hurð peningaskápsins.Dándimaður Jóhannes Meunier var skólaður til í tískuborginni París.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.