Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 49 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 7 9 9 Grænt fyrirtæki – kolefnisjöfnuð starfsemi Grænn Golf Volkswagen Golf er frábær kostur fyrir fólk á ferð og flugi. Gæðin og glæsileikann þekkja allir og verðið hefur aldrei verið hagstæðara. Komdu, reynsluaktu og tryggðu þér Golf. Gerðu þinn Golf enn glæsilegri með sportpakkanum okkar: Golf Trendline kostar aðeins 1.998.000 kr. Volkswagen Golf er grænn bíll HEKLA greiðir fyrir kolefnisjöfnun allra nýrra Volkswagen-bíla í eitt ár. Kolefnisjöfnun felst í því að binda samsvarandi magn gróðurhúsalofttegunda og bíllinn gefur frá sér. Þetta gerum við með skógrækt og landgræðslu. Vertu á grænum bíl, vertu á Volkswagen. • 16" álfelgur • sóllúga • leðurstýri • þokuljós • armpúði milli framsæta • samlitur • vindskeið MÍNUS er ein þeirra íslensku sveita sem hafa alltaf farið sínar eigin leið- ir. Hún er hljómsveit sem maður annaðhvort elskar eða hatar og fyrir vikið eru aðdáendur sveitarinnar eldheitir en óvinir hennar eru það líka. Fyrri plötur Mínuss hafa flest- ar hlotið mikla athygli og sumir telja þá síðustu, ,,Halldór Laxness“, vera eina af albestu ís- lensku rokkplötum sögunnar. Þrátt fyrir það var hún ekki allra, og hljómur plötunnar og hljómsveit- arinnar var einhvers konar ,,aquired taste“, eða áunninn smekkur upp á íslenskuna. Nýja Mínusplatan lofar nokkuð góðu og ef til vill er hér kominn grip- ur sem fólk getur sameinast um að hlusta á, hvort heldur sem það hefur þjálfuð eyru Mínusaðdáandans eða er að uppgötva hljóminn í fyrsta sinn. Hljómplatan ,,The Great Nort- hern Whalekill“ byrjar á þrusufínu lagi, ,,Cat’s eyes“. Mínusrokkið er orðið einfaldara og stílhreinna ef svo mætti segja, og um margt minnir upphafslag plötunnar á vinasveit Mínuss, hljómsveitina Brainpolice. Í laginu ,,Black and Bruised“ er meira af því sama, gítarhljómur og riff eru flott og lítið um óþarfa. Næsta lag, ,,Futurist“ er ekki besta lagið á plöt- unni en sannkallaður útvarps- smellur. Viðlagið er vissulega vel til þess fallið að muna og raula, en að sama skapi eldist lagið illa. Á eftir ,,Kiss Yourself“ sem er ágætt, er svo komið að besta lagi plötunnar, ,,Throwaway Angel“. Mér finnst trommuleikurinn í því lagi einn og sér duga til að gera þessa plötu að því besta sem Mínus hefur sent frá sér, og Bjössi er ynd- islega skemmtilegur trommari. Ef til vill eru eyru mín að þjálfast, en ég á allavega í fyrsta skipti uppáhalds- lag með Mínus. Lagið er svakalega flott og hljóðfæraleikur og útsetning nálgast fullkomnun. Í kjölfarið virk- ar ,,Not Afraid“, sem er rokkslagari, fullvenjulegt. Í laginu ,,Rip it up“ eru tvær byrj- anir og seinni byrjunin grípur fram í fyrir þeirri fyrri. Þetta er vel útfært og frumlegt hjá Mínus og úr verður fínasta keyrslurokk. Það er hress- andi að heyra Krumma öskra en ég er ein af þeim sem finnst hann öskra betur en hann syngur. ,,Rythm Cure“ er nokkurs konar framleng- ing af ,,Rip it up“, enda svipar þeim lögum hvoru til annars. Þá er komið að öðrum Brainpolice-legum slag- ara, ,,Shoot the Moon“ en svo er það ,,Shadow Heart“ sem er í raun mjög flott en hefði ekkert tapað á því að hafa skemmtilegri sönglínu. Það sama á við um lokalagið, ,,Weekend Lovers“, gott lag sem líður aðeins fyrir skort á sterkari sönglínu. Þegar litið er á plötuna í heild sinni er platan skemmtileg þróun á Mínus-rokkinu. Platan hefur meiri breidd en oft áður og það má segja að venjulegu lögin séu orðin venju- legri og þau skrýtnu skrýtnari. Bjössi er einn besti rokktrommari í heimi og kann að nota sér það við sköpun sína. Gítarar og bassi eru einnig þéttir og flottir, en Krummi ætti að reyna að bæta sönglínur til að gera Mínus enn sterkara band. Að lokum: Hvert er málið með text- ana? „Shadow Heart“, „Throwaway Angel“ og „Black and Bruised“ gætu allt verið nöfn á B-myndum í Goth- stíl frá 9. áratugnum. Mjög áhuga- vert … Trommu- sigrar og B- myndir í Goth-stíl TÓNLIST Mínus – The Great Northern Whalekill  Ragnheiður Eiríksdóttir Eldheitir „Mínus er hljómsveit sem maður annaðhvort elskar eða hatar og fyrir vikið eru aðdáendur sveitarinnar eldheitir,“ segir í dómi Ragnheiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.