Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10 Hostel 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 18 ára Fantastic Four 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 Fantastic Four 2 LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 Hostel 2 kl. 5.50 - 8 - 10:10 B.i. 18 ára Fantastic Four 2 kl. 6 - 8.20 - 10.30 The Hoax kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 12 ára 28 Weeks Later kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Painted Veil kl. 5.30 Fracture kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára The Last Mimzy kl. 3.40 Pirates of the Carribean 3 kl. 5 - 9 B.i. 10 ára Spider Man 3 kl. 5 - 8 B.i. 10 ára ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA eeee L.I.B. - Topp5.is eee V.I.J. - Blaðið eeee Empire eeee H.J. - MBL Frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna NÝ LEYNDARMÁ - NÝR MÁTTUR - ENGAR REGLUR eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is FALIN ÁSÝND OG ALLS EKKI, UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM, FYRIR VIÐKVÆMA QUENTIN TARANTINO KYNNIR STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is eee D.V. - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * eeee S.V. - MBL HEIMSFRUMSÝNING ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST R I C H A R D G E R E GABBIÐ eeee “Vel gerð...Gere er frábær!” - H.J., Mbl eeee - Blaðið Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar Mynd Serbneska leikstjóransGorans Paskaljevic,Draumur á Þorláksmess- unótt, fjallar um Lazar, liðhlaupa úr stríðinu sem er nýkominn úr fangelsi, og konurnar sem koma inní líf hans, Mariju og Jovönu, ein- hverfa dóttur hennar. Í fjöl- skylduboði dansar Lazar við Jo- vönu og hvíslar örvæntingarfullur í eyra hennar: „Vaknaðu! Vaknaðu!“ En þá vitum við nóg til þess að skilja að ákallið er ekki síður ætlað honum sjálfum og er á endanum ör- væntingarfullt ákall Paskaljevic til þjóðar sinnar.    Niðurstaða Paskaljevic er því súað þjóð hans sé einhverf. Þeg- ar Paskaljevic kom hingað á kvik- myndahátíð spurði undirritaður hann hvort yfirfæra mætti álíka greiningu á aðrar þjóðir en það var ekki fyrr en síðar sem mér vitraðist ástand íslensku þjóðarinnar: Við er- um lesblind. Þegar nýleg deilumál íslensks samfélags undanfarið eru skoðuð kemur í ljós að flest spretta þau af lélegum lestri. Fólk er ágætlega sammála um flest en reiknar með að vera meira sammála sumum en öðrum, þannig misles það eilíflega texta og orð andstæðinganna. Það sem menn eru raunverulega ósam- mála um virðist flest löngu útrætt. „En erum við ekki bókaþjóð?“ kalla þá margtuggðar hátíð- arræður á mig. Jú, enda ljóst að misskilningur hverrar þjóðar um sjálfa sig á sér rætur í sjálfsmynd hennar. Hátíðarræður ráðamanna enduróma skólaljóðin, velsæld okk- ar er rómuð á meðan bókmennt- irnar eru allar frá gullöldinni, þeg- ar okkur var almennilega kalt og bjuggum í torfbæjum. Þegar við vorum ein fátækasta þjóð Evrópu en ekki ein sú ríkasta. Þarna á milli virðast ekki vera neinar brýr, því sá sem skilur ekki skáldskap núsins getur seint skilið skáldskap þásins og hlutverks hans í núinu.    En brýrnar eru ekki til staðar afþví að kennarar landsins eru að trassa að byggja þær. Fornsögur og bókmenntasaga virðast éta upp alltof stóran hluta bókmennta- kennslu skólanna og bókmennt- irnar eru iðullega langt fyrir utan reynsluheim nemenda. Alltof lítið er gert af því að finna nútímabók- menntir sem virkilega nýtast í kennslu, krefjandi texta sem hefur raunverulega samsvörun við veröld nemenda. Bókmenntakennsla í íslenskum skólum virðast líka iðulega vera krefjandi án þess að taka á ein- hverju sem skiptir máli. Einmitt þess vegna henta bókmenntirnar sem kenndar eru í skólum margar svona vel í hátíðarræður, þær rugga engum bátum og geta verið fínustu rök til að sætta almúgann við allan fjandann af því einhver samdi svo fallegt kvæði fyrir 300 árum. Þó var mikið af þessum skáldskap heilmikill uppreisn- arskáldskapur á sínum tíma, ögr- andi og áleitinn. Okkur hefur bara tekist svo vel að draga úr honum tennurnar með því að kryfja mynd- málið, bora fyrir líkingum og skola svo með stuðlum og höfuðstöfum. Ástæður ástandsins er þessi ei- lífðarvél staðnaðrar umræðu sem býr endalaust til ný meint vanda- mál – bíómyndir, sjónvarp, internet – en afskaplega fáar lausnir. Lesblinda þjóð Gamlar bækur Finna þarf nútímabókmenntir sem nýtast í kennslu. AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson » „Það var ekki fyrr ensíðar sem mér vitr- aðist ástand íslensku þjóðarinnar: Við erum lesblind.“ asgeirhi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.