Morgunblaðið - 14.06.2007, Síða 53

Morgunblaðið - 14.06.2007, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 53 OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK FANTASTIC 4: RISE OF THE SILVER SURFER kl. 8 - 10 B.i. 12 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára eee S.V. - MBLA.F.B - Blaðið FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS WWW.SAMBIO.IS NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar „Besta Pirates myndin í röðinni!“ tv - kvikmyndir.is „SANNUR SUMAR- SMELLUR... FINASTA AFÞREYINGARMYND“ Trausti S. - BLAÐIÐ MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI eee LIB, Topp5.is 48.000 GESTIR Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is „ÞAÐ sem er kannski skemmtileg- ast við þetta hjá okkur, og eitt að- alsmerki þessa bands, er að við semjum allir tónlistina,“ segir Andr- és Þór Andrésson djassgítarleikari, en hann mun í kvöld halda útgáfu- tónleika ásamt þeim Eyjólfi Þor- leifssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni saxófónleikara og Scott McLemore trommara. Hljómsveitin kallast BonSom og blandar að sögn saman rokki, pönki og þjóðlaga- tónlist. Allir eru aðal „Það er yfirleitt þannig með djass- tónlistarmenn að einhver einn situr við stjórnvölinn í hverju verkefni, semur tónlist og skipuleggur, og hó- ar loks í aðstoð. Hjá okkur var tekin meðvituð ákvörðun um að fara þessa leið tónlistarlega. Við erum hljóm- sveit, allir leggja í púkkið, allir eru aðal,“ segir Andrés. „Tónlistina út- setjum við svo fyrir hefðbundna djassuppstillingu.“ Inntur eftir áhrifavöldum segir hann að þeir fé- lagar hafi í raun aldrei rætt þau mál sérstaklega, en þegar hann hallar sér frá símanum og spyr hina með- limina heyrast ýmis nöfn: Led Zep- pelin, Hendrix, Doors, Sex Pistols, Anthrax, Billy Idol. „Við erum í raun að prófa hvað við komumst langt innan djassmengisins,“ segir Andr- és. „Við köllum fram ýmsar leifar af því sem við höfum hlustað á í gegn- um tíðina, jafnt poppi sem rokki.“ Útkoman er því forvitnileg blanda af rokkskotnum djassbræðingi sem sækir áhrifin víða að. Samræmdur og sérstæður hljómur BonSom hefur áður haldið fun- heita tónleika á Café Rósenberg, og þóttu þeir afar vel heppnaðir, enda hefur hljómsveitin náð að skapa samræmdan og sérstæðan hljóm. Í kjölfar tónleikanna var farið að huga að upptökum; fyrsta hljómplata sveitarinnar var hljóðrituð í Heita pottinum í Reykjavík í mars síðast- liðnum. Þess má geta að einkar glæsilegt umslag plötunnar hannaði trommuleikari sveitarinnar, Scott McLemore. Það er Dimma sem gef- ur diskinn út. Útgáfutónleikarnir hefjast klukk- an 21 í kvöld og eru haldnir á Domo- bar að Þingholtsstræti 5. Morgunblaðið/G.Rúnar Bonsom Hljómsveitin heldur útgáfutónleika á Domo í kvöld. Úr öllum áttum Í BonSom fær enginn að skara fram úr www.myspace.com/bonsom BANDARÍSKA leikkonan Jennifer Aniston mun framleiða og hugsanlega leika í söngvamyndinni Goree Girls, sem byggð er á sönnum atburðum. Í kvikmyndinni segir af kvenföngum í Goree-fangelsinu í Texas á 5. áratug seinustu aldar, sem stofnuðu eina fyrstu kvenna-kántríhljómsveitina í Bandaríkjunum og urðu afar vinsælar. Þær voru á endanum náðaðar. Verið er að leita að leikstjóra að myndinni. Hugmyndina að kvikmyndinni fengu Aniston og meðframleiðandi hennar, Kristin Hahn, þegar þær lásu grein í tímaritinu Texas Monthly árið 2003, sem fjallaði um fyrr- nefnda fangelsiskvennahljómsveit. Aniston hefur nóg á prjónunum þessa dagana, nokkur kvikmyndaverkefni eru í vinnslu. Hún stofnaði kvikmyndafyrirtækið Plan B með leikaranum Brad Pitt, í þá tíð er þau voru gift. Kvikmynd um kvenna- fangelsishljómsveit Reuters Framleiðandi Jennifer An- iston er með mörg kvik- verkefni á sinni könnu. UMBOÐSSKRIFSTOFA hótelerf- ingjans Paris Hilton, Endeavor, hefur hætt öllum viðskiptum við hana. Hilton afplánar nú fangels- isdóm í Los Angeles sem hún hlaut fyrir að rjúfa skilorð vegna ölv- unaraksturs. Talsmaður Endeavor, Michael Donkis, greindi frá þessu í fyrradag. Hilton er nú sögð „milli umboðsmanna“. Losar sig við Hilton Reuters Umboðsskrifstofulaus Paris Hil- ton situr í fangelsi þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.