Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 56
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Eðlileg þróun eða of hátt íbúðaverð?  Skoðanir fasteignasala á verði nýju þakíbúðanna í Skuggahverfi eru skiptar að því er fram kemur í sam- tölum við Morgunblaðið. Sumir segja verðið slá allt út en öðrum finnst það ekki koma á óvart. » Forsíða Álit rektora HR og HA  Rektor Háskólans í Reykjavík og staðgengill rektors Háskólans á Ak- ureyri hafa ýmislegt að athuga við úttekt Ríkisendurskoðunar á fjórum háskólum landsins. Þeir útskýra fyr- ir hönd skóla sinna ýmis atriði er koma fram í úttektinni. »3 Ísland hrapar áfram  Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú í fyrsta sinn neðar en í 100. sæti á styrkleikalista FIFA. „Leiðin verður að liggja upp á við og ég ætla rétt að vona að botninum sé náð,“ segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ » Íþróttir SÞ stöðva hjálparstarf  Tveir liðsmanna hjálparstofnunar SÞ á Gaza létu lífið í gær í átökum milli Hamas og Fatah. Óttast er að borgarastyrjöld brjótist út og mann- rétttindasamtökin Human Rights Watch saka bæði Fatah og Hamas um stríðsglæpi. »14 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Skemmtilegt í skóla Staksteinar: Malbikið og Kr. Möller Forystugreinar: Háskólarnir próf- aðir | Bræðravíg Palestínumanna UMRÆÐAN» Umfjöllun um einstaklingsíþróttir Hver á Samvinnutr. og Andvöku? Óbeislaður jarðvarmi Tímabundið bakslag? Bilið milli flugf. stöðugt minna Vafningar loka hringrásinni Gullnu fallhlífarnar skotnar niður VIÐSKIPTI» .  )9!"  - & !(  &) : &' & &'!! ! &! 0 80 8 0 0 088 8 08 80  0 80 8 0 0 0 8 08 80 0 80 + ; 7 "   80 808 0 0 0 8 08 0  6<22=>? "@A>2?3:"BC36 ;=3=6=6<22=>? 6D3";!;>E3= 3<>";!;>E3= "F3";!;>E3= "1?""3 !G>=3;? H=B=3";@!HA3 "6> A1>= :A3:?"1("?@=2= Heitast 18 °C | Kaldast 10 °C Hæg SV-átt. Skýjað vestantil og fer að súlda síðdegis. Annars víða léttskýjað. »10 Meðlimir djass- hljómsveitarinnar BonSom semja allir tónlistina sem hún flytur, sem er sér- stakt. »53 TÓNLEIKAR» Semja allir tónlistina SJÓNVARP» Lokaþáttur Sopranos gekk ekki vel í alla. »51 „Fólk er ágætlega sammála um flest en reiknar með að vera meira sammála sum- um en öðrum,“ segir í listapistli. »50 AF LISTUM» Ástand þjóðarinnar TÓNLISTINN» Íslensk tónlist frá 9. ára- tugnum vinsæl. »52 HÖNNUN OG MYNDLIST» Dándimannajakkar og bókverk í Liborius. »48 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ný vísbending um Madeleine 2. Æla og smokkar blöstu við 3. Eitt stærsta skemmtifs. í Rvík 4. „Glöð og pínu montin“ HÖFUÐBORGARSTOFA Reykja- víkur hlaut í gær sérstaka við- urkenningu á ársþingi samtakanna European Cities Marketing, fyrir gott markaðs- starf og kynningu á borginni. Tvenns konar verðlaun voru veitt, annars veg- ar fyrir ferða- málastofu Evr- ópuborgar og hins vegar fyrir borg sem áfanga- stað. Höfuðborg- arstofa var tilnefnd sem ein af fimm ferðamálastofum borga og hlaut Gautaborg þau verðlaun. York hlaut síðarnefndu verðlaunin. 130 borgir eiga aðild að samtökunum. Dómnefnd þótti þó ekki annað hægt en að veita Höfuðborgarstofu sérstaka viðurkenningu fyrir sín störf, fyrir að hafa náð frábærum árangri umfram það sem menn gætu búist við af borg af þessari stærð, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, sviðsstjóra menningar- og ferða- málasviðs Höfuðborgarstofu, sem tók við viðurkenningunni í Aþenu. „Þetta er gríðarleg hvatning fyrir okkur og starfsfólk Höfuðborg- arstofu sem hefur unnið frábært starf og náð árangri umfram það sem búast mátti við, miðað við stærð skrifstofunnar,“ sagði Svanhildur. „Gríðarleg hvatning“ Svanhildur Konráðsdóttir BARNAHEILL efndu til fjáröflunarhádegisverðar í Iðnó síðastliðinn fimmtudag þar sem um 40 konur úr ís- lensku athafnalífi komu saman til að styðja starfsemi samtakanna. Kona sem ekki vildi láta nafns síns getið gaf 500.000 kr. til menntaverkefnis í Úganda eftir há- degisverðinn. Þarna voru staddar m.a. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Valgerður Bjarnadóttir, varaþing- maður Samfylkingarinnar, Bryndís Schram, Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona, sem einnig gaf verk eftir sig sem selt verður til fjáröflunar, og Elaine Mehmet, sendiherrafrú Bretlands, en hún er einn af stuðningsaðilum samtakanna og einnig sjálfboðaliði. Þórunn vann einn af happdrættisvinningum hádeg- isverðarins og afhenti Petrína Ásgeirsdóttir henni vinninginn í gær, silfurhálsmen frá Carat. Ljósmynd/Arnaldur Ónefnd kona gaf hálfa milljón Íslenskar athafnakonur leggja Barnaheillum lið Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „ÉG held að það sé svo til víst að ég spili ekki meira með á þessu tímabili,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona, við Morgun- blaðið í gær, nýkominn úr skoðun hjá lækni en hann meiddist á æfingu Börsunga í fyrrakvöld. ,,Skoðunin leiddi í ljós að það eru bólgur í liðþóf- anum og ég þarf að taka mér hvíld en aðgerðar er ekki þörf. Ég fann fyrir þessu fyrst í landsleiknum á móti Liechtenstein og þetta ágerðist í leiknum á móti Espanyol um síðustu helgi. Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki tekið þátt í síðasta leiknum en meiðsli fylgja víst þessu sporti.“ Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð Eiðs hjá Barcelona og meðal annars sló spænska blaðið Dario Sport því upp að hann væri einn átta leikmanna liðsins sem yrðu seldir í sumar. „Ég veit í sjálfu sér ekkert um framhaldið. Það eru endalausar sögur í gangi en það hefur enginn hjá Barcelona sagt neitt um það að ég sé eða verði settur á sölulista. Ég veit ekki hvaðan þær fréttir koma. Frá minni hálfu og eins og þetta lítur út í dag verð ég áfram hjá Barcelona. Ég er ekki að leita eftir neinu öðru en ég kem til með sjá hvernig hlutirnir þróast í sumar,“ sagði Eiður. Það ræðst í lokaumferðinni á sunnudaginn hvort Real Madrid eða Barcelona hreppir meist- aratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum en Madríd- arliðið stendur betur að vígi þar sem það hefur betur í innbyrðisleikjum og það ræður úrslitum ef liðin verða jöfn en ekki markatala. ,,Ég held að við vinnum okkar leik en það er ömurlegt að þurfa að treysta á önnur lið. Við fengum kjörið tækifæri til að ná frumkvæðinu um síðustu helgi en fari svo að við missum af titlinum þá tapaðist hann ekki í leiknum á móti Espanyol. Það hafa verið of margir leikir á tímabilinu sem við höfum gefið eftir og í síðustu leikjum höfum við misst unna leiki niður í jafntefli og það hefur reynst dýrt.“ „Endalausar sögur í gangi“  Meiðsli Eiðs eru ekki alvarleg en hann missir af síðasta deildaleik tímabilsins  Eins og þetta lítur út verð ég áfram hjá Barcelona, segir Eiður Smári Morgunblaðið/Golli Rólegur Eiður Smári Guðjohnsen reiknar með því að spila áfram með Barcelona næsta vetur. Í HNOTSKURN »Eiður Smári meiddist á hné á æfinguBarcelona í fyrradag. Meiðslin eru ekki alvarleg eins og spænskir fjölmiðlar töldu. »Eiður hefur ekki átt fast sæti í byrj-unarliði Barcelona seinni hluta tíma- bilsins og verið orðaður við mörg ensk fé- lög en hann lék áður á Englandi um árabil. »Barcelona leikur við Gimnastic í síðustuumferð spænsku 1. deildarinnar og Real Madrid leikur við Mallorca. Barcelona verður að sigra og treysta á að Real vinni ekki sinn leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.