Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÁSTANDIÐ og horfurnar í minni sjávarbyggðunum eru mjög alvar- legar ef draga verður úr veiðum og sú staða kemur flestum á óvart,“ var á meðal þess sem Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis, sagði í þjóðhátíðarræðu sinni á Ísafirði í gær. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sturla efnahaginn í land- inu traustan og lífskjör góð en vandann er varðaði sjávarútveginn vera þann að mörg byggðarlög ættu mjög mikið undir því að sjáv- arútvegurinn blómstraði. Yrðu aflaheimildirnar í þorski dregnar saman stæðu sjávarbyggðirnar veikar eftir en þjóðin sem heild ætti auðveldara með að taka slíku en áður. Útgerð ónauðsyn í Reykjavík Sturla sagði einnig að þar sem atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu og á Mið-Austurlandi hefði eflst mikið, t.d. vegna stóriðjunnar, mætti velta fyrir sér hvort eðlileg- ast væri ekki að draga úr umsvifum Í ræðu sem Geir H. Haarde, for- sætisráðherra, flutti á þjóðhátíðar- daginn, sagði hann m.a. að íslenska þjóðin væri betur í stakk búin til að takast á við áföll á þessu sviði en áður. Sturla segir Geir hafa á réttu að standa en eftir standi byggðirn- ar sem byggi svo mikið á sjávar- útveginum. Þorpin gerð samkeppnishæf Sturla segir að unnið hafi verið að því að treysta stöðu sjávar- byggðanna í landinu og gera þær samkeppnishæfari en ef farið verði að tillögum Hafrannsóknastofnun- ar blasi við mikill samdráttur og það þurfi stjórnvöld núna að takast á við. „Það langtímamarkmið sem ég sé fyrir mér er að ef við ætlum að ná sátt í samfélaginu þá þarf að nýta auðlindirnar, sérstaklega sjávarauðlindirnar, næst miðun- um. Ég tel það blasa við að ef veiða á 130 þúsund tonn af þorski sé nauðsynlegt að stjórnvöld átti sig á þessu.“ starfsemin og fiskvinnslan fari fram í sjávarbyggðunum, næst miðunum, fremur en að togararnir sigli í kringum landið og leggi upp afla á miðbakkanum í Reykjavík á meðan landauðn er í sjávarbyggð- unum næstum miðunum.“ í sjávarútvegi á þeim svæðum frek- ar en að standa frammi fyrir alger- um bresti í byggðunum. „Ég tel að það sé engin sérstök þörf út frá at- vinnusjónarmiðum að á höfuðborg- arsvæðinu sé mikil fiskvinnsla eða útgerð. Eðlilegra er að útgerðar- Færa ætti fiskvinnslu og útgerð úr Reykjavík Ljósmynd/Þorsteinn Tómasson Alvarlegt ástand Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði horfurnar í sjávarbyggðunum mjög alvarlegar yrði dregið úr veiðum. LAUGARDALURINN í Reykjavík verður undirlagður af ungum íþróttaiðkendum frá ýmsum þjóðum dagana 20.-25. júní, en þá fara fram, í fyrsta sinn á Íslandi, Alþjóða- leikar ungmenna. Von er á 1.500 erlendum gestum frá 53 borgum í meira en 30 löndum víðs vegar um heiminn.„Alþjóðaleikar ung- menna hafa verið haldnir frá árinu 1968 og frá upphafi hefur hin ólympíska hugsjón ver- ið höfð að leiðarljósi; að múrar milli landa séu brotnir niður og bræðralag milli krakka alls staðar að sé eflt,“ segir Anna Margrét Marinósdóttir sem er framkvæmdastjóri leikanna í ár. Reykjavík með í sjöunda sinn Á nokkrum dögum hittast 12-15 ára krakk- ar frá ýmsum þjóðum, keppa í íþróttagrein- um og kynnast hvert öðru. Keppt verður í sjö greinum að þessu sinni; fótbolta, handbolta, sundi, frjálsum íþróttum, golfi, júdó og bad- minton, en það er í höndum gestgjafa hverju sinni að velja greinar. setningarhátíðin verði með glæsilegu sniði. „Það eru 300 manns sem sjá um að gera setningarhátíðina sem besta. 3.000 ungmenni frá Vinnuskóla Reykjavíkur taka þátt í henni og þeir krakkar verða einnig í Laugardalnum allan daginn að spjalla við og kynnast okkar erlendu gestum. Þetta verður rosaleg sýning og við þetta tilefni verður einmitt lag leik- anna, „What we are“, flutt en það er Sjón sem semur textann við lagið, sem er eftir Tómas Hermannsson og Barði Jóhannsson útsetti.“ Kostar ekki krónu inn á hátíðina Það er óhikað hægt að mæla með því við fólk að mæta á setningarhátíðina og það kostar ekki krónu inn. Sömuleiðis er aðgang- ur að öllum kappleikjum ókeypis og skemmtidagskrá fyrir krakka í gangi alla dagana. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður að sjálfsögðu opinn eins og venjulega, sem og Laugardalslaugin, og því er tilvalið fyrir fólk að nota Jónsmessuhelgina og bregða sér í Dalinn til að fylgjast með ungu kynslóðinni og skemmta sér. Á Alþjóðaleikum ung- menna keppa lið frá ólík- um borgum og er það ákvörðun hverrar borgar í hvaða greinar þær senda þátttakendur. Skylt er að bjóða öllum borgum, sem haldið hafa leikana, þátt- töku, en það er síðan val Reykjavíkurborgar í ár hvaða aðrar borgir fá að senda lið til keppni og að sögn Önnu Margrétar komast færri að en vilja. Íslenskir krakkar frá 10 bæjarfélögum munu taka þátt í leikunum í ár og sendir Reykjavíkurborg lið til keppni í öllum íþróttagreinunum. Reykjavík hefur sent lið til leiks frá árinu 2001 og hafa forsvarsmenn Reykjavíkurborgar síðustu ár sótt hart að fá að halda leikana. Sá heiður hlotnast þeim nú þegar leikarnir veða haldnir í 41. skipti. Verndari leikanna í ár er enginn annar en Eiður Smári Guðjohnsen. Leikarnir verða settir á Laugardalsvelli kl. 17 á fimmtudaginn og segir Anna Margrét að Alþjóðleg íþróttahátíð í Laugardalnum Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Fjölmennt Ungmennin á leikunum eru yfir 1.500 talsins og frá meira en 30 löndum. Anna Margrét Marinósdóttir „ÞAÐ hlýtur hver einai maður sem er ekki blindur og heyrn- arlaus að sjá að þetta hefur mistekist,“ sagði Einar Oddur Krist- jánsson, alþing- ismaður, þegar leitað var viðbragða hjá hon- um við harkalegri gagnrýni Sturlu Böðv- arssonar, forseta Al- þingis, á kvótakerfið í hátíðarræðu þess síðarnefnda á Ísafirði í gær. „Við hljótum og verðum að nálgast þessa hluti með opnum huga. Við verðum að vera reiðubúnir til þess að endur- skoða allt, algjörlega frá grunni,“ sagði Einar Oddur og vísaði þar til bæði kvótakerfisins, rannsókna og veiðiráð- gjafarinnar. „Við höfum verið að úthluta þyngd af fiski, en höfum alveg sleppt út úr þessu þremur meginvíddunum, þ.e.a.s. hvernig við veiðum, hvar við veiðum og hvenær við veiðum,“ sagði Einar Oddur og sagð- ist þeirrar skoðunar að neituðu menn að horfast augu við þá staðreynd að ekki hefði náðst neinn árangur á sviði fisk- veiðistjórnunar, þá væri fyrst komið í óefni. Byggð á Vestfjörðum stendur ákaflega höllum fæti Aðspurður sagðist Einar Oddur vilja sjá gripið til aðgerða sem allra fyrst og taldi almenna samstöðu á Alþingi fyrir endurskoðun kvótakerfisins. „Þetta er slík katastrófa sem býður okkar að við komumst ekki hjá því að taka á málinu nú þegar,“ sagði Einar Oddur og minnti á að kveðið væri á um það í stefnu- yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar að gera skuli sérstaka athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða. „Ég sé enga ástæða til að bíða neitt með það að undirbúa slíka athugun.“ Tillögur nefndar liggja fyrir Í ræðu sinni gerði Sturla atvinnumál á Vestfjörðum og þróun byggðanna einnig að umræðu sinni. Þegar leitað var við- bragða hjá Einari Oddi við þessu benti hann á að undir forystu sveitarstjórn- armanna á Vestfjörðum hafi verið skipuð ákveðin nefnd og að tillögur hennar liggi þegar fyrir. „Þar er margt ágætra hluta að finna og ég met það svo að það sé ekki eftir neinu að bíða með að hrinda þeim í framkvæmd.“ Spurður hvað sé brýnast af þeim tillögum að hrinda fyrst í framkvæmd svarar Einar Oddur: „Það er ekki eitt heldur allt. Byggð á Vestfjörðum stendur ákaflega höllum fæti og það að vita til þess að í farvatn- inu sé að skera enn frekar niður veiði- heimildir, það knýr ennþá frekar á það að við förum af stað með viðbrögð,“ sagði Einar Oddur. „Þetta hefur mistekist“ Einar Oddur Kristjánsson FJÖLMENNI var í miðbæ Akureyrar við hátíðahöldin í gær. Fólk flakkaði um allan bæ á milli stúdentsveisla, enda brautskráði þá Menntaskólinn nýstúdenta. Gestir á Bíladögum tíndust smám saman úr bænum, en engu að síður iðaði torgið af mannlífi. Veður var ágætt, nokkuð skýjað en milt. Kunnugleg sjón blasti við í miðbænum: börn og fullorðnir með helíumblöðrur og smökkuðu kandífloss. Karlakór Akureyrar-Geysir, Dýrin í Hálsaskógi og hljómsveitin Í svörtum fötum voru á meðal skemmtiatriða. Uppúr miðnætti valhoppuðu svo MA-stúdentar um torgið líkt og tíðkast hefur um áraraðir. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Vel heppnuð hátíð á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.