Morgunblaðið - 18.06.2007, Side 10

Morgunblaðið - 18.06.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ekkert að þakka, Elliði minn, þetta var ekkert mál með svona aðstoð. VEÐUR Steinunn Valdís Óskarsdóttir, al-þingismaður og fyrrverandi borgarstjóri, gefur sterklega til kynna í samtali við Morgunblaðið í gær, að Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir kynni að hafa dregið sig í hlé af vettvangi stjórnmálanna ef Sam- fylkingin hefði ekki náð því mark- miði að komast í ríkisstjórn.     Steinunn Val-dís segir: „Það lá í loft- inu að það yrðu breytingar eftir þessar kosn- ingar, einkum eftir útreið Framsókn- arflokksins. Þá lá líka í loftinu, að Samfylkingin færi í ríkisstjórn. Ég er ekki viss um að Ingibjörg Sólrún hefði dreg- ið sig í hlé, hefði það ekki gerst.“     Þrátt fyrir þá fyrirvara, semSteinunn Valdís setur, er ljóst af orðum hennar, að annaðhvort hefur Ingibjörg Sólrún sjálf hug- leitt að hverfa af vettvangi stjórn- málanna, ef Samfylkingin yrði ekki aðili að ríkisstjórn, eða það hefur verið til umræðu á meðal annarra aðila innan flokksins, að svo hlyti að fara næðist þessi árangur ekki.     Þessi ummæli Steinunnar Valdís-ar eru staðfesting á því, sem Morgunblaðið hélt fram fyrir kosn- ingar, að aðild að ríkisstjórn skipti öllu máli fyrir formann Samfylk- ingarinnar.     Þau öfl í Sjálfstæðisflokknum,undir forystu mennta- málaráðherra, sem lögðu áherzlu á samstarf við Samfylkingu að kosn- ingum loknum eiga því töluvert inni hjá Ingibjörgu Sólrúnu – eða hvað?!     Þetta er auðvitað liðin tíð og hef-ur ekki lengur pólitíska þýð- ingu heldur sagnfræðilega. STAKSTEINAR Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hefði hún hætt? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                            12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             !"#"$    :  *$;<                                !  "     *! $$ ; *! % $  & # $ # ' "# (" =2 =! =2 =! =2 % '#& ) *+,-".  2>         =   /& %* - /0-10 *   !"-(".    2 3    " -" "    %" $& 30#+%# * $   . $  2 3     " -" "  6 2  2&.4   -  % #  ( "# . $  % * 3 "#/0 *2 3   *5 64 "77 "#  / "- ") * 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B  3 3             0 0 0 0    3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3                    Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir | 17. júní 2007 17. júní! Er eðlilegt að fá alltaf sömu tilhlökk- unartilfinninguna gagnvart skrúðgöng- um og blöðrum? Ég er alltaf jafnspennt að sjá hver verður fjallkonan – var að heyra að það hefði verið hin stórglæsilega vinkona mín Sólveig Arnarsdóttir – excellent choice – eins og þjónninn sagði þegar ég bað um maukaðar sveskjur með salatinu mínu í LA á dögunum. Meira: eddabjo.blog.is Egill Helgason | 17. júní 2007 Vinstri eða grænir? Vinstri grænir senda fulltrúa á fund stjórn- málaflokksins Die Linke í Þýskalandi. Það er alveg örugglega til vinstri. Í Þýskalandi hefur Die Grünen lengst af staðið fyrir umhverfissjón- armiðum. Þeir eru grænir. Algjörir frumkvöðlar. Græn viðhorf áttu hins vegar ekki upp á pallborðið í gamla Austur-Þýskalandi en Die Linke eru að stórum hluta upprunnir þaðan. Hvort eru VG-arar meira vinstri eða grænir? Meira: silfrid.blog.is Anna Pála Sverrisdóttir | 16. júní 2007 Snúum okkur bara að kvennalandsliðinu Augljóslega eigum við bara að hætta að svekkja okkur á þessu karlalandsliði og snúa okkur að stelpunum. Rosalega er ég ánægð með þær. Áfram Ísland! Djöfull, af hverju fór ég ekki á leikinn? Á þriðjudaginn verða síðan allir jafnréttissinnar í einhverju bleiku! Ég hlakka mjög til. Meira: annapala.blog.is Thelma Ásdísardóttir | 15. júní 2007 Misskilin afþreying Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju sumar bókmenntir þykja „fínni“ en aðrar. Að fólk sem les Shake- speare gamla sé dýpra og gáfaðra heldur en fólk sem les Ísfólkið. Þetta verður eins og hluti af sjálfsmyndinni. Ekki það að ég leyfi mér hiklaust, eins og flestir gera, að velja og hafna. Auðvitað gerir maður það. Og ég segi hiklaust að hin og þessi bókin sé allt of mikið rusl til að ég eyði tíma mínum í að lesa hana. En það er samt svo oft sem búið er að ákveða fyrirfram í samfélagsvitundinni hvað er flott að lesa og hvað ekki. Og yf- irleitt eru það afþreyingarbók- menntirnar sem þykja lélegasti pappírinn. [...]Ég elska bækur sem vekja hjá mér alveg nýja hugsun, snúa einhverri sýn hjá mér alveg á hvolf og ég hef svo sem hvorki upp- lifað það hjá Morgan Kane né Ísfólk- inu. En stundum er ég líka bara að lesa til að hvíla hugann. Fara á gott flug um ástir, örlög og ævintýri. Og mér finnst bækur sem geta veitt mér það alveg jafnmikilvægar og hinar sem dýpka vitneskju mína um sjálfa mig og heiminn. Sumum þykir voða fínt að lesa texta sem er svo torlesinn og rugl- aður að hann skilst varla. Mér finnst slíkar „sögur“ bara vera bull og alls ekki bera höfundi góð vitni. Hver er tilgangurinn með að skrifa sögu sem enginn skilur? Ef höfundar hafa sögu að segja þá vil ég láta segja mér söguna og mér sé síðan sjálfri leyft að fara á flug út frá sögunni sem ég las. Mér sem lesanda er alveg sama hvort höfundur veit svo mikið um ís- lenskt mál að hann/hún getur troðið 300 orðum í sömu setningu og að sú setning innihaldi 3000 samhljóða. Eða að höfundur sé að brjóta blað í frásagnarhætti á einhvern hátt. Það má eflaust kalla þetta einhvers kon- ar list, en í mínum huga er það ekki frásagnarlist. Ég tel að frásagnarlist felist einmitt í því að segja þannig frá að þú vekir áhuga og að hægt sé að hverfa inn í söguna sjálfa án þess að vera endalaust með hugann við einhvern „stórkostlegan frumleika.“ Ég upplifi þetta oft sem tilgerð og stæla í höfundum. Eins og einhverja tilraun til að vera svo „spes“. Eða til að fela eigið hæfileikaleysi. Meira: thelmaasdisar.blog.is BLOG.IS LANGVARANDI þurrkatíð hefur verið á Djúpavogi og hefur úr- koma verið í algjöru lágmarki um nokkurra vikna skeið. Garð- úðarar bæjarbúa hafa því snúist allan sólarhringinn á síðustu dög- um. Eitt af vandamálum þurrk- anna hefur verið ryk frá þeim götum bæjarins sem enn hafa ekki verið lagðar bundnu slitlagi, því var slökkvilið sveitarfélagsins ræst út með stóru úðarabyssuna til að væta göturnar með nokkr- um tugþúsundum lítra. Var ekki annað að sjá en aðgerðin heppn- aðist vel, en vænta má að vatnið verði fljótt að gufa upp ef sólin heldur áfram að baka götur bæj- arins eins og veðurspáin gerir ráð fyrir á næstu dögum. Ljósmynd/Andrés Skúlason Þurrkatíð á Djúpavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.