Morgunblaðið - 18.06.2007, Page 14

Morgunblaðið - 18.06.2007, Page 14
14 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MJÖG hefur gengið á stórskóga heimsins á síðustu áratugum, allt frá Mið-Afríku til Amason-regn- skóganna og eyja Indónesíu. Að minnsta kosti þrettán milljónir hektara af stórskógum glatast að jafnaði á ári hverju – svæði sem er á stærð við Grikkland. Skógareyðingin á síðustu árum er að miklu leyti rakin til stórauk- innar eftirspurnar í Kína eftir timbri. Fyrir áratug fluttu Kín- verjar nánast eingöngu inn timbur til notkunar heima fyrir en nú flytja þeir út meira af vörum úr viði, svo sem húsgögnum og gólf- efnum, en nokkur önnur þjóð í heiminum. Þessi mikla eftirspurn hefur orðið til þess að timburverðið hef- ur hækkað, þannig að skógar- höggsfyrirtæki ásælast sífellt stærri svæði í löndum á borð við Kamerún, Brasilíu og Indónesíu. Fyrirtæki frá Evrópu, Banda- ríkjunum og Asíu hafa t.a.m. verið sökuð um að hafa sölsað undir sig um 15 milljónir hektara af regn- skógi í Kongó með ólöglegum hætti á síðustu árum. Fyrirtækin eru sögð notfæra sér fátækt íbú- anna, gefa þeim smágjafir á borð við landbúnaðaráhöld, saltpoka eða bjórkassa, til að verða sér úti um skógarhöggsréttindi sem eru margfalt verðmætari. Um fimmtungur regnskóganna í Brasilíu hefur þegar eyðst. Aukin eftirspurn í Kína eftir járngrýti, báxít (hráefni í ál) og landbúnaðar- afurðum á borð við sojabaunir á stóran þátt í því að sífellt stærri svæði eru lögð undir landbúnað eða námuvinnslu. Skógareyðingin hefur verið enn örari í Indónesíu. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að verði ekki gripið til róttækra að- gerða eyðist um 98% af þeim skóg- um, sem eftir eru, fyrir árið 2022. Það myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íbúana og dýra- lífið, m.a. dýr í útrýmingarhættu, t.d. órangútana. Þenslan í Kína stuðlar að mikilli skógareyðingu 78&5,2& 9$%&& +/82 . '$%)%,): +$) ' 2+ +.5+ ;<=<<< 3&%,: '$& $>5+ 3 +.5+ ?< 3&)= /82$,-% '$& ',%2,5 +(1 )%/%5 5 2&.5&+8& +(65% $& $//% $,2& .(6,$2 /74&$,-% @,, 12 -A&$2,-= /82&$>5%,2 -&$2& 9,,%2 *& .&65%$2) 740&$>%$%/ . '$%)%,)= 3  4   ( , # , ) #   )      * 1 5                 !  "#$ %                      B C<<? @@&,$2 +6&5 8+,1&%,, +/82          !" #  $   * 6&07& 83 9 +3&0 3/9& 3 6+83  B   BB  4 *  #      ?D" 8),+/ )$&./ CE" 1&5&F)$&./ ;G" 1&5&F+. E" &./ H" F+. I >&&'+4,- ?" (&8@ B  B  BB         : #  4  ; <     $  =>???@?A?B ?:D<?:?G C:?J    &  ' $( )$(  )) )  Hverfandi stórskógar heimsins mega sín lítils gegn hækkandi timburverði FLOKKAR sem styðja stjórn Nicol- as Sarkozy Frakklandsforseta fengu ekki þann mikla meirihluta í seinni umferð þingkosninganna í gær sem kannanir höfðu bent til. Engu að síð- ur segja stjórnmálaskýrendur, að al- gjörlega ný staða sé komin upp í kjölfar forsetakosninganna og þing- kosninganna. Meirihlutinn sé afger- andi og framundan séu róttækustu breytingar á frönsku samfélagi í áratugi. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig um 80 þingmönnum og segja stjórnmálaskýrendur það sárabót í kjölfar ósigurs frambjóðanda flokks- ins, Segolene Royal, í forsetakosn- ingunum. Francois Fillon forsætisráðherra sagði er niðurstaða var fengin, að franska þjóðin hefði, með því að tryggja hægrimönnum þingmeiri- hluta, veitt Nicolas Sarkozy forseta „meirihluta til að hefjast handa“ við að hrinda í framkvæmd þeim breyt- ingum sem hann hefði sjálfur verið kjörinn til að koma í kring. „Þið hafið tekið skýra og sam- hangandi ákvörðun sem gerir for- seta lýðveldisins kleift að hrinda verkefnum sínum í framkvæmd. Þið kusuð breytingar, og þær verða að raunveruleika. Við munum leggja til atlögu við venjur og bannhelgi sem fengið hefur að leika lausum hala í landi okkar. Nú eru kosningarnar afstaðnar, tími er kominn til að taka höndum saman, stund athafna er runnin upp,“ sagði Fillon. „Fjölbreytni og fjölhyggja á nýju þingi“ Þegar talning var langt komin í gærkvöldi stefndi í að flokkur Sark- ozy, UMP, fengi 319 þingmenn af 577 en á fráfarandi þingi átti flokk- urinn 359 sæti. Nýi miðflokkurinn sem fylgir stjórn Sarkozy að málum fengi 22 sæti og þriðji samstarflokk- urinn, MPF, tvö. Sósíalistar og stuðningsflokkar þeirra á vinstri væng, græningjar og kommúnistar, virtust ætla að fá 230 þingsæti. Þar af var útlit fyrir að Kommúnista- flokkurinn fengi 18 þingmenn, en kannanir bentu til að þau yrðu mun færri, og Græningjar fjögur. Þjóð- fylking Jean-Marie Le Pen náði ekki manni á þing. Dóttir Le Pen, Mar- ine, var eini frambjóðandi flokksins sem komst í seinni umferðina. Þvert á allar skoðanakannanir fyrir kosningar bætti Sósíalista- flokkurinn við sig mönnum, hafði 149 en stefndi í að fá 208. „Bláa bylgjan, sem sögð var mundu ríða yfir, reis ekki hátt. Til allrar ham- ingju verður fjölbreytni og fjöl- hyggja á nýju þingi,“ sagði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista, rétt eft- ir að kjörstöðum var lokað og út- gönguspár voru birtar. Sósíalistar höfðu varað mjög við að UMP-flokkurinn fengi mikinn meirihluta, sögðu í því felast hættu- lega samþjöppun valds. Hollande sagði úrslitin sýna, að þjóðin vildi stemma af vald Sarkozy forseta; mótvægi á vogarskálar aflsins sem væri lýðræðinu ómissandi. Hollande sagði að þjóðin hefði jafnframt látið í ljós efasemdir sínar og jafnvel ótta vegna „fyrstu órétt- látu gjörða“ stjórnarinnar. Þar átti hann fyrst og fremst við áform um breytingar á virðisaukaskattskerf- inu á þann veg að skatturinn yrði eyrnamerktur sjúkratryggingakerf- inu en á móti yrði létt af atvinnulíf- inu framlögum þess til sjúkratrygg- inga. Notuðu sósíalistar sér þau áform óspart á lokasprettinum og sökuðu ríkisstjórnina um að ætla að velta byrðum af vinnuveitendum yfir á neytendur; af hinum efnameiri á þá efnaminni. Varnarsigur sósíalista Stjórnmálaskýrendur segja ár- angur flokksins mikla uppörvun fyr- ir sósíalista sem brast eldmóð og kjark eftir ósigur Royal í forseta- kosningunum. Þrátt fyrir hagstæð- ari útkomu en vænst var komu í gærkvöldi fram kröfur um að Hol- lande viki úr leiðtogasæti þegar í stað, til að hægt væri að hefjast handa um endurnýjun flokksins. Segolene Royal, fyrrverandi sam- býliskona Hollande – en tilkynnt var opinberlega um skilnað þeirra í gær- kvöldi – sagði skilvirka stjórnarand- stöðusveit hafa orðið til í kosning- unum í gær. Hún hefur stefnt að því að taka við leiðtogahlutverkinu af fyrrverandi manni sínum og ítrekaði löngun sína til þess í gærkvöldi. Jean-Louis Borloo, efnahags- málaráðherra, sagði stjórnina hafa unnið sögulegan sigur að því leyti að þetta væri í fyrsta sinn frá árinu 1978 sem ríkisstjórnarflokkur héldi þingmeirihluta sínum í kosningum. Mikla athygli vakti, að Alain Juppe, fyrrverandi forsætisráð- herra, náði ekki kjöri í Bordeaux, hlaut 49,07% atkvæða en frambjóð- andi sósíalista 50,93%. Í ljósi úr- slitanna sagðist hann myndu af- henda Sarkozy afsagnarbréf sem umhverfisráðherra á mánudag, en hann gekk næstur Francois Fillon í ríkisstjórninni. Var þetta túlkað sem áfall fyrir Sarkozy sem kallaði Juppe úr pólitískri útlegð og fól honum einn mikilvægasta málaflokkinn í stjórn sinni, umhverfismálin. Fillon hafði lagt áherslu á að ráðherrar sem væru í þingframboði næðu kjöri, ellegar þyrftu þeir að hverfa úr stjórninni. Nýtt framboð býður afhroð Mesta áfallinu verður Francois Bayrou fyrir en eftir að hann varð þriðji í forsetakjörinu hugðist hann byggja á góðum árangri þar og stofnaði nýjan miðflokk, Lýðræð- isfylkinguna (MoDem). Á fráfarandi þingi átti flokkur hans, UDF, 29 þingmenn en útlit var fyrir að nýi flokkurinn fengi í mesta lagi fjóra þingmenn. Athygli vakti að Jean-Louis Bruguiere, sem var um árabil einn fremsti dómari Frakklands í barátt- unni gegn hryðjuverkastarfsemi, náði ekki kjöri. Bauð hann sig fram fyrir UMP í kjördæminu Lot-et- Garonne í suðurhluta Frakklands. Hann er náinn vinur Sarkozy og lét af dómarastarfi fyrr á árinu og hugðist hasla sér völl á stjórnmála- sviðinu. Eftir að hafa tekið við af Jacques Chirac sem forseti Frakklands 16. maí fór Sarkozy fram á að fá öflugan þingmeirihluta til að fylgja eftir þeirri umbótastefnu sem hann boð- aði í forsetakosningunum, m.a. til að gæða atvinnu- og efnahagslífið nýj- um þrótti. Hét hann því að uppræta kerfislægar hindranir í efnahagslíf- inu sem hann sagði eiga sinn þátt í viðvarandi, háu atvinnuleysi og tak- mörkuðum hagvexti. Stjórnin mun ekki bíða boðanna við að koma umbótamálum sínum í framkvæmd, því ákveðið hefur verið að nýtt þing komi saman 26. júní og sitji til 10. ágúst. Fær það m.a. til meðferðar stjórnarfrumvörp sem fela í sér lækkun skatta, hvatningu til aukinnar vinnuþátttöku, aukið sjálfræði háskóla, strangari innflytj- endalöggjöf og harðari refsingar við síbrotum. Sarkozy þykir eiga meiri mögu- leika á því en nokkur annar franskur forseti að koma málum sínum í fram- kvæmd. Christophe Barbier, rit- stjóri vikuritsins L’Express, sagði í gærkvöldi að nýir tímar væru runnir upp í frönskum stjórnmálum í kjöl- far þing- og forsetakosninga. Hann líkti breytingunum jafnvel við frönsku byltinguna 1789, sagði að ný bylting hefði næstum átt sér stað. Sarkozy fær meirihluta til athafna í kosningunum AP Kátur Francois Fillon Frakklandsforseti gægist út um dyr Hotel Matignon eftir að fyrstu tölur bárust í gær. Hann fagnaði niðurstöðunni og sagði frönsku þjóðina hafa gefið forsetanum umboð til að hrinda breytingum í framkvæmd. Í HNOTSKURN »Líkt og í fyrri umferðkosninganna var kjörsókn með minnsta móti, 60%. »Þetta voru fjórðu kosning-arnar á rúmum sjö vikum í Frakklandi. » Kjörsóknin í forsetakosn-ingunum 22. apríl og 6. maí var 85%. »Kosið var um 467 þingsætií gær. 110 frambjóðendur náðu kjöri í fyrri umferðinni, þar af 109 þingmenn UMP. Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.