Morgunblaðið - 18.06.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.06.2007, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING DAGRÚN Matthíasdóttir opn- ar myndlistasýninguna 19, á morgun, 19. júní í DaLí Galleríi á Akureyri, klukka 17 – 19. Dagrún útskrifaðist frá Mynd- listaskólanum á Akureyri vorið 2006 og er nemi í nútímafræði við Háskólann Akureyri. ,,Ég mátti til með að fara í bleika gírinn í tilefni dagsins. Mynd- irnar mínar eru sjálfsmyndir þar sem ég máta nokkrar stað- alímyndir og spái í femínísk hugðarefni,“ segir Dagrún um verkin sín. Sýningin stendur til 30. júní og er opin á laugardögum og sunnudögum í sumar kl.14 -17. Allir eru velkomnir. Myndlist Bleikt í tilefni kvenréttindadags Dagrún á veiðum ÚT ER kominn tvöfaldur safn- diskur með list Lárusar Páls- sonar leikara. Svipmyndir nefnist disk- urinn en þar flytur Lárus ljóð og sögur, og heyra má brot úr nokkrum leikritum sem hann átti hlut að. Upptökurnar eru allar úr safni Ríkisútvarpsins og spanna nær tvo áratugi á ferli Lárusar, þær elstu eru frá því á fimmta áratug síðustu aldar en þær síðustu voru gerðar skömmu fyrir dauða listamannsins árið 1968. Saman gefur þetta val fjölbreytta hug- mynd um list Lárusar á ýmsum tímum. Leiklist Safndiskur með Lárusi Pálssyni Lárus Pálsson Í LISTASAFNI Ísafjarðar í Gamla sjúkrahúsinu hefur ver- ið opnuð sýning á verkum Kristins E. Hrafnssonar. Ferðalagið og áttirnar eru þráður í gegnum sýninguna, og þá sér í lagi drottning áttanna, sjálft norðrið og hægt að segja að norður sé yfirskrift sýning- arinnar. Það er óhjákvæmilegt að sigla, segir í ljóði eftir Sig- urð Pálsson og þá ljóðlínu notar Kristinn í eitt verkanna. Hann segir ljóðlínuna lýsa vel að mann- skepnan eigi alltaf að vera leitandi og setningin gangi upp bæði í eiginlegri sem óeiginlegri merk- ingu. Myndlist Norðrið sýnt á Vestfjörðum Höfuðáttin Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is DJÖSSUÐ var stemningin og þægi- leg á Höfða síðdegis gær er fram fór útnefning á borgarlistamanni Reykjavíkur árið 2007. Athöfnin hófst á því að Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri, ávarpaði gesti stuttlega; síðan kynnti hann borgarlistamann þessa árs, Ragnar Bjarnason, betur þekktan sem Ragga Bjarna. Vilhjálmur rakti langan og fjöl- skrúðugan feril Ragnars og fór fögr- um orðum um listamanninn. Borg- arstjórinn kvað söngvarann „tímalausan“ og bætti síðar við að Ragnar væri í senn „litríkur og ein- stakur“, og auk þess sífellt að þróa „sinn sérstaka og skemmtilega söng- stíl“. Ragnar var kampakátur þegar hann veitti verðlaununum viðtöku, og fljótur að stökkva með verðlauna- blómvöndinn að konu sinni, Helle Birthe Bjarnason. Ragnar talaði fal- lega um hana: „En ég þakka guði fyr- ir hvern dag sem hún skrifar ekki ævisöguna!“ gall að lokum í honum og gestir hlógu dátt. Ragnar lofaði jafn- framt þá fjölmörgu tónlistarmenn sem veitt hafa honum lið í gegnum tíðina. „Maður gerir eiginlega ekkert einn í þessum bransa, þetta er svona samvinnu …“ viðurkenndi hann. Að sjálfsögðu þandi söngvarinn síðan raddböndin. Ásamt Árna Scheving, úr KK sextett, tók hann „Vorkvöld í Reykjavík“. Árni lék á forláta harmónikku sem faðir Ragga átti. „Öll mín músík er eiginlega kom- in úr þessari harmónikku,“ fullyrti Ragnar. Þá voru Milljónamæring- Ragnar Bjarnason söngvari valinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2007 Litríkur, einstakur og tímalaus Heiður Ragnar Bjarnason lék við hvern sinn fingur þegar hann tók við viðurkenningunni í Höfða í gær. Morgunblaðið/Golli SALMAN Rushdie hefur hlotið ýmsar viðurkenningar í gegnum tíðina; má sem dæmi nefna Booker of Bookers og the Whitbread verð- launin. Hugsanlega felst þó hin mesta vegsemd í þeim heiðri sem honum hefur nú hlotnast, en hann var sleginn til riddara fyrir störf sín í þágu bókmenntanna. Riddaratignin staðfestir síðbúna fylgisyfirlýsingu breska ríkisins við höfundinn – 18 árum eftir að bók hans, Söngvar Satans, var for- dæmd fyrir guðlast af trúar- leiðtoga Írana. Vegna atviksins þurfti Rushdie að lifa í felum næsta áratuginn. Ýmsar fjölmiðlafígúrur hafa verið tregar til að viðurkenna Rushdie opinberlega; til að mynda hefur Tony Blair veigrað sér við að sjást taka í hönd hans. Flestir fagna þó riddaratigninni; til að mynda segir rithöfundurinn Ian McEwan: „Rushdie er frábær rit- höfundur, og þetta sendir skýr skilaboð til bókabrennara og stuðningsmanna þeirra.“ Um riddaratignina sagði Rus- hdie sjálfur: „Þetta gleður mig ósegjanlega; ég tek auðmjúkur við þessum mikla heiðri, og ég er mjög þakklátur fyrir það að verk mín hafi verið viðurkennd með þessum hætti.“ Rushdie sleginn til riddara Höfundurinn nú loks- ins viðurkenndur? PER Petterson, rithöfundur sem lítt er kunnur utan landsteina Nor- egs, skaut fjölmörgum stór- stjörnum bókmenntanna ref fyrir rass þegar hann hreppti á dögunum Impac Dublin verðlaunin, hæstu peningaverðlaun sem veitt eru fyr- ir bókmenntir skv. Guardian, en upphæðin var 100.000 evrur. Verð- launin hlaut Petterson fyrir verk sitt, Out Stealing Horses. Bókin fjallar um 67 ára gamlan mann sem neyðist til að rifja upp átakanlega atburði úr æsku sinni. Petterson kveðst í senn ánægður og undrandi yfir því að hafa hlotið verðlaunin. „Svo virðist sem þessi bók hafi gert mig að stráknum í gullbuxunum; í hvert skipti sem ég sting hendi í vasann dreg ég upp gullpening,“ segir hann. „Þetta er stórfenglegt!“ Drengurinn í gullbuxunum FRIÐRIK Rafnsson var kosinn for- seti Alliance Française á 96. aðal- fundi félagsins sem fram fór nýlega. Hann tekur við af Árna Þorvaldi Jónssyni, sem hefur verið forseti Alliance Française frá árinu 1995, eða í tólf ár. Aðrir stjórnarmenn í fé- laginu eru: Guðlaug Matthildur Jak- obsdóttir, Svanhildur Snæbjörns- dóttir, Bruno Lebas, Marlène Pernier, Guðjón Ármann Eyjólfs- son, Eve Leplat og Philippe Blanc. Starfandi framkvæmdastjóri fé- lagsins er Gaëtan Montoriol en í því starfi felst m.a að vera sendikennari í Háskóla Íslands. Nam í Frakklandi Fráfarandi forseti, Árni Þorvald- ur Jónsson, var kvaddur með pomp og prakt á árshátíð félagsins föstu- daginn 8. júní og honum þakkað mikið og gott starf í þágu þess. Hinn nýi forseti Alliance Fran- çaise, Friðrik Rafnsson, stundaði nám í frönsku og bókmenntum í Frakklandi á árunum 1981–1988, fyrst Aix-en-Provence og síðan í París. Frá árinu 1988 hefur Friðrik unnið að menningarmiðlun í útvarpi, bókaútgáfu, bókmenntaþýðingum og vefritstjórn. Eykur áhuga á Frakklandi Alliance Française í Reykjavík var stofnað árið 1911. Félagið er ís- lenskt og hlýtur styrki frá franska utanríkisráðuneytinu. Tilgangur fé- lagsins er að auka áhuga og þekk- ingu á franskri tungu, frönskum bókmenntum og menningu meðal Ís- lendinga. Alliance Française í Reykjavík hefur starfað síðan 1911 Friðrik Rafnsson kosinn forseti Alliance Française Friðrik Rafnsson Alliance Française er staðsett í Tryggvagötu 8 og er heimasíða fé- lagsins: www.af.is REYKJAVÍKURAKADEMÍAN, ábúendur í Svartárkoti í Bárðardal, Ferðamálasetur Íslands á Akureyri og fleiri aðilar eru nú að hrinda af stað verkefninu Svartárkot, menn- ing – náttúra. Það felst í því að byggja upp að Svartárkoti í Bárð- ardal rannsókna- og kennslusetur þar sem haldin verða hágæða- námskeið á háskólastigi fyrir er- lenda stúdenta, um íslenska menn- ingarsögu og náttúru og ekki síst sambúð manns og náttúru. Leitað verður eftir samstarfi við háskóla víða um heim. Lykilatriði í hug- myndinni er staðsetningin. Svart- árkot er bújörð í rekstri, á mörkum mannabyggðar og náttúru, Ódáða- hraun rís eins og svartur veggur uppúr túnfætinum. Komin er upp bráðabirgðaheimasíða fyrir verk- efnið: www.svartarkot.is Dagana 19.-25. júní verður haldið kynningarnámskeið um verkefnið að Kiðagili í Bárðardal. Það sækja um 30 háskólakennarar, frá Banda- ríkjunum, Kanada, Englandi, Finn- landi, Póllandi, Austurríki, Búlg- aríu og Ítalíu. Námskeiðið þjónar einnig þeim tilgangi að fá þátttak- endur til að hjálpa til við að móta hugmyndina endanlega. Verkefnið Svartárkot, menning – náttúra mun brjóta blað í íslenskri ferðaþjónustu með því að byggja upp það sem kallað hefur verið aka- demísk ferðaþjónusta. Það hefur fengið undirbúningsstyrki frá Impru nýsköpunarmiðstöð, Kís- ilgúrsjóði, Icelandair, iðnaðarráðu- neytinu og nýtur einnig stuðnings á fjárlögum þessa árs. Þá styrkir Reykjavíkurborg verkefni Reykja- víkurAkademíunnar, Loftbrú til landsbyggðar þar sem unnið er að nýsköpun á vettvangi menning- arfræða í samstarfi við fræðasetur á landsbyggðinni, en Svartárkot, menning – náttúra er einn af horn- steinum þess. Mennt á mörkum mannabyggðar ♦♦♦ arnir viðstaddir. Tóku Ragnar og Vil- hjálmur undir í síðara lagi þeirra og sungu: „Vert’ ekki að horfa svona allt- af á mig“. Ragnar hefur ævinlega notið mikillar hylli og undir lok at- hafnarinnar hvíslaði einn gesta í eyra blaðamanns: „Hann er nú alltaf svo- lítið skemmtilegur hann Raggi Bjarna–hann er svona „stuðmaður“.“ Í HNOTSKURN » Borgarlistamaður Reykjavíkur er útnefndur árlega við hátíðlegaathöfn. Verðlaunaféð í ár var ein milljón króna og áletraður steinn. » Ragnar Bjarnason hefur komið víða við á löngum ferli. Til gamansmá geta þess að hann hóf tónlistarferilinn sem trommari í hljóm- sveit föður síns, Hljómsveit Bjarna Bö. Þá var söngvarinn á ferming- araldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.