Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 21
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 21 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350           !!"! #$%&' () ( *+,&' -.' /0 1(( 222"34,33"' 5 5 6 Ef til stendur að setjadýrið á hótel þarf yf-irleitt að panta það meðgóðum fyrirvara,“ segir Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum í Víðidal þegar hún er innt eftir því hvernig best sé að búa gæludýrið undir sum- arfríspössunina. „Eins er góð regla að kynna sér hótelið, skoða það og sjá hvernig aðstöðu dýr- unum er boðið upp á. Sum hótelin hafa aðstæður til að hleypa dýr- unum út, hvort sem um er að ræða hunda eða ketti. Oft er um útibúr að ræða en sumstaðar er jafnvel farið með hundana í göngutúra og þeim hleypt í sér- stakt útigerði. Þetta er mikilvægt að kynna sér, sérstaklega ef dýrið er vant því að fara í göngutúra og fá að hlaupa laust einhvern tíma dags.“ Í öðru lagi segir Lísa mikilvægt að huga að bólusetningum dýr- anna og láta ormahreinsa þau áð- ur en þau fara á slíkan dvalarstað. „Smithættan eykst verulega þegar mörg dýr eru samankomin á litlu svæði. Við það bætist streitan sem fylgir því fyrir dýrið að vera sett í búr innan um aðra sína líka með öllu því gelti og mjálmi sem því fylgja. Stressið gerir þau aftur viðkvæmari fyrir smiti.“ Hótelhósti algengur Hún segir ákveðna sjúkdóma áberandi hjá dýrum eftir slíka vist. „Hjá hundunum höfum við aðallega þurft að kljást við svo- kallaðan hótelhósta sem er sýking í öndunarfærum. Núna er hægt að bólusetja við þessum hósta og hundarnir eru líka bólusettir við svokallaðri smáveirusótt. Kettir eru hins vegar fyrst og fremst bólusettir við kattafári. Svo er ormahreinsað. Þessir hlutir þurfa að vera á hreinu áður en hundur eða köttur fer á hótel.“ Að sögn Lísu er erfitt að segja hversu lengi óhætt er að skilja dýrið eftir á hóteli. „Það fer svolít- ið eftir dýrinu og hverju það er vant. Maður myndi þó aldrei hafa dýr á slíkum stað til lengri tíma því þau verða leið á því að vera lokuð inni í búrum fjarri sínum heimastað. Fólk hefur sett dýrin sín á hótel í uppundir þrjár vikur og það finnst mér vera alveg nógu langur tími.“ En er betri kostur að fá einhvern til að passa dýrin en að setja þau á hótel? „Hvað smit- hættu varðar er það náttúrulega betri kostur og dýrinu verður minna um það því þá er það ekki lokað inni í búri. Hins vegar fer hundurinn eða kötturinn þá í um- hverfi sem þeir eru ekki vanir og til dæmis getur maður ekki sett kött strax út við slíkar aðstæður. Þá gæti hann einfaldlega horfið því kettir sækja heim.“ Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að venja ketti við, eigi þeir að fá að ganga lausir á pössunarstaðnum. „Og það getur verið heilmikið ferli.“ Köttur í útilegu Lísa segir sennilega best fyrir kisurnar ef hægt er að fá einhvern til að flytja inn til þeirra á meðan húsbændurnir eru fjarri. „Hundar eru hins vegar meiri félagsverur og háðari manninum svo það yrði þá að vera einhver sem hundurinn treystir. Þá er líka algert lyk- ilatriði að viðkomandi sé búsettur í íbúðarhúsinu meðan á fríinu stendur.“ Hvað kettina varðar fara margir þá leið að fá einhvern til að líta til með kettinum og gefa hon- um að éta, án þess þó að flytja beinlínis inn. „Auðvitað er spurn- ing hvort óhætt sé að láta þá vera eina í kannski tólf tíma og yfir heilu næturnar. Maður veit aldrei hvað getur gerst. Fólk þarf ein- faldlega að gera það upp við sig hvort það sé tilbúið að fara þessa leið og þá í hversu langan tíma.“ Algengt er að gæludýraeigendur taki með sér ferfættu félagana í ferðalög innanlands, í það minnsta hundana. „Það er erfiðara með ketti því þeir eru svo heimaríkir. Hins vegar er alveg hægt að venja ketti á að fara með, t.d. í útilegur en það þarf að vinna svolítið í því. Sumir ganga með köttinn í taumi og venja hann þannig við. En svo hafa aðrir lent í því að fara með kettina sína í ferðalag og týna þeim. Þeir eru líka misjafnir kar- akterar – sumir verða auðveldlega hræddir á ókunnum stað og þá er meiri hætta á að þeir þvælist eitt- hvað burt.“ Lísa bendir á að víða séu gælu- dýr bönnuð, s.s. á hótelum og langflestum sumarbústöðum sem eru leigðir út. „Sums staðar eru gæludýr meira að segja bönnuð á tjaldstæðum,“ segir hún. „Þess vegna er lykilatriði að kanna hvort sá staður sem til stendur að fara á leyfi gæludýr. Það er ekkert eins ömurlegt og að vera rekinn í burtu með dýrið sitt.“ Búum gæludýrin undir fríið Morgunblaðið/RAX Á ferð Víða er bannað að vera með gæludýr í sumarbústöðum og á tjaldsvæðum innanlands. Þegar búið er að kaupa flugmiða til Spánar fyrir alla fjölskylduna er næsta skref að finna út úr því hvað gera á við Snata eða Snældu. Berg- þóra Njála Guðmunds- dóttir kynnti sér hvernig undirbúa á sumarfríið fyrir ferfætta félagann. Morgunblaðið/Ingó Dýralæknirinn Mikilvægt er að láta bólusetja dýrið og ormhreinsa fyrir vist á gæludýrahóteli, að sögn Lísu Bjarnadóttur dýralæknis. ben@mbl.is Morgunblaðið/Ingó Frelsi Kannið hvort aðstæður eru á hundahótelinu til að fara með hvutta í göngutúra eða sleppa honum lausum innan gerðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.