Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÁVARÚTVEGURINN Í UPPNÁMI Það er alveg ljóst eftir ræðuhöldráðamanna þjóðarinnar í gær,á þjóðhátíðardeginum, að mál- efni sjávarútvegsins eru í uppnámi. Í 17. júní-ræðu sinni á Austurvelli sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra m.a.: „Ríkisstjórnin stendur einhuga að baki sjávarútvegsráðherra í því, að ákvörðun um kvóta næsta árs verði tekin að vandlega athuguðu máli, að fyrir liggi allar hliðar málsins áður en ákvörðun er tekin, ekki einvörðungu hin fiskifræðilega, að leitað verði samstöðu sem flestra um niðurstöð- una og jafnframt litið sérstaklega til þeirra byggðarlaga, sem verst standa … við höfum betri efni á að líta til lengri tíma, sem létt gæti róð- urinn síðar. Það eru hyggindi sem í hag koma.“ Það er ástæða til að fagna þessum orðum forsætisráðherra, ef í þeim felst, að sjávarútvegsráðherra fari að ráðum Hafrannsóknastofnunar. Þau snúast hins vegar upp í andhverfu sína, ef ríkisstjórnin ætlar enn einu sinni að stunda eitthvert hálfkák í þessum efnum. Á Ísafirði talaði Sturla Böðvars- son, forseti Alþingis og fyrrverandi ráðherra. Hann sagði: „Ástand og horfur í minni sjávar- byggðum eru mjög alvarlegar, ef draga verður úr veiðum.“ Hvað skyldi forseti Alþingis eiga við, þegar hann notar orðið ef í þessu samhengi? Er hann að draga í efa, að draga þurfi úr veiðum? Það getur varla verið. Eftir langa setu í ríkisstjórn er Sturla Böðvarsson öllum hnútum kunnugur og hlýtur að gera sér grein fyrir þeirri alvöru, sem felst í ráðgjöf Hafró. Það er alvarlegt mál ef um- mæli Sturlu eru vísbending um að innan þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins ríki ekki sá einhugur um viðbrögð við ráðgjöf Hafró, sem ráða má af þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Eitt er hvernig ríkisstjórnin bregst við ráðgjöf Hafró en annar þáttur sjávarútvegsmála, sem er í uppnámi, er kvótakerfið. Geir H. Haarde fór varlega í um- ræður um kvótakerfið sem slíkt í ræðu sinni á Austurvelli og sagði: „Ég skal ekki gera lítið úr gagnrýni á kvótakerfið en menn mega heldur ekki gleyma kostum þess.“ Sturla Böðvarsson tók sterkar til orða. Hann sagði í ræðu sinni á Ísa- firði: „Áform okkar um að byggja upp fiskistofna með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virðast hafa mistekizt.“ Þetta eru stór orð. Í viðtali við Morgunblaðið í dag tekur Einar Odd- ur Kristjánsson alþingismaður undir þau og segir, að það sé almenn sam- staða á Alþingi um að breyta kerfinu. Það verður fróðlegt að sjá, hvort það verður líka almenn samstaða um hvernig eigi að breyta því. Það er ekki alveg víst að svo sé. BARÁTTAN GEGN MANSALI Haldi einhver að mansal heyri tilfortíðinni er það hrapallegur misskilningur. Í nýrri skýrslu banda- ríska utanríkisráðuneytisins er get- um leitt að því að árlega séu átta hundruð þúsund manns flutt nauðug milli landa og 80% af þeim séu konur. Allt að helmingur þeirra eru börn. Bandaríkjamenn rannsökuðu ástandið í 164 löndum. 16 lönd eru á svörtum lista. Þeirra á meðal eru ríki á borð við Íran, Kúbu, Norður-Kóreu, Búrma, Súdan og Sýrland, en einnig nokkur ríki, sem teljast til banda- manna Bandaríkjamanna, Barein, Katar, Kúveit, Óman og Sádi-Arabía. Þessi lönd eiga yfir höfði sér refsiað- gerðir af hálfu Bandaríkjamanna, sem gætu falist í því að hjálparstarfi yrði hætt og lagst yrði gegn lánveit- ingum til þeirra frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum og Alþjóðabankanum, eins og fram kom í fréttaskýringu Arndís- ar Þórarinsdóttur í Morgunblaðinu á laugardag. Á sérstökum gátlista eru ríki á borð við Rússland, Kína, Mexíkó og Indland. Sérstakt eftirlit þykir þurfa með ríkjunum á þeim lista. Það er með ólíkindum að á 21. öld- inni skuli enn viðgangast að fólk gangi kaupum og sölum til kynlífs- þrælkunar, þrælkunarvinnu eða vinnu á heimilum. Bandaríkjamenn hafa verið gagn- rýndir fyrir að taka sér það vald að draga þjóðir í dilka í þessu máli og hefur því meðal annars verið haldið fram að þeir noti þessa skýrslu til að koma höggi á andstæðinga sína. Skýrslan hefur líka verið gagnrýnd fyrir að of mörg ríki hafi verið sett á gátlistann þótt þau ættu í raun heima á svarta listanum. Þrælasala er hins vegar það alvarlegt mál að aðgerða er þörf og skýrslan er nauðsynlegt inn- legg. Augljóst er að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, leggur metnað í að taka á þessu máli. Hún sagði þegar skýrslan kom út að ekki væri hægt að umbera hversu fáir hefðu verið sakfelldir fyr- ir mansal og það yrði ekki umborið. Maður getur ekki verið eign annars manns. Enginn á slík örlög skilin. Stjórnvöldum, sem láta undir höfuð leggjast að taka á mansali, ber að beita þrýstingi og dugi það ekki á að grípa til aðgerða. Það á að hjálpa þessum ríkjum að takast á við vand- ann, en þverskallist þau við eiga þau ekkert betra skilið en að vera úthróp- uð úr samfélagi þjóðanna. En það er enginn stikkfrí í þessum efnum. Mansal tíðkast um allan heim, einnig í ríkjum, sem ekki eru á list- unum í skýrslu bandaríska utanrík- isráðuneytisins. Nægir þar að nefna kynlífsiðnaðinn í Evrópu og Banda- ríkjunum þar sem konur ganga kaup- um og sölum og er haldið við aðstæð- ur, sem gera þeim ógerlegt að sleppa. Það þarf að glíma við vandann í öllum sínum birtingarmyndum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ÍSLENDINGAR fögnuðu þjóðhátíðardeginum um land allt í gær með margvíslegum hátíða- höldum. Í Reykjavík var dagskráin með hefð- bundnum hætti og hófst hún klukkan 9:55 þeg- ar kirkjuklukkur borgarinnar hringdu hátíðina inn samhljóma. Þjóðhátíðarrigningin lét ekki á sér kræla heldur var veðrið milt og þurrt, enda safnaðist fjöldi fólks saman í miðborginni og naut útiverunnar í hátíðarskapi. Sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson var að venju heiðraður í tilefni dagsins og lagði forseti borgarstjórnar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, blómsveig frá Reykvíkingum að leiði hans í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hátíðin var svo formlega sett á Austurvelli og lagði þá forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar. Björn Ingi Hrafnsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, og Geir H. Haarde for- sætisráðherra fluttu báðir ávarp en á milli ræðuhalda söng Karlakór Reykjavíkur þjóð- sönginn og önnur ættjarðarlög, auk þess sem Lúðrasveitin Svanur lék Íslandsvísur Jóns Trausta. Fjallkonan í ár var Sólveig Arnars- dóttir leikkona og flutti hún ljóð eftir Þórarin Eldjárn, sem samið var sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Hátíðardagskránni lauk svo með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur prédikaði. Litrík skemmtidagskrá Víða voru haldnar skrúðgöngur, þar á meðal sjö á höfuðborgarsvæðinu að sögn varðstjóra lögreglunnar, en sú stærsta var gengin frá Hlemmi niður Laugaveg að Ingólfstorgi og setti Götuleikhúsið svip sinn á gönguna með gjörningum. Í Hafnarfirði var lokadagur ár- legu Víkingahátíðarinnar og var meðal annars boðið upp á skylmingakennslu í hinum svokall- aða Víkingaskóla barnanna. Skemmtidagskrá- in í Reykjavík stóð frá hádegi fram eftir kvöldi og var af nógu að taka um alla miðborg. Í Hallargarðinum gafst gestum og gangandi A eitt sve í M firð deg um féla vor hól Ósk L haf fólk sig dag kostur á að kynna sér óvenjulegar íþróttir því þar var sýnd íslensk glíma og skylmingar, auk bardagaíþróttanna kung-fu og aikido. Á Ing- ólfstorgi var hins vegar boðið upp á danssýn- ingu og sýndu fjölmargir danshópar listir sínar við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins. Hug- arleikfimin fékk einnig að njóta sín hjá útitafl- inu við Lækjargötu þar sem taflfélagið Hrók- urinn hélt lýðveldisskákmót, en fyrir þá sem spenntari eru fyrir líkamlegum átökum var boðið upp á trukkadrátt í Vonarstræti sem lið í keppninni um sterkasta manns Íslands. Ef litið var til himins mátti innan um gasblöðrurnar sjá hugdjarfa fallhlífarstökkvara koma svífandi til jarðar, því Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur hélt sýningu fyrir vegfarendur á jörðu niðri. Mannfjöldi Á Arnarhóli fór fram barna- og fjölskylduskemmtun sem Stígur og Snæfríður úr Stundinn Morgunblaðið/Árni Torfason Há Kópavogur Greta Mjöll Samúelsdóttir var fjallkonan og flutti ljóð á skemmtihátíð á Rútstúni. Hátíðahöld í blíðskaparveðri Hafnarfjörður Efnilegir nemar í Víkingaskóla barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.