Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞESSAR spurningar hafa komið oft upp í huga minn undanfarin ár eftir að Kópavogsbær og Hrafnista lögðu fram hugmyndir að byggingum fyrir aldraða við Boðaþing í Kópa- vogi. Tillögur þessar voru að mörgu leyti frá- brugðnar öðrum hug- myndum um slíka starfsemi og voru þær lagðar fyrir for- ystumenn Félags eldri borgara í Kópavogi, sem tóku þeim vel en gerðu samt smáat- hugasemdir við þær, aðallega um aðgengi og lyftur. Þessum at- hugasemdum var vel tekið og farið að betr- umbæta hugmyndina og lýsti Kópavogsbær því yfir að þeir hefðu peninga til að byrja fram- kvæmdir og var sótt um fram- kvæmdaleyfi. En þá var eins og fjandinn yrði laus eða ráðuneyt- ismenn horfðu á þetta með bundið fyrir bæði augu. Þeir sáu enga ljósa punkta í þessum tillögum, báru við peningaleysi o.fl. þó svo að Fram- kvæmdasjóður aldraðra, sem á að styrkja svona framkvæmdir, ætti nokkra milljarða í sjóðum. Síðar bár- ust fréttir af því að ráðherra og ráð- neytismenn notuðu fé úr fram- kvæmdasjóði til ýmissa gæluverkefna svo sem útgáfu kosningabækl- inga og styrkja við sönghópa, sem öldr- uðum koma ekkert við o.fl., og telja ráðuneyt- ismenn sig fara að lög- um. Enn á ný er komin upp sama staða, neitun við framkvæmdum við Boðaþing þó svo að Kópavogskaupstaður vilji leggja fram fé til að byrja með. Ráðuneytið sér ekkert nema svart- nættið, það er sama hvort er um að ræða Sunnuhlíð í Kópavogi eða Boða- þing, ráðuneytið fjallar um þessi mál með öfugum klónum. Í lögum um málefni aldraðra segir eftirfarandi: Þjónustuhópur aldraðra. III. kafli. Framkvæmdasjóður aldraðra. 9. gr. Framkvæmdasjóður aldr- aðra skal stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. [Fjármagni úr Framkvæmdasjóði aldraðra skal varið til: 1. Byggingar þjónustumiðstöðva og dagvista, sbr. 2. og 3. tölul. 13. gr., og byggingar stofnana fyrir aldraða, sbr. 14. gr., en þó ekki til byggingar íbúða í eigu einstaklinga, fé- lagasamtaka og sveitarfélaga. 2. Að mæta kostnaði við nauðsyn- legar breytingar og endurbætur á húsnæði sem notað er til þjónustu fyrir aldraða, sbr. 2. og 3. tölul. 13. gr. og 14. gr., að frátöldum íbúðum í eigu einstaklinga, félagasamtaka og sveit- arfélaga. 3. Viðhalds húsnæðis dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarheimila. 4. …] 5. Annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Þá er Framkvæmdasjóði aldraðra heimilt að greiða þann hluta húsa- leigu sem telst stofnkostnaður vegna leigu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem samþykkt hefur verið að byggja eftir 1. janúar 2005 á kostnað annarra aðila en ríkisins, að undangengnu út- boði. Skilyrði fyrir greiðslu húsaleigu er að ekki hafi verið veittur styrkur úr Framkvæmdasjóði aldraðra skv. 2. mgr. eða annar styrkur frá ríkinu til að byggja hjúkrunarheimilið. Húsaleiga sem greidd er með þessum hætti telst ígildi stofnkostnaðar. Heimilt er að gera undanþágu frá út- boði skv. 1. málsl. þegar sérstaklega stendur á og talið er að útboð muni ekki leiða til lægri húsaleigukostn- aðar fyrir ríki og sveitarfélög. Þegar ríki og sveitarfélög standa saman að uppbyggingu hjúkr- unarheimila skal þátttaka sveitarfé- laga ekki vera minni en sem nemur 15% af stofnkostnaði og skal eign- arhlutur vera í sömu hlutföllum og skipting stofnkostnaðar. Þátttaka sveitarfélaga í greiðslu leigu fyrir hjúkrunarheimili skv. 3. mgr. skal ekki vera minni en sem nemur 15% af leigunni. Taki sveitarfélag þátt í stofnkostnaði eða greiðslu leigu vegna byggingar annarra hjúkr- unarheimila skal samþykki þess fyrir greiðsluþátttöku liggja fyrir áður en framkvæmda- og rekstrarleyfi er gefið út. Framlag úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra telst rík- isframlag. Í 3. kafla laganna er sagt frá verk- efnum sem framkvæmdasjóði er ætl- að að vinna að og er eðlilegt að for- gangsröð verkefna sé í þeirri röð sem þar er talað um, en það er langt frá því sem ráðuneytismenn gera, sem sjá ekki út fyrir tölvuskjái sína og vinna allt með rasshendinni, fara aft- ast í verkefnalistann og láta gælu- verkefnin ganga fyrir. Þessir rass- handarmenn virðast enga tilfinningu hafa fyrir mannlegum nauðsynjum eða mannlegri tjáningu, þeir hlusta ekki á þá öldruðu, sem þessi mál eiga við, þarna eru rasshandarverkefnin í fyrirrúmi, við þessir öldruðu megum bara bíða, en það er nokkuð ljóst að við þessir sem höfum verið að reyna að tala máli okkar hin síðari ár mun- um þagna fljótlega vegna þess að við lifum ekki að eilífu, við verðum ekki til eftir fimm til tíu ár og þá getur rasshandarhópurinn fagnað sigri. Ég spyr í upphafi greinar: Hverjir mega stela? Ég lærði það ungur að þegar eitthvað er tekið ófrjálsri hendi er það þjófnaður; sama hvort það er til eigin nota eða fyrir aðra. Því er það ekkert annað en þjófnaður að fara aftan í verkefnaröðina, þó svo að það sé gert með rasshendinni og öf- ugum klóm. Hvers vegna má ekki byggja fyrir aldraða í Kópavogi? Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar um málefni aldraðra »En þá var eins ogfjandinn yrði laus eða ráðuneytismenn horfðu á þetta með bundið fyrir bæði augu. Þeir sáu enga ljósa punkta í þessum til- lögum. Karl Gústaf Ásgrímsson Höfundur er eftirlaunaþegi og for- maður FEBK. SKÝRSLA Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út ný- lega er merkileg að mörgu leyti. Þar er enn og aftur staðfest hversu vel Háskóli Ís- lands stendur þrátt fyrir að hafa lengi haft úr allt of litlum fjármunum að spila. Skýrslan er jafnframt sú fyrsta þar sem ís- lensku háskólarnir eru bornir saman, en hingað til hefur fólk aðeins getað giskað á hvaða skóli stendur fremst. Skýrslan er að sjálfsögðu ekki full- komin, enda takmark- að hvað hægt er að kanna með stöðluðum mælikvörðum, en hún veitir þó mikilvægar vísbendingar um stöðu háskólastarfs hér á landi. Háskóli Íslands kemur áber- andi best út úr skýrsl- unni og fær hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir eru. Stúdentaráð Háskóla Íslands hef- ur í fjölda ára bent á að samkeppn- isstaða háskólanna hérlendis sé afar skökk. Allir skólar fá svipuð fram- lög frá ríkinu fyrir hvern stúdent en einkaskólarnir innheimta auk þess skólagjöld og hafa þar með úr mun meiri peningum að spila. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld ekki breytt um stefnu í menntamálum, heldur hafa haldið áfram að hygla einkareknu háskólunum á kostnað þeirra ríkisreknu. Í skýrslunni er nokkrum sinnum bent á hversu skökk samkeppnisstaða háskólanna er og er m.a. tekið fram að hvergi í nágrannalöndunum sé fyr- irkomulagið eins og hér. Í Dan- mörku og Svíþjóð er einfaldlega óheimilt að innheimta skólagjöld í almennu námi en í Noregi er einka- reknum háskólum heimilt að taka skólagjöld. Þeir skólar fá hins vegar ekki sama ríkisframlag og opinberu háskólarnir vegna þess að norsk stjórnvöld telja það skapa óæskileg- an aðstöðumun og veikja sam- keppnisstöðu ríkisháskólanna. Aðstæður í Noregi og á Íslandi eru fyllilega sambærilegar og því skýtur það skökku við að íslenska ríkisstjórnin hagi há- skólamálum með þess- um hætti. Einka- framtakið er dásamað og mikið talað um hversu mikilvægt það er að stúdentar hafi val þegar kemur að því að fara í háskóla. Í raun og veru er þó ekki hægt að tala um einka- skóla vegna þess hversu mikið af rekstr- arfé þeirra kemur beint frá ríkinu. Í skýrslu Ríkisend- urskoðunar er t.a.m. bent á að 76% af rekstrarfé einkaskól- ans Háskólans í Reykjavík komi frá rík- inu á meðan lægra hlutfall, eða 66%, af rekstrarfé ríkisskólans HÍ kemur frá ríkinu. Þá eru ótaldir svokall- aðir óbeinir styrkir sem eru mun hærri til stúdenta í einkareknu háskólunum, þar sem stór hluti þeirra tekur lán fyrir skólagjöldunum (sem hækka nánast árlega) og námslánin eru að helmingi niðurgreidd af ríkinu. Þrátt fyrir þennan aðstöðumun stendur Háskóli Íslands sig afar vel og stúdentar sem ljúka námi í við- skiptafræði við HÍ standa sig best að námi loknu. Það er því ljóst, mið- að við skýrsluna, að samfélagið hagnast mest á því að leggja pening í HÍ. Að sjálfsögðu getur verið rétt- lætanlegt að bjóða upp á fjölbreytni í háskólanámi hér á landi en kerfinu verður að breyta. Stjórnvöld hljóta að taka ábendingar Ríkisend- urskoðunar til athugunar og skoða hvort ekki beri að leiðrétta sam- keppnisstöðuna þannig skólarnir geti keppt á jafnréttisgrundvelli. Annað er ósanngjarnt fyrir stúd- enta, starfsfólk skólanna og sam- félagið allt. Skökk sam- keppnisstaða Dagný Ósk Aradóttir skrifar um skýrslu Ríkisendurskoð- unar um háskólastigið Dagný Ósk Aradóttir » Skýrsla Rík-isend- urskoðunar staðfestir hversu vel HÍ stendur þrátt fyrir litla fjár- muni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. HÁSKÓLI Íslands samþykkti ný- verið stefnu fyrir árin 2006-2011. Stefnan er metnaðarfull en í henni er m.a. gert ráð fyrir að Háskóli Ís- lands skipi sér á bekk með fremstu háskólum í heiminum. Sumir telja eflaust að markmiðið sé óraunhæft en hver hefði trúað því fyrir nokkr- um árum að Össur, Actavis, Bakkavör og Marel yrðu meðal öfl- ugustu fyrirtækja á sínu sviði innan fárra ára? Þessi fyrirtæki hafa með miklum dugnaði og réttum fjárfestingum, ekki síst í þekkingu, náð miklum árangri. Fyrir þessi fyrirtæki er þekking starfsmanna líklega ein dýrmæt- asta eign þeirra. Þekkingin er tilkomin bæði vegna formlegrar menntunar sem og reynslu og færni sem starfs- maður öðlast í starfi sínu hjá fyr- irtækjunum. Hlutverk viðskipta- og hagfræðideildar Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands hefur mótað sér stefnu sem styður við heildarstefnu Há- skóla Íslands. Hlutverk deildarinnar er að auka og miðla framúrskarandi og alþjóðlega viðurkenndri þekk- ingu á sviði viðskiptafræði og hag- fræði með vísindalegum rann- sóknum, kennslu og þjónustu við íslenskt atvinnulíf. Starfsemi deild- arinnar endurspeglar þarfir íslensks þjóðfélags á hverjum tíma. Sú sér- hæfing sem deildin býður nem- endum upp á er eðlileg í ljósi þess að störf verða sífellt flóknari og marg- breytilegri og gera meiri kröfur um faglega kunnáttu. Deildin býður nú nemendum upp á fjórar áherslulínur í grunnnámi í viðskiptafræði og sex í framhaldsnámi til meistaraprófs. Í hagfræði er boðið upp á tvær línur í grunnnámi og þrjár í framhaldsnámi til meistaraprófs. Áhersla á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands er eina háskóladeildin í landinu sem býður upp á heildstætt nám með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Með því er átt við að nemendur geta lokið samfelldu grunn- og meistaranámi þar sem lögð er áhersla á þessi sérsvið við- skiptafræðinnar. Frá og með hausti 2005 gátu nem- endur valið þessa áherslulínu en í kjölfar þeirra róttæku breytinga sem orðið hafa á íslensku viðskipta- lífi á undanförnum ár- um er brýnt að mæta kröfum íslenskra fyr- irtækja um sérhæfðari menntun á sviði mark- aðsfræði og alþjóða- viðskipta. Heimurinn er orðinn eitt markaðs- svæði og það sem eitt sinn var heimamark- aður fyrirtækja er það ekki í dag. Fyrirtæki eins og Actavis, Bakka- vör, Marel og Össur eru með starfsemi í mörg- um löndum og heims- álfum og því erfitt að segja til um hver sé þeirra heimamarkaður. Uppbygging námsins Markmið náms í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og al- þjóðaviðskipti er þríþætt: Í fyrsta lagi að búa nemendur undir almenn stjórnunarstörf, í öðru lagi að búa nemendur undir sérfræðistörf í markaðsdeildum fyrirtækja eða stofnana og í þriðja lagi að búa nem- endur undir framhaldsnám á sviði markaðsfræði og alþjóðaviðskipta. Að loknu námi eiga nemendur að geta: 1. Tekið þátt í gerð markaðs- og/ eða viðskiptaáætlana fyrir fyrirtæki eða stofnanir, á innanlands- eða al- þjóðamarkaði. 2. Unnið að ýmsum sérhæfðum verkefnum er tengjast markaðs- áætlanagerð, s.s. markaðsgreiningu, markaðsrannsóknum, þjón- usturannsóknum og gerð kynning- aráætlana. 3. Fjallað um og kynnt nið- urstöður verkefna á íslensku og ensku. Til að ná fram þessum mark- miðum er lögð áhersla á að byggja sérhæfinguna á traustum grunni í almennum viðskiptagreinum, leggja ríka áherslu á markaðsfræði, mark- aðsáætlanagerð og markaðs- rannsóknir og kynna fyrir nem- endum grundvallaratriði í utanríkisverslun, umhverfi alþjóða- viðskipta og alþjóðamarkaðsfræði. Ennfremur er áhersla á raunverk- efni sem unnin eru fyrir fyrirtæki og stofnanir. Nemendum gefst kostur á að taka tungumál sem hluta af nám- inu og einnig er hluti sérgreina kenndur á ensku. Mikilvægt að meta ólíka kosti Nemendum sem eru að velta fyrir sér einhvers konar viðskiptanámi næsta haust stendur margt til boða og er það vel. Það er hins vegar mik- ilvægt fyrir nemendur, og kannski ekki síður aðstandendur þeirra, að leggja hlutlægt mat á þessa kosti. Á það bæði við um innihald en einnig mikilvæga þætti eins og kostnað og aðbúnað. Verulega munar á þeim gjöldum sem nemendur þurfa að greiða eftir því hvar þeir hyggjast stunda nám og vert er að benda á að í desember verða vígðar byggingar sem gera vinnuaðstæður starfsfólks og nemenda mjög góðar. Viðskiptanám með áherslu á al- þjóðamál og alþjóðaviðskipti veitir nemendum margvísleg tækifæri. Þannig verða þeir vel í stakk búnir að takast á við flókin viðfangsefni í atvinnulífinu en einnig verða þeir vel undirbúnir fyrir framhaldsnám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Viðskipta- og hagfræðideild hefur boðið upp á framhaldsnám til MS- gráðu í þeim fræðum frá árinu 1999 og hefur ásókn í það nám aukist með hverju ári og hafa aldrei jafnmargir sótt um skólavist og haustið 2007. Markaðsfræði og alþjóðavið- skipti í Háskóla Íslands Þórhallur Guðlaugsson skrifar um nám við Háskóla Íslands » Viðskipta- og hag-fræðideild Háskóla Íslands býður nem- endum upp á heildstætt nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Þórhallur Guðlaugsson Höfundur er dósent í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, er formaður grunnnámsnefndar og hef- ur umsjón með grunnnámi í markaðs- fræði og alþjóðaviðskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.