Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 25 UMRÆÐAN Gnitakór 2 - Kópavogi OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18:00 - 20:00. Vorum að fá í sölu þetta einstaklega vandaða og glæsilega einbýlishús sem stendur á útsýnisstað í kórahverfinu. Húsið er svo til fullbúið að utan og rúmlega tilbúið til inn- réttinga að innan. Þriggja metra lofthæð er í húsinu, allir milliveggir úr krossviði og gifsi. Mikið er lagt í allt rafmagn, halogenlýsing, síma- og internettengingar í flestum rýmum. Bílskúrinn er af stærstu gerð eða 44 fm, með fjögurra metra lofthæð og er bílskúrshurðin ein sú stærsta á Íslandi á einbýlishúsi eða fimm metra breið og þrír metrar á hæð. Þannig að keyra má svo til hvaða farartæki sem er inn í bílskúrinn. Þrjátíu og fimm fm suðursvalir eru út frá stofu á efri hæð með fallegu útsýni til suðurs. Gert er ráð fyrir þremur svefnherbergjum á hvorri hæð. Stór stofa á efri hæð, opin inn í eldhúsið. Þetta er einstaklega flott eign á góðum útsýnisstað. Uppl. gefur Sigurður í s: 662 1646 & sos@remax.is Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna- fyrirtækja og skipasali 520 9595 bergsteinn@remax.is Sigurður Oddur Sigurðsson Sölufulltrúi 520 9580 662 1646 sos@remax.is MJÓDD VELFERÐ- ARMÁLIN og þar á meðal málefni aldr- aðra koma í hlut Samfylkingarinnar í hinni nýju ríkisstjórn. Þessi mál eru nú færð undir félags- málaráðuneytið. Hér á árum áður heyrðu almannatrygging- arnar undir félags- málaráðuneytið og þá lagði Alþýðuflokk- urinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skipað á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sigurðardóttir er fé- lagsmálaráðherra í nýju stjórn- inni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Staða aldraðra og öryrkja verði styrkt Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldr- aðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unn- ið og leyst lífeyrismál aldraðra. Hún hefur á Alþingi flutt fjölmörg þingmál um afkomutryggingu aldraðra þar sem gert er ráð fyrir að lífeyrir aldraðra hækki í sam- ræmi við hækkun framfærslu- kostnaðar. Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr laun- um annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi að lífeyrir aldraðra dygði fyr- ir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jó- hönnu til þess að framkvæma þetta. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu. Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borgara og Samfylkingarinnar. Rík- isstjórnin vill afnema tekjuteng- ingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga og stefna að hækkun frí- tekjumarks vegna at- vinnutekna fyrir ald- urshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkisstjórnin búi til ný aldursmörk fyrir elli- lífeyrisþega. Fólk fer á eftirlaun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikillar skerðingar á trygg- ingabótum þeirra. Eftir að ellilíf- eyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir, að afnema eigi skerðingar tryggingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldurs- mörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerðingu tryggingabóta vegna launatekna maka frá 67 ára aldri en ekki síð- ar. Einnig segir í stefnuyfirlýsing- unni, að skoða eigi hvort und- anskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatrygg- ingakerfinu. Það var í kosn- ingastefnuskrá Samfylkingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyr- isjóðstekjur án skerðingar trygg- ingabóta. Verður að ætla að Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra muni reyna að tryggja framgang þess máls. Byggingu hjúkrunar- rýma hraðað Samfylkingin lagði mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlistum eldri borgara eftir hjúkrunarrými svo og að tryggja sem flestum einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar seg- ir, að hraða beri uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölgað. Einnig á að efla sólarhringsþjónustu fyrir aldraða og auka einstaklingsmið- aða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar um málefni aldraðra en önnur vantar. T.d. vantar ákvæði um að lækka skatt á lífeyrissjóðs- tekjur. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta líf- eyrissjóðstekna, sem telst fjár- magnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Treysti á að Jóhanna leysi lífeyrismál aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar um málefni aldraðra »Ellilífeyrisaldur er67 ára og því á að af- nema skerðingu trygg- ingabóta vegna launa- tekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR seinni heimsstyrjöld var veidd ein milljón tonna af þorski á Íslandsmiðum. Íslendingar sjálfir veiddu 600.000 þús. tonn árlega og að baki hverjum sjómanni lágu 100 tonn árlega. Bretar veiddu um 250.000 þús. tonn og Þjóðverjar og Belgar annað eins. Tölur erlendra skipa eru ef til vill mikið hærri en svona var þetta. Hvað hefur breyst? Árfarvegir voru óbeislaðir, loðn- an var ekki veidd, lífríkið var í heild óskaddað og ekki farið að kenna hvalnum um ofát. Nú á tím- um tækninnar, þegar hægt er að taka eins skýrar neðansjáv- armyndir eins og heima í stofu, þá dettur fiskifræðingum þó ekki í hug að rannsaka hvers vegna einn aðalhlekkur lífkeðju landgrunnsins hefur rofnað með þeim skelfilegu áhrifum að hvítfuglinn (vargurinn ) er flúinn á land og krían er hætt að verpa á Íslandi. Af hverju er þagað þunnu hljóði? Það má ekki ræða eða uppljóstra einum mesta glæp LÍÚ-samsteypunnar. Það má ekki hrófla við veiðarfæri sem áður nefndist dragnót en nú er rétt- nefnd fjörutroll. Þetta verkfæri er nú þegar búið að drepa síldarstofn- inn hér í Faxaflóa og er nú að enda við að útrýma varanlega sandsíl- isstofninum, allt í kring um landið, því þetta drápstól er notað núna inná á öllum fjörðum, vogum og víkum. Dragnót nú til dags sam- anstendur af þessu, 2-300 tonna stálferlíki með 6-800 hestafla tog- krafti með 1800-2000 faðma af vírmanillu, nót með grjóthopp- urum, sem er um 20 tonn að eigin þyngd með öllu. En til sam- anburðar var það áður 6-8 tonna trébátur með 20-50 hestafla vél. Nót sem einn maður fleygði fyrir borð, 100 faðmar af 13mm hamp- bandi og þetta hárnet dregið til bátsins sem lá við anker. Veið- arfærin hafa margfaldast að stærð og afkastagetu sem aftur segir einnig til um áhrif þeirra á lífríkið við athafnasemi. Þarf ótta og viðbúnað? Svarið er nei. Það er ekki bara Paul Watson, hinn einlægi djarfi náttúruvernd- arsinni, sem einblínir á þver- móðsku Íslendinga. Nei, það eru 22 náttúruverndarsamtök út um allan heim sem undrast heimsku Íslendinga. Íslendinga sem kunna sé ekkert hóf, vegna græðgi. Ég er búinn að streitast við í heil 27 ár að hafa áhrif á breytta að- ferðafræði í fiskveiðum á Íslandi og eðlilegu mannlífi á ströndinni, allri þjóðarheildinni til hagsbóta. Drög að þingsályktunartillögu um friðun landgrunnsins innan 50 mílna liggur nú hjá nýrri rík- isstjórn sem ég vænti góðs af . Verði tillaga þessi að veruleika, þá hvað? Sandsílisstofninum verður bjargað, og allt lífríki landgrunns- ins gjörbreytist, fiskistofnar munu rétta úr kútnum. GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, framkvæmdastjóri náttúruverndarsamtakanna Framtíðar Íslands. Dauðadómur yfir heimskulegasta fiskveiðikerfinu Frá Garðari H. Björgvinssyni MÖRGUM finnst óþolandi hvað ís- lenskir kennarar fara oft í verkfall. Ég er einn af þeim. Verkföll kennara koma illa við alla en bitna einna verst á þeim sem síst skyldi. Ég er því þeirrar skoðunar að leita verði leiða til þess að fyrirbyggja kenn- araverkföll. Nú verða bráðum átta ár liðin frá því að framhaldsskólakennarar fóru síðast í verkfall. Frá þeim tíma hefur verið sæmileg sátt um launakjör í framhaldsskólunum. Launatölur frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna (KOS) sýna að tekið er að fjara undan þeirri sátt. Meðaldag- vinnulaun innan BHM og KÍ- framhaldsskóla (framhaldsskóla- kennarar og stjórnendur í framhalds- skólum) voru u.þ.b. þau sömu á árinu 2002 en í desember 2006 var mun- urinn á meðaldagvinnulaunum hóp- anna rúm 6%, framhaldsskólunum í óhag. Á myndinni sem hér fylgir má sjá að þetta launabil er ekki til komið vegna skammtímasveiflu. Hér er um langtímaþróun að ræða. Hver punkt- ur á ferlunum sýnir meðaldag- vinnulaun síðastliðins árs. Enda- punktarnir lengst til vinstri í janúar 2001 sýna þannig meðaldagvinnulaun ársins 2000. Staða þeirra skýrir hvers vegna framhaldsskólakennarar fóru síðast í verkfall. Skurðpunktur ferl- anna í janúar 2003 gefur til kynna að meðaldagvinnulaun þessara hópa hafi verið u.þ.b. þau sömu á árinu 2002. Þróun ferlanna frá þeim tímapunkti er tilefni þessara skrifa. Flestir hópar launamanna njóta launaskriðs umfram kjarasamninga þegar þensla er í þjóðfélaginu. Það á ekki við um kennara. Afleiðingin er, eins og myndin sýnir, sívaxandi launabil á milli sambærilegra hópa sem áður stóðu jafnir. Allir hljóta að skilja að þetta er óþolandi fyrir kenn- ara. Leiðrétting er nauðsynleg. ODDUR S. JAKOBSSON, framhaldsskólakennari. Frekjur í framhaldsskólum? Frá Oddi S. Jakobssyni Meðaldagvinnulaun KÍ - framhaldsskóla og BHM sl. 12 mánuði frá jan. 2001 til des. 2006. Tölur: KOS 120.000 kr. 140.000 kr. 160.000 kr. 180.000 kr. 200.000 kr. 220.000 kr. 240.000 kr. 260.000 kr. 280.000 kr. 300.000 kr. ja n jú l ja n jú l ja n jú l ja n jú l ja n jú l ja n jú l KÍ - framhaldsskóli BHM 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.