Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSA ÆTLAR AÐ KOMA Í HEIMSÓKN MEÐ KÖKU JÓN ELSKAR LÍSU, LÍSA ELSKAR JÓN OG ÉG ELSKA KÖKUR ÞETTA GÆTI VERIÐ UPPHAFIÐ Á EINHVERJU MJÖG FALLEGU BANG! NÁÐI ÞÉR! HÉRNA HVAÐ ER ÞETTA? GERIR SAMA GAGN OG BYSSA ÉG HEYRÐI AÐ ÞÚ HEFÐIR LEIGT HERBERGI NIÐRI Í BÆ JÁ, ÉG BORGA ÞRJÁ GULLPENINGA Á VIKU FYRIR HERBERGIÐ OG HÁLFT FÆÐI OG HVERNIG LÍKAR ÞÉR ÞAÐ? HERBERGIÐ ER FÍNT... EN ÉG ER ORÐINN LEIÐUR Á ÞVÍ AÐ FÁ ALLTAF BARA HÁLFA STEIK MEÐ HÁLFRI KARTÖFLU VILDIR ÞÚ SOFA Í EFRI KOJUNNI? ÞAÐ HAFÐI MIKIL ÁHRIF Á MIG AÐ HEYRA AÐ ÞÚ HEFÐIR NÆSTUM ORÐIÐ FYRIR SLYSI ÉG OG KRAKKARNIR TREYSTUM SVO MIKIÐ Á ÞIG... OG ÞEGAR ÉG HUGSAÐI UM ÞAÐ HVERNIG LÍFIÐ VÆRI ÁN ÞÍN ÞÁ ÁTTAÐI ÉG MIG Á EINU... VIÐ ÆTTUM AÐ FÁ OKKUR LÍFTRYGGINGU ÉG HELD AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐEINS AÐ SKRÚFA NIÐUR Í TILFINNINGUNUM ÉG VINN ENNÞÁ FYRIR JAMESON OG HANN VILL AÐ ÉG FINNI KÓNGULÓARMANNINN EN EKKI ÉG HA? ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR KOMIÐ HINGAÐ TIL AÐ HITTA MIG... ...EN EKKI TIL AÐ ELTAST VIÐ EINHVERN KJÁNA SEM ER Í BÚNINGNUM ÞÍNUM dagbók|velvakandi Vefspjall TR ÉG er einn af þeim sem þurfa að nýta sér þjónustu Tryggingastofn- unar. Eflaust vita flestir landsmenn um hvaða stofnun er að ræða og meirihluti þjóðarinnar hefur ef til vill nýtt sér þjónustu TR með ein- hverjm hætti. Ég fagna því framtaki sem forsvarsmenn TR hafa gert til að efla þjónustuna með vefspjalli á heimasíðunni. En þetta er því miður bara dropi í hafið á því sem betur mætti fara. Ég bind miklar vonir við nýja ríkisstjórn að þarna verði gert átak í að bæta þjónustu við þá sem þurfa mest á því að halda. Sú þjón- usta hefur því miður verið frekar bágborin. Þeir sem hafa reynt að ná í TR þekkja það að bíða í símanum. Stundum þarf fólk að bíða lengi, stundum stutt. En hvernig er það með þetta vefspjall, er ekki gætt trúnaðar við skjólstæðinga? Getur hver sem er farið inn á www.tr.is og slegið inn hvaða kennitölu sem er sem og netfang og nafn og fengið upplýsingar um viðkomandi á augnabliki? Svo virðist vera. Ég hef prófað það þrisvar úr þrem ólíkum tölvum að spyrjast fyrir um mig og mín mál og ég fékk allt uppgefið í gegnum tölvu án þess að þurfa að sýna skilríki eða gera grein fyrir mér. Ég prófaði einnig að gera mér ferð niður í TR á mismunandi tímum í jafnmörg skipti og passa mig að tala við ólíka þjónustufulltrúa. Ég bað um upplýsingar um mig og var umsvifalaust beðinn um skilríki. Einu sinni sagðist ég ekki vera með þau og var þá synjað um afgreiðslu. Samt get ég farið eins og áður sagði inná þessa heimasíðuna þeirra www.tr.is, þarf ekki að sýna nein auðkenni, gera nein deili á mér og get fengið allt uppgefið á nokkrum mínútum. Hvað ætla TR menn að gera í þessum málum til að endur- skoða þjónustustigið hjá sér varð- andi persónuvernd og trúnað við sína skjólstæðinga? 070283-5499. Góð þjónusta í Smash ÉG ER búin að versla í fataversl- uninni Smash í mörg ár. Þar hef ég alltaf fengið frábæra þjónustu. Vil ég því skila þakklæti til Sigga versl- unarstjóra og annara starfsmanna fyrir gott starf. 060966-3979. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HÚN var heldur betur í sumarskapi, konan með hundinn sinn í miðbænum. Morgunblaðið/Ásdís Sumarbros FRÉTTIR NÝSKÖPUNAR- og frumkvöðla- mennt er námsgrein sem hefur ver- ið kennd um árabil í nokkrum skól- um hérlendis. Í vetur var gefið út kennsluhefti í nýsköpunar- og frum- kvöðlafræðum, Tíra, sem er fyrir elstu bekki í grunnskóla og fram- haldsskóla. Markmiðið er að efla enn frekar kennslu í þessum fræð- um og munu fleiri grunn- og fram- haldsskólar landsins bjóða upp á þetta námsefni strax í haust. Bókin er samstarfsverkefni milli Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands en höfundar hennar eru dr. Örn D. Jónsson, prófessor í nýsköp- unar- og frumkvöðlafræðum við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og dr. Rósa Gunnarsdóttir, sérfræðingur í kennslufræði ný- sköpunarmenntar. Tírunni er ætlað að svara þörf kennara og leiðbein- enda fyrir handbók sem tekur tillit til aðstæðna í daglegu lífi eða á starfsvettvangi, ekki síst þeirra við- fangsefna sem einstaklingar þurfa að glíma við að námi loknu. Þjóðfélagið hefur breyst gríð- arlega á skömmum tíma og þar með vinnan og daglegt líf almennt. Tíra er einskonar verkfæri eða sam- ansafn aðferða sem auðvelda ein- staklingum að sjá umhverfið í nýju ljósi og auka víðsýni. Bókinni er ætlað að nýtast við margvíslegar námsaðstæður, s.s. hópvinnu eða sem stuðningur við einstaklinga og hópa við að setja fram eða þróa við- skiptahugmyndir, og jafnvel auð- velda þeim að stofna eigið fyrirtæki þegar fram í sækir. Hugmyndin er að kynna þá tækni og þau verkfæri sem geta nýst til að vinna sig áfram við margbrotin störf á nýjum vett- vangi. Dagana 20.-22.júní er boðið upp á námskeið í kennsluháttum frum- kvöðlafræða og nýsköpunarmenntar í Odda, Háskóla Íslands, við Suð- urgötu, frá 9-16, alla dagana. Á námskeiðinu verður meðal annars farið í skapandi hugsun, leiksvið lífsins, frumkvöðlamenntun og hug- myndafræði nýsköpunar. Kennslubók í frum- kvöðlafræðum og nýsköpunarmennt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.