Morgunblaðið - 18.06.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.06.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 37 SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 20/6 kl 20, 29/6 kl 20, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR Á Byggðasafninu eru sex sýningar opnar í sumar: Saga Egyptalands, Þannig var... Saga Hafnarfjarðar, Leikfangasýning, Sívertsens-húsið, Siggubær og Álfasýning. Opið alla daga kl. 11:00—17:00 og til 21:00 á fimmtudögum. HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Til 24. júní 2007 Salur I, Temma Bell “Ný málverk” Salir II og III, Louisa Matthíasdóttir og Leland Bell, “Sameiginlegt líf, uppstillingar” Bogaskáli, Ruth Boerefijn, “Innra landslag” Innsetning Opið: kl. 11:00—17:00 alla daga nema þriðjudaga, á fimmtu- dögum er opið til kl. 21:00. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 UPPS. Lau 23/6 kl. 20 UPPS. Sun 24/6 kl. 20 UPPS. Fim 28/6 kl. 20 Síðustu sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Iceland’s favourite places, Ís-lenskir eftirlætisstaðir, heitirnýútkominn dvd-mynddiskursem inniheldur myndbönd frá yfir hundrað stöðum á landinu og ætlaður er til landkynningar. Þar eru náttúrufari, menningu og sögu hvers staðar gerð góð skil í máli og myndum. Mynddisknum er skipt upp í sex landshluta með fjölda staðarvala innan hvers hluta og notandi getur einnig valið um talsetningar á sjö tungumálum, ensku, frönsku, þýsku, dönsku, jap- önsku, kínversku og íslensku. Það er fyrirtækið Profilm sem á heiðurinn af disknum en Anna Dís Ólafsdóttir framleiddi hann. Allt myndefnið var tekið upp á síðustu þremur árum með bestu mögu- legum myndgæðum, svokallaðri háskerputækni (HDV – high def- inition video) og hefur ekkert verið til sparað, tónlist meðal annars sér- samin af þeim Sigtryggi Bald- urssyni og Ben Frost. Margir les- endur og þýðendur voru fengnir til verksins ásamt þulum fyrir hvert tungumál. Svo ýtarlegur diskur um Ísland hefur ekki verið gefinn út áður, að sögn Hinriks Ólafssonar, sem er framleiðandi hjá Profilm en hann hefur unnið sem leiðsögumaður í um áratug og nýttist sú reynsla vel við gerð disksins. „Okkur finnst við hafa einstakt efni í höndunum og gjörning sem ekki hefur verið gerð- ur áður í þessu formi og með slíkt efni. Viðbrögð við disknum hafa verið frábær og kemur það til af því hvað efnið er aðgengilegt og efn- ismikið, við höfum lagt gríðarlega vinnu í þetta verkefni og gengið í gegnum margar ófarnar slóðir hvað tæknilegar útfærslur varðar.“ Fyrir Íslendinga og útlendinga Diskurinn er ekki eingöngu ætl- aður útlendingum heldur nýtist hann einnig Íslendingum við að kynnast landinu. „Einnig má geta þess að við höfum fengið fyr- irspurnir frá fjölda íslenskra fyr- irtækja sem hafa hug á því að nýta sér diskinn sem gjöf. Til gamans má geta þess að verkefnið er komið í „útrás“ þar sem í undirbúningi eru samskonar verkefni fyrir nokk- ur önnur þjóðlönd,“ segir Hinrik. Hinrik segir starfsmenn Profilm stolta af útkomunni, þeir sjái nú ár- angur þrotlausrar vinnu. Profilm framleiðir heimildarmyndir og sjón- varpsþætti ásamt því að vinna ýmis verkefni erlendis og þjónusta er- lenda heimildamyndagerð á Íslandi. Einnig hefur Profilm þróað og framleitt nýja tækni í gerð mynd- bandavefsíðna í samvinnu við ís- lenska margmiðlunarfyrirtækið IGM og má þarf meðal annars nefna nýopnaðan fræðsluvef Orku- veitu Reykjavíkur. „Iceland́s favorite places er eitt af mörgum verkefnum sem við höf- um verið að vinna að ásamt fyrr- nefndri þjónustu,“ segir Hinrik. Diskurinn hafi vakið athygli og sé í stöðugri þróun. Ætlunin er að upp- færa diskinn með nýjum upplýs- ingum og myndefni þegar fram líða stundir. „Sem dæmi má nefna að þessa vikuna standa yfir upptökur í Hrísey í Eyjafirði, m.a. á einstöku fuglalífi í eynni.“ Einnig er í smíð- um vefsíða í tengslum við Iceland́s favourite places. „Diskurinn hefur verið kynntur fyrir erlendum sem innlendum aðilum og lýsa allir yfir hrifningu sinni með hvað diskurinn er aðgengilegur. Margir undrast af hverju þetta hafi ekki verið gert fyrr vegna þess hversu not- endavænn og handhægur diskurinn er,“ segir Hinrik stoltur af útkom- unni. Profilm fjármagnaði og fram- leiddi verkefnið en hlaut einnig styrk úr minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur sem kom að góðum notum. Tungumálaörðuleikar Hinrik bendir á til gamans að við talsetningu efnisins hafi oft verið erfitt að fylgjast með framvindunni þegar heilu tökudagarnir fóru fram á kínversku og japönsku. Í upphafi var ákveðið að kvikmynda tiltekna staði úr lofti, m.a. Gullfoss og Geysi og ná þar nýju sjónarhorni á þessa þekktu og þjóðkunnu áfangastaði. Jóhann Sigfússon stjórnaði kvik- myndatöku og dagsskrárgerð en hann hefur langa reynslu sem kvik- myndatökumaður bæði erlendis sem og hér heima. Einnig sá Krist- inn H. Þorsteinsson um kvikmynda- töku á ákveðnum svæðum og Hilm- ar Darri Flygenring annaðist klippingu. Yfir hundrað tökustaðir Háskerpa Kyrrmynd úr myndskeiði á disknum. Myndin er frá Brúarhlöðum. Kristinn H. Þorsteinsson Kaffipása Jóhann Sigfússon, kvikmyndatökumaður og leikstjóri, fær sér kaffisopa eftir þyrlutökur af Heklusvæðinu. Eftirlætisstaðir Kápa DVD- disksins Iceland́s favorite places. Nýr DVD-mynddiskur sýnir Ísland með ýtarlegri hætti en áður hefur verið gert Fréttir á SMS TÓNLISTARMAÐURINN Rod Stewart hefur nú gift sig í þriðja sinn. Hinn 62 ára rokkari játaðist fyr- irsætunni Penny Lancaster, 36 ára, seinasta laugardagsmorgun í sautjándu aldar kastala í litlum bæ rétt fyrir utan ítölsku Rivíeruna. Fyrir utan brúðina og brúðgum- ann voru aðeins tveir vottar við- staddir athöfnina sem tók um hálf- tíma. Eftir að Stewart og Lancaster voru orðin formleg hjón fóru þau í garð í þorpinu þar sem ljósmyndari myndaði þau í bak og fyrir. Síðan fóru þau tvö og vottarnir að mót- orbátahöfn þorpsins og létu flytja sig í skútu sem lá fyrir utan strand- lengjuna og var skreytt með rauð- um blöðrum. Steward og Lancaster hafa verið saman í um sjö ár og eiga saman eina dóttur sem fæddist 2005. Sein- ast var hann giftur fyrirsætunni Rachel Hunter og á fimm börn úr fyrri samböndum. Stewart giftir sig í þriðja sinn Reuters Nýgift Rod Stewart og Penny Lan- caster á skútunni eftir athöfnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.