Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEL fór á með forsætisráðherrum Norðurlandanna á fundi þeirra í gær og í fyrradag í Punkaharju í Finn- landi. Geir H. Haarde, forsætisráð- herra Íslands, segir umræðurnar hafa verið gagnlegar og samhljómur hafi verið um þau mál sem rædd voru. Geir segir fundinn hafa verið hefð- bundinn en sumarfundir ráð- herranna eru fremur óformlegir. Formlegir fundir voru þó haldnir um mörg mál og segir Geir að framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafi m.a. verið rætt. „Forsætisráðherrarnir ítrekuðu stuðning sinn við okkar framboð en það hefur alltaf legið fyrir að þetta er sameiginlegt framboð en Finnar verða síðan í framboði fjórum árum síðar.“ Ríkin hafa yfirleitt reynt að stilla strengi sína saman hvað varðar málefni SÞ og ræddu forsætisráð- herrarnir einnig um mögulegar um- bætur á stofnuninni. Vilja ryðja úr vegi hindrunum Mikið var rætt um loftslagsmál og segir Geir að þær umræður hafi verið mjög áhugaverðar en m.a. var rætt um loftslagsráðstefnu SÞ sem haldin verður í Kaupmannahöfn eftir tvö ár. „Við samþykktum einnig ítarlega tilkynningu um almenna stefnumót- un Norðurlandanna vegna alþjóða- væðingarinnar. Þetta er nokkuð sem er búið að vera í undirbúningi í nokk- urn tíma og búið er að ákveða að setja til hliðar fjármuni í fjárlögum Norð- urlandanna til að fylgja því eftir,“ segir Geir. Tilkynningin varð Halldóri Ás- grímssyni, framkvæmdastjóra Nor- rænu ráðherranefndarinnar, tilefni til að lýsa því yfir að nýr áfangi í nor- rænu samstarfi væri að hefjast. Sagði Halldór að loftslagsmál, umhverfis- mál, orkumál, rannsóknir, menntun og nýsköpun, landamærahindranir og aukin kynning á Norðurlöndunum væru svið sem norrænu ríkisstjórn- irnar vildu leggja áherslu á í framtíð- inni til að geta tekist á við áskoranir hnattvæðingarinnar. Halldór benti einnig á að norræna ráðherranefndin skipaði lykilstöðu þegar lagðar væru áherslur í tengslum við hnattvæðinguna. Kanna á möguleika á því að skipa ný- sköpunarfulltrúa í Asíu en einnig vilja forsætisráðherrarnir samræma norræna raforkumarkaðinn og styrkja fjárfestingar í fjarskiptanet- um og framleiðslu. Ríkisstjórnirnar eiga einnig að koma með tillögur að aðgerðum til að ryðja úr vegi kerf- ishindrunum sem gera borgurum og fyrirtækjum erfitt fyrir að starfa saman yfir landamæri á Norðurlönd- unum. Ætla að bregðast við alþjóðavæðingunni Lehitkuva/Pekka Sakki Sæti á verðlaunapalli Geir H. Haarde stóð sig einkar vel fyrir Íslands hönd á trjákubbaröðunarmóti forsætisráð- herranna. Geir stjórnaði vinnuvél sem notuð er til timburflutninga og taldi að hann hefði a.m.k. lent í öðru sæti. Lehtikuva/Pekka Sakki Einn nýliði Forsætisráðherrarnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía (2. f.v.), hefur ekki áður mætt á fund ráðherranna en hann tók við embætti síðasta haust. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÓSKAR J. Sigfússon vitavörður í Stórhöfða í Vestmannaeyjum hlaut í gær umhverfisverðlaun bandarísku sjávar- og loftslagsstofnunarinnar NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) og hef- ur hann með verðlaununum verið út- nefndur hetja umhverfisins. Sendi- herra Bandaríkjanna, Carol van Voorst, hafði það hlutverk að afhenda Óskari verðlaunin fyrir hönd stofn- unarinnar. Verðlaunin hlaut Óskar fyrir störf sem hafa gert rannsóknastofu NOAA kleift að framkvæma kolefnismæl- ingar og aðrar loftmælingar sleitu- laust í 15 ár frá Stórhöfðavita. Hefur tekið veðrið frá 1952 Í Stórhöfða hefur Óskar starfað sem veðurathugunarmaður frá árinu 1952. Segir Óskar að verkefnin fyrir NOAA feli í sér um tíu mismunandi mælingar aukalega fyrir utan veð- urathuganir og gengur vinnan þannig fyrir sig að einu sinni í viku er lofti dælt á þar til gerða glerkúta með sér- stökum búnaði og er sýnunum komið til Veðurstofu Íslands. „Bandaríska sendiráðið sér síðan um að koma sýn- unum til Bandaríkjanna,“ segir Ósk- ar. „Mér fannst ágætt að taka þessi störf að mér til að auka fjölbreytnina við veðurathugunarstarfið. Það kem- ur mér mjög á óvart að maður skuli vera sæmdur einhverri sérstakri nafnbót fyrir þessi störf. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri það hátt metið að ástæða væri til þess. En það er mjög ánægjulegt þegar störf manns eru metin,“ segir hann. Óskar segir ekki ljóst hvernig framhaldið verði á þessum vettvangi en hann fer á eftirlaun um næstu ára- mót. Hann hefur alla sína ævi búið í Stórhöfða og fór ungur að vinna með föður sínum sem var veðurathug- unarmaður þar. Vindasamt í Eyjum í vetur Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá því Óskar byrjaði að taka veðrið fyrir Veðurstofuna, segist hann hafa merkt þær breytingar á veðri að á undanfarin ár hafa verið hlý og er það samhljóða öðrum mælingum víða um heim. Hann segir þó erfitt að merkja varanlegar loftslagsbreytingar og mjög misjafnt sé milli ára hvernig t.d. vindar hegða sér á þessu svæði. Síð- astliðinn vetur var til að mynda mjög vindasamur, en á hinn bóginn komu engin stórviðri, segir hann. Þess má geta að verðlaunin hetja umhverfisins voru fyrst veitt árið 1995. Verðlaunahafar eru tilnefndir af starfsmönnum NOAA sem eru 12.500 talsins. Óskar er eini verð- launahafinn sem ekki er af banda- rísku þjóðerni og einungis níu aðrir einstaklingar hlutu verðlaunin á þessu ári. Í tilkynningu sendiráðsins segir að verðlaunin séu veitt þeim einstaklingum sem vinna að verk- efnum sem hjálpa NOAA að þróast sem stofnun sem er í fararbroddi með þekkingu á umhverfismálum. Óskar vitavörður útnefndur hetja umhverfisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Einstakur Óskar J. Sigurðsson er eini verðlaunahafinn sem ekki er af bandarísku þjóðerni. Níu manns fengu verðlaun NOAA á þessu ári. Eftir Andra Karl andri@mbl.is TVÖ vinnuslys í aðrennslisgöngum Kára- hnjúkavirkjunar á einni viku vöktu óneitan- lega minningar frá síðasta ári þegar þrjú bana- slys urðu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar auk nokkurra alvarlegra vinnuslysa. Upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar vegna Kára- hnjúkavirkjunar segir enga ástæðu til að ótt- ast aðra eins hrinu slysa, gríðarlegar ráðstafanir hafi verið gerðar sem skilað hafi góðum árangri. Verkamaður sem vann við steypusprautun í aðrennslisgöngunum slasaðist um liðna helgi þegar steypudæluvagn rann til og klemmdist maðurinn á milli hans og veggjar. Um tíma var talið að maðurinn væri mjaðmagrindarbrotinn og var hann fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss til aðhlynningar. Betur fór en á horfðist og hlaut maðurinn aðeins slæmt mar. Í síðustu viku fór verr í nánast eins slysi en þá lærbrotnaði verkamaður í göngunum. „Það var mikil slysaumræða fyrir áramót og töluverð umræða í kringum slysahrinu sem varð fyrir jól. Þá var farið í gríðarlegt átak hjá verktökum og voru allir þeir sem að verkefn- inu standa með í því,“ segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi hjá Landsvirkjun. Sigurður segir að allir aðilar hafi verið sammála um að aðgætni verkamanna hafi ekki verið nægileg og úr því hafi verið reynt að bæta. „Það voru settir upp sérstakir fundir þar sem farið var yfir aðgætni og öryggismál með verkamönn- um. Þetta virðist hafa skilað gríðarlegum ár- angri því mjög lítið hefur verið um slys síðan og engin alvarleg sem mér er kunnugt um frá áramótum.“ Um vinnuslysin tvö sem urðu nýverið segir Sigurður að þar hafi verið um að ræða alvana menn sem einfaldlega hafi gleymt að gá að sér. Hann segir að slysin verði aðeins til þess að nú verði hert á þessum málum á nýjan leik. „En það jákvæða sem ég sé er að batnandi mönn- um er best að lifa og þetta hefur gengið mjög vel eftir að tekið var á þessu fyrir áramót.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlit- inu voru 1.277 vinnuslys skráð á Fljótsdalshér- aði og í Fljótsdalshreppi frá 1. janúar 2002 til loka síðastliðins febrúarmánaðar. Það eru að langmestum hluta vinnuslys vegna fram- kvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Er þá miðað við slys sem höfðu þær afleiðingar að starfs- maðurinn var lengur frá vinnu en í einn dag. Vegna bilunar í tölvubúnaði Vinnueftirlits- ins liggja hins vegar ekki fyrir tölur um vinnu- slys frá byrjun mars. „Batnandi mönnum er best að lifa“  Lítið um vinnuslys við Kárahnjúka eftir áramót og engin alvarleg slys, segir Sigurður Arnalds  Alls eru um 1.300 vinnuslys skráð hjá Vinnueftirlitinu frá upphafi framkvæmda til febrúarloka Morgunblaðið/RAX Færri slys Eftir átak hefur slysum fækkað á framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.