Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SAFNAST þegar saman kemur. Kvenfélagið Hringurinn gaf 50 milljónir króna til Barnaspítala Hringsins á 50 ára afmæli hans í gær. Ragna Eysteinsdóttir, for- maður Hringsins, segir millj- ónanna 50 hafa verið aflað með hefðbundnum aðferðum Hrings- kvenna: Basar, jólakortasölu, söfnunarbaukum og gjöfum frá almenningi. Hringurinn eyrna- merkir féð ekki til ákveðinna verkefna, að sögn Rögnu. „Fag- fólkið veit best hvar þörfin er mest,“ segir hún. Anna Ólafía Sigurðardóttir er sviðstjóri hjúkrunar á Barnaspít- alanum. Hún segir ákveðnar hugmyndir uppi um hvað féð verði notað í. Þörf sé á endurnýj- un tækjabúnaðar á vökudeild, sem er gjörgæsludeild fyrir ný- bura, en þar stendur til að kaupa hitakassa, öndunarvélar og hjartaómtæki. Kostnaður við slík tæki er mikill, en eitt hjartaóm- tæki getur kostað um 20 milljónir króna. Það er því ekki vanþörf á framlagi Hringskvenna. Minningum safnað Nú er að hefjast verkefni að frumkvæði Áslaugar Jóhanns- dóttur leikskólakennara á spít- alanum, sem gengur út á að safna minningum sjúklinga allt frá stofnun Barnaspítalans. Hér er átt við fólk á öllum aldri, sér- staklega þá sem voru á barna- deild á upphafsárum hennar. Þá var aðbúnaður barna með öðrum hætti og heimsóknartími skemmri. Áslaug segist viss um að í samfélaginu sé fólk sem muni þá tíma og hafi frá mörgu áhuga- verðu að segja. Minningar og sögur er hægt að senda á Barna- spítalann og stíla þær á Áslaugu. Ein milljón fyrir hvert ár Hringurinn gaf 50 milljónir til Barna- spítalans á 50 ára afmæli hans. Veðrið lék við gesti á af- mælishátíðinni. Morgunblaðið/Golli Sápukúlugleði Hátt í 1.000 manns mættu í afmælið á nokkrum klukkustundum. Það hljómar ekki ólíklega ef tekið er mið af því að 1.000 pylsur ruku út og fimm stærðarmarsipankökur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Bakhjarlar Konurnar í Hringnum útbýttu pylsum í óðaönn, dýrindiskökusneiðum og öðru góðgæti. Gleðin geislaði af þeim innan um börnin, sem mættu í hundraðatali ásamt foreldrum sínum og vinum. „MÉR finnst að hvorki Árni Mathiesen né aðr- ir myndu tapa á því að hugsa sig nú aðeins um áður en þeir létu slík endemis ummæli frá sér fara,“ segir Einar Oddur Kristjánsson spurður um gagnrýni Árna Mathiesen fjár- málaráðherra í hans garð í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Árni m.a. að Einar Oddur hefði alla tíð unnið að því að bora göt á kvótakerfið með því að berjast fyrir alls konar daga- og sóknarkerfum við hliðina á kvótakerfinu. Einar Oddur sagðist í gær ekki vilja tjá sig frekar um ummæli Árna. Endemis ummæli Einar Oddur Kristjánsson BORGARFULLTRÚAR voru afar sam- stiga framan af borgarstjórnarfundi í gær og þær tvær tillögur sem lutu einna helst að jafnréttismálum flugu svo að segja í gegn. Þannig var tillaga Vinstri grænna um jafnréttisskóla samþykkt einróma, með fimmtán atkvæðum. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, flutti tillöguna sem lýtur að því að kanna kosti þess að setja á fót jafnrétt- isskóla, sem myndi þá að öllum líkindum hefja starfsemi sína á næsta ári. Svandís sagði að fyrirmyndin væri Náttúruskóli Reykjavíkur sem hefði rækilega sannað gildi sitt. „Jafnréttisskólinn hefur fyrst og fremst það hlutverk að skapa vettvang fyrir heil- steypt jafnréttisstarf í skólum og frístund- astarfi í anda mannréttindastefnu borg- arinnar. Einnig að efla tengsl meðal kennara og styrkja þá jafnréttisfræðslu sem þegar er til staðar bæði í skólakerfinu og í frístundastarfi barna og ungmenna í borginni,“ segir m.a. í greinargerð með tillögunni. Vilja jafnréttisskóla SÚDAN og Írak eru verstu lönd í heimi samkvæmt lista, sem stofnunin Fund for Peace og tímaritið Foreign Policy Magaz- ine hafa birt í þriðja skipti. Lagt er mat á ástandið í 177 ríkjum út frá 12 mælikvörð- um og er niðurstaðan þessi. Best heppnuð eru Noregur, Finnland og Svíþjóð en Ís- land og Danmörk eru í 7. og 8. sæti. Á listanum eru ríki heims metin út frá efnahagslegum, félagslegum, pólitískum og hernaðarlegum mælikvörðum. hefur hækkað jafnt og þétt á þessum lista eftir innrásina í landið árið 2003. Ísland 7. besta land í heimi en Írak verst Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ hljótum sameiginlega að stefna að því að völd kvenna í íslensku samfélagi verði meiri en þau eru í dag. Þannig að konur öðlist sína eðli- legu hlutdeild í stjórnun samfélagsins,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra í ávarpi sínu á fundi Kvenréttindafélags Íslands (KRFÍ) á Hallveigarstöðum í gær. Í ávarpi sínu gerði Ingibjörg Sólrún hina fullvalda konu að umtalsefni og færði rök fyrir því að fullveldi og sjálfstæði kvenna hefði verið torsóttara heldur en fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Benti hún á að í sögulegu sam- hengi væri karlinn fulltrúi þjóðarinnar og handhafi fullveldisins. „Það er úr þessum jarð- vegi sem við erum sprottin. Allar götur síðan hefur valdið flust milli karla frá einni kynslóð til annarrar. Það hefur erfst í beinan karllegg og gerir enn,“ sagði Ingibjörg Sólrún og benti á að konur hefðu alla tíð átt drjúgan þátt í því að viðhalda þessu valdakerfi, enda það inn- prentað í þær þegar á barnsaldri. „Ég verð sí- fellt sannfærðari um að ekkert hefur haldið eins aftur af fullveldi kvenna og hlýðni þeirra,“ sagði Ingibjörg Sólrún og bætti við: „Það kann að orka tvímælis að yfirfæra póli- tískt hugtak úr þjóðarrétti yfir á einstaklinga, en það er þó nærtækt. Það ríki er fullvalda sem hefur tiltekin viðurkennd stjórntæki á segja, tekið sér það rými sem þarf til að öðlast sjálfstæði og að þær njóti ekki viðurkenningar hins ytra umhverfis á eigin forsendum. Of margar gangast inn á orðræðu karla Allt of margar konur gangast inn á orðræðu karla, þeirra skilgreiningu á því sem skiptir máli, bíða eftir þeim molum sem hrjóta af borði þeirra ef þær eru bara nógu hlýðnar. Safna ekki eigin liði heldur fá lánaða hlutdeild í liði þeirra karla sem með völdin fara hverju sinni og standa svo berskjaldaðar þegar sú hlutdeild stendur ekki lengur til boða,“ sagði Ingibjörg Sólrún og tók fram að fullveldi eða sjálfstæði væru ekki gæðastimplar, hvorki fyr- ir ríki né einstaklinga. „En sú þjóð sem er full- valda og sá einstaklingur sem er fullvalda hef- ur ákveðið að vera gerandi í eigin lífi, skapa sér sín eigin örlög og taka ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu. Sá sem er metinn á eigin for- sendum, en ekki þröngvað inn í skapalón úr- eltra hugmynda og fellst á það, nýtur verðleika sinna og fær að þjóna sínu eðli, hvort sem það er karlkyns eða kvenkyns. Það hlýtur að vera til hagsbóta fyrir okkur öll, karla jafnt sem konur að þannig sé málum skipað. Það er kom- inn tími til að konur taki sér fullt rými, nýti fullveldi sitt, byggi það á eigin sérstöðu og styrkleika og deili því svo með körlum, ef þeim sýnist svo. Það er háttur fullvalda ríkja og kvenna í nútímasamfélagi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði fullveldi kvenna að umtalsefni í ávarpi sínu 19. júní Hlýðni kvenna helsta hindrunin Morgunblaðið/Eyþór Kvennaganga Áður en fundur kvenna hófst á Hallveigarstöðum fóru konur í sögugöngu frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Leiðsögumaður var Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. valdi sínu, ræður yfir ákveðnu svæði, nýtur viðurkenningar hins ytra umhverfis og getur skuldbundið sig í samskiptum við önnur ríki. Konur njóta vissulega fullra borgaralegra réttindi, búa við formlegt jafnrétti. En það er eins og þær hafi ekki enn fengið eða, á ég að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.