Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 9 FEMÍNISTAFÉLAGIÐ afhenti hvatningar- verðlaunin bleiku steinana á Austurvelli í gær. Í ár var ákveðið að veita þingmönnum Norð- vesturkjördæmis verðlaunin þar sem allir þingmenn kjördæmisins eru karlmenn. Silja Bára Ómarsdóttir, ráðskona atvinnu- og stjórnmálahóps Femínistafélagsins, sagði fyr- ir afhendinguna: „Með því að gefa þessum þingmönnum bleiku steinana erum við að hvetja þá til þess að muna sérstaklega eftir málefnum kvenna á komandi kjörtímabili. Steinarnir eru ansi fyrirferðarmiklir þannig að það ætti ekki að vera auðvelt að gleyma þeim.“ Sturla Böðvarsson, þingmaður kjördæmis- ins fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forseti Alþing- is, sagði þetta vera ánægjulega byrði að bera en sjálfur hefði hann verið alinn upp við að taka tillit til kvenna og mundi taka þetta mjög alvarlega. Magnús Stefánsson sagði þing- mönnunum vera alvara með að standa sig í jafnréttismálum og það væri gaman að fá áminningu frá Femínistafélaginu jafnóðum og það tækist ekki. Silja Bára segir hugmyndina á bak við verð- launin vera að velja hóp er snerti mál sem eru efst á baugi eða hóp tengdan einhverju sem þurfi sérstaklega að huga að. Valdir séu fulltrúar hóps sem geti haft áhrif á framþróun jafnréttismála, annað hvort á sínu verksviði eða í samfélaginu í heild. Aðspurð hvort hún telji þetta hafa skilað einhverju segist Silja Bára halda það. „Árið 2004 voru ýmsum að- ilum er tengdust knattspyrnu veitt þessi verð- laun og sama ár var verðlaunafé breytt í Landsbankadeildinni þannig að karlar og kon- ur fengu sömu upphæðir.“ Sturla er sammála Silju Báru en að hans mati hafa allar slíkar hvatningar áhrif. „Ís- lenskar konur í dag hafa alla stöðu til þess að standa á öllum sviðum til jafns við karlana. Ég vona að þessi hvatning til okkar hafi áhrif.“ Bleiku steinarnir afhentir þingmönnum Morgunblaðið/G. Rúnar Bleikir Fjórir af níu þingmönnum Norðvesturkjördæmis mættu á Austurvöll. Á myndinni eru Karl V. Matthíasson, Magnús Stefánsson, Guðbjartur Hannesson og Sturla Böðvarsson. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Afhending Einar Oddur Kristjánsson tók við bleika steininum á Ísafirði ásamt Kristjáni Andra, syni Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Níu þingmenn Norðvesturkjördæmis fengu bleika steina VEFVARP mbl.is SKIPTI hf., móðurfélag Símans, hafa ákveðið að stofna nýtt félag, Skjá miðla, um rekstur tveggja dótturfélaga sinna, Já og Skjásins. Skjárinn sér um rekstur frístöðv- arinnar SkjárEinn í sjónvarpi, leigu á myndböndum heima í stofu og að- gengi að alþjóðlegum sjónvarps- stöðvum undir merkjunum Skjár- Bíó og SkjárHeimur. Já sér um rekstur þjónustunúmeranna 118, 1818 og 1811 og annast útgáfu Símaskrárinnar, rekstur vefsvæð- isins Já.is og Gulu síðnanna. Framkvæmdastjóri Skjás miðla ehf. verður Sigríður Margrét Odds- dóttir, framkvæmdastjóri Já, en hún heldur því starfi áfram. Björn Þórir Sigurðsson verður nýr sjón- varpsstjóri Skjásins. Starfsmönnum félaganna var tilkynnt um breyt- ingarnar í dag og samhliða því var nýtt skipurit Skjásins kynnt. Í tilkynningu er haft eftir Sigríði Margréti að þessi breyting sé til þess fallin að byggja upp öflugt miðla- og þjónustufyrirtæki sem hafi að markmiði að skapa við- skiptavinum sínum, starfsmönnum og eigendum hámarksvirði. Nýtt félag um Já og Skjáinn „ÞAÐ ER vel við hæfi 19. júní að flytja tillögu sem kalla má kvenna- pólitíska,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinn- ar, á sínum síð- asta borgar- stjórnarfundi. Steinunn flutti tillögu um fram- kvæmd könnunar á kynbundnum launamun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar. Tillagan felur einnig í sér að greindar verði breytingar á launa- muninum frá sambærilegum könn- unum árin 1995 og 2001 og komist að orsökum eða uppruna þess munar sem kann að koma í ljós – og að markvissum aðgerðum verði beitt til að eyða honum. Mikil samstaða var um tillöguna sem samþykkt var samhljóða með fimmtán atkvæðum. Kanna á launamun Lokatillaga Stein- unnar Valdísar Steinunn Valdís Óskarsdóttir Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Allur fatnaður í sumarfríið Nýbýlavegi 12, Kóp. • Sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 10-16 Buxnadagar          Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Grecian 2000 hárfroðan fæst hjá: Lyfju Lágmúla, Lyfju Smáralind, Árbæjar Apóteki, Lyfjavali, Apótekinu Mjódd, Hársnyrtistofunni Hár - Hjallahrauni 13 Hfj., Rakarastofu Gríms, Rakarastofu Ágústar og Garðars, Rakarastofunni Klapparstíg, Rakarastofu Ragnars - Akureyri, Torfa Geirmunds, Hverfisgötu 117 og Hagkaupum. Árni Scheving slf. - Heildverslun, sími 897 7030 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Glæsilegt peysu- og buxnaúrval Nú á 20% sumartilboði FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Glæsilegar vandaðar eignir fyrir 50 ára og eldri. Fullbúin sýningaríbúð í húsi nr. 3 4.hæð íbúð 0407 Sölufulltrúar Akkurat taka á móti ykkur Þórarinn 849-1798 og Ásdís 898-3474 OPIÐ HÚS í DAG KL. 17:00 - 18:00 17 JÚNÍTORG / SJÁLAND SAMÞYKKT var tillaga um heild- arendurskoðun á húsverndaráætl- unum Reykjavíkur á borgarstjórn- arfundi í gær en Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi flutti tillöguna. Til- lagan var samþykkt einróma með 15 atkvæðum og vísað til starfshóps um aðalskipulag borgarinnar. „Umræðan um verndun húsa hef- ur farið hátt upp á síðkastið og upp- bygging gengið hratt fyrir sig í mið- borginni og okkur fannst sem tími væri kominn til að endurskoða þess- ar áætlanir í samhengi við endur- skoðun aðalskipulags,“ sagði Oddný og bætti við að aðalskipulagið væri lifandi plagg sem endurskoðað væri reglulega. Í tillögunni er lagt til að skipaður verði þverpólitískur stýrihópur fag- fólks og borgarfulltrúa sem endur- skoði fyrirliggjandi húsverndar- áætlanir og setji fram ný húsverndar- og hverfakort þar sem fram komi upplýsingar og áætlanir um friðun eða verndun einstakra húsa, byggðamynsturs, svæða og götumynda. Samkvæmt tillögunni á markmið endurskoðunarinnar að vera að stuðla að betri sátt milli sjónarmiða verndunar og uppbyggingar, að skapa svigrúm til lifandi þróunar borgarinnar um leið og staðinn verði vörður um byggingarsögu, svipmót og menningararf Reykja- víkur. Hvetja á húseigendur til viðhalds Jafnframt verði mótaðar tillögur um hvernig megi skapa hvetjandi umhverfi þannig að eigendur gam- alla húsa njóti aukins stuðnings við viðhald, fegrun og varðveislu eigna sem falla undir húsverndaráætl- unina. Þar verði m.a. litið til mögu- legra skattaafslátta og eflingar hús- verndarstyrkja Reykjavíkurborgar og ríkisins. Stefnumótunin á að taka til borg- arinnar allrar og horfa skal einnig til bygginga sem hafa þýðingu sem fulltrúar byggingarstíls, tímabils eða hafi sjálfstætt gildi fyrir við- komandi hverfi, óháð aldri. Breyta stefnu í húsverndarmálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.