Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Dagurinn sem kvótakerfið var slegið af? VEÐUR Þingmenn og ráðherrar Sjálf-stæðisflokksins eru komnir í hár saman vegna sjávarútvegs- mála. Þetta er óvenjulegt. Yfirleitt leyfa ráðamenn í Sjálfstæðis- flokknum sér ekki þann munað að rífast fyrir opn- um tjöldum.     Skyldi það veraað breytast?     Sturla Böðv-arsson, for- seti Alþingis, hóf leikinn með ræðu 17. júní á Ísafirði. Það er ekki á hverjum degi, sem Sturla talar svo opið sem hann gerði þar. Hver var rótin að þessari ræðu? Ekki talaði Sturla á þennan veg, þegar hann var ráðherra.     Einar Oddur Kristjánsson lýstiþeirri skoðun af þessu tilefni að það væri almenn samstaða á Al- þingi um að breyta kvótakerfinu. Hefur Einar Oddur verið svona gagnrýninn áður á kvótakerfið í heild? Eða spila átök á milli þing- manna Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi inn í viðbrögð hans?     Árni M. Mathiesen fjármálaráð-herra gekk inn á vígvöllinn og veittist að Einari Oddi í Morgun- blaðinu í gær og sagði hann hafa stundað þá iðju að bora göt á kvóta- kerfið.     Hvað veldur þessari harkaleguárás fjármálaráðherra á Einar Odd? Getur verið að gagnrýni Ein- ars Odds á fjármálastjórn ríkisins eigi þar hlut að máli?     Þeir þremenningar láta eins ogkálfar á vorin.     Þarf ekki einhver að lemja í haus-inn á þeim eins og einhver sagði?! STAKSTEINAR Sturla Böðvarsson Eins og kálfar á vorin SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                :  *$;<                       !           "#  "$                 *! $$ ; *!  ! "  !   #   $% =2 =! =2 =! =2 # "  & ' ()*+ <2>         /    ,*  *!   - .      ' /   *  ' - =7  0 " *  /  !  ' -. '  ' - =   0 " * 1 '% !/ 2   3*   ' -.    /      - 45  66   $ 0  *$& ' 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B - - / / / - -      - 3 3 - - 3 3  - / / / / / / / / / / / /                   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ragnhildur Sverrisdóttir | 19. júní Styrkleiki og laun [Kata fór] að útskýra fyrir þeim launamun kynjanna […] Elísabet kvað allt í einu upp úr með að svona væri þetta ábyggilega hjá mér, en ekki hjá Kötu mömmu hennar af því að hún væri alltaf stjóri í vinnunni sinni. En ég hefði aldrei verið stjóri og þá fengi ég ábyggilega ekki sama pening og karlar. Bragð er að þá barnið finnur. Mér svelgdist á morgunkaffinu. Meira: ragnhildur.blog.is Helga Sigrún Harðardóttir | 19. júní Lögbrot í boði hins opinbera? Eru þeir 200? Eða 400 sem „neyðast til að stinga af“ eins og kem- ur fram í athugasemd- um á heimasíðu Snigl- anna? Þá vil ég gjarnan benda á það hér að ofsaakstur er lögbrot sem knattspyrna er ekki. Fyrir það er ég ekki tilbúin að borga sem skatt- greiðandi. Og hvað væri þá næst? Æfingasvæði fyrir nauðgara? Meira: helgasigrun.blog.is Katrín Anna Guðmundsdóttir | 19. júní Á bleikum degi Það er rosalega gam- an að sjá hvað fólk er samstiga í að sýna hug sinn til jafnréttis í verki í dag með því að bera eitthvað bleikt eða gera eitt- hvað bleikt. mbl.is er bleikt í dag. DV gerir deginum góð skil, Morg- unútvarpið var með frábæra um- fjöllun í morgun. Meira að segja morgunþátturinn Zúber var bleik- ur í morgun. Meira: hugsadu.blog.is Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir | 18. júní Rafmagnaðar sögur Stefán keypti sér lítinn hákarl til að leika sér með í lauginni sem kannski er ekki í frá- sögur færandi nema fyrir það að hann reyndist vera lifandi, eða því sem næst. Í gærkvöldi sátum við úti og horfðum á stjörnurnar (eða þannig) og þá fór hákarlinn allt í einu af stað einn síns liðs. Hann synti um laugina hring eftir hring. Af og til lenti hann á einhverri fyrirstöðu því laugin var full af leikföngum og þá minnti hann óneitanlega á Keiko þegar hann nauðgaði dekkinu hvað mest um ár- ið. Þetta var furðulegt því það var löngu búið að slökkva á kvikindinu. Ekki er allt sem sýnist. Þetta minnti mig af einhverjum ástæðum á tvær eldri konur sem ég þekki býsna vel. […]Þær kellur voru einhverju sinni á leiðinni norður í land. Bíllinn var drekkhlaðinn af dóti því þær ætluðu að dvelja sumarlangt í húsi fyrir norðan. Ferðin gekk nú bara býsna vel þar til að þær komu í Hrútafjörðinn. Þá brast á með ær- andi diskótónlist. Sú sem sat í bílstjórasætinu hélt að hún hefði rekið sig í útvarpið og fór því eitthvað að eiga við það. Allt kom fyrir ekki og ekki reynd- ist vinnandi vegur að þagga niður í græjunum. Því sátu þær sem eftir lifði ferðarinnar í beljandi hávaða alla leið inn á Akureyri. þegar þangað var komið fannst þeim orðið nóg um þessa hávaða- mengun og óku drossíunni inn á bíla- verkstæði. Elskulegur starfsmaður kom aðvífandi og spurði hvort hann gæti orðið þeim að liði. Þær héldu það nú og báðu manninn að aðstoða sig við að lækka í fjárans útvarpinu. Starfsmaðurinn bograði yfir tæk- inu góða stund en hafði ekki erindi sem erfiði og reif þá tækið hreinlega úr sambandi. Allt kom fyrir ekki og tónlistin hélt áfram að dynja í Eyja- firðinum. Klóruðu þau þrjú sér nú dágóða stund í kollinum. Þá mundi önnur konan skyndilega að hún hafði tekið með sér útvarps- tæki sem hún hafði pakkað ofaní tösku. Og var þar skýringin komin. Meira: steinunnolina.blog.is BLOG.IS Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 27. júní eða 4. júlí frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 27. júní og 4. júlí. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tæki- færið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsæl- asta sumarleyfisstað Íslendinga. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Aukavika kr. 14.000. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í her- bergi/stúdíó/íbúð í viku. Aukavika kr. 14.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.