Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                        ● MAREL hefur aukið hlut sinn í hol- lenska iðnaðarfyrirtækinu Stork í tæp 11% í gegnum félagið LME Hold- ing, að því er fram kemur í dag- blaðinu Financieele Dagblad. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er Marel að ná fram breytingum á stjórn Stork. Financieele Dagblad greinir jafnframt frá því að það geti verið að Stork verði skipt upp en stjórn Stork hafnaði í fyrra samþykkt hluthafa- fundar um að skipta upp félaginu, en áður hafði stjórnin sagt að hún væri ekki bundin af samþykkt fundarins. Segir blaðið einnig frá orðrómi þess efnis að Storki muni jafnvel selja frá sér eininguna er framleiðir tæki til matvælaframleiðslu, en Marel átti einmitt í óformlegum viðræðum við Stork í fyrra um að kaupa þann hluta fyrirtækisins. Marel eykur við sig í iðnfyrirtækinu Stork ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,2% og var 8.180 stig við lokun markaða. Bréf Atlantic Petrolium hækkuðu um 2,25%, bréf Atorku um 0,74% og bréf Marels um 0,46%. Bréf Flögu lækkuðu um 2,46%. Gengisvísitala krónunnar hækk- aði lítillega í gær samkvæmt upplýs- ingum frá Glitni, og lækkaði gengi krónunnar sem því nemur. Var vísital- an 113,01 stig við lokun markaða í gær. Kaupgengi Bandaríkjadals er 62,17 krónur, evru 83,29 krónur og pundsins 123,56 krónur. Áframhaldandi lækk- un í kauphöllinni Í ENDURSKOÐAÐRI þjóðhags- spá, sem fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér, er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist úr um 1,6% í ár í um 4,5% árið 2009, og er það nokkru meiri aukning en gert var ráð fyrir í spá ráðuneytisins frá því í apríl á þessu ári. Þá er því spáð að lands- framleiðslan dragist saman um 0,1% í ár þrátt fyrir stóraukinn útflutning áls. Einnig er gert ráð fyrir því að verðbólga verði að meðaltali 3,7% í ár, komist á 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands síðar á árinu og verði nálægt markmiði árin 2008 og 2009. Segja ójafnvægi minnkandi Spáð er að áframhaldandi bati í ut- anríkisviðskiptum og samdráttur í þjóðarútgjöldum skili 2% hagvexti árið 2008 og að þjóðarútgjöld hætti að dragast saman árið 2009 þegar hagvöxtur verði 2,1%. Í eldri spá ráðuneytisins, frá því í apríl á þessu ári, var gert ráð fyrir 3% hagvexti bæði árin. Fjármálaráðuneytið segir að skýr merki séu komin fram um að ójafn- vægi í hagkerfinu sé að minnka. Raunstýrivextir hafi hækkað um- talsvert og viðbúið að áhrif peninga- stefnunnar fari vaxandi. Atvinnuleysi, sem áætlað er að hafi numið 1,3% af vinnuafli árið 2006, er spáð að aukist í 1,6% í ár þegar hægir á í efnahagslífinu. Vegna samdráttar í innlendri eftir- spurn er því spáð að atvinnuleysi verði 3,9% af vinnuafli á næsta ári og 4,5% árið 2009, sem er nokkru meira en gert var ráð fyrir í spánni í apríl. Spáir nær þreföldun atvinnuleysis Morgunblaðið/ÞÖK Atvinnuleysi Í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi verði orðið 4,5% árið 2009, en var 1,3% í fyrra. Gert ráð fyrir að verðbólgumark- mið náist á árinu Í HNOTSKURN » Upphafleg þjóðhagsspáráðuneytisins var gefin út í endaðan apríl og hefur nú ver- ið endurskoðuð. » Athygli vakti í aprílhversu mikill munur var á spám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands, en bank- inn var öllu svartsýnni í sinni spá. VIÐRÆÐUR um fríverslunarsamn- ing milli Kína og Íslands halda áfram hér á landi í vikunni, að því er fram kom í máli Gunnars Snorra Gunn- arssonar, sendiherra Íslands í Pek- ing og formanns íslensku samninga- nefndarinnar, á morgunverðarfundi Útflutningsráðs og utanríkisráðu- neytisins í gær. Verður þetta önnur lota viðræðna landanna, sem hófust formlega í Peking í apríl síðastliðnum. Er reiknað með að samningur geti kom- ist á á næsta ári, ekki í lok þessa árs eins og fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir í utanríkisráðuneytinu. Á fundinum greindi Gunnar Snorri frá gangi viðræðnanna en jafnframt ræddi Pétur Yang Li, við- skiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Peking, um þróun kínversks við- skiptalífs og hvaða tækifæri og ógn- anir væru í þjónustuviðskiptum við Kínverja. Mun fríverslunarsamning- urinn taka til viðskipta með sjávaraf- urðir og iðnaðarvörur, auk þess sem gera á samning um þjónustuvið- skipti milli landanna. Áfram rætt við Kínverja Kína Pétur Yang Li og Gunnar Snorri Gunnarsson á fundinum. ÞETTA HELST ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.