Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT New York. AFP. | Dómstóll í New York tók á mánudag til umfjöllunar áfrýjun víetnamskra og banda- rískra aðila vegna frávísunar bandarísks undirréttar 2005 á mál- sókn gegn 37 efnaverksmiðjum sem á sínum tíma framleiddu Agent Orange, illgresiseyði sem Banda- ríkjaher úðaði yfir svæði í Víetnam í Víetnam-stríðinu til að gera andstæðinginn, víetnamska komm- únista, sýnilega. Agent Orange hafði að geyma díoxín sem fullyrt er að hafi valdið aukinni tíðni krabbameins meðal íbúanna, sem og bandarískra her- manna, og vansköpun. Undirrétt- urinn úrskurðaði engu að síður að sækjendum hefði ekki tekist að sanna tengsl milli veikinda og van- sköpunar og Agent Orange. Efnaverk- smiðjur fyrir rétti   1 A$$ 70 &3 '   " ( )   * &789 /&978 +   A   0 &3 *) $-'  & 3 , &  - ! : "  ' ; 5   .       ' '  ' "  )6 .           &  /                    -+ B <B  &68   + "8 &?&$& $""K""') 3" $"'&  $# &) &H " "&!) & $0 L 7(7 $ <$ M A ' - 5O4 @&98'&0 7 &B- &".8 P1 $"'&& $"'&P +$-$8 B <B #K8$ + Q88#&?$& R+G+$)):I )B"&'+3 " & 3 #&Q88?$& ))'8'&7 @B " +99&' '+ FE"$)FG +$)):I $&+ '&8' ?&$& $ # &&$ $"&'  @B " +&" ):  #) $86#B8 "'3$&6Q' +   3'-&00+ $ 36Q' $&0&  K '"# -.('8 3 "& 3 8$83 ?+ +$-$8+3  B <B  @ &8'&"$)#$8&+) $8)'>+$ $8 8&   +83 ?+-)I&S   $))3& $ ?8 30) $-$   $-$))-8#) '&B 9""Q&' $ Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is HÚN fæddist á Kúbu árið 1930, dóttir lögmanns framleiðenda Bac- ardi-rommsins, og lifði eins og blómi í eggi í alla sína æsku. Þegar hún komst til vits og ára fór hún til náms í Massachusetts Institute of Techno- logy, MIT, í Bandaríkjunum, þar sem hún lagði stund á efnaverk- fræði. Það kom því kannski á óvart að fáum árum síðar gekk Vilma Espin til liðs við hóp byltingarsinna í heimalandi sínu, hafðist við í hellum Sierra Maestra-fjallanna og mars- eraði svo í broddi fylkingar bylting- armanna inn í Havana þegar ein- ræðisherranum Fulgencio Batista hafði verið steypt af stóli árið 1959. Hún gekk að eiga Raul Castro sama ár og hefur æ síðan verið talin valda- mesta konan í byltingarstjórninni á Kúbu. Mágur Espin, Fidel Castro, hefur löngum forðast að flíka einkalífi sínu, svo þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann eigi bæði konu og upp- komin börn, kaus hann frekar að Espin sinnti hlutverki forsetafrúar. Jafnréttisfrömuður Allt frá fyrstu árum stjórnar Castro sinnti Espin jafnréttisbarátt- unni af heilum hug. Hún stofnaði Bandalag kúbanskra kvenna árið 1960 og var forseti samtakanna til dauðadags, en flestar kúbanskar konur eru meðlimir í samtökunum. Samtökin hafa náð umtalsverðum árangri, ef marka má nýjustu tölur frá kúbönskum yfirvöldum en þar kemur fram að 65% þeirra eyjar- skeggja sem hafa háskólapróf eru kvenkyns. Espin beitti sér einnig fyrir rétt- indum samkynhneigðra og henni er eignaður heiðurinn af því að árið 1979 hætti samkynhneigð að vera ólögleg á Kúbu. Í opinberu tilkynningunni sem gefin var út um lát hennar var henni lýst sem „hetju neðanjarðarhreyf- ingarinnar, framúrskarandi stríðs- manni uppreisnarhreyfingarinnar og óþreytandi baráttumanni fyrir kvenfrelsi og réttindum barna.“ Lát Vilmu Espin er áminning um að hinir síðustu úr hópi bylting- arsinna fara nú óðum að týna tölunni og það er alls ekki fyllilega ljóst hvað tekur við á Kúbu þegar sú kynslóð verður með öllu horfin. Brúður byltingarinnar látin Þjóðarsorg var lýst yfir á Kúbu í gær þegar tilkynnt var að Vilma Espin, eigin- kona starfandi Kúbuforseta, hefði látist síðdegis á mánudag, 77 ára gömul Byltingarsystkin Vilma Espin og Fidel Castro árið 2003. Reuters Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is TÆPLEGA tíu milljónir manna voru á flótta frá heimkynnum sínum í fyrra, en um er að ræða fjölgun flóttafólks upp á 14% frá því árinu áður skv. tölum Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Tala flóttafólks í heim- inum hefur ekki verið hærri í fimm ár, en árið 2002 voru flóttamenn alls 10,6 milljónir. Alþjóðlegi flóttamannadagurinn var í gær og af því tilefni sendi UNHCR frá sér skýrslu um stöðu flóttafólks í heiminum. Í árslok voru 9,9 milljónir manna skilgreindir á flótta frá heimkynnum sínum, en voru 8,7 milljónir árið 2005. Skýr- ingin á þessari aukningu, þeirri fyrstu frá 2002, er fyrst og fremst fólgin í straumi fólks frá Írak, en þar hefur borgarastríð í reynd geis- að undanfarin misseri. Um 1,5 millj- ónir Íraka hafa neyðst til að flýja heimili sín og hafa flestir flúið til ná- grannaríkjanna Jórdaníu og Sýr- lands. Þeir sem flúið hafa heimili sín en ekki land, þ.e. eru á vergangi innan eigin ríkis, eru skilgreindir sérstak- lega og er fjöldi þeirra ekki með í þessum tölum UNHCR. Þeim sem eru á vergangi í eigin ríki (e. int- ernally displaced people) fjölgaði einnig 2006 frá árinu áður, voru í árslok 24,5 milljónir og enn var það vargöldin í Írak sem skýrði aukn- inguna, en talið er að þannig hátti til um 2,3 milljónir Íraka. 78 fórust í miðborg Bagdad Ekkert lát er á mannfalli í Írak. Að minnsta kosti 78 týndu lífi og 200 særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt mosku sjía-múslíma í miðborg Bagdad í gær. Bænarými moskunnar, al-Khilani, eyðilagðist í sprengingunni en margir voru á ferð þegar sprengjan sprakk, skömmu eftir að bænastund lauk. Fólki á flótta fjölgaði um 14% á árinu 2006 Flótti Íraka undan átökum heima fyrir skýrir fjölgunina Í HNOTSKURN »Af 9,9 milljónum flótta-mönnum í veröldinni eru Afganar fjölmennastir, 2,1 milljón Afgana búa utan heimalands síns. Íraskir flótta- menn eru um 1,5 milljónir. Um 686.000 Súdana eru á flótta og um 460.000 Sómalar. Á MYNDINNI sjást tvær filippískar konur mótmæla fyrir utan hæstarétt Filippseyja í gær, en þar er nú tek- ist á um rétt lyfjafyrirtækja til að auglýsa brjóstamjólk, á kostnað móðurmjólkurinnar. Æ færri asískar konur næra börn sín á brjósti og fer hlutfall þeirra lækkandi, öfugt við þróunina í Evrópu og Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld í landinu telja að skýringarinnar megi leita í auglýsingaherferðum lyfjafyrirtækja, sem gefa í skyn að mjólkurduft sé holl- ari fæða en móðurmjólkin. Heilbrigðisráðuneytið freistaði þess nýverið að snúa þessari þróun við með því að þrengja reglur um auglýsingar á fæðu fyrir reifabörn, en lyfjaframleiðandur kærðu ákvörðunina. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna sendi forseta Fil- ippseyja bréf þar sem skorað er á hann að endurskoða ákvörðunina og tryggja þannig viðskiptafrelsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælir með því að börn nærist eingöngu á brjóstamjólk fyrsta hálfa árið, en drekki svo mjólkina í bland við annan mat fram að tveggja ára aldri. AP Tekist á um móðurmjólkina Washington. AP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndu í gær að styðja við bak Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, en harðvítug barátta geisar nú um völdin í Palestínu milli Fatah- hreyfingar Abbas og Hamas- samtakanna, sem eru mun róttæk- ari. Hamas hefur undirtökin á Gaza en Fatah á Vesturbakkanum. Olmert sagði eftir fund sem hann átti með Bush í Washington að hann myndi reyna að eiga gott samstarf við Abbas og Bush lýsti Abbas sem „forseta allra Palestínumanna“ og „hófsamri rödd innan um alla öfga- mennina“. Vilja styrkja stöðu Abbas MÚSLÍMARÁÐIÐ í Bretlandi for- dæmdi í gær þá ákvörðun stjórn- valda að veita rithöfundinum Salm- an Rushdie riddaratign og sagði hana „ögrandi“, enda væri Rushdie einkum þekktur meðal múslíma í veröldinni fyrir að hafa lýst Mú- hameð spámanni með móðgandi hætti í bók sinni, Söngvar Satans. Ráðið hvatti menn þó til að sýna stillingu. Þeim ráðum hafa ekki all- ir fylgt. Róttæklingar í Pakistan brenndu myndir af Elísabetu Eng- landsdrottningu um það leyti sem sendiherra Bretlands í Islamabad gekk á fund í pakistanska utanrík- isráðuneytinu vegna málsins. Þar var honum tjáð, að upphefð Rushdies væri ekki til þess fallin að stuðla að skilningi og sáttum. Múslímar mótmæla Reuters Reiði Eftirmynd Salmans Rushdies brennd í Islamabad í gær. BANDARÍSKA Atlantis-geimferjan lagði upp frá Alþjóðlegu geimstöð- inni í gær áleiðis til jarðar og er áætlað að hún lendi við Kennedy geimferðamiðstöðina í Flórída klukkan 13.54 að staðartíma, kl. 17.54 að ísl. tíma, á morgun. Atlantis heim NÍU slökkviliðsmenn létu lífið þeg- ar þeir börðust við eld í stórri vöru- geymslu í Charleston í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum í fyrra- kvöld. Slökkviliðsmennirnir munu hafa látið lífið þegar þak vöru- skemmunnar hrundi. Fórust í bruna NICOLAS Sarkozy, forseti Frakklands, kynnti í gær breytingar á stjórn sinni en þær neyddist hann til að gera eftir að hægri- flokkur hans, UMP, náði ekki fyllilega þeim árangri í þingkosn- ingum um síðustu helgi sem spáð hafði verið. Jean-Louis Borloo verður næstráðandi Francois Fillon forsætisráðherra og yfirmaður um- hverfisráðuneytisins í stað Alain Juppe, en Juppe varð að segja sig frá embættinu eftir að hann tapaði þingsæti sínu. Christine Lagarde verður fjármálaráðherra í stað Borloo. Juppe víkur Alain Juppe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.