Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is Hafnarfjörður | Stefán Breið- fjörð er nýstúdent Hafnar- fjarðar þetta árið en hann er greindur bæði með ofvirkni og lesblindu og hefur þar af leið- andi átt við mikla námsörð- ugleika að stríða. Hann útskrif- aðist þó með glæsibrag og fínar einkunnir frá Flensborgarskóla 1. júní síðastliðinn en Stefán æf- ir ólympíska hnefaleika með náminu og segir það hjálpa mik- ið til að halda einbeitingunni í skólanum. „Maður á bara að keyra á draumana,“ segir Stefán og bætir við að sumir þurfi hjálp – aðrir ekki en aðalatriðið sé að gefast ekki upp. „Ég er byrj- aður að læra að fljúga en það hefur verið draumurinn síðan ég var 3 ára. Draumurinn var alveg að hverfa á tímabili en hann er kominn upp aftur!“ Stefán hélt ræðu bæði við út- skriftarathöfn Flensborg- arskóla og 17. júní-hátíð Hafn- firðinga en ræðan var, að sögn Guðrúnar Guðmundsdóttur, kennara í Flensborg, ótrúlega hjartnæm, og beindist bæði að kennarastéttinni og mennta- kerfinu í heild. Stefán segir skilaboðin í ræð- unni vera að stuðningur for- eldra, fjölskyldna og vina væri ótrúlega mikilvægur fyrir þá sem ættu erfitt með skóla- göngu. Mikilvægt væri að kenn- arastéttin og menntakerfið gæf- ust ekki upp á erfiðum nemendum. „Sumir vilja og geta ekki og þá kemur stuðn- ingurinn inn og getur ásamt viljastyrknum gert ótrúlegustu hluti“ segir Stefán. Hann vildi einnig vekja athygli á því hversu mikilvægar íþróttir væru til að efla námsgetu. „Fyrstu sjö árin byrjuðu al- veg hrikalega, þá var ég í Engi- dalsskóla en svo þegar ég fór í unglingadeildina í Víðistaða- skóla þá hélt vandræðagang- urinn áfram, maður var agaleg- ur unglingur, vel erfiður. Í 10. bekk byrjaði ég að æfa box, það tók smá tíma en svo fór allt að segist reyna að hjálpa krökkum og miðla af reynslu sinni eftir bestu getu. „Ég hef verið að taka að mér verkefni fyrir Hafnarfjarðarbæ að reyna að hjálpa ungum drengjum að rétta sinn hlut og það hefur gengið mjög vel,“ segir Stefán. „Ég reyni að láta þá finna sjálfa sig. Einn af strákunum var með mikinn áhuga á boxi, ég leyfði strákunum að prufa og þessi strákur skín núna skært í box- inu og líður miklu betur.“ Hnefaleikamaður ársins Stefán var valinn hnefa- leikamaður ársins 2006 og einn- ig hnefaleikamaður kvöldsins á Íslandsmeistaramótinu. Hann er fyrsti Íslandsmeistarinn í ólympískum hnefaleikum og fór fyrir hönd Íslands á Evr- ópumeistaramót í ólympískum hnefaleikum sem haldið var í Búlgaríu en Ísland hefur aldrei áður sent keppanda á það mót. Stefán segist hafa verið í handbolta og fótbolta þegar hann var yngri en brotnað illa og hætt eftir það. „Þá datt mað- ur út og allt hrundi niður á við, þá fór maður að verða vand- ræðagemsi,“ segir Stefán og segir beina tengingu vera á milli íþróttaiðkunarinnar og hegð- unar og ástundunar í skóla. „Ég vil þakka öllum sem eru í öllum þessum íþróttahreyf- ingum og sjálfboðastörfum fyrir okkur hin til þess að æfa og ná árangri. Hafnarfjarðarbær er búinn að byggja upp mikil íþróttamannvirki og niður- greiðir íþróttir fyrir börnin, en þá skiptir efnahagsstaða for- eldra ekki máli og allir geta ver- ið með og það er náttúrlega al- veg frábært.“ smella saman og einkunnirnar mínar fóru að fljúga upp,“ segir Stefán. „Sumir eru hlaðnari orku en aðrir og þeir geta ekk- ert setið heima eða í skólanum og lært ef þeir fá ekkert tæki- færi til að losa orkuna.“ Stefán hefur verið að vinna í félagsmiðstöðinni Hrauninu í vetur og segir það mjög gaman en þar er hann að vinna með unglinga í 8.-10. bekk. Hann „Maður á bara að keyra á draumana!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Íþróttir lykillinn Stefán þakkar íþróttaiðkun að hann hafi fundið fótum sínum forráð eftir erfiðleika framan af skólagöngu. Hnefaleikamaðurinn sem sigraðist á námsörðugleikum Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is „SUMIR veigra sér bara við hlutina og segja: ég get þetta ekki, ég er með ADHD og lesblindu en það er engin afsökun að vera með ADHD,“ segir Sigrún Harðardóttir, námsráðgjafi við Menntaskólann á Egils- stöðum, en hún er nú að skrifa doktorsritgerð um seiglu nemenda með ADHD í námi. Að vera greindur með ADHD þýðir að viðkomandi er með athyglisbrest og of- virkni en sjúkdómurinn er genatengdur og gengur í erfðir. Einnig eru margir með ADD, sem er þá ein- ungis athyglisbrestur, en honum fylgir stundum van- virkni í stað ofvirkni. „ADHD er að öllum lík- indum bæði tengt örðugleikum varðandi hegðun og athygli og varðandi sjálfsstjórn,“ segir í mast- ersritgerð Sigrúnar, en hún er um framhaldsskólann og nemendur með athyglisbrest með eða án ofvirkni (ADHD). Sigrún segir að seiglan sé ofboðslega mikilvæg hjá fólki með ADHD. Ef hún sé ekki til staðar þá virki hjálpin og hjálpartækin ekki sem búin séu til fyrir þau. Hún segir að oft þurfi foreldrar á leiðbeiningu að halda til að geta byggt upp þessa seiglu hjá börn- unum. Algengt sé að börn séu ofvernduð, fái ekki að taka neina áhættu og leiki sér í vernduðu umhverfi og bætir við að þetta gildi almennt um börn en þetta atriði sé sérstaklega mikilvægt fyrir börn með ADHD. Aðspurð hvort fleiri séu með ADHD nú en áður, segir hún: „Almennri þekkingu hefur fleygt fram og vísindin hafa orðið nákvæmari. Með þessari þekkingu og vísindum getum við nú skilgreint hvað er óþekkt og hvað er ADHD.“ Sigrún segir að nýjustu tölur sýni að 7-9% af hverj- um árgangi þjáist af ADHD og hafi hlutfall drengja í gegnum tíðina verið ívið hærra en nú sé hins vegar að koma í ljós að stúlkurnar séu á sama reki en séu oftar með ADD, og sumar með vanvirknina í stað of- virkninnar. „Þá fer ekkert fyrir þeim, þær trufla ekkert, gera engar kröfur og bara hreinlega gleym- ast, hugurinn er stjórnlaus og reikar bara um,“ segir Sigrún og bætir við að margar stúlkur fari í gegnum grunnskólann með þetta án þess að greinast. Sigrún fékk styrk frá menntamálaráðuneytinu til að skrifa bók um námstækni fyrir nemendur í fram- haldsskólum með ADHD og stefnir á að þýða aðra bók um ADHD. Seiglan mikilvægust Sigrún Harðardóttir AKUREYRI ÓLI G. Jóhannsson listmálari er um þessar mundir staddur í London, þar sem hann mun í dag halda sýningu í einu af virtustu galleríum borgarinnar, Opera-galleríinu. Óli er einn fárra Íslendinga sem fengið hafa að sýna í galleríinu, sem hefur meðal annars haft verk eftir Erró á sínum snærum. „Ég er búinn að vita af þessu galleríi í gegn- um árin og hef horft þangað vonaraugum,“ seg- ir Óli. „Þeir reka þetta gallerí í nokkrum borg- um; í Hong Kong og Singapúr, Feneyjum, París, London, Miami og New York. Það er ein- hvern veginn prentað inn í minn haus, að Opera-gallerí sé efsta hillan. Þeir sem eru vel tengdir inn í listaheiminn hafa sagt það vera stóra drauminn að komast þarna inn og nú tókst það. Það eru margir sem bíða, en Guð og lukkan voru með mér á þessum vordögum.“ Verkin féllu í kramið hjá söfnurum Reyndar lágu leiðir Óla og gallerísins saman fyrr á árinu, sem varð til þessarar sýningar. Að sögn Marine Selnick, almannatengslafulltrúa gallerísins, annaðist það sölu á þremur verkum hans, sem féllu í kramið og seldust snögglega. Vegna þessa áhuga ákvað galleríið að halda stærri sýningu á verkum hans. „Mikilvægur kúnni í Kína keypti mynd,“ seg- ir Selnick. „Að auki seldum við verk til Belgíu og Rússlands. Sýningin núna hefur vakið at- hygli og margir eru spenntir fyrir henni og hafa boðað komu sína. Sérstaklega Íslendingar bú- settir í London.“ Þótt mikill áhugi hafi verið á þeim verkum sem Óli sýndi fyrr hjá galleríinu hefur hann unnið verk sérstaklega fyrir þessa sýningu. Þau skírskota til æsku Óla þegar hann var í sveit: „Málverkin sem sýnd verða úti eru 10-12 stór málverk, um 1,5 metrar á hvorn kant, og tengj- ast endurminningum frá því ég var í sveit í Vatnsdalnum. Uppistaðan í verkunum er ab- strakt en þó með kennilegum teiknum og í um- ræddum verkum má sjá töluvert af hestum. Það er kannski ekki óeðlilegt þar sem tæplega helm- ingurinn af bardúsi mínu frá degi til dags teng- ist hrossum, tamningu og umsjón þeirra. Ég sem sagt hverf nú til baka til þeirra hug- mynda sem ég hafði þegar ég var að byrja að sýna sem stráklingur. Ég tek inn hestana, sem er svolítið spennandi. Annars dett ég alltaf lengra og lengra frá abstraktverkum þessa dag- ana. Dagsformið ræður þessu algjörlega.“ Sýningin opnar marga möguleika Óli viðurkennir að með því að komast að hjá galleríinu opnist fyrir hann margir möguleikar, svo framarlega sem vel gengur. Í kjölfarið kann að koma til frekari samstarf milli gallerísins og hans, auk þess sem fleiri verkefni bíða hans: „Ég hef fundið á flakki mínu um Skandinavíu og önnur Evrópulönd, að það er aukinn áhugi á ís- lenskri myndlist. Þar er bylgja sem hægt er að láta sig fljóta með, svo framarlega sem sýning- arnar gera sig. Bara við það að komast að hjá Opera- galleríinu breytist landslagið alveg. Ég fer á samningafund með eigendum gallerísins í næstu viku um framhaldið. Ég vil fara fetið í þessu því þessi heimur er nýr fyrir mér. Það er rætt um að halda sýningar í fleiri borgum gall- erísins sem þurfa þá tíma til undirbúnings. Ég hef einnig fengið boð um að ganga til sam- starfs við annað gallerí í New York sem felur í sér vinnu til tveggja ára. Ég hef ekki tekið ákvörðun um það, því ég vildi einbeita mér að því verkefni sem ég er að ljúka núna.“ Það virðist með öðrum orðum vera sægur af tækifærum framundan hjá gamla sjómanninum Óla G., enda ekki „seinna vænna að fara að kom- ast í höfn,“ eins og hann orðar það sjálfur. Óli sýnir í Opera-galleríinu í London Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Í útrás Verkin sem Óli sýnir í London flétta saman tvo helstu þættina í lífi hans, hestamennsku og málun, og segist hann sífellt „detta lengra og lengra frá abstraktverkum þessa dagana“. Í HNOTSKURN » Óli G. Jóhannsson hélt sína fyrstueinkasýningu árið 1973 en hefur einbeitt sér að málun síðustu 15 ár, eftir að hann lenti í vinnuslysi úti á sjó. »Hann hefur sýnt reglulega í Skand-inavíu og í öðrum Evrópulöndum en nú kunna að opnast dyr um allan heim, í galleríum á vegum Opera-gallerísins. „Stóri draumurinn að komast þarna inn“ Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.