Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 17 LANDIÐ Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Náttúrulækninga- félag Íslands minntist þess á dögun- um að sjötíu ár eru liðin frá því að hópur fólks á Sauðárkróki, að frum- kvæði Jónasar Kristjánssonar lækn- is, kom saman og stofnaði með sér formlegt félag með þessu nafni, þar sem höfuðmarkmiðið var „að efla og útbreiða þekkingu á lögmálum heil- brigðs lífs og heilsusamlegum lifn- aðarháttum“. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Tindastóli 5. júlí 1937. Í tilefni þessara tímamóta var, að viðstöddu fjölmenni, meðal annars mörgum afkomendum Jónasar Kristjánssonar, svo og forystufólki NLFÍ, afhjúpaður minnisvarði um brautryðjandann Jónas Kristjáns- son og stofnfélaga. Er um að ræða veglegan húnvetnskan steindrang með skildi og lágmynd af Jónasi. Þá var afhjúpaður skagfirskur stein- drangur með skildi, með áletruðum nöfnum stofnfélaga hins skagfirska náttúrulækningafélags. Einnig var formlega afhentur stuðlabergs- drangur sem útbúinn er sem vatns- póstur, og er hann gjöf NLFÍ til Heilsustofnunarinnar á Sauðár- króki. Minnisvarðarnir tveir og vatns- pósturinn eru settir niður sunnan Heilsustofnunarinnar og eru minn- ismerkin mjög falleg, hönnuð af Guð- brandi Ægi Ásbjörnssyni myndlist- armanni. Unnið að framfaramálum Jónas Kristjánsson var héraðs- læknir í Skagafirði í 27 ár. Hann var hugsjónamaður og á starfsárum sín- um þar kom hann að fjölmörgum málum sem til framfara horfðu, með- al annars stofnaði hann Framfara- félag Sauðárkróks og var forseti þess frá árinu 1914 til 1938 er hann flutti úr héraði. Þá stofnaði hann skátafélagið Andvara árið 1922, og árið 1929 var hann frumkvöðull að stofnun Tóbaksbindindisfélags, sem talið er vera hið fyrsta hérlendis, og þó víðar væri leitað. Jónas var mikill baráttumaður fyrir bættum húsakosti landsmanna, heilbrigðara fæðuvali og lifnaðar- háttum og lagði hvarvetna til góð ráð svo þessum markmiðum yrði náð. Þegar spánska veikin barst til Ís- lands ákvað Jónas að freista þess að verja Norðurland fyrir þessum vá- gesti og með aðstoð yfirvalda fékk hann sett samgöngubann um Holta- vörðuheiði, og með því meðal annars náðist það markmið að þessi mann- skæða veiki barst ekki til Norður- og Austurlands og er því ljóst að þessi ákvörðun bjargaði fjölmörgum íbú- um þessara svæða, en fjöldi Íslend- inga lést í hinum skæða faraldri. Stofnaði heilsuhæli NLFÍ Þegar Jónas lét af störfum í Skagafirði, sextugur, og flutti til Reykjavíkur hefði mátt ætla að eftir svo drjúgt dagsverk mundi Jónas njóta ævikvölds í ró, en því fór víðs fjarri, því nú tók hann að sinna sínu hjartans máli sem var að stofna heilsuhæli sem rekið væri sam- kvæmt náttúrulækningastefnunni, og þeim áfanga náði hann þegar Heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands, nú Heilsustofnun NLFÍ, var opnað í Hveragerði hinn 24. júní 1955. Við athöfnina fluttu ávörp Gunn- laugur K. Jónsson forseti NLFÍ, Jan Tribel yfirlæknir og Jón Ormar Ormsson dagskrárgerðarmaður flutti erindi sem hann nefndi: Nokk- ur orð um Jónas Kristjánsson. Það var svo barnabarn og nafni, Jónas Bjarnason, sem afhjúpaði minnis- varðann. Minnisvarði um hugsjónamann Morgunblaðið/Björn Björnsson Afhjúpun Jónas Bjarnason afhjúp- aði minnisvarða um afa sinn. Í HNOTSKURN »Jónas Kristjánsson fæddistá Snæringsstöðum í Svína- dal í Austur-Húnavatnssýslu árið 1870. »Að loknu læknanámi gerð-ist hann héraðslæknir Fljótsdalshéraðs og síðar hér- aðslæknir í Skagafirði frá 1911 til 1938. »Eftir það vann hann aðuppbyggingu Heilsuhælis Náttúrulækningafélags Ís- lands sem opnað var í Hvera- gerði 1955. »Jónas dvaldist síðustu áriná Heilsuhælinu og lést þar á árinu 1960. Selfoss | Miðbæjarfélagið á Sel- fossi (MBF) boðar til opins fundar á morgun, fimmtudag, um skipulags- mál í miðbæ Selfoss og svonefndu Mjólkurbúshverfi. Fundurinn verð- ur haldinn í Hótel Selfossi og hefst klukkan 20. Veruleg óánægja er með hug- myndir að skipulagi miðbæjarins, einkum það mikla byggingarmagn sem gert er ráð fyrir og húsagerð- ina. Forsvarsmönnum meirihluta bæjarstjórnar er boðið að gera grein fyrir stefnu sinni varðandi skipulagið á fundinum og fulltrúar Miðbæjarfélagsins og íbúar lýsa sínum skoðunum og áhrifum tillög- unnar á umhverfi miðbæjarins. Opinn fundur um skipulag Selfoss | Engu líkara en lofrárás hafi verið gerð á miðbæ Selfoss gegnt Ölfusárbrú en þar standa nú yfir framkvæmdir við niðurrif á hús- um. Um er að ræða undirbúning fyr- ir framkvæmdir eigenda lóðanna en samkvæmt nýju deiliskipulagi sem hefur verið í vinnslu eru áform um byggingu nýrra húsa á lóðunum allt upp í 10 hæðir. Um er að ræða gömul hús þar sem áður var sláturhús og frystigeymsla og verslunarhús sem síðast hýsti verslun Krónunnar. Nýjasta deiliskipulagstillagan hef- ur ekki verið kynnt íbúum en hún var lögð fyrir skipulags- og bygg- inganefnd Árborgar síðastliðinn fimmtudag en afgreiðslu var frestað þar sem tillaga og greinargerð er enn í vinnslu. Tveir fulltrúar minni- hluta bæjarstjórnar létu bóka að þeir treystu því að breytingar sem gerðar hafa verið frá kynningarfundi verði kynntar íbúum áður en sam- þykkt verður að auglýsa tillöguna. Hið nýja skipulag miðbæjarins á Selfossi hefur fengið mikla andstöðu einkum fyrir hið mikla bygginga- magn sem hún felur í sér og er bund- ið í samningi sem fyrrverandi bæj- arstjórn gerði við Miðjuna ehf. fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar en Miðjan ehf. er eigandi að lóðum í miðbænum og starfaði með bæjar- stjórn að deiliskipulagi svæðisins. Miðbæjarfélagið á Selfossi hefur lagst gegn fyrirhuguðu skipulagi. Miðbær Selfoss eins og eftir loftárás Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Rústir Strákarnir voru að skoða rústirnar sem eru í miðbænum á Selfossi eftir atgang stórra vinnuvéla við niðurbrot húsanna þar. -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540 Kverkfjöll | Slysavarna- félagið Landsbjörg, lög- reglan á Seyðisfirði og Ferðafélag Fljótdalshér- aðs hafa komið upp við- vörunarskilti við íshell- inn í Kverkfjöllum eftir að fregnir bárust af hruni úr honum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát er ferðast er um þetta svæði. Í tilkynningu kemur fram að skemmst er að minnast þess að erlendur ferðamaður lést í íshell- inum við Hrafntinnusker fyrir um ári þegar hann varð undir hruni úr hell- inum. Varað við hruni í íshelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.