Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRSÖFNUN BYGGÐ Á ÓGÆFU Fyrsta opinbera mótið, semhaldið hefur verið í póker, varstöðvað um helgina á grund- velli ákvæða í hegningarlögum, sem ætlað er að setja skorður við fjár- hættuspilum. Ekki verður þó séð að fyrirkomulag mótsins hafi verið með þeim hætti að opnað hafi verið spila- víti. Eftir því sem mótshaldarar segja var þátttakendum gert að greiða þátttökugjald og skyldi það síðan renna óskipt til sigurvegaranna. Mál- ið er nú í rannsókn. Hér skal ósagt látið hvort rétt eða rangt hafi verið að stöðva pókermót- ið, en þetta mál vekur óneitanlega spurningar um ýmsa starfsemi, sem viðgengst hér á landi og hlýtur að flokkast undir fjárhættuspil. Eins og fram kemur í frétt Örlygs Steins Sig- urjónssonar í Morgunblaðinu í gær reka Íslandsspil og Happdrætti Há- skóla Íslands samanlagt um eitt þús- und spilakassa hérlendis og hafa af þeim um þrjá milljarða króna í árs- tekjur. Þar kemur fram að Happ- drætti Háskólans leigir sína kassa af fyrirtækinu International Game Technology, sem er með höfuðstöðv- ar í einni af háborgum spilavítanna, Reno í Nevada í Bandaríkjunum. Ís- landsspil kaupa sínar vélar, en það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvort keypt er eða leigt. Aftur á móti neitar Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri HHÍ, í samtali við Morgunblaðið að segja hvert hið árlega leigugjald er og hlýtur að teljast undarlegt að hann telji almenning ekki varða um það. Fjárhættuspil geta verið ánetjandi og til eru miklar raunasögur af því hvernig spilafíknin hefur leikið menn. Þess eru dæmi að menn hafi spilað frá sér allar sínar eigur, sokkið í skuldafen og lagt líf sitt í rúst. Ágóðinn af spilakössum Happ- drættis Háskólans rennur til Háskóla Íslands. Ágóðinn af spilakössum Ís- landsspila rennur til Rauða kross Ís- lands, SÁÁ og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Inni á heimasíðu Ís- landsspila er sérstaklega hægt að leita sér upplýsinga um spilafíkn. Stendur þar að spilafíkn sé um margt lík áfengissýki. Áfengissýki er skelfilegur bölvald- ur. Þeim stofnunum, sem hagnast á fjárhættuspilum, hefur hingað til ekki dottið í hug að opna bari og búl- ur um allt land, þótt augljóslega gæti það orðið drjúg tekjulind. Af hverju skyldi það vera? Spilakassarnir skila gríðarlegum tekjum, sem skipta miklu máli í rekstri þeirra samtaka og stofnana, sem á þeim hagnast. Þessar tekjur byggjast á því að einstaklingar tapi fé í fjárhættuspili. Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, sagði í janúar að ríflega tíundi hver sjúklingur, sem legðist þar inn, væri haldinn spilafíkn. Spilafíkn væri orð- in algengari meðal yngra fólks og kvenna og árlega kæmu 60 ný tilvik spilafíknar til kasta SÁÁ. Spurningin er einföld: Er verjandi að samtök og stofnanir afli sér fjár með þessum hætti? HLÚÐ AÐ BÖRNUM Í HÁLFA ÖLD Fröken Vídalín, yður batnar ekkihóstinn,“ var sagt við listnem- ann Kristínu Vídalín Jacobsen þegar hún lá lífshættulega veik á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn veturinn 1893 til 1894. Í þessum veikindum hét hún því að næði hún heilsu á ný skyldi hún vinna að bættum hag þeirra sem ættu við veikindi og efnaleysi að stríða. Þetta heit efndi hún er hún boðaði til stofnfundar Hringsins 26. janúar 1904. Kristínu hefur vísast ekki órað fyr- ir því hversu miklu félagskapurinn myndi áorka í þágu barna. Auðvitað gerist kraftaverk í hvert skipti sem lífi barns er bjargað og þau eru orðin mörg í hálfrar aldar starfi barnaspít- ala Hringsins. Sú saga hófst með barnadeild á Landspítalanum 19. júní árið 1957 og á hverjum degi er nýr kapítuli skrifaður. Í greinargóðri úttekt Önundar Páls Ragnarssonar í Morgunblaðinu í gær var lítil dæmisaga um það. Sigurður Valur Sveinsson var í meðferð á barnadeild frá tveggja og hálfs árs aldri og læknar töldu lengi vel að hann myndi aldrei ganga. Þeir vildu ekki setja hann í spelkur af ótta við að skaða á honum bakið og mæltu með að haldið væri á honum. Og krakk- arnir í Vogahverfinu drógu hann um á forláta trébíl sem smiðir í Völundi höfðu gert handa honum. En Sigurður sýndi mikið baráttu- þrek, losaði sig við kassabílinn og gerði það að atvinnu sinni að labba í gegnum varnir fílefldra handbolta- manna. Þessi mikli afreksmaður var í landsliðinu í nítján ár og skoraði 730 mörk. Hliðstæðar sögur eru margar af barnaspítalanum þar sem krakkar hafa sigrast á erfiðleikum sínum eða lært að lifa með þeim. Og þær vekja öðrum hugrekki og von þegar á móti blæs. Á þeim grunni sem lagður var með fórnfúsu starfi Hringsins hefur starfsfólk barnaspítalans byggt öfl- ugt starf. Það er daglegt verkefni þess að gera líf fjölskyldnanna bæri- legt sem þangað leita og viðhorfs- kannanir, sem gerðar hafa verið með- al foreldra barna á spítalanum, sýna að ánægja er mikil með störf og við- mót starfsfólks. Ein þeirra er Dagný Guðmunds- dóttir sjúkraliði á bráðamóttöku barna, sem hefur unnið á öllum deild- um spítalans á þeim 36 árum sem hún hefur starfað þar. Hún segir börnin að mörgu leyti takast betur á við veikindi en fullorðna því þau dreifi huga sínum betur, gleymi því slæma en muni það góða. Og skyldi engan undra þegar starfsfólk eins og Dagný er annars vegar sem segir þeim sögur á erfiðum og sársaukafullum stund- um. Þegar um börn er að ræða þarf að huga að fleiru en að bjarga framtíð- inni; það þarf að skapa þeim bjarta og góða æsku. Og þannig gerast kraftaverkin. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Konur ráðleggja kynsystr-um sínum að biðja ummun lægri laun en þærmyndu ráðleggja körl- um. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókninni „Kvennafn lækkar launin“ sem Jafnréttissjóður styrkti og fjallar um launamun kynjanna. Að rannsókninni stóðu Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar HR, Margrét Jónsdóttir, dósent við HR, og Fríða Vilhjálmsdóttir. Kynning á rannsókninni var haldin í Háskólanum í Reykjavík í gær að viðstaddri m.a. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra. Munur stafar einungis af kynferði Í rannsókninni voru könnuð við- horf stjórnenda og starfsmanna til þess hvað teljast megi sanngjörn laun og hversu kynbundið viðhorfið er. Í mismunandi aðstæðum þurftu 429 þátttakendur, 247 konur og 182 karlar, að setja sig í spor starfs- mannastjóra og bjóða umsækjanda um starf deildarstjóra eða sölufull- trúa laun, meta hvað hann eða hún myndi þiggja í laun, veita frænku eða frænda ráð um laun, meta hvað þeim yrði boðið og að lokum hve mikið þau myndu sætta sig við. Tilviljun réð því hvort hver þátt- takandi fékk kven- eða karlkyns- umsækjanda, frænda eða frænku, þannig að sá munur sem fram kem- ur í launum fyrir konur og karla er einungis tilkominn vegna kynferðis. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tekist hafi að ein- angra snaran þátt í launamun kynjanna sem hingað til hefur verið óskýrður. Munurinn stafi af þeim væntingum sem stjórnandi og um- sækjandi kunna að koma með að samningaborðinu. Væntingum sem stafa einungis af kynferði umsækj- anda. Konur sætti sig við minna Séu þættirnir, sem nefndir eru hér að ofan, skoðaðir hver fyrir sig kemur í ljós að þátttakendu myndu bjóða karlkyns deil 556.095 kr. í laun en kvenky deildarstjóra 521.528 kr. U anda um starf sölufulltrúa y boðnar 276.667 kr. væri han maður en 262.573 kr. væri h kvenmaður. Séu skoðaðar tölur yfir h takendur töldu umsækjend þiggja sést að hvað stöðu d arstjóra varðar var talið að myndu þiggja 563.981 kr. e 502.243 kr., þ.e. þátttakend karla vilja meira en þeim va Niðurstöður viðamikillar rannsóknar um launamun kyn Kvennafn lækkar l rannsókn Háskólan Kynning Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans launamun kynjanna í HR í gær. Þar kom m.a. fram að konur bjóð Kynning á rannsókn um launamun kynj- anna var haldin í HR í gær og kom ýmislegt áhugavert í ljós. Ylfa Kristín K. Árnadóttir kynnti sér málið. Upphafleg viðbrögð mín voru ekkivantrú en ákveðin vonbrigði,“segir Þorgerður Katrín Gunn-arsdóttir menntamálaráðherra um niðurstöður skýrslunnar sem kynntar voru í Háskólanum í Reykjavík í gær. „Við erum búin að tala svo mikið um að það þurfi að breyta viðhorfum og að þetta liggi fyrst og síðast hjá okkur sjálfum og þetta minnir okkur á að ábyrgðin er okkar allra, þeirra sem eru í stjórnmálum, í forsvari fyrirtækj- anna og ekki síður þeirra sem eru heima fyr- ir.“ Hún segist innilega sammála því sem fram kemur í niðurstöðunum, þetta snúist fyrst og fremst um viðhorf sem við eigum öll að taka þátt í að útrýma. „Það þekkja allir þessi litlu hversdagslegu tilvik, t.d. þegar fjöl- skyldufaðirinn fer í vinnuferðir og konan er ein heima með börnin. Þá er enginn sem hugsar um hana í fjölskyldunni en þegar fjölskyldufaðirinn er einn heima með börnin kemur öll fjölskyldan og býður honum í mat og hugsar vel um hann því hann á svo óskap- lega bágt. Viðhorf foreldra skipta máli, við verðum að gæta að því hvaða skilaboð við sendum börnunum okkar.“ Þorgerður Katr- ín segir það einnig mikilvægt fyrir konur að sitja aldrei á hliðarlínunni og bíða eftir því að það komi að þeim. Þær þurfi að taka skrefið unum, vangi. skapis ast að fá lægr Breyt Þorg hún ha nýta tæ gert ná arnir. innan f líka vil Vonbrigði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti sér rannsókn Háskólans í Rey Konur mega ekki sitja á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.