Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 29 ✝ SteingrímurHelgi Atlason fæddist á Jófríðar- stöðum í Hafnarfirði 1. maí 1919. Hann lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Atli Guð- mundsson verka- maður í Hafnarfirði, f. á Tjörn í Miðnes- hreppi í Gullbringu- sýslu og Guðlaug Hendriksdóttir Han- sen, f. í Mýrarhúsum á Vatnsleysu- strönd í Gullbringusýslu. Bræður Steingríms eru Guðmundur, f. 5.9. 1917, d. 18.8. 1990 og Guðlaugur Kristinn, f. 28.6. 1932. Steingrímur kvæntist 30.4. 1948 Guðbjörgu Einarsdóttur, f. 30.4. 1920, d. 19.2. 1999, dóttur Einars Einarssonar klæðskera í Hafn- arfirði og konu hans Helgu Þor- kelsdóttur. Börn Steingríms og Guðbjargar eru: 1) Einar röntgen- læknir í Reykjavík, f. í janúar grímur nemi í líffræði, f. 1983, b) Kristín nemi í menntaskóla, f. 1985, og c) Elín nemi í grunnskóla, f. 1993. Steingrímur var sjómaður og verkamaður til 1941. Hann starf- aði í Lögreglunni í Hafnarfirði frá 1. okt. 1941 til okt. 1946, og Lög- reglunni á Reykjavíkurflugvelli frá nóv. 1946 til nóv. 1947. Hann var bóndi frá 1948 til okt. 1953. Síðan í Lögreglunni í Hafnarfirði frá nóv. 1953, varðstjóri frá 1. okt. 1962 til 1968 og yfirlögregluþjónn frá 1968 til 1987. Steingrímur var stofnfélagi í Lögreglufélagi Hafn- arfjarðar og heiðursfélagi þar. Keppti ungur í frjálsum íþróttum. Var mjög virkur í félagsmálum, sat í stjórn og sinnti trún- aðarstörfum í mörgum félögum, m.a. Slysavarnadeildinni Fiska- kletti, Starfsmannafélagi Hafnar- fjarðar, Stangaveiðifélagi Hafnar- fjarðar og Veiðifélaginu Stakka- vík. Útför Steingríms verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1950, kvæntur Stein- unni Halldórsdóttur lögfræðingi og hjúkr- unarfræðingi, f. 1953, þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Sírnir Hallgrímur myndlistarmaður, f. 1975, sambýliskona Lena Kadmark, f. 1978, hann á tvo syni, Daníel Atla, f. 1994 og Benjamín Loga, f. 2000, b) Tjörvi lög- reglumaður hjá rík- islögreglustjóra, f. 1978, kvæntur Þóru Björgu Hall- grímsdóttur, f. 1978, hann á þrjú börn, Óðin Pál, f. 1994, Unu Rán, f. 2002 og Urði Ásu, f. 2005. c) Arn- rún, f. 1982, sambýlismaður Þórð- ur Már Sigfússon, f. 1976, dóttir þeirra Emelía Guðbjörg, f. 2007. 2) Atli Guðlaugur háls-, nef- og eyrnalæknir í Tromsö í Noregi, f. í janúar 1954, kvæntur Erlu Ásdísi Kristinsdóttur viðskiptafræðingi og hjúkrunarfræðingi, f. 1954, þau eiga þrjú börn, þau eru: a ) Stein- Ég kynntist Steina fyrir 9 árum þegar við Tjörvi sonarsonur hans hófum okkar samband. Ár inní sam- bandið bauð hann okkur að hefja að búa í risinu hjá sér á Hellisgötunni. Bogga var þá nýlega fallin frá en hann lét þó hvergi deigan síga og spjaraði sig ágætlega þó missirinn væri mikill. Sambúðin gekk vel, helstu hnökr- ar voru þó ef til vill kynslóðamunur- inn á matarvenjum okkar. Hann reyndi að renna pastanu niður þegar við buðum upp á það og við Tjörvi þögðum þunnu hljóði þegar Steini loftaði út eftir skötuna með því að opna dyrnar fram á gang. Við unga fólkið gátum þó að minnsta kosti not- ið lyktarinnar því ekki vildum við þiggja skötuna með honum. Steini sagði mér margar sögur og allt mundi hann, hvort sem það voru gamlar löggusögur eða ferðalög hans og Boggu um heiminn. Eins þegar húsnæðisleit okkar Tjörva stóð yfir. Þá var oft handhægt að hafa hann nálægt því þá gat maður fengið að heyra hver byggði húsið og hvernig. Einnig átti hann til að lýsa hvernig umhorfs var inni þó að langt væri um liðið að hann steig þar inn. Þrátt fyrir að hann væri orðinn nánast blindur var hann duglegur að koma sér í sund á hverjum degi og stinga sér í laugina en bað þó oft ein- hvern um að segja sér í hvaða átt það væri vænlegast til árangurs. Hann var duglegur að fara með eldriborg- urum og sjónskertum í alls kyns ferðir og samkomur en ég verð að játa undrun mína þegar ég frétti af því að hann hefði verið í 1. sæti í pílu- kasti og væri allur að koma til í pútt- inu. Steina fannst Tjörvi taka spor í rétta átt þegar hann fetaði í fótspor hans og hóf störf í lögreglunni. Hann spurði þá frétta af löggamann og fannst ágætt að fá fréttir af mönnum sem hann hafði einnig starfað með og gat miðlað af reynslu sinni til Tjörva sem einnig var stoltur að geta sagt að Steini Atla væri afi sinn. Missir fjölskyldunnar er mikill en eftir lifir minning um merkan og góðan mann sem ætíð hélt reisn sinni og fékk að kveðja þetta líf með ágæt- um hætti. Minning hans lifir áfram í sonum hans, barnabörnum og barna- barnabörnum sem öll fengu að kynn- ast afa sínum og þau kynni hafa ekki látið þau ósnortin. Sjálf mun ég líka sakna þess að sjá hann á röltinu um Hafnarfjörð, rekast á hann við inn- kaup í Samkaupum og hitta á hann í sunnudagsmatnum hjá Steinu og Einari. Lífið hefur sinn gang og ég þakka fyrir að hafa fengið að hafa hann hluta af mínu lífi og barnanna minna. Þóra Björg Hallgrímsdóttir. Steingrímur Atlason eða Steini eins og flestir kölluðu hann er nú far- inn frá okkur. Minningar mínar um Steina ná allt aftur í barnæsku. Sú sem lifir lengst er þegar hann setti mig á kné sér og söng með sinni djúpu og hljómmiklu bassaröddu, Ó, mamma, gef mér rós í hárið á mér. Eftir því sem árin liðu heyrði ég hann syngja þetta lag fyrir sonar- dætur sínar og núna síðast fyrir dóttur mína og alltaf var röddin jafn styrk og hrein. Steini átti sinn stað í hjarta mínu þar sem hann var einn örfárra sem ég gat talað við um dýrin og þá fylgdu oft eftirhermuhljóð hinna ýmsu dýrategunda, sérstaklega þeg- ar börn voru annars vegar og þar var kýrin blessuð í hávegum höfð. Þegar ég svo flutti í sveit, sama á hvaða landsvæði var, komu Steini og Bogga alltaf í heimsókn. Hann sýndi hestunum mínum sérstakan áhuga og fylgdist vel með þeim folöldum sem bættust í hópinn. Steini lét ekk- ert hindra sig í að koma í sveitina til lengri eða skemmri tíma og þó sjónin væri farin að daprast lét hann það ekki stoppa sig. Nú síðast var hann að undirbúa komu sína í sauðburð þar sem hann fylgdist grannt með öllu sem gerðist. Því miður náði hann ekki að koma í þetta sinn en minningin lifir áfram um þennan lífsglaða mann sem gat komið öllum til að hlæja. Við eigum eftir að sakna þín Steini og sendum sonum þínum og barna- börnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðríður Júlíusdóttir, Sigurjón Hjaltason og börn, Raftholti. Fyrstu kynni mín af Steingrími Atlasyni voru fyrir rúmlega fimmtíu árum er ég stóð í húsbyggingu. Hann og Guðmundur bróðir hans áttu vörubifreið, sem þeir voru ós- ínkir að lána mér og bróður mínum til sandflutninga og annarra verka við húsbygginguna. Steini, eins og hann var jafnan kallaður, rak hænsna- og kjúk- lingabú ásamt bróður sínum Guð- mundi í áraraðir. Vann ég þar um skeið og var það bæði skemmtilegt og lærdómsríkt. Aðalstarf Steina var lögreglustarf. Þegar ég gerðist lögregluþjónn í Hafnarfirði var Steini einn af þeim starfandi lögregluþjónum sem tóku vel á móti mér og studdu mig, hann kenndi mér og þjálfaði mig til nýja starfsins. Það var ekki síst honum að þakka að mér leið vel í starfi mínu og varð það síðan ævistarf mitt. Steini var sérstaklega góður fé- lagi, hjálpsamur með afbrigðum, glettinn og örlítið stríðinn. Ég minn- ist margra næturvaktanna og ekki síst vaktanna í Grindavík með hon- um, þetta voru skemmtilegar vaktir, þó þær væru oft erfiðar þegar land- legur voru í flotanum. En Steini var laginn og úrræðagóður og leysti mál á einfaldan hátt, ræddi við menn og hlustaði á það sem þeir höfðu að segja. Þá var hann snarpur og hraustur ef til átaka kom. Hann var að eðlisfari stundvís, reglusamur og óvenjuheilsuhraustur, ég held að hann hafi ekki verið frá vinnu vegna veikinda einn einasta dag allan þann tíma sem hann var við lögreglustörf. Samstarf okkar Steina var alla tíð mjög gott, svo að aldrei bar skugga á, hann var einstaklega skapgóður og mikill vinur vinnufélaga sinna. Steini var skipaður yfirlögreglu- þjónn í Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu árið 1968, eftir að hafa verið varðstjóri í 6 ár. Hann var far- sæll í starfi og vinsæll hjá undir- mönnum sínum, yfirmönnum og bæjarbúum. Hann lét af störfum í lögreglunni í árslok 1985. Steini var stefnuvottur Hafnar- fjarðar í nokkra áratugi og fór það vel úr hendi. Steini var áhugasamur um sil- ungsveiði og fór oft í Hlíðarvatn og veiddi stundum ágætlega. Ég og konan mín fengum að njóta þess, því hann var gjafmildur á fiskinn. Fyrir nokkrum árum fór Steini að tapa sjón, svo að hann varð að hætta að aka bíl, þá tók hann tvo daga í að ferðast með „strætó“ til að læra á stoppistöðvarnar. Ég veit að Steini fær góða heim- komu, þar sem Guðbjörg kona hans, sem lést fyrir nokkrum árum, mun fagna honum, en þau voru einkar samrýmd. Ég og kona mín sendum sonum þeirra, Einari og Atla, og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Minningin um traustan og góðan vin og félaga mun lifa. Ólafur K. Guðmundsson. Þegar horft er til baka til uppvaxt- aráranna koma upp í hugann ein- staklingar sem haft hafa meiri mót- andi áhrif á mann en aðrir. Steingrímur Atlason, Steini Atla eins og hann var ávallt kallaður, er svo sannarlega í hópi þeirra sem hvað mest áhrif hafa haft á þann sem þetta ritar. Ég kynntist þeim Steina og Boggu sem ungur drengur, lenti í bekk með syni þeirra, Einari, í Barnaskóla Hafnarfjarðar, við vorum bekkjar- bræður og urðum vinir til lífstíðar. Við Atli, yngri bróðir Einars, urðum einnig góðir vinir og félagar þó ald- ursmunur væri nokkur. Ég varð því heimagangur á Hellisgötu 33, tveim- ur húsum neðan við æskuheimili mitt. Steini var ekkert að flíka því sem á daga hans hafði drifið, en forvitnum dreng tókst að draga fram frásagnir af ótrúlegum ferðalögum sem ég held að hafi verið framúrstefnuleg á þeim tíma sem þau voru farin, fyrir miðja síðustu öld. Þannig gengu þeir Gísli Pól frá Snæfellsjökli eftir fjall- garðinum á Nesinu endilöngum að Langjökli og þaðan niður að Þing- völlum. Slíkt þætti afrek í dag og væri til frásagnar í fjölmiðlum. Þeir bræður Steingrímur og Guð- mundur áttu hænsnabú vestur í hrauni. Þar kynntist maður hænsna- rækt og því sem henni tilheyrði. Ekki var það allt skemmtilegt, minn- ingin um fyrstu hænsnaslátrunina sem ég varð vitni að situr í hugskoti mínu. En það gera einnig stór- skemmtilegar stundir við smölun í Kaldárseli og réttir þar, en þeir bræður voru einnig fjárbændur í tómstundum. Allt var þetta upp- byggilegt fyrir dreng sem ekki fór í sveit eins og flestir félagarnir. Steingrímur var yfirlögreglu- þjónn í Hafnarfirði um áratuga skeið. Hann var í raun „yfirvaldið“ í bænum í augum okkar krakkanna, samt án þess að okkur stæði nein ógn af honum og vorum við þó ekki alltaf til fyrirmyndar í öllu sem við gerðum. Steini var ávallt svo yfirveg- aður og hann sást aldrei skipta skapi. Við vissum að fast yrði tekið á málum en þó af réttlæti. Aldrei gleymi ég því þegar hann fékk mig til að biðja mann, sem okkur krökk- unum stóð beygur af, afsökunar á til- tæki okkar. Skrefin voru þung að heimili hans, en mikið leið mér vel á eftir. Steini var afbragðs stangveiði- maður og einn af þeim sem stunduðu Hlíðarvatn í Selvogi af kappi. Hann kenndi mér ýmislegt sem að gagni kemur þar þó ég verði að játa á mig að hafa látið deigan síga í þeim efn- um. Og væri maður á leið í Sogið, þá var hringt í Steina, ekki vegna þess að hann væri með reynslu þar um- fram ýmsa aðra, heldur einhverja til- finningu og innsæi sem gaf manni svo mikið. Og svo fylgdi léttleikinn og skemmtilegar sögur til að krydda tilveruna með. Ég kynntist Steingrími Atlasyni betur en nokkru öðru foreldri æsku- félaga minna. Minningin um hann er blönduð hlýhug og virðingu, en ekki hvað síst þakklæti fyrir hvatningu og góða leiðsögn. Ég votta Einari og Steinu, Atla og Ásdísi, barnabörnum og barnabarnabörnum mína dýpstu samúð. Eyjólfur Sæmundsson. Steingrímur Helgi Atlason  Fleiri minningargreinar um Stein- grím Helga Atlason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Bakka, Siglufirði, Lóulandi 9, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Víðihlíð í Grindavík og starfsfólks Gigtardeilar B7, Landspítalanum í Fossvogi. Björn Þórðarson, Þórður Björnsson, Signý Jóhannesdóttir, María Björnsdóttir, Birgir Kristinsson, Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLÖFAR ÓLAFSDÓTTUR frá Syðra-Velli, Grænumörk 2, Selfossi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut og Hrafnhildi Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi fyrir einstaka vinsemd og hlýhug. Ingólfur Kristmundsson, Elín Magnúsdóttir, Eyjólfur Kristmundsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Ólafur Kristmundsson, Halldóra Óskarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og kveðjur vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGVARS ÓLAFSSONAR frá Syðra – Velli, Brávallagötu 42, Reykjavík, Guðmunda H. Bjarnadóttir, Álfdís Ingvarsdóttir Sigurbergur Hauksson, Þorsteinn Ingvarsson, Sombat Prasarn, Gréta Ingvarsdóttir, Jón Björnsson, Ólafur Ingvarsson, Hulda Stefánsdóttir, Atli Ingvarsson, Lilja Hallbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, MARINÓS EINARS ÁRNASONAR skipstjóra, Dvarlarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Höfða fyrir góða umönnun. Þórir Marinósson, Erla Ingólfsdóttir, Atli Marinósson, Árni Marinósson, Halla Friðbertsdóttir, Valgerður Marinósdóttir, Guðmundur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.