Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Skrifstofustjóri Fasteignasala óskar eftir áreiðanlegum skrif- stofustjóra til starfa í fullt starf nú þegar. Reynsla af skrifstofustörfum og skjalavinnslu skilyrði. Bókhaldsþekking ákjósanleg. Góð vinnuaðstaða og starfsþjálfun. Sendið upplýsingar um menntun og fyrri störf til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merktar: ,,S - 20182”. Skemmtilegt starf Leikskólinn Undraland í Kópavogi óskar eftir starfsmanni í fullt starf frá ágúst 2007. Undraland er einkarekinn skóli með 32 börn. Áhugasemi, stundvísi og jákvæðni skilyrði. Góð laun. Uppl. í síma 554 0880 . Parketslípun óskum eftir mönnum í vinnu við parketslípun. Mikil vinna, góð laun. PM - Parketmeistarinn ehf. sími 567 5410/892 8861/892 8862. Atvinnuauglýsingar Áskorun um kröfulýsingu Þann 25. apríl 2007 var bú ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor ehf. (áður Iceland Visitors), kt. 420502-4780, Austurstræti 17, Reykjavík tekið til gjaldþrotaskipta. Starfsemi ferðaskrifstofunar var tryggingarskyld samkvæmt V. kafla laga 73/2005 um skipan ferðamála. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laganna er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna alferðar sem enn er ófarin og til heimflutnings viðskipta- vinar úr alferð. Tryggingin nær einnig til þess að gera viðskiptavini kleift að ljúka alferð í samræmi við upphaflega áætlun hennar. Ferðamálastofa hefur með heimild í 20. gr. laga 73/2005 tilnefnt undirritaðan lögmann sem umsjónarmann til að sjá um uppgjör trygging- arfjár. Með vísan til 19. gr. laganna um skipan ferðamála er hér með skorað á viðskiptavini að leggja fram skriflegar kröfulýsingar í tryggingarféð innan 60 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Kröfulýsingunni skal beint til skrifstofu umsjónarmanns að Lágmúla 7, 6. hæð, 108 Reykjavík. Með henni skulu fylgja nauðsynleg sönnunargögn um kröfuna, svo sem farseðlar og kvittanir. Virðingarfyllst, Friðjón Örn Friðjónsson, hrl. fridjon@advocates.is. Sími: 581 1155. Fax: 581 1170. Félagslíf Sólstöðuganga á Þingvöllum! Lífssýnarfélagar, fjölmennum á Þingvöll fimmtudaginn 21. júní. Hittumst við Valhöll kl. 20:00 eða sameinumst í bíl frá Bolholti 4 kl. 19:00. Stjórnin. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ⓦ Upplýsingar í síma 421 3463 og 820 3463 eftir kl. 14.00 Blaðberar óskast sem fyrst. Keflavík Mánagötuhverfi Vallahverfi 2 og í sumarafleysingar - Einn vinnustaður Í Seljaskóla eru eftirfarandi störf laus til umsóknar - kennari á yngsta stigi - kennari á miðstigi - skólaliði Nánari upplýsingar veitir Þórður Kristjánsson skólastjóri, sími : 411-7500 / 663-8330 Seljaskóli Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar augl@mbl.is ✝ Anna Ársæls-dóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi miðvikudaginn 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Klara Vemunds- dóttir, f. í Reykjavík 21. september 1909 og Ársæll Kjartans- son, f. á Stokkseyri 20. janúar 1906, d. 13. apríl 1991. Systkini Önnu eru Haukur Óskar, f. 6. mars 1930, d. 2005, Ársæll Reynir, f. 11. des. 1934, d. 1934, Hafsteinn, f. 11. des. 1934, d. 1934, Hafsteinn Ársæll, f. 26. sept. 1937, Hrafn, f. 2. júní 1943, d. 1945, og stúlka Ársælsdóttir, f. andvana 17. feb. 1949. Anna ólst upp í Reykjavík og var sem ung stúlka í sveit nokkur sumur á Ketilstöðum í Hvammssveit. Hún starfaði lengst af á Bjarkarási og saumastofunni Ási og fékk fyrir nokkr- um árum viður- kenningu fyrir vel unnin störf á saumastofunni. Anna hafði mikin áhuga á handa- vinnu og hafði gaman af því að ferðast og fór nokkrum sinnum til útlanda. Útför Önnu verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þú, faðir lífs og ljóssins á jörðu, lifandi máttur kærleikans. Þú mannslíf beitir mildu’ og hörðu miðað við þarfir sérhvers manns. Þú, veist hvað okkur er fyrir bestu, okkur í skóla reynslunnar léstu. Þú gafst oss fagran geisla á veginn gleðjandi hvern sem þar af naut. En lífsins tíma lína var dregin, lög, sem enginn máttur braut. Hver bára lífsins lýtur því valdi, lögmál oss hulið skilningsins tjaldi. Þú mildi faðir, mýktu öll sárin móðurhugs þollund kærleikans. Þú einn sem megnar þerra öll tárin, þrautirnar lina sérhvers manns. Þú vonarhuggun veit, til að skína, vermandi náðargeislana þína. (Ingþór Sigurbjörnsson) Nú er hún Anna okkar farin og komið að kveðjustund. Okkur finnst sárt að hugsa til þess að við sjáum hana ekki aftur en minningarnar eru ljúfar og eiga eftir að lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð, en það er huggun harmi gegn að hugsa til þess að nú ert þú komin til pabba, sem þú saknaðir alltaf mikið. Anna var mik- ill dýravinur og dvaldi mörg sumur í Hvammssveitinni hjá Láru og Magnúsi sem voru henni ákaflega góð og naut hún sín í náttúrunni inn- an um vini sína dýrin. Anna hafði gaman af að ferðast og voru nokkrar ferðir farnar utan nú síðast í janúar þegar við fórum saman til Kanarí en það entist stutt því þú fótbrotnaðir á fyrsta degi og var alveg ótrúlegt að fylgjast með þér því þú tókst því bara eins og öllu öðru af miklu æðru- leysi og varst hvers manns hugljúfi þá viku sem þú þurftir að liggja á spítalanum áður en þú varst send með sjúkraflugi til Íslands. Anna bjó lengst af hjá móður sinni en 2004 flutti hún á sambýlið í Stuðlaseli 2 og bjó þar við gott atlæti og færum við starfsfólki sambýlisins okkar bestu þakkir fyrir hvað þau voru Önnu alltaf góð. Anna undi sér vel á nýja heimilinu og var alltaf gaman að koma til hennar, hún var alltaf svo kát og ánægð og tók öllum fagnandi sem hana heimsóttu. Fyrir nokkrum árum kom reið- arslagið, Anna greindist með krabbamein og við tók hetjuleg bar- átta við illvígan sjúkdóm þar sem hún þurfti að lokum að láta í minni pokann og enn og aftur sýndi hún mikið æðruleysi og tók því sem að höndum bar, hún var bara þannig, var ekkert að kvarta og kveina held- ur tókst á við þetta verkefni eins og annað sem fyrir hana var lagt. Við kveðjum þig elsku Anna með miklum söknuði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig, elsku Anna. Hafsteinn og Sigrún. Með fáum orðum minnumst við og kveðjum sambýliskonu okkar og vinkonu, Önnu Ársælsdóttir. Anna var mjög sjálfstæð kona og bjó yfir sérstakri reisn og glæsileika. Hún var kærleiksrík og veitul í samskipt- um. Lengstan þann tíma sem við nut- um samvista við Önnu glímdi hún við illvígan sjúkdóm og það gerði hún af slíku hugrekki og æðruleysi að eftir var tekið. Hún stundaði sína vinnu og tók þátt í daglegu lífi á meðan stætt var, slóst í för með okk- ur á ferðalögum innanlands og utan, naut sín í sumarbústaðaferðum, hló með okkur og dansaði. Anna var mjög trúuð og leitaði ásjár almættisins bæði fyrir sjálfa sig og aðra, enda umhugað um afdrif annarra. Því miður var samfylgd okkar ekki löng en við kveðjum hana með þakklæti og vottum móður hennar, bróður, mágkonu og öðrum ástvin- um hennar samúð. Vinir úr Stuðlaseli. Anna Ársælsdóttir✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HJÖRLEIFUR GUÐNASON frá Oddsstöðum, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, miðvikudaginn 13. júní, verður jarðsunginn frá Landakirkju, laugardaginn 23. júní kl. 14.00. Inga J. Halldórsdóttir, Lilja Dóra Hjörleifsdóttir, Friðrik Ingi Óskarsson, Guðmunda Hjörleifsdóttir, Þórður Yngvi Sigursveinsson, Guðjón Hjörleifsson, Rósa E. Guðjónsdóttir, Guðni Hjörleifsson, Rósa Sveinsdóttir, Halldór Hjörleifsson, Erna Þórsdóttir, Sigrún Hjörleifsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Jónína Björk Hjörleifsdóttir, Bergur Guðnason, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og frænka, JÓNFRÍÐUR VALDÍS BJARNADÓTTIR, Mosabarði 15, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. júní. Útför verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. júní kl. 15:00. Kristófer Bjarnason, Róbert Örn Kristjánsson, Elsa Esther Kristófersdóttir, Bárður Þór Sveinsson, Alexandra Ýr, Bjarni S. Kristófersson, Gunnþóra Rut Bragadóttir, Elsa Esther Valdimarsdóttir, Bjarni Gissurarson, Gissur Bachmann Bjarnason, Ingigerður Guðmundsdóttir, Dagbjört Jóna Bjarnadóttir, Magnús Halldórsson, Sævar Örn Bjarnason, Anna Bjarnadóttir, Valdimar Bjarnason, Kolbrún Hjálmtýsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.