Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 36
Hún segir Parton vera eina af sínum uppá- halds tískugoðsögnum … 41 » reykjavíkreykjavík NÝLISTASAFNIÐ hefur nú hleypt af stokkunum nýrri vefsíðu sinni sem Ólafur Breiðfjörð hannaði. Á síðunni má finna upplýsingar um sýningar safnsins frá árinu 2000 og myndir af sýningum sem haldnar hafa verið undanfarin tvö ár ásamt umfjöllunum og hugleiðingum um það sem er á dagskrá hverju sinni. Sýningartíma safnsins hefur verið breytt og er nú opið frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 12-17 og á fimmtudögum til 21. Með því vill Ný- listasafnið gefa gestum og gangandi tækifæri á því að nýta eitt kvöld vik- unnar til þess að heimsækja safnið sem býður upp á léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Ýmsar uppákomur verða framvegis á fimmtudögum og þær auglýstar sérstaklega. Hægt er að gerast félagsmaður á nýju vefsíð- unni hvenær sem er, allan ársins hring. Jafnframt verður árlegur fagnaður félagsmanna haldinn nú í haust. Valinn er einn félagsmaður sem félagsmaður mánaðarins, en þann heiður hlaut myndlistarmað- urinn Haraldur Jónsson í maí- mánuði, en er þó enn nefndur fé- lagsmaður mánaðarins þó kominn sé júní. Skemmtilegan og örstuttan texta eftir Harald má lesa á síðunni, en þar lýsir hann því hvernig hann reyni að halda íbúð sinni eins hreinni og mögulegt sé. „Ég forðast að kaupa hluti og mér líður frekar illa þegar ég fæ óvæntar gjafir. Um leið og eitthvað er komið upp á vegg er líka meira en að segja það að ná því niður aftur,“ segir Haraldur. Frítt er inn á Nýlistasafnið. Nýló með nýja vefsíðu Malerískt rýmisverk Frá sýningu Önnu Sigmond, Bread and Animals, sem nú stendur yfir í Nýló. Hún málaði öll hólf og gólf safnsins. www.nylo.is  Rás 2 leitar um þessar mundir að Stuðbolta ársins 2007. Í því felst að finna aðila sem kann að koma fólki í gott stuð með söng, hljóðfæraleik, góðu gríni eða skemmtilegri nærveru. Kunn- átta fólks í söng eða hljóðfæraleik skiptir ekki öllu máli í því sambandi. Stuðboltarnir skrá sig með því að hringja í síma 595-6655, kynna sjálfa sig og syngja brot úr lagi á einni mínútu. Á hverjum fimmtudegi fram að verslunarmannahelgi mun Magn- ús R. Einarsson svo hringja í þá þrjá þátttakendur sem komast í keppn- ina hverju sinni. Þremur helgum fyrir verslunarmannahelgi hefjast svo undanúrslit. Allar nánari upplýs- ingar á www.studboltinn.is. Óli Palli og félagar leita Stuðboltans  Hljómsveitin Í svörtum fötum lék fyrir dansi á útskriftarballi Menntaskólans á Akureyri á þjóðhátíðardaginn. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að um var að ræða fimmta útskriftarballið sem sveitin spilar á hjá MA á síðustu sex árum. Að sögn Einars Arnar Jóns- sonar, hljómborðsleikara, eru bæði hann og Jónsi söngvari gamlir MA- ingar og því sé það mikill heiður fyrir þá að spila á þessu balli. Nú er bara spurning hvort MA- ingar muni ekki æviráða þá félaga til tónleikahalds 17. júní ár hvert... Æviráðnir hjá MA?  Þrjár hljómsveitir hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tón- listarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram 17. til 21. október. Þetta eru Annuals frá Bandaríkj- unum, Bonde de Role frá Brasilíu og kanadíski rafdúettinn Chromeo. Áður hafa sveitir á borð við Bloc Party, !!! og of Montreal boðað komu sína. Bandarískt, brasilískt og kanadískt Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is REGGÍHLJÓMSVEITIN Hjálmar mun spila á Nasa á laugardaginn ásamt meisturunum Meg- asi og KK. Ekki er langt síðan andláti Hjálma var lýst yf- ir og því er fyrsta spurningin sem brennur á blaðamanni þegar hann hringir í Hjálma- meðliminn Guðmund Kristinn Jónsson hvort þessir tónleikar séu dauðakippur eða þeir séu alkomnir aftur? „Jú, við vorum hættir,“ svarar Guðmundur. „Svo föttuðum við hvað það er gaman að spila og komum saman aftur enda er- um við allir á lífi og því ekkert sem stóð í vegi fyrir okkur. Við fengum líka góða hvíld á hver öðrum í þetta hálfa ár sem við vorum hættir. Ég held að það verði voðalega erfitt að hætta aftur héðan í frá,“ segir hann og gleður eflaust marg- an Hjálmaaðdáandann með þeim orðum. Spurður hvort nýtt efni sé í deiglunni segir Guðmundur að Hjálmar eigi örugglega eftir að gefa eitthvað meira út í framtíðinni en getur lít- ið sagt um það hvort áherslur í tónlistarflutn- ingi eigi eftir að breytast. „Þetta á allt eftir að koma í ljós, við höfum verið fastir í reggíinu en getum alveg spilað öðruvísi tónlist. Kannski komum við á óvart á næstu plötu en við erum ekki byrjaðir á henni svo ég veit ekki.“ Það verður engin lognmolla í kringum Hjálma í sumar því eftir hálfan mánuð fara þeir til Noregs að spila á reggífestivali rétt fyrir ut- an Bergen. „Okkur var boðið á þessa tónlist- arhátíð og neituðum því auðvitað ekki, þarna koma líka fram mörg stór nöfn í reggítónlist- arheiminum.“ Ómetanleg lífsreynsla Eins og áður segir kemur KK fram með Hjálmum á Nasa en Guðmundur segir þá hafa spilað með honum áður enda um æskuvin hljóm- sveitarinnar að ræða. Styttra er síðan þeir kom- ust í kynni við Megas en fjórir meðlimir Hjálma hafa nýlokið við að gera plötu með honum ásamt Guðmundi Péturssyni og kemur sá gripur út í lok sumars. Á plötunni eru aðeins lög eftir Megas og segir Guðmundur það hafa verið ómetanlega lífsreynslu að fá að vinna með hon- um. „Megas er mjög skipulagður og mætir með allt á nótum. Vanalega á fólk um tuttugu lög þegar það fer að taka upp plötu en Megas mætti með yfir hundrað svo það var virkilega skemmtilegt að vinna með honum.“ Á tónleikunum á laugardaginn munu áheyr- endur fá að heyra eitthvað af lögum af vænt- anlegri Megasarplötu. Auk þess munu Hjálmar spila eldra efni sitt ásamt því sem KK leikur með þeim. „Þetta verður allsherjar kássa, allir munu spila með öllum og það er aldrei að vita nema við náum að fá KK og Megas til að syngja saman,“ segir Guðmundur og bætir við að það yrði nú gaman að sjá þá saman í dúett. Nasa opnar kl. 23 á laugardagskvöld og byrj- ar tónlistin að óma um miðnættið svo þetta verða sannkallaðir jónsmessutónleikar og að þeim loknum geta allir farið út á Austurvöll og velt sér upp úr dögginni. Upprisa Hjálmanna Morgunblaðið/Eggert Saman Hjálmar á tónleikum á Nasa áður en þeir hættu fyrir hálfu ári síðan. Þeir eru nú komnir saman aftur og líklega til frambúðar. Hjálmar, Megas og KK með Jónsmessutónleika á Nasa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.