Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 37 Ég hef oft látist blekkjast ognúna síðast um daginn. Égkeypti sjálfshjálparbók. Loforð á bókakápunni um að ég yrði grennri, hraustari og ham- ingjusamari fengu mig til að draga upp veskið og hugsa að nú skyldi ég taka mig á í mataræðinu. Fleiri hafa látist blekkjast því sjálfshjálp- arbókin Þú ert það sem þú borðar er metsölubók og má finna í nánast hvaða bókahillu sem er hvort sem er á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Í henni reifar dr. Gillian McKeith hvernig best er að borða til að halda heilsunni. Hún skrifaði bók- ina eftir að hún tók sjálf mataræði sitt í gegn og leið víst mikið betur á eftir.    Eftir að bókin hafði legið í pok-anum í dágóðan tíma tók ég hana með mér í rúmið, ég ákvað að taka lesturinn alvarlega og sá fyrir mér að ég yrði næstum því grennri fyrir vikið. En eins og með aðrar sjálfshjálparbækur varð þetta hin besta skemmtilesning. Bókin er orðagjálfur í kringum þá einföldu staðreynd að sykur er óhollur og grænmeti hollt. Enn ein bókin um almenna skynsemi. Þar sem ég las hvern kaflann á eftir öðrum um lín- olíu sem á að vera góð við gyllinæð, spírulínu sem kemur í veg fyrir geispa og afeitrunaráætlun sem útilokar kaffi fékk ég allt í einu hláturskast og ákvað að ég þyrfti hvort sem er að drepast úr ein- hverju og af hverju ekki slæmu mataræði? Síðan hefur Þú ert það sem þú borðar safnað ryki á nátt- borðinu.    Bókin er líka full af uppskriftumsem krefjast þess að maður vakni klukkutíma fyrr á morgnana eða fari út í sérvörubúð á hverjum degi til að kaupa eitthvað með furðulegu nafni. Hver hefur tíma til þess? spurði ég sjálfa mig en varð síðan hugsað til annarrar sjálfs- hjáparbókar sem liggur í hillunni og hefur aðeins verið lesin sem nemur einum kafla. Það er bókin Lifum lífinu hægar. Þar segir Carl Honoré frá því hvernig hann fékk meira út úr lífinu með því að hætta að flýta sér og gefur öðrum ráð við tímaleysinu á „…öld asa og æðis“. Þá bók fékk ég að gjöf og ætlaði nú aldeilis að læra að hafa tíma til að gera ýmsa hluti, t.d. að elda en svo eftir smá umhugsun komst ég að því að ég hef tíma til alls þess sem ég vil hafa tíma til og því lagði ég þeirri bók líka. Önnur vinsæl sjálfshjálparbók, Líkami fyrir lífið, lenti líka einu sinni á náttborðinu hjá mér og staldraði stutt við enda er hún upp- full af hallelúja-lífreynslusögum fólks sem fór að hreyfa sig og borða annað en skyndibita og leið betur við það, öllum að óvörum að því virtist.    Sjálfshjálparbækur eru oft átoppi metsölulista bókabúð- anna og því mætti ætla að allir væru hraustir og hamingjusamir en svo er nú ekki. Ætli flestir séu ekki eins og ég, kaupi þær með góðu hugarfari en síðan fara ráðin fyrir ofan garð og neðan. Bækurnar hjálpa eflaust mörgum en þær gefa líka öðrum ranghugmyndir um sjálfan sig og telja þeim trú um að hið ágæta líf sem þeir lifa sé ekki nógu gott. Til dæmis við það að skrifa þennan pistil hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég hef verið að lesa rangar sjálfshjálparbækur, ég er grönn, hraust og hamingju- söm, hef nægan tíma og stíg hvert gæfusporið á fætur öðru svo þær höfða ekki til mín. Ég þarf líklega ekki á þessum bókum að halda og ætti því að snúa mér að öðruvísi sjálfshjálparbókum sem kenna mér eitthvað nytsamlegt, t.d. hvernig á að halda stofublómum lifandi og stoppa í sokka. Sjálfshjálparbækur: Reynslusaga Reuters Í formi Sjálfshjálparbækur, eins og Líkami fyrir lífið, hjálpa eflaust mörgum til betra lífs en gera lítið gagn þegar þær safna ryki á náttborðinu. AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir »En eins og með aðrar sjálfshjálparbækur varðþetta hin besta skemmtilesning. Bókin er orða- gjálfur í kringum þá einföldu staðreynd að sykur er óhollur og grænmeti hollt. Enn ein bókin um al- menna skynsemi. ingveldur@mbl.is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 21. júní kl. 12.00 Kári Þormar, orgel 23. júní kl. 12.00 Björn Steinar Sólbergsson, orgel 24. júní kl. 20.00 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur verk eftir Buxtehude, Langlais og Guilmant. www.listvinafelag.is BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR Á Byggðasafninu eru sex sýningar opnar í sumar: Saga Egyptalands, Þannig var... Saga Hafnarfjarðar, Leikfangasýning, Sívertsens-húsið, Siggubær og Álfasýning. Opið alla daga kl. 11:00—17:00 og til 21:00 á fimmtudögum. HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Til 24. júní 2007 Salur I, Temma Bell “Ný málverk” Salir II og III, Louisa Matthíasdóttir og Leland Bell, “Sameiginlegt líf, uppstillingar” Bogaskáli, Ruth Boerefijn, “Innra landslag” Innsetning Opið: kl. 11:00—17:00 alla daga nema þriðjudaga, á fimmtu- dögum er opið til kl. 21:00. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Í kvöld kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 UPPS. Lau 23/6 kl. 20 UPPS. Sun 24/6 kl. 20 UPPS. Fim 28/6 kl. 20 Síðustu sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 20/6 kl 20 uppselt, 29/6 kl 20 uppselt, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 25/8 kl. 20, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.isTIL þess að heilinn geti fram- kallað mynd af því sem sjónin nemur þarf hún að ferðast gegn- um ýmsa filtera. Ef einhver þess- ara filtera er hnjaskaður verður myndin bjöguð, máski móðukennd að hluta, fjarvíddin ótraust eða fletir auðir. Á sýningu Katrínar Elvars- dóttur, Af þessum heimi, í Lista- safni ASÍ eru ljósmyndir sem virðast bjagaðar myndir af umhverfinu sökum þess að þær eru teknar gegnum filtera. Einnig má segja að myndirnar sýni sjálfa filterana sem eru þá í forgrunni myndanna sem gler eða göt. Sýn- ingin er annars tvískipt. Annars- vegar eru það filter-myndirnar en hinsvegar er það 12 mynda röð af fjölskylduboði í suðrænu loftslagi að kvöldi. Myndröðin spannar tíma og hefur í sér jafna frásögn sem filter-myndirnar hafa ekki, þótt þær kunni vissulega að hleypa frásögn af stað hjá áhorf- endum sem er þá algerlega tilvilj- unarkennd. Fyrir mitt leyti snýst þessi sýning Katrínar þó fyrst og fremst um skynjun, áferð og form- ræna myndbyggingu þar sem að grunnformin eru í fyrirrúmi, auk- hins dulmagnaða og draumkennda andrúmslofts sem Katrín hefur einstakt lag á að fanga og gerir hverja ljósmynd að heimi út af fyrir sig sem er, miðað við yfir- skrift sýningarinnar, skemmtileg þverstæða. Einn og annar heimur LJÓSMYNDIR Listasafn ASÍ Listasafn ASÍ er opið frá klukkan 13 -17, alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 24. júní. Katrín Elvarsdóttir Jón B.K. Ransu Filteruð Tungl verður tré verður skógur. Filterar gera kraftaverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.