Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Alexanders McCall Smiths um botsvanska einkaspæj- arann Precious Ramotswe hafa notið mikilla vinsælda og kemur ekki á óvart – þær eru vel skrifaðar og segja frá við- kunnanlegu fólki. Þá er skemmti- legt að lesa glæpareyfara sem eru eiginlega engir reyfarar – í þeim er enginn hasar, engin skot- hríð og engin hrannvíg. Dramatíkin í bókunum er hljóðlát, söguþráðurinn hægfara og þó það sé fullt af tilfinn- ingum í bókinni þá brjótast þær ekki fram í öskrum og ópum frekar en í raunveruleikanum. Að því leyti eru sögurnar af Ramotswe og einka- spæjarafyrirtæki hennar líkari lífinu en hádramatískar tilfinningaflækjur sem svo mjög eru í tísku núna. En þær hafa þó þann galla að vera kannski fulleinhæfar, stundum fær maður á tilfinninguna að Smith sé að skrifa upp í kvóta eins og í þeirri bók sem hér er tekin til kosta, The Good Husband of Zebra Drive, áttunda bókin í seríunni. Ágætt dæmi um þetta er sagan af andlátunum dularfullu á sjúkrahús- inu í Mochudi og eins sagan af fyrsta málinu sem J.L.B. Maketoni glímir við – bæði málin gamlar lummur úr nútíma þjóðsagnahefð og fullbilleg fyrir svona ágæta seríu. Annað í bókinni er prýðilegt, eins og Smith er von og vísa, og sá sem ekki þekkir þær þjóðsögur sem vís- að er til á eflaust eftir að skemmta sér bráðvel, líkt og með aðrar bækur seríunnar. Hljóðlát dramatík The Good Husband of Zebra Drive e. Al- exander McCall Smith. Polygon 2007. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. The Harlequin – Laurell K. Ha- milton 3. The Good Guy – Dean Koontz. 4. For One More Day – Mitch Al- bom. 5. The Overlook – Michael Connelly. 6 The Navigator – Clive Cussler 7. On Chesil Beach – Ian McEwan 8. The 6th Target – James Patter- son and Maxine Paetro. 9. Invisible Prey – John Sandford 10. The Children of Húrin – J. R. R. Tolkien. New York Times 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. Half of a Yellow Sun – Chimam- anda Ngozi Adichie 3. A Spot of Bother – Mark Haddon 4. The Inheritance of Loss – Kiran Desai 5. The Vanishing Act of Esme Len- nox – Maggie O’Farrell 6. The Memory Keeper’s Daughter – Kim Edwards 7. Digging to America – Anne Tyler 8. The Road – Cormac McCarthy 9. The Kite Runner – Khaled Hos- seini 10. A Short History of Tractors in Ukrainia – Marina Lewycka Waterstone’s 1. Judge & Jury – James Patterson & Andrew Gross 2. The Secret – Rhonda Byrne 3. Icepick: Icelandic Street Art – Þórdís Claessen 4. The Thirteenth Tale – Diane Setterfield 5. The Bancroft Strategy – Robert Ludlum 6. Beach Road – James Patterson & Peter de Jonge 7. Under Orders – Dick Francis 8. Imperium – Robert Harris 9. Black Order – James Rollins 10. Essential Visual History of the World Eymundsson Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is AND-amerískar bókmenntir hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og svo margar eru útgáfurnar á ári hverju, að byrjað er að tala um sérstakt „genre“ eða svið bókmennta. Ljóst er að stefna Bush-stjórnarinnar í utanríkismálum hefur ýtt undir þann and-ameríska áróður sem hvarvetna má heyra í umræðunni en þvert á það sem margir halda er Bush- stjórnin ekki upphaf alls „ills“. Utan- ríkisstefna Bandaríkjanna hefur í stórum dráttum ekki breyst mikið á síðustu 200 árum en það hefur heim- urinn aftur á móti gert og með aukn- um viðskiptum landa í milli og tækni- framförum, eru átök sem áður afmörkuðust við heimshluta byrjuð að hafa víðtæk áhrif um heim allan. Galli á gjöf Njarðar Bókin Confessions of an Economic Hit Man er ólík öðrum and-amerískum bókum að því leyti að í stað „fræðilegrar“ úttektar á hinu „illa“ stórveldi er hér um að ræða endurminningar viðskiptafræðingsins Johns Perkins sem starfaði fyrir bandaríska ráðgjafafyr- irtækið Chas T. Main Inc. (MAIN) sem á sjöunda og áttunda áratugnum annaðist rannsóknir á hagkerfum ýmissa þróunarlanda fyrir fjármálastofnanir á borð við Alþjóðabankann. Perkins var sendur út af örkinni til landa á borð við Indónesíu, Ekvador, Íran, Kúvæt og Panama og í stað þess að meta raunverulegar þarfir ríkjanna var honum gert að ofmeta þessar sömu þarfir og kostnað vegna til- heyrandi uppbyggingar og þróunaraðstoðar. Að sögn Perkins var tilgangurinn tvískiptur. Annars vegar var hann sá að fá ráðamenn þessara ríkja til að samþykkja himinhá lán alþjóðabanka sem voru bundin þeim skil- málum að uppbyggingunni yrði stýrt af bandarískum verkfræðifyrirtækjum á borð við Bechtel, Enron og Halliburton. Hins vegar var hugsunin sú að ýta þessum löndum út í slíkt skuldafen að þegar kæmi að skulda- dögum og ljóst væri að ríkin gætu ekki reitt af hendi borgun, væru þau þvinguð til að opna hagkerfi sitt fyrir bandarískum iðnaði og/eða leggja til stuðning sinn við stefnu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu – svo sem í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Perkins dregur upp afskaplega mannfjandsamlega mynd af stefnu bandarískra stjórnvalda sem hann kall- ar „corporatocrazy“, sem útleggst e.t.v. sem fyrirtækj- aræði. Hún helgast af því að í gegnum árin (og við þessu vöruðu þeir menn sem smíðuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna) hefur stórfyrirtækjunum tekist að má út þau mörk sem í upphafi voru sett á milli alríkisins og þeirra sjálfstæðu fjármálastofnana sem innan ríkisins starfa. Þannig hafa hagsmunir bandarískra stórfyr- irtækja í fjarlægum löndum verið verndaðir af banda- rískum stjórnvöldum í krafti pólitískra áhrifa og her- máttar. Þessi stefna er nú á tímum mjög skýr, að mati Perkins og áhrifa hennar má sjá í Írak, Sádi-Arabíu og mörgum löndum Mið-Ameríku; en þar og í Suður- Ameríku hafa Bandaríkin – allt frá stjórnartíð James Monroe 1817-1825 – áskilið sér rétt til að ráðast inn í hvert það ríki sem ekki styður bandaríska stefnu í álf- unni. Forvitnilegar bækur: Confessions of an Economic Hit Man Skuggahliðar hagfræðinnar Félagar Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna er af mörgum talin erkitýpa fyrirtækjaræðisins. Hann starf- aði sem stjórnarformaður Halliburton frá 1995 - 2000. / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SHREK 3 m/ensku tali kl. 3 - 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10 SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 3 - 5:30 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i.10.ára ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND M EÐ ÍSLENS KU OG ENS KU TALI WWW.SAMBIO.IS SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTI- LEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.