Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 167. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Á TÓNLISTARHÁTÍÐ GÓÐA SKAPIÐ VERÐUR AÐ VERA MEÐ Í FÖR ÞEGAR GÓÐA VEÐRIÐ BREGST >> 43 EIGNARHALDSFÉLAGIÐ SAMVINNUTRYGGINGAR MÁLIÐ SKÝRT AÐFERÐIN >> VIÐSKIPTI Íslensk mjólk og ítalskt kaffi FRÉTTASKÝRING Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is SIÐANEFND Blaðamannafélags Ís- lands hefur ákvarðað blaðamönnum viðurlög í rúm 40 ár. Við stofnun árið 1965 hét nefndin Siðareglunefnd og voru störf hennar ekki sýnileg al- menningi fyrstu tvo áratugina. Árið 1985 fékk nefndin nafnið Siðanefnd BÍ og var siðareglum félagsins breytt samhliða nýrri nafngift. Mestu breyt- ingarnar voru að brotlegum fjölmiðli var gert að birta úrskurði nefnd- arinnar undir vissum kringum- stæðum og brot voru flokkuð í þrjá flokka eftir alvarleika: ámælisverð, al- varleg og mjög alvarleg. Í kjölfar þessara breytinga fjölgaði kærum og flestar hafa þær verið 13 á einu ári. Árið 2005 hafði nefndin fjallað um 168 kærur, eða um 7,2 mál á ári frá 1985. Víta má fréttamenn Engin viðurlög eru við brotum á siðareglum blaðamanna önnur en þau sem felast í opinberri birtingu. Sam- kvæmt 6. grein reglnanna skulu úr- skurðirnir birtir í félagstíðindum BÍ. Úrskurðinn skal jafnframt senda til hins brotlega fjölmiðils með ósk um birtingu ef um alvarlegt eða mjög al- varlegt brot er að ræða og skal meg- inniðurstaðan birt orðrétt. Aðrir fjöl- miðlar fjalla oft um lyktir máls fyrir siðanefnd auk þess sem úrskurðirnir hafa valdið opinberum skoðanaskipt- um og hefur Blaðamannafélagið stundum efnt til funda í tilefni af úr- skurðum. Þess ber þó að geta að ef siðanefnd telur brot svo alvarlegt að frekari ráðstafana sé þörf getur hún borið tillögu um vítur á viðkomandi blaðamann undir félagsfund. Það hefur þó komið fyrir að ein- staklingar sem telja sig hafa orðið fyrir óvæginni umfjöllun fjölmiðils hafi höfðað meiðyrðamál fyrir al- mennum dómstólum í kjölfar úr- skurðar Siðanefndar. Hafa slík mál a.m.k. tvisvar komið til kasta Hæsta- réttar og fallið málshefjanda í vil. Samkvæmt úttekt Róberts H. Har- aldssonar og Steinars Arnar Atlason- ar, Siðanefnd Blaðamannafélags Ís- lands 1965-2005, er algengast að 3. grein siðareglnanna sé brotin. Þar er mælt fyrir um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og fram- setningu sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðist allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Reuters Atgangur Fjölmiðlamenn ganga stundum hart fram í spurningum. Opinber birting nægir LISTASUMAR, sem er árleg hátíð á Akureyri, var formlega sett í 15. skipti í gær. Samkoma var í Lysti- garðinum þar sem Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, flutti ávarp, dúett- inn Hundur í óskilum flutti Gunn- arshólma eftir Jónas Hallgrímsson og opnuð var ljóðasýningin Jónas í Lystigarðinum. Þá flutti Arna Vals- dóttir ljóð. Boðið var upp á græn- meti og ávexti og þessum unga pilti leist vel á hollustufæðið. Listasumri lýkur að vanda 25. ágúst, á afmæl- isdegi Akureyrar. List í Lysti- garðinum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FJÖLMENNUR borgarafundur í Vogum á Vatnsleysuströnd sam- þykkti í gærkvöldi með miklum meirihluta beiðni forseta bæjar- stjórnar um að veita bæjarstjórninni umboð til að hefja formlegar viðræð- ur við álfyrirtækið Alcan um bygg- ingu álvers á Keilisnesi. Um 140 manns mættu á fundinn og var fullt út úr dyrum. Alls tóku um þrjátíu fundargestir til máls í umræðum að lokinni framsögu Róberts Ragnars- sonar bæjarstjóra. Eins og við var að búast skiptust sjónarmið fundargesta algjörlega í tvö horn, með og á móti byggingu ál- vers. Þeir sem fögnuðu áhuga Alcan, og töluðu með álveri, nefndu mikil- vægi þess að huga að atvinnuupp- byggingu í sveitarfélaginu og skapa því auknar tekjur, sem svo aftur myndu koma íbúum til góða í formi betri þjónustu. Tekjur sveitarfélagsins gætu aukist um 300-400 milljónir Í framsögu bæjarstjóra kom fram að sennilega mætti reikna með að ál- ver á Keilisnesi myndi lauslega áætl- að skapa um 300-400 störf og að ekki væri óvarlegt að áætla að tekjur sveitarfélagsins gætu aukist um 300- 400 milljónir króna á ári. Benti hann á að skatttekjur sveitarfélagsins væru í dag í kringum 400 milljónir kr. og þar af kæmi um helmingurinn úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Allnokkrir fundarmanna voru þó eindregið á móti því að álver yrði reist, og voru rök þeirra þau að halda bæri bæjarfélaginu í núverandi stærð og sem þeirri náttúruperlu sem það væri. Bentu þeir á að ekki væri atvinnuleysi í Vogum nú um stundir og sögðust ekki sjá tilgang- inn með að fjölga störfum sem að öll- um líkindum yrðu mönnuð með er- lendu vinnuafli. Bæjarstjórnin fékk um- boð til viðræðna við Alcan Skiptar skoðanir um álver á Keilisnesi á fjölmennum borgarafundi í Vogum Morgunblaðið/Árni Sæberg Þröng á þingi Fjölmenni var á borgarafundi í Vogum í gær þar sem rætt var um hugsanlegt álver á Keilisnesi. Í HNOTSKURN »Stór hluti Keilisness hefurverið skilgreindur sem iðn- aðarsvæði um árabil. » Í tillögu að nýju aðalskipu-lagi er lagt til að skilgreint iðnaðarsvæði verði 150 hektar- ar í stað 750 eins og er í núgild- andi aðalskipulagi frá 1994. » Íbúar Hafnarfjarðar höfn-uðu í kosningu í mars sl. deiliskipulagstillögu sem fól í sér stækkun álvers Alcan í Straumsvík. um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Meðal annars var rætt um hugsan- lega stækkun álversins í Straumsvík með landfyllingu sem Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hef- ur lýst áhuga á. Össur sagði við fjöl- miðlamenn eftir fundinn að hann teldi framkvæmdina vart ráðlega sökum tæknilegra vandamála og kostnaðar. | Miðopna LANDSVIRKJUN mun á næstu dögum skoða hvort til greina kemur að framlengja viljayfirlýsingu sem gerð var í fyrra um gerð raforku- samnings til stækkunar álversins í Straumsvík. Að óbreyttu fellur hún úr gildi 30. júní nk. Ráðamenn frá móðurfélagi Alcan á Íslandi funduðu í gær með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra Skoðað hvort framleng- ing kemur til greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.