Morgunblaðið - 21.06.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 21.06.2007, Síða 4
Í HNOTSKURN »Alþjóðaleikarnir erustærsta fjölgreina- íþróttamót fyrir börn og ung- linga í heiminum. » Þeir eru viðurkenndir afAlþjóða ólympíunefndinni og hafa því verið kallaðir ól- ympíuleikar æskunnar. Finnskar Handboltastelpurnar frá Turku eru með keppnisandann í lagi. Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is ALÞJÓÐALEIKAR ungmenna fara fram í Reykjavík 21.-25. júní og verður setning leikanna í dag kl. 15 við gömlu Þvottalaugarnar í Laugardalnum en þetta er stærsti íþróttaviðburður fyrir ungmenni sem haldinn hefur verið á Íslandi. Frá Lúxemborg komu meðal annars þær Noémie Rausch og Charline Mathias en Noémie keppir í 100 m hlaupi og hástökki en Charline í 800 m hlaupi. „Þetta verður gaman en við erum vissar um að þetta verður mjög erfitt,“ segja þær og brosa. „Við ætlum að fara í Bláa lónið,“ segja þær spenntar. „Ég tók klútinn minn og batt hann fyrir í augun í nótt svo ég gæti sofið,“ sagði Charline en borið hefur á erfiðleikum með svefn með- al keppenda sem flestir eru óvanir dagsbirtu um miðja nótt! Undirbúningur fyrir leikana stendur nú sem hæst en þeir munu að mestu leyti fara fram í Laug- ardalnum. 1.500 unglingar á aldr- inum 12 til 15 ára frá ýmsum lönd- um taka þátt í leikunum en komu flestir til landsins í fyrrakvöld. Awad Ragb er frá Bahrein og er fyrirliði drengjaliðs þeirra í hand- bolta. Hann hefur æft handbolta í 7 ár en hefur aldrei fyrr keppt er- lendis. „Við verðum hér í átta daga og ég er mjög spenntur að sjá t.d. eldfjöllin,“ sagði Awad. Þjálfari hans segir að strákarnir hafi æft í viku fyrir mótið en hann hafi safnað saman nokkrum strákum rétt fyrir mótið en þeir náð ótrúlega vel sam- an. Næstu alþjóðaleikar ungmenna verða einmitt haldnir í Bahrein. Hinni árlegu sumarhátíð vinnu- skólans hefur verið slegið saman við leikana en 64 víkingar úr þeirra röðum munu ganga inn á leikvöll- inn við setningarhátíð leikanna og halda á skildi með merki hverrar borgar sem tekur þátt en bún- ingana sauma þau sjálf með aðstoð fagmanna. Finnska stúlknahandboltaliðið mætti vígreift á æfingu, með stríðs- málningu í framan og nafn klúbbs- ins sem þær æfa með málað á fæt- urna en þær sögðu það vera til að auka samstöðu og bæta andann í liðinu og ruku svo í burtu enda æf- ing í fullum gangi hjá þeim. Morgunblaðið/Kristinn Samvinna Unglingavinnan undirbýr mótið en hér þurftu krakkarnir aldeilis að leggjast á eitt enda stærðarinnar dýna sem þurfti að rúlla upp. Það tókst þó á endanum þar sem miklir dugnaðarforkar voru á ferðinni. Alþjóðaleikar ungmenna fara fram í Reykjavík 21.-25. júní Hylja augun fyrir svefninn Áhugasamar Þessar voru tilbúnar að fylgjast með spennandi keppni. 4 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GRUNUR leik- ur á að fimmtán starfsmenn Al- coa Fjarðaáls á Reyðarfirði hafi fengið mat- areitrun á þriðjudags- kvöld eftir vakt í álverinu. Starfsmennirnir fengu aðkeyptan mat í bökkum þar sem mötuneyti ál- versins er ekki tilbúið og beinist grunurinn helst að kjötkássu sem var í matarbökkunum. Starfsmennirnir sem um ræðir kvörtuðu yfir magakveisu um kvöld- ið en flestir þeirra voru orðnir vinnu- færir í gær. Heilbrigðiseftirlit Austurlands var engu að síður kallað til í gær til að kanna orsakir veikindanna. Benda fyrstu rannsóknir til mat- areitrunar. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upp- lýsingafulltrúa Alcoa Fjarðaáls, er vitað að þeir sem veiktust borðuðu allir þennan tiltekna bakkamat. Ekki sé vitað hvort einhverjir sem borð- uðu matinn sluppu. Á bilinu 20-30 starfsmenn voru á vakt þetta kvöld og er vitað að þeir fengu sér ekki all- ir að borða á vaktinni. Vilja komast til botns í málinu Erna vill ekki upplýsa frá hvaða fyrirtæki maturinn var keyptur þar sem ekki væri endanlega ljóst að or- sök magakveisunnar væri þar að finna. Ekki er búist strax við nið- urstöðum frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands en Alcoa Fjarðaál mun vinna náið með þeim og þeim aðilum sem hafa selt fyrirtækinu mat fyrir starfsmenn til að komast til botns í málinu og koma í veg fyrir að slíkt geti gerst aftur. Fimmtán veikt- ust eftir vakt hjá Alcoa Fjarðaáli JÓHANNA Sigurðardóttir félags- málaráðherra telur of mikið gert úr því að mikið óhagræði fylgi því staðsetja At- vinnuleys- istryggingasjóð á Skagaströnd. Hún ætlar þó að ræða við Vinnu- málastofnun og skattyfirvöld hvort hægt sé að bæta þjónustu við fólk sem þarf að skila skattkortum til sjóðsins, t.d. með því að skatt- kortin verði rafræn. Jóhanna sagði að fyrir einu og hálfu ári hefði verið ákveðið að einfalda og hagræða í þessu kerfi, en áður sáu níu úthlutunarnefndir um að greiða bætur til fólks sem ekki hefur vinnu. Á bak við þá ákvörðun að flytja Atvinnuleys- istryggingasjóð til Skagastrandar hefði legið sú hugsun að flytja störf út á land. Jóhanna sagðist vita að Efling hefði gert athugasemd við þessa breytingu, en hún sagðist telja að gert væri of mikið úr vanda- málum sem tengjast skattkortum sem geymd eru hjá sjóðnum á Skagaströnd. Fólk ætti að geta fengið skattkort sent til sín dag- inn eftir að það bæði um að fá kortin. Hún sagðist ætla að ræða við Vinnumálastofnun og skatt- yfirvöld um hvort hægt væri að bæta þjónustu við fólk með því að afgreiða þessi kort með rafrænum hætti. Verða skattkortin rafræn? Jóhanna Sigurðardóttir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega fertugan mann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu með því að reyna að hafa við hana sam- ræði þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu. Atvikið átti sér stað í nóvember 2005 heima hjá kon- unni en þar hafði ákærði verið meðal gesta í samkvæmi. Ákærði var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir samskonar brot árið 2003 gegn sömu konu. Í dómi var lagt til grundvallar að ákærði hefði haft þann ásetn- ing að notfæra sér svefndrunga og ölvunarástand konunnar í þeim tilgangi að hafa við hana kynferðismök. Að mati dómsins beindust brot hans gegn persónu- og kynfrelsi konu sem ákærði vissi að hafði átt við erfiðan geð- sjúkdóm að glíma. Hefði brotið aukið enn frekar á vanda hennar og haft verulegar andlegar af- leiðingar fyrir hana. Var ákærði dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Málið dæmdu héraðsdóm- ararnir Ásgeir Magnússon, Jónas Jóhannsson og Helgi I. Jónsson. Verjandi var Kristján Stefánsson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksókn- ari. Eins árs fang- elsi fyrir kyn- ferðisbrot VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri uppskar laun erfiðis- ins þegar hann landaði fjögurra punda laxi í Elliðaánum í gær. Klukkan sjö fylgdist hópur fólks með honum renna í Sjávarfossinn, hefðbundinn veiðistað borgarstjór- anna. Lítið gerðist í fyrstu og tínd- ust áhorfendur í burtu. Þegar einn viðstaddra spurði Vilhjálm upp úr klukkan níu hvort hann yrði ekki að gefast upp, svaraði hann rólega: „Þeir fiska sem róa,“ fékk nýjan orm á öngulinn og renndi að nýju. Um hádegi sást loks lax stökkva og borgarstjóri gerði lokatilraun, sem gekk upp, og hann landaði spengilegri hrygnunni. Morgunblaðið/G.Rúnar Borgarstjóri landaði fjögurra punda laxi EITUREFNAÓHAPP varð í Goða- fossi Eimskipafélagsins í gær- morgun þegar edikssýra fór úr 1 þúsund lítra tunnu í skipagámi. Slökkviliðsmenn í eiturefnabún- ingum fundu gáminn og dældu edikssýrunni í nýja tunnu og dreifðu kalki á þá sýru sem lak á gólf. Tók aðgerðin nokkrar klukkustundir en engum varð meint af. Edikssýra rann úr geymi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.