Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »Horfur eru á að á næsta verðlagsáriverði tæplega 1.400 tonn af kjöt flutt úr landi en í ár voru flutt út rúmlega 800 tonn. »Erlendir markaðir fyrir lambakjöt skilabændum lægra verði en innlendi mark- aðurinn. FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HORFUR eru á að flutt verði út meira af lambakjöti í haust en síðastliðið haust. Markaðs- ráð kindakjöts hefur gert tillögu um að útflutn- ingsskylda lambakjöts verði 16% á næsta verð- lagsári, sem hefst 1. september, en þetta hlutfall var 10% á þessu ári. Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti í Borg- arbyggð og stjórnarmaður í Landssamtökum sauðfjárbænda, segir þessa hækkun endurspegla að útflutningshlutfall á þessu ári hafi líklega verið of lágt. Hann bendir á að þetta hlutfall hafi aldrei verið jafnt lágt og í ár. Ekki séu nema nokkur ár síðan útflutningsskyldan var 36%. Útflutningshlutfallið felur í sér að bændur skuldbinda sig til að selja ákveðið hlutfall fram- leiðslunnar úr landi. Á síðasta ári nam kindakjöts- framleiðslan um 8.650 tonnum og 16% útflutnings- skylda felur því í sér að um 1.380 tonn verða flutt úr landi. Útflutningsskyldan styðst við heimild í búvörulögum og það er landbúnaðarráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um hvert hlutfallið skuli vera. Sala á lambakjöti ekki eins góð og í fyrra Samkvæmt nýjum búvörusamningi ríkisins og bænda verður útflutningsskyldan lögð af árið 2009. Þetta er því í næstsíðasta sinn sem bændur eru þvingaðir með stjórnvaldsákvörðun til að flytja lambakjöt úr landi. Eftir 2009 verður það al- farið mál bænda og afurðastöðva hvernig staðið verður að útflutningi. Sala á lambakjöti jókst mikið í fyrra og var farið að bera á skorti á lambakjöti í landinu þegar slát- urtíð hófst. Á þessu ári hefur salan heldur gefið eftir og er t.d. nú 4,5% minni á síðustu 12 mán- uðum en sömu mánuði fyrir ári. Nú er hins vegar birgðastaðan allgóð og því er lagt til að meira verði flutt út á erlenda markaði. Horfur eru á auknum útflutn- ingi á lambakjöti á næsta ári Morgunblaðið/Árni Torfason Sauðfé Vænir dilkar koma af fjalli. Meira er til af lambakjöti í birgðageymslum nú en á sama tíma í fyrra ALÞJÓÐADAGUR flóttamanna var haldinn á Aust- urvelli í gær. Athygli var vakin á stöðu flóttamanna og allra þeirra sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis neyðast til að flýja heimili sín. Jafnframt vildi Mannrétt- indaskrifstofan nota daginn til að hvetja íslensk stjórn- völd til að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóð- anna um ríkisfangsleysi og um réttarstöðu fólks án ríkisfangs. Ísland er eina Norðurlandið sem er ekki aðili að þessum samningum sem flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að um áratugaskeið. Dagskráin á Austurvelli samanstóð m.a. af margs kon- ar kynningum á málefnum flóttamanna heima og að heiman sem Rauði krossinn, Mannréttindaskrifstofa Ís- lands, Flóttamannastofnun SÞ og fleiri stóðu fyrir. Tæp- lega tíu milljónir manna voru á flótta frá heimkynnum sínum í fyrra og er það fjölgun um 14% frá árinu áður. Morgunblaðið/Golli Athygli vakin á stöðu flóttamanna Alþjóðadagur flóttamanna haldinn á Austurvelli í gær Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ORLOFSSTJÓRN VR mun í haust skoða hvort gera eigi breytingar á rekstrarformi sumarhúsa VR. Meðal þess sem skoða á er hvort hagkvæm- ara sé að mynda sérstakt fyrirtæki um bústaðina fremur en að húsin verði rekin áfram af félaginu eins og nú er. Þetta segir Gunnar Páll Páls- son, formaður VR. Hann segir hugs- anlegt að leita eftir samstarfi við fleiri stéttarfélög um slíkt fyrirtæki. „Við sjáum að það virðist vera minnkandi ásókn [í sumarhúsin],“ segir hann. Háværar raddir séu meðal fé- lagsmanna um hvort það eigi að vera í verkahring stéttarfélagsins að standa í sumarhúsarekstri. VR rekur 40 sumarbústaði og hefur leigt um 15 til viðbótar fyrir félagsmenn sína, sem eru um 26 þúsund talsins. „Við gerðum könnun fyrir nokkrum árum og þá sögðust 50% félagsmanna ekki telja að þeir myndu nýta sér þessi til- boð,“ segir Gunnar Páll. Gunnar Páll bendir á að búið sé að byggja mikið af orlofshúsum, flytja inn fellihýsi og ferðatæki af ýmsu tagi, auk þess sem utanlandsferðir séu orðnar hlutfallslega ódýrari. „Rekstur í líkingu við skemmtistað“ Hann segir að ennþá sé eftispurn eftir sumarhúsunum meiri en fram- boðið. „En við sjáum að yngra fólkið er að komast meira að og það hefur líka vakið okkur til umhugsunar, það virðist vera versnandi umgengni. Á tímum finnst manni þetta vera meira rekstur í líkingu við skemmtistað heldur en orlofsrekstur,“ segir Gunn- ar Páll. Til þess að mæta breyttum tímum hafi VR í fyrra stofnað varasjóð sem meðal annars er hægt að nýta til kaupa á orlofstengdri þjónustu, en hluti orlofssjóðsiðgjalda rennur í sjóðinn. Fólk geti nýtt þennan sjóð til ferðalaga eða valið að safna upp orlof- speningum sem í sjóðinn renna. Stefán Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna (BHM), segir engin áform uppi um það hjá félaginu að selja bú- staði þess, en alls á BHM 40 bústaði. Nýting á bústöðunum sé 97–99% yfir sumartímann. Gerð hafi verið könnun meðal félagsmanna árið 2005 „og upp úr því var þessi stefnumótun um að einbeita sér að orlofskostum innan- lands mörkuð. Það var almenn ánægja með það sem var verið að gera,“ segir Stefán. Hægt sé að fara leiðir eins og VR hafi gert með því að búa til einkasjóði en „við höfum litið á þetta sem fé- lagslegt apparat“. Bústaðir BHM séu mikið notaðir af fjölskyldufólki með yngri börn.  Orlofsstjórn VR mun skoða hvort hagkvæmt sé að stofna sérstakan rekstur um sumarhús félagsins  Formaður félagsins segir fólk spyrja hvort rekstur sumarhúsa eigi að vera í verkahring þess Minnkandi ásókn í sumarhús VR Ljósmynd/Sverrir Í einkaeign Á undanförnum árum hafa ýmsir byggt eigin sumarhús. LÍTIÐ er á þessu stigi hægt að segja um rannsókn á láti ungrar konu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, en konan lést á sjúkrahúsinu aðfaranótt þriðjudags. Rannsókn málsins er á frumstigi að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Komið var að konunni í hjarta- stoppi aðfaranótt laugardags og var hún þá endurlífguð. Á sjúkrastofu konunnar fundust sprauta og mor- fínskyld lyf sem hún átti ekki að hafa undir höndum. Dánarorsök liggur ekki fyrir Friðrik Smári segir að dánarorsök ungu konunnar liggi enn ekki fyrir og beðið sé niðurstöðu krufningar. Erfitt sé að segja til um hvenær nið- urstaðan liggi fyrir „en þetta er yf- irleitt spurning um einhverja daga“, segir Friðrik. Það sé ekki fyrr en sú niðurstaða liggi fyrir sem hægt verði að taka af- stöðu til þess hvort málið krefjist frekari rannsóknar. „Ef í ljós kemur að andlát er ekki af eðlilegum orsök- um, ef svo má að orði komast, þá þarf að athuga hvað það er sem var í sprautunni,“ segir hann. Niðurstöðu krufningar beðið „ÞETTA er klár- lega áfellisdómur yfir Ríkisútvarp- inu, Þórhalli Gunnarssyni og Helga Seljan og ég velti fyrir mér ritstjórnarlegri ábyrgð pólitískt skipaðs útvarps- stjóra,“ segir Jón- ína Bjartmarz, fyrrverandi umhverf- isráðherra, um úrskurð Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem féll henni í vil. Nefndin taldi umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgara- réttar til handa unnustu sonar Jónínu ranga og misvísandi. Spurð hvort hún hyggist leita rétt- ar síns fyrir almennum dómstólum segir Jónína að það sé eitthvað sem hún muni íhuga í rólegheitum, en hún hafi verið hvött til þess. Hún segist þó ekki vilja fara í stríð við Ríkisútvarpið vegna málsins, enda hafi hún fram að þessu haft góða reynslu af samskipt- um við Kastljósið í gegnum árin og metið ákveðna fréttamenn þar mjög mikils. „Ég var hins vegar með börn og tengdabörn í prófum þegar þetta gekk yfir og ég á mína foreldra og þetta gekk nærri öllum sem nálægt mér standa,“ segir Jónína að lokum. Íhugar að fara lengra með málið Jónína Bjartmarz Hvött til að fara með málið fyrir dómstóla SJÁVARÚTVEGS- og landbúnaðar- nefnd Alþingis kom saman til fundar í gær. Þar fóru sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunarinnar yfir skýrslu sína um ástand og horfur helztu nytjafiska við landið. Jafn- framt kom Guðrún Marteinsdóttir prófessor við HÍ á fund nefndarinn- ar, en hún starfaði áður á Hafrann- sóknastofnuninni. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði eftir fundinn að þar hefði verið farið yfir skýrslu Hafró og tillögur hennar um há- marksafla í þorski. Þetta hefði verið mjög fróðlegt. Farið hefði verið yfir þær forsendur sem lágu til grund- vallar tillögunni um 130.000 tonna hámarksafla af þorski og fram- kvæmd togararallsins og þær for- sendur, sem þar er byggt á, rann- sóknar- og vöktunaraðferðir sem Hafró notaði. Mjög fróð- legur fundur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.