Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÁHUGI er fyrir því meðal forsvars- manna félagasamtaka að stofnuð verði sameiginleg hagsmunasamtök þeirra. Eva Þengilsdóttir kannaði þetta í lokaverkefni sínu til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Frjáls félagasamtök eru stundum kölluð „þriðji geirinn“ á móti hinu op- inbera og einkageiranum. Félögin sem þarna um ræðir spanna öll svið þjóðlífsins, frá íþróttafélögum til um- hverfisverndarsamtaka. Samtök þeirra myndu gegna svipuðu hlut- verki og Samtök atvinnulífsins gera í einkageiranum, gæta hagsmuna þeirra gagnvart stjórnvöldum og vinna að sameiginlegum málum. Þörf á sameiginlegum málsvara Eva nefnir umbætur á skattalög- gjöf sem dæmi um brýnt sameiginlegt hagsmunamál. „Einkafyrirtækin hefðu ekki náð fram lækkun skatta niður í 18% ef þau hefðu ekki verið samtaka og sammála um að slíkt væri nauðsynlegt. Hópurinn hefur miklu meira vægi sameinaður.“ Ýmislegt fleira þarf að athuga í sambandi við lagalegt umhverfi félagasamtaka. „Í nágrannaríkjum er fólk hvatt til sjálf- boðaliðastarfa með markvissum hætti. T.d. getur fólk fengið hluta kostnaðar sem það leggur út vegna þeirra endurgreiddan,“ segir Eva. Hún telur að frjáls félagasamtök þurfi á sameiginlegum málsvara að halda, ekki einungis gagnvart hinu opinbera heldur einnig fjölmiðlum og almenningi. „Þegar til dæmis Byrg- ismálið kom upp þá fundu samtök sem voru í fjáröflun um svipað leyti fyrir því að það hafði neikvæð áhrif á traust almennings til geirans. Það átti við þótt þessi félög væru ekki endi- lega að vinna á sama sviði og Byrgið. Einstök félög voru skiljanlega treg til þess að blanda sér í umræðuna, en í þessu erfiða máli hefðu heildarsamtök getað lagt áherslu á að um einangrað tilvik væri að ræða og algjöra und- antekningu frá því metnaðarfulla starfi sem almennt fer fram innan geirans.“ Sumir viðmælendur Evu létu í ljós áhyggjur af því að ef félagasamtök stæðu ein í baráttu við hið opinbera, þá gæti það komið niður á þeim við úthlutun fjármagns og aðra fyr- irgreiðslu og sumir höfðu efasemdir um gildi slíkra samtaka þótt flestir hefðu verið mjög jákvæðir. „Menn eru eðlilega hræddir við að missa spón úr aski sínum. Samtök af þess- um toga kosta auðvitað eitthvað og menn eru kannski hræddir við sam- keppni um starfsfólk og fjármuni. En hugmyndin með svona heildar- samtökum er að styrkja frjáls fé- lagasamtök í samkeppni við hið op- inbera og einkafyrirtækin um fjármagn og hæft starfsfólk.“ Eva álítur að frjáls félagasamtök hafi margt fleira að vinna með því að stilla saman strengi sína. „Samtökin gætu orðið vettvangur fyrir bætta starfshætti. Í gegnum þau mætti miðla þekkingu, nýjungum, hug- myndum að fjáröflunarleiðum og svo framvegis,“ segir hún. Vilji fyrir stofnun regnhlífarsamtaka Morgunblaðið/RAX Félagsstarf Eva Þengilsdóttir hefur komist að því að frjáls félagasamtök hafa hag af því að stofna með sér heildarsamtök. Í HNOTSKURN »Sautján þúsund sjálfseign-arstofnanir og fé- lagasamtök voru skráð í fyr- irtækjaskrá ríkisskattstjóra í árslok 2003. Þar eru meðal annars talin öll húsfélög á landinu. »Starfsemi hinna þriggjageira þjóðlífsins skarast á mörgum sviðum, til dæmis eru skólar á landinu flestir reknir af ríkinu, en sumir af einka- fyrirtækjum og aðrir af frjáls- um félagasamtökum. Frjáls félagasamtök eiga sér sameiginlega hagsmuni ÁHÖFNIN á Syn, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, stóð skip- stjóra á fiskibát að meintum ólög- legum línuveiðum inni í lokuðu hólfi 7,8 sjómílur norðvestur af Deild um hádegisbilið á þriðjudag. Skyndilokun á svæðinu hafði verið auglýst 15. júní sl. samkvæmt heim- ild í lögum um veiðar í fiskveiði- landhelgi Íslands og gildir hún til 29. þessa mánaðar. Landhelgisgæslan sendi kæru til Lögreglustjórans á Vestfjörðum sem er nú með málið til meðferðar. Að veiðum í lokuðu hólfi NÝLEG úttekt sem gerð var á öryggismálum hjá dagfor- eldrum í Garða- bæ sýnir að ástand öryggis- mála hjá þeim er almennt gott. Starfsmenn For- varnahúss Sjóvár gerðu úttektina að beiðni bæjarráðs Garðabæjar. Bæjarráð samþykkti að láta taka öryggismálin út í kjölfar ákvörð- unar sinnar um að veita starfandi dagforeldrum í bænum aðstöð- ustyrk sem m.a. er ætlaður til að bæta umhverfi og aðstöðu barn- anna sem hjá þeim dvelja. Í frétta- tilkynningu kemur fram að Garða- bær er fyrsta sveitarfélag landsins sem greiðir dagforeldrum aðstöð- ustyrk. Í kjölfar úttektarinnar verður unninn gátlisti fyrir heimili dagfor- eldra, slysaskráningarblað fyrir dagforeldra og gátlisti fyrir sjúkra- kassa auk þess sem útbúin verður viðbragðsáætlun fyrir öll heimili dagforeldra í Garðabæ. Öryggi hjá dagforeldrum SKÁTAFÉLAGIÐ Landnemar í Reykjavík heldur árlegt skátamót, Landnemamót, í Viðey dagana 21.- 24. júní. Í ár minnast skátar um all- an heim þess að 100 ár eru liðin frá upphafi skátahreyfingarinnar og Landnemar gera það á mótinu í Viðey. Landnemamótið 2007 verð- ur sett í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Tjaldbúðin verður á miðri eynni, spölkorn austan við Viðeyj- arstofu. Von er á skátum frá mörg- um skátafélögum í Reykjavík og á sv-horninu, en öllum skátum á land- inu er boðið til mótsins. Upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Landnema, www.landnemi.is Landnemar með mót í Viðey Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra heimsótti í vikunni þrjá þyrlu- framleiðendur á flugsýningunni í París, Eurocopter, Agusta Westland og Sikorsky og flutti síðan ræðu á fjölsóttum kynningarfundi þar sem kynnt voru áform Norðmanna um kaup á nýjum björgunarþyrlum. Þar skýrði Björn frá því, að Íslendingar stefndu að samstarfi við Norðmenn um þyrlukaup. Björn sagði við Morgunblaðið, að tilgangur hans með þátttöku í kynn- ingarfundinum hefði verið að stað- festa gagnvart þeim, sem hann sóttu, að Íslendingar væru að búa sig undir að kaupa tvær til þrjár stórar leitar- og björgunarþyrlur og hefðu ákveðið að eiga samstarf við Norðmenn um kaupin. Ákvarðanir um samstarfið hefðu verið teknar en gengið yrði frá samkomulagi um útfærslu þess á næstu vikum. Af hálfu Norðmanna talaði Terje Moland Pedersen, að- stoðardómsmálaráðherra, sem fer fyrir kynningarnefnd Norðmanna og Íslendinga, en þau Geirþrúður Al- freðsdóttir flugrekstrarstjóri og Höskuldur Ólafsson tæknistjóri flugdeildar Landhelgisgæslu Íslands eru í þessari nefnd. Mun hún ræða við helstu þyrluframleiðendur á Par- ísarflugsýningunni; Agusta West- land, Sikorsky, Eurocopter auk full- trúa fleiri fyrirtækja sem líklegt er að verði meðal tilboðsgjafa. Stefnt er að því að útboðsgögn liggi fyrir á næsta ári og samið verði 2009. Kynnti áform um þyrlukaup Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Þyrlur Meðal þess sem ráðherra skoðaði voru Dauphine-þyrlur. ÚT ER komið nýtt gönguleiðarkort um miðbæ Hafnarfjarðar. Búið er að merkja inn markverða staði og minjar og ber leiðin heitið Á milli vita. Ástæðan fyrir þessu sér- kennilega nafni er sú að staðirnir sem vakin er athygli á eru merktir inn á kortið með vitanum. Í fréttatilkynningu segir að mikil og skemmtileg saga sé tengd bygg- ingum og svæðum í miðbæ Hafn- arfjarðar og á kortinu er snert á sögunni, komið inn á sögu klaust- ursins, Flensborgarskólans, Gúttó, Hamarsins og Lækjarins svo eitt- hvað sér nefnt. Meiri upplýsingar um hvern og einn stað er að finna á www.hafnarfjordur.is Kortið er teiknað af Kristínu Gunnarsdóttur. Á milli vita í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.