Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Aldeilis ekki, elskurnar mínar, þetta er bara örlítið upp í mót. VEÐUR Blaðið birti í gær afar áhugavertviðtal, sem Þórður Snær Júl- íusson blaðamaður átti við Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota hjá embætti rík- islögreglustjóra, og ástæða er til að hvetja fólk til að lesa.     Í viðtali þessu segir Helgi Magnúsm.a. um aðstöðu þeirra, sem rannsaka efna- hagsbrot: „Það er ekki hægt að segja annars vegar að við viljum ekki láta nægilega mikla peninga í þetta og hins vegar að gagn- rýna að við séum ekki að standa okkur. Þetta helst auðvitað í hendur. Ann- aðhvort rannsökum við brotin og höfum þau úrræði, sem til þarf, eða afbrotamenn geta ákveðið að fara með fjársvikin sín yfir nokkur landamæri til að koma í veg fyrir að rannsóknin nái tilgangi sínum. Mér þykir það ekki ásættanlegt.“     Saksóknarinn segir ennfremur:„Núna erum við gróflega áætlað með 20 til 30 mál í meðferð. Við erum með sextán og hálft stöðugildi. Til að geta lokið öllum þessum málum á eðlilegum hraða þá þurfum við hins vegar meira til. Við þurfum að hefja fleiri rann- sóknir að eigin frumkvæði og ég tel ekki óraunhæft að miða við tvöföld- un á starfsmannafjölda á ekki mjög löngum tíma. Þá þurfum við að sækja þekkingu og menntun fyrir fólk en slík þekking er oft sérhæfð og bara að finna erlendis.“     Loks segir Helgi Magnús:„Það er enginn, sem gerir at- hugasemd við það að refsa manni, sem stelur sér kókflösku á Lauga- veginum … Þegar hvítflibbar eiga í hlut og það fréttist að þeir hafi jafn- vel stungið ævitekjum verkamanns- ins undan skatti skapast oft engin opinber umræða um málið.“ STAKSTEINAR Helgi Magnús Gunnarsson Áhugavert viðtal SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )              *(!  + ,- .  & / 0    + -           !         !   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                      :  *$;<                          !   *! $$ ; *! # $ %   $   & ' !(' =2 =! =2 =! =2 #&% )  *+',  <2>         *  ? ;  ?" 2 - %            '! ' $ $  . ! '  , '/$   0 /    - /"*   $%   / '   .  , $   '/$   0 1    '  .      0 =7  2 ' %$ % $  , $  .3&  $   0 1 $ "  0 45  '66  '! 7 ' !')  3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C ". ". 0" "0 0" 0 0 0""  0"  "0 / / 0" "0" / /  0"  . ." . . . ". ". ". . . ." . ". ".                Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Bjarni Harðarson | 19. júní Höfðinglegar móttökur Hefi eytt dögunum með okkar kære nordiske venner á Vestnorrænni þingmannaráðstefnu á Húsavík. Lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir nýliða og þarna í hópi margir eftirminnilegir karakterar. Að öðrum ólöstuðum verða þeir mér eftirminnilegastir þjóðfrelsismað- urinn færeyski Högni Hoydal og Jón- atan Mosfeld foringi Grænlendinga. Meira: bjarnihardar.blog.is Friðrik Þór Guðmundsson | 20. júní Siðanefnd fer vill vegar … að því er virðist lét nefndin froðufellandi fyrrverandi ráðherra rugla sig í ríminu og telja sér trú um að um- sjónarmaður Kastljóss hefði gengið um með óvildarhug í garð viðkomandi ráð- herra, hefði viljandi farið með rang- færslur gagngert til að gera ráð- herrann tortryggilegan og í því skyni látið undir höfuð leggjast að afla grundvallarupplýsinga í viðkvæmu máli. Meira: lillo.blog.is Tómas Þóroddsson | 16. júní 2007 Vinna sér inn aur Vaknaði á Akureyri. Betra að vakna þar en sofna. Fékk mér lúku af kandís í morgunmat og burstaði svo vel tenn- urnar. Keyrði inn fjörðinn og rukkaði Moggann hjá bændum, það gekk mjög vel og sér- staklega vel hjá þeim sem voru áskrifendur að Mogganum. Fékk það út að áskrifendur Mogg- ans eru mjög gestrisið fólk og það er vingjarnlegri og kurteisara en annað fólk. Fékk m.a. hótun um að á mig yrði sigað löggu ef ég ekki hypjaði mig úr Eyjafirði, frá einum sem ekki var áskrifandi. Á einum bænum var mér boðið inn í kaffi og pönnukökur, það er alveg ótrúlegt hvað ég get borðað mikið af pönnukökum þegar ég byrja. Húsfreyjan hafði vart undan að baka ofan í mig og hikstandi kenndi ég heimilisfólkinu svo á tölvu. Meira: tommi.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 19. júní 2007 Komin úr söngferðinni – og fer nú beint í hundana! Jæja, þá er ég komin úr stórkostlegu söng- ferðalagi með Sunnu- kórnum á Ísafirði til Eystrasaltslanda. Fyrsti viðkomustaður var Finnland – sungum þar undir Síbelíusarminnismerkinu (sjá mynd), líka á Esplanaden, og svo var það hápunkturinn: Sjálf Klettakirkjan. Það var mikil upp- lifun … og margt sem fór úrskeiðis, bæði fyrir tónleikana og meðan á þeim stóð. Til dæmis tókst mér, fyrir ótrú- lega slysni sem of langt mál yrði að rekja hér, að brenna hnefastórt gat á kórbúninginn minn kvöldið fyrir tón- leikana í Klettakirkjunni. Ég á það hjálpsamri kórsystur að þakka, henni Hrafnhildi, að þessu varð bjargað. Hún er nefnilega völundur í höndum, og þrátt fyrir að hótelið gæti einungis útvegað okkur ónýta saumavél, sem að sjálfsögðu bilaði á meðan verið var að reyna að gera við skemmdina þarna á síðustu stundu, þá tókst henni að sauma treyjuna upp með sínum fimu fingrum. Og nú er treyjan betri ef eitthvað er. Enda sáu allir – þegar viðgerðinni var lok- ið – að svona styttri treyjur væru eiginlega bara klæðilegri á okkur konunum. Þannig að óhappið hefur sennilega skapað nýjan „trend“ fyrir kórbúninga Sunnukórsins í framtíð- inni Jæja, en tónleikarnir tókust vel. Þeir voru vel sóttir og viðtökur áheyrenda frábærar í lokin, mörg uppklöpp og endaði með því að sal- urinn reis á fætur fyrir okkur. Jamm – ekkert minna. Sanngirninnar vegna skal þess getið að við höfðum fyrirtaks klapplið með í för þar sem makar okkar voru annars vegar. Þeir tóku að sér hlutverk kynning- arfulltrúa og aðdáenda með öllu sem því tilheyrir – klöppuðu mest og hæst og sköpuðu stemningu hvar sem við komum. Nú skil ég betur en nokkru sinni gildi þess fyrir fótbolta- liðin að hafa góða aðdáendaklúbba En kórinn sjálfur átti auðvitað sinn hlut í þessu – og þá ekki síst stjórnandinn okkar, hún Ingunn Ósk Sturludóttir. Hún er sjálf messó- sópran söngkona með djúpa og þróttmikla rödd – og það gerði auð- vitað útslagið þegar hún tók lagið með okkur. Sérstaklega var áhrifa- mikið þegar hún söng Ave Maríu eft- ir Sigvalda Kaldalóns. Það eru engar ýkjur að fólk tárfelldi undir söng hennar, og eftir það áttum við hvert bein í áheyrendum. Þá spillti ekki fyrir að undirleikari kórsins, Sigríð- ur Ragnarsdóttir, er snillingur á hljóðfærið Meira: olinathorv.blog.is BLOG.IS Taktu þátt og safnaðu stimplum hjá Olís. Glæsilegir vinningar í boði! Við höldum með þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.