Morgunblaðið - 21.06.2007, Síða 11

Morgunblaðið - 21.06.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 11 FRÉTTIR Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is „ÞETTA er best í heimi,“ segir Tómas Pálsson, nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, dreyminn á svip þegar hann ræðir um verkefni sumarsins – að fram- kvæma tilraunir, hlusta á fyrirlestra og leysa dæmi frá morgni til kvölds í tómlegri skólabyggingu á lóð Há- skóla Íslands. Tómas og fjórir fé- lagar hans úr MR verða fulltrúar Ís- lands í alþjóðlegu ólympíukeppninni í eðlisfræði sem fer fram í Íran í júlí. Fram að brottför eru þeir í stífum þjálfunarbúðum. Komnir með hausverk kl. þrjú MR-ingar höfnuðu raunar í efstu átta sætunum í forkeppni sem skar úr um það hverjir yrðu í liðinu. Strákarnir eru sammála um að skýra megi árangur skólans á þessu sviði með því að þar ríki einstakt, hvetjandi andrúmsloft hvað varðar raungreinar. Yfirstjórn skólans sé hlynnt eflingu þeirra, kennararnir séu engum líkir og í skólann flykkist nemendur sem hafi áhuga á námi af þessum toga. Arnar Þór Hallsson og Einar Bjarki Gunnarsson, dúx Menntaskólans nú í vor, segja að iðkun raungreina sé eðlilegur hluti skólalífsins í MR og því fjarri lagi að þeir sem leggi stund á þær séu litnir hornauga af skólafélögum sínum. Þegar við þetta bætist sex vikna þjálfun skyldi maður halda að pilt- arnir væru vel í stakk búnir til þess að takast á við þær þrautir sem bíða þeirra í Íran. keppnir sem þessar en strákar, jafn- vel meira. „Það er sagt að stelpur séu samviskusamar og skipulagðar. Auðvitað eru það nákvæmlega þeir eiginleikar sem nýtast í svona þjálf- un,“ segir Gunnar Atli. Strákarnir segja að af einhverjum ástæðum virðist stúlkur skorta sjálfstraust. Klárar stelpur taki jafnvel ekki þátt í forkeppninni, því þær telji það ranglega augljóst að þær muni eng- um árangri ná. „Samt er fullt af stelpum sem hefur fengið hærra en ég á prófum,“ segir Gunnar. „Svo getur líka verið að þær séu hræddari en strákar við nörda-stimpilinn,“ bætir hann við og hinir kíma. lega ekki eins vel að vígi og sumar aðrar þjóðir,“ segir Tómas. Piltarnir eru sérstaklega þakk- látir Björgólfi Thor Björgólfssyni og Orkuveitunni fyrir veittan stuðning, því þjálfunin gerir þeim það ómögu- legt að sinna annarri vinnu. Þeir þurfa því að treysta á styrki sér til framfærslu. Þegar hafa nokkrir bak- hjarlar fundist en fjáröflun stendur enn yfir. „Þú getur kannski nefnt það í greininni hvað við erum sult- arlegir að sjá?“ læðir einn þeirra út úr sér og enn skella allir uppúr. Talið berst að hlut kvenna. Strák- arnir eru fljótir að taka það fram að stelpur eigi ekki síður erindi í Þeir Gunnar Atli Thoroddsen og Hafsteinn Einarsson stynja þungan þegar minnst er á námsefnið. Þeir eru ári yngri en hinir og segjast iðu- lega vera komnir með höfuðverk uppúr klukkan þrjú. Þeir fóru yfir allt námsefni næsta vetrar á hálfri fjórðu viku og hafa síðan fært sig yf- ir í flóknari útreikninga. Hinir hafa beint athygli sinni að verkefnum fyrri keppna. Háðir styrkjum „En Indónesinn sem vann þetta í fyrra var 16 ára og hafði eytt tveim- ur árum eingöngu í að æfa fyrir þessa keppni, svo við stöndum vissu- Vísindin óháð menningu og tungu Morgunblaðið/G.Rúnar Eðlisfræðiséní Tómas Pálsson, Hafsteinn Einarsson, Einar Bjarki Gunnarsson, Arnar Þór Hallsson og Gunnar Atli Thoroddsen eru spenntir að fara til Íran, þar sem þeir munu kynnast öðrum ungum vísindamönnum. Í HNOTSKURN » Leikarnir í Íran eru þeir38. í röðinni. »Yfir 80 lönd munu sendakeppnislið. »NóbelsverðlaunahafinnStephen Hawking verður heiðursgestur leikanna í ár. » Ísland tekur einnig þátt íólympíukeppnunum í efna- fræði og stærðfræði. Fimm afburðaungmenni halda til Írans á alþjóða-ólympíukeppnina í eðlisfræði Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.