Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT París. AP. | Fjárfestingar í endurnýj- anlegum orkugjöfum jukust um 43% í heiminum árið 2006 miðað við árið á undan, fóru í 71 milljarð doll- ara, um 4.400 milljarða króna. Kom þetta fram í nýrri skýrslu Umhverf- isstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, sem birt var í gær. Talið er að ótti við hlýnandi lofts- lag, örvænting vegna hækkandi olíuverðs og aukinn stuðningur stjórnvalda í mörgum ríkjum hafi ýtt undir þessa þróun. Um fimmt- ungur fjárfestinganna var í þróun- arríkjunum. Eftir sem áður koma þó aðeins um 2% af allri raforku frá endur- nýjanlegum orkugjöfum, seg- ir í skýrslunni. En yfirmaður UNEP, Achim Steiner, sagði að mikilvægast væri að áhuginn á endurnýjan- legum orkugjöf- um sveiflaðist ekki lengur algerlega í takt við breytingar á olíuverði. „Æ fleiri orkufyrirtæki, sveit- arfélög og ríki velja þá nú án tillits til kostnaðarins sem fylgir jarð- efnaeldsneyti.“ Vaxandi áhugi á endur- nýjanlegum orkugjöfum Bagdad. AFP. | Íraskar og bandarískar her- sveitir hertu í gær sókn sína gegn stöðvum meintra al-Qaeda manna norð- austan við höf- uðborgina og var sagt að 30 upp- reisnarmenn hefðu verið felldir. Um 7.500 Bandaríkjamenn og 2.500 Írakar tóku þátt í aðgerðunum í Diyala- héraði. Talið er að minnst 87 manns hafi látið lífið og nokkur hundruð særst í sprengjuárás nálægt mosku sjíta í miðborg Bagdad á þriðjudag. Er um að ræða mannskæðustu árás í Bagdad í tvo mánuði og er búist við hefndarárásum af hálfu sjíta á helgistaði súnníta. Blóðug árás Heift Brak við sjítamoskuna. BRETAR munu þurfa að taka þátt í uppbyggingu í Afganistan næstu áratugina segir breski sendiherr- ann í landinu, Sir Sherard Cowper- Coles. „Þetta er maraþonhlaup, ekki spretthlaup,“ sagði sendiherr- ann í útvarpsviðtali. Hann hefur ferðast um Afganistan og segir fólk þar óttast að Bretar hverfi á brott með her sinn áður en uppbyggingu innviða á borð við lögreglu, réttar- farskerfi og heilsugæslu lýkur. Spáir langdvöl Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt þrjá liðsmenn AFRC, vígasveita Byltingarráðsins svonefnda í Sierra Leone, seka um stríðsglæpi á tímum borgarastyrj- aldarinnar sem lauk árið 2002. Átökin kostuðu um 50 þúsund manns lífið og lauk ekki fyrr en Bretar sendu her til að skakka leik- inn. Dæmdir sekir ÞÚSUNDIR bænda í Suður-Kóreu efndu í gær til setuverkfalls við ráðhús Seoul-borgar til að mótmæla fríverslunarsamningi sem gerður var við Bandaríkin í apríl eftir langar og strangar samningaviðræður í 10 mánuði. Hér sést einn þeirra með ágætlega prýdda kú sína. Búist er við að George W. Bush Bandaríkjaforseti undirriti samninginn í lok júní. Um er að ræða einn af umfangsmestu samningum um fríverslun sem Bandaríkin hafa gert. Meirihluti íbúa Suður-Kóreu styður samninginn, ef marka má skoð- anakannanir, en bændurnir óttast að fríverslun muni skerða kjör þeirra. Reuters Mótmæla fríverslun Ramallah, Gaza. AFP. | Forseti Palest- ínu, Mahmoud Abbas, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær og réðst harka- lega á Hamas-menn, sagði þá vera hryðjuverkamenn sem nú reyndu að stofna eigið ríki á Gazasvæðinu. Mestu skipti núna að koma í veg fyr- ir að undirróður Hamas-manna breiddist út til Vesturbakkans. „Það eru engar viðræður í gangi við þessa morðóðu hryðjuverkamenn,“ sagði Abbas. Hann sagðist árangurslaust hafa reynt samningaleiðina og sak- aði Hamas um að myrða Fatah- menn í lögregluliði Gaza. Fyrir mán- uði hefðu samtökin ætlað að bana sér með sprengjutilræði. Abbas gaf í skyn að „erlend öfl“ styddu við bakið á Hamas í valdaráni á Gaza án þess að skýra orð sín frek- ar. Utanríkisráðherra Egyptalands sagði í gær að Íranar hefðu hvatt Hamas til að taka völdin á Gaza og ógnuðu með þeirri stefnu sinni ör- yggi Egyptalands sem á landamæri að Gaza. Ehud Barak, nýr varnarmálaráð- herra Ísraels, skipaði í gær ísraelska hernum að hleypa inn í landið hópi fólks úr röðum u.þ.b. 200 Gaza-búa sem beðið hafa á landamærastöðina Eretz og þurfa á læknisaðstoð að halda. Nokkrir herskáir Palestínu- menn féllu á Gaza í gær er flokkur ísraelskra hermanna réðst inn á svæðið í „hefðbundinni aðgerð gegn hryðjuverkamönnum“, eins og sagði í yfirlýsingu Ísraelshers. Eru þetta fyrstu átök Ísraela við vígamenn á svæðinu síðan Hamas tók þar völdin. Ekkert rætt við Hamas SANN LEIKUR! Nissan Pathfinder Adventure er fullbúinn bíll* 4.950.000 kr. • Vindskeið • Litað gler • Regnskynjari • Þokuljós • 33” breyting • Sérsmíðaðar álfelgur • 7 manna • Sjálfskipting • 174 hestafla díselvél • 3000 kg dráttargeta • Cruise control • Dráttarbeisli • 6 diska CD spilari • Húddhlíf Nissan Pathfinder ADVENTURE SE*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.