Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 15 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum velta nú mjög fyrir sér hvort Mich- ael R. Bloomberg, borgarstjóri í New York, hyggist bjóða sig fram til embættis forseta en hann sagði sig úr Repúblikanaflokknum á þriðjudag. Myndi hann þá fara fram sem óháður frambjóðandi. Stóru flokkarnir tveir hafa lengi skipst á um að hreppa forsetaemb- ættið, auðkýfingurinn Ross Perot kom mörgum á óvart er hann hlaut 19% atkvæða 1992. Bloom- berg, sem er 65 ára, hefur hingað til vísað á bug að hann hyggi á forsetaframboð og lætur enn duga að ýta undir vangaveltur þess efn- is. Hann gantaðist eitt sinn með að Bandaríkjamenn myndu varla gera „lítinn, fráskilinn gyðing“ að for- seta. Hann var lengi flokksbundinn demókrati en gekk í Repúblik- anaflokkinn árið 2000, áður en hann bauð sig fyrst fram í embætti borgarstjóra í New York. Bloom- berg stofnaði á sínum tíma fjár- mála- og fjölmiðlafyrirtækið Bloomberg LP, er vellauðugur, tal- inn eiga um 5.000 milljónir dollara eða vel yfir 300 milljarða króna. Ljóst þykir að borgarstjórinn í New York myndi höfða sterkt til margra hægri-miðjumanna sem eru ósáttir við margt í stefnu George W. Bush, Íraksstríðið, harðlínustefnu í siðferðismálum og skuldasöfnun ríkisins, en geta vart hugsað sér að kjósa Hillary Clint- on eða yfirleitt demókrata. Bloom- berg þykir hafa staðið sig vel sem borgarstjóri og sýnt mikla lagni. Hann hefur stutt hjónabönd sam- kynhneigðra, takmarkanir á byssueign, vill leyfa tilraunir með stofnfrumur og hækkaði eigna- skatta til að leysa fjárhagsvanda borgarinnar í kjölfar hryðjuverk- anna 11. september 2001. Hann er fylgjandi því að sett verði tíma- áætlun um brottflutning herja frá Írak og segist vera andvígur hneigð núverandi forseta til að hunsa skoðanir annarra þjóða. Góðar hugmyndir hafi forgang „Allir sem kjörnir hafa verið til ábyrgðarstarfa og tekist vel upp vita að raunverulegur árangur skiptir meira máli en slagsmál milli flokka, að góðar hugmyndir eiga að hafa forgang á stranga hollustu við ákveðna pólitíska hug- myndafræði,“ sagði Bloomberg í yfirlýsingu sinni um úrsögnina. Mjög umdeilt er hvort hann tæki flest atkvæði af demókrötum eða repúblikönum. Breska tímaritið The Economist fjallaði eitt sinn um hugsanlegt forsetaframboð Bloom- bergs og taldi að kæmi til þess væri Antonio Villaragoisa, borg- arstjóri í Los Angeles, líklegt vara- forsetaefni. Aðrir nefna Chuck Hagel, öldungadeildarþingmann repúblikana frá Nebraska, sem er gömul stríðshetja en er nú einhver öflugasti gagnrýnandi Íraksstríðs- ins úr röðum repúblikana. Hvað segja líklegir keppinautar um ákvörðun Bloombergs? Hillary Clinton var ekki margorð. „Ég er ekki hissa á nokkrum manni sem segir sig úr Repúblikanaflokkn- um,“ sagði hún. Býður Bloomberg borgarstjóri sig fram til forseta næsta ár? Hefur sagt sig úr Repúblikana- flokknum AP Óháður Michael Bloomberg (t.v.), borgarstjóri í New York, umkringdur fréttamönnum í gær eftir að hafa gefið út yfirlýsinguna. Í HNOTSKURN »Bloomberg er m.a. sagðurvelta því fyrir sér hvort kjós- endur verði búnir að fá sig full- sadda af harkalegum átökum stóru flokkanna tveggja þegar kemur fram á næsta ár. Þá gæti hann í augum margra virst traustvekjandi málamiðlun. »Blaðið The New York Timessegir hugsanlegt að Bloom- berg ætli með úrsögninni aðeins að vekja á sér athygli og efla þannig stöðu sína sem borg- arstjóri þegar kjörtímabilinu er að ljúka. Hann mun hverfa úr embætti 2009. FRAM kemur í nýrri skýrslu hollensku um- hverfismats- stofnunarinnar að koltvíoxíð- losun Kína hafi aukist um 9% í fyrra, miðað við 1,4% í Bandaríkjun- um. Breska blaðið The Guardian segir að Kína sé nú orðið mesti mengunarvaldur heims, hafi farið fram úr Banda- ríkjunum mun fyrr en búist hafi verið við. Er talið að aukin áhersla á kolanotkun í Kína hafi flýtt fyrir þessari þróun en brennsla kola veldur mikilli losun koldíoxíðs. Í skýrslunni er losun frá samgöngu- tækjum og losun vegna eyðingar skóga ekki með í útreikningunum en talið ósennilegt að slíkir þættir myndu breyta meginniðurstöð- unni. Blaðið segir að tíðindin muni auka þrýsting á stjórnmálamenn heimsins um að sameinast um nýj- an samning um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöld- um og þar verði tekin með í reikn- inginn losunin í Kína. Hagvöxtur er geysimikill í Kína, þar eru byggð um tvö orkuver á viku. John Ashton, breskur sér- fræðingur í loftslagsbreytingum, bendir á að útblástur koltvíoxíðs á hvern íbúa sé enn mun lægri í Kína en gerist víðast á Vestur- löndum. Kína los- ar mest af CO2 Sævarhöfða 2 / Sími 525 8000 / www.ih.is / Opið: Mán frá kl. 10 - 18 og þri til fös frá kl. 9 - 18. E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 4 0 6 KOMDU OG REYNSLUAKTU!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.