Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SVO virðist sem Nóbelsskáldið spænska, Juan Ramón Jiménez heitinn, hafi átt í ástarævintýrum með þremur nunnum. Það lesa menn út úr óbirtum ljóðum skáldsins sem stendur til að gefa út, en ekki er ljóst hvort þau byggja á ímyndun eða veruleika. Nunnur úr reglu hins heilaga talnabands í Madríd hafa brugðist illa við ljóðunum og krefjast þess að hætt verði við út- gáfuna. Jiménez hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1956. Hann dvaldi um tveggja ára skeið, frá 1901-3, á hjúkrunarheimili í klaustri regl- unnar fyrrnefndu í Madríd, sam- kvæmt læknisráði. Jiménez sagði síðar frá því að þetta hefðu verið sín bestu ár, en hann var tvítugur þegar hann hóf dvölina. Abbadísin rak hann á dyr að lok- um og hafði þá áður sent í það minnsta eina nunnu í annað klaust- ur. Jiménez vildi ekki birta fyrr- nefnd ljóð af ótta við að ganga fram af eiginkonu sinni og íhaldssamri tengdamóður. „Þessi ljóð munu koma mörgum á óvart því þau eru klúr og kyn- æsandi,“ segir ritstjórinn José Ant- onio Expósito, sem hyggst gefa þau út á bók með titlinum „Bækur ást- arinnar“. Erótísk nunnuljóð Nunnur ósáttar við ljóð Jiménez Juan R. Jiménez BRESKI lista- verkasafnarinn Charles Saatchi keypti öll verk hins nýútskrifaða listamanns James Howard, 46 talsins, á út- skriftarsýningu Royal Academy listaskólans í Lundúnum í síðustu viku. Fyrir þau greiddi hann 4.500 pund, um 560.000 krónur. Saatchi varð milljónamæringur af auglýsingastörfum en er nú þekktur fyrir að reka listasafn í sínu nafni og taka listamenn upp á arma sína, en af þeim er Damien Hirst líklega þekktastur. Howard er 26 ára og lauk nýverið fram- haldsnámi í myndlist. Útskrift- arverk hans voru útprent af klippi- myndum sem hann vann í tölvu, og líktust dæmigerðum auglýsingum á Netinu. Howard sagðist alls ekki hafa átt von á því að Saatchi myndi hringja. Sér hafi verið brugðið enda mikil viðurkenning fyrir nýútskrifaðan listamann að Saatchi sýni verkum hans slíkan áhuga. Listaverkakaup Saatchi hafa jafnan mikil áhrif á listaverkamark- aðinn og þeir listamenn sem hann kaupir verk eftir hafa skotist upp á stjörnuhimininn á seinustu árum og verð á verkum þeirra hækkað gíf- urlega. Gagnrýnendur Saatchi gera hins vegar lítið úr áhrifum hans á listamarkaðinn og segja hann of- metinn safnara. Saatchi á það til að kaupa öll verk listamanna og selja þau svo öll í einu, sem getur valdið miklum verðsveiflum. Keypti öll verkin Charles Saatchi MAR er yfirskrift sýningar Helgu Sigurðardóttur sem opnuð verður í Art-iceland á Skólavörðustíg 1a í dag. Inn- blástur verkanna sækir lista- konan í hafið; orku þess og kraft. Upplifun hennar eftir dvöl á lítilli suðrænni eyju kemur sterklega fram í skær- um litum. Ósjálfrátt kemur þessi lífsreynsla fram í mynd- unum. Andstæður hafsins hafa áhrif, annars vegar magnþrungnar fyssandi öldur og hins vegar stemningin sem verður þegar sólin sindrar á spegilsléttum haffletinum. Helga lætur litina flæða og leggur mikla áherslu á litaspil. Myndlist Sæheimar Helgu Sigurðardóttur Úr einu af verkum Helgu. SÝNING Leirlistafélags Ís- lands, Vösumst, verður opnuð í Ketilhúsinu á Listasumri á Ak- ureyri í dag kl. 17. Þátttak- endur í sýningunni eru 30 og þema sýningarinnar vasar. Leirlistafélagið var stofnað árið 1981 og er takmark félags- ins að efla veg og virðingu greinarinnar á Íslandi. Mennt- un leirlistafólks er fjölþætt, allir félagar eru að minnsta kosti með fjögurra ára menntun í myndlist og sumir með háskólagráðu. Sýningin stendur til 8. júlí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í dag. Myndlist Vasast í vösum í Ketilhúsi Vasi eftir Ragnar Kjartansson og Dieter Roth. KÁRI Þormar, organisti Ás- kirkju í Reykjavík, leikur á há- degistónleikum Alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgríms- kirkju kl. 12 í dag. Áður en Kári Þormar hélt til fram- haldsnáms í orgelleik og kirkjutónlist í Düsseldorf í Þýskalandi var hann fyrsti nemandinn sem lauk org- elnámi hér heima með tón- leikum á hið glæsilega Klais- orgel í Hallgrímskirkju. Kennari hans hérna var Hörður Áskelsson. Að námi loknu var Kári org- anisti Kópavogskirkju, Fríkirkjunnar í Reykjavík en frá 2001 hefur hann verið organisti Áskirkju. Tónlist Kári spilar Franck og Couperin Kári Þormar og sonur. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SÆNSKA dagblaðið Metro hefur bryddað upp á þeirri nýjung að borga bloggurum á vefsvæði sínu fyrir hverja heimsókn sem þeir fá. Um er að ræða þrjá sænska aura fyrir hverja heimsókn, sem nemur um 27 íslenskum aurum fyrir skatt. Til þess að komast á slíka launaskrá þarf viðkomandi bloggari þó að fá í það minnsta 5 þúsund heimsóknir fyrsta mánuðinn. Vinsælustu bloggarar Íslands, á borð við Egil Helgason og Ellý Ár- mannsdóttur, fá um þessar mundir 50 til 60 þúsund heimsóknir í hverj- um mánuði, og miðað við sænska módelið gætu þau því haft 13 til 16 þúsund krónur í tekjur af því. Ef þau hins vegar myndu blogga fyrir Metro, og 1/6 hluti sænsku þjóðar- innar myndi heimsækja bloggið líkt og hér, væru tekjurnar um 400 þús- und á mánuði. Ekki slæm hugmynd „Við höfum ekki greitt blogg- urum til þessa, þótt vissulega megi færa rök fyrir því að þeir séu að eyða tíma í að skrifa efni sem er vinsælt. Þann- ig að það er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta er þróun sem við þurfum að horfa til,“ segir Ingvar Hjálmars- son, vefstjóri Mbl.is. „Fyrirtækið Mediacom keypti hins vegar fast auglýsingapláss á blog.is og bauð í framhaldi þeim bloggurum sem því þótti vænlegir að setja inn auglýs- ingar á þeirra síður. Þessum blogg- urum var síðan greiddur ákveðinn hluti af auglýsingatekjunum,“ segir Ingvar. „Við höfum hins vegar ekki selt auglýsingar inn á stakar blogg- síður því við höfum litið svo á að það sé árás inn á það svæði sem viðkom- andi hefur hannað.“ Ingvar segir hugmynd sænska dagblaðsins ekki slæma og þetta sé því nokkuð sem Mbl.is muni skoða. „Auðvitað verð- um við að horfa til þess að í ein- hverjum tilfellum geti sú staða kom- ið upp að það þurfi að borga þessu fólki.“ Ekki á dagskrá „Við höfum aðeins rætt það hvort rétt væri að borga bloggurum,“ seg- ir Þórir Guð- mundsson, frétta- stjóri Vísis.is. „Hingað til hefur niðurstaðan verið sú að gera það ekki vegna þess að flestir eru að blogga af eigin hvötum. Það eru áhugaverðustu bloggin, þar sem menn eru að gera það af tjáningar- þörf, en ekki vegna þess að menn eru að fá borgað fyrir það,“ segir Þórir, og bendir á að í Bandaríkj- unum sé mikið um að vefmiðlar hafi bloggara á launaskrá, en þá sé hins vegar oftast um sérfræðinga í ákveðnum málefnum að ræða. „Enn sem komið er höfum við ákveðið að halda þessu frjálsa bloggi, og fara ekki þá leið sem Metro eða Morg- unblaðið hafa farið, að greiða blogg- urum,“ segir Þórir sem sér þessa aðferð því ekki fyrir sér á Vísi.is í nánustu framtíð. Eðlileg þróun „Við höfum íhugað þetta en ekki ennþá út- fært þetta,“ segir Andrés Jónsson, einn þeirra sem vinna nú að stofn- un nýs vefmiðils sem nefnist Eyjan.is. „Þegar fólk er að leggja mikla vinnu í eitthvað sem margir lesa er eðlilegt að þróunin verði að einhverju leyti sú að menn geti haft tekjur af því. Víða erlendis geta vin- sælir bloggarar til dæmis aflað sér tekna með ýmsum hætti,“ segir Andrés og bætir við að auglýsendur geti auðveldlega náð til afmarkaðra hópa á bloggsvæðum, og farið til dæmis eftir atvinnugreinum eða áhugamálum bloggaranna. Á nýja vefsvæðinu verða fasta- pennar sem notið hafa vinsælda að undanförnu, en Andrés segir að þeim verði ekki borgað fyrst um sinn. „Við munum hins vegar bjóða þeim upp á þann möguleika að selja auglýsingar hjá sér, við fettum ekki fingur út í það,“ segir Andrés, sem útilokar ekki að hér á landi verði svipuð leið farin og í Svíþjóð. „Mér finnst ekki ólíklegt að þessi þróun geti átt sér stað hér eins og þar. Fyrst auglýsendur eru að auglýsa á bloggsíðum er eðlilegt að það fé endi í vösum bloggaranna sjálfra.“ Borgað fyrir bloggfærslur Hugsanlegt að íslenskir bloggarar fái borgað fyrir hverja heimsókn sem þeir fá Morgunblaðið/Kristinn Vinsæl Ellý gæti haft um 400.000 kr. í tekjur á mánuði af bloggi í Svíþjóð. Ingvar Hjálmarsson Þórir Guðmundsson Andrés Jónsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er viðleitni til að stunda heimspeki í hversdagslegu umhverfi og á hversdagslegum forsendum,“ segir Ólafur Páll Jónsson heimspek- ingur, en í kvöld kl. 20 stendur hann fyrir Heim- spekikaffi á Súfistanum í Máli og menningu á Laugaveginum. „Hugmyndin er öðrum þræði sú að hver sem er geti tekið þátt í heimspekilegri umræðu og þurfi ekki að vera skólagenginn.“ Verðið þið heimspekingar þá varir við að fólk veigri sér við þátttöku í heimspekilegum um- ræðum eða finnist þær flóknar og erfiðar? „Stundum. Á köflum eru heimspekingar há- fleygir. Þar togast tvennt á. Heimspekin er há- skólagrein; fræðigrein, og við tölum hver við ann- an á fræðilegum nótum sem eru ekki alltaf aðgengilegar venjulegu fólki. Á hinn bóginn eru margir sem vilja halda í þessar sókratísku rætur, þar sem maður lítur á heimspekina sem aðferð; umræðuhefð eða rökræðuhefð. Þetta er hins veg- ar vídd sem hefur í meira mæli verið tekin upp aftur í heimspeki menntunarinnar, og er til dæmis fyrirferðamikil í barnaheimspeki. Í menntun er lögð áhersla á það hvert svo sem viðfangsefnið er, að hin heimspekilega aðferð sé gagnleg. Þessir þræðir koma saman í hugmyndinni um heim- spekikaffihúsið.“ Umræðuefni á Heimspekikaffihúsinu í kvöld verður náttúran, vald og verðmæti, en fyrir skömmu gaf Ólafur Páll út bók með því heiti, og efnið honum hugleikið. En er þetta þá ekki ekki bara það sem kallast hversdagslegar samræður? „Hlutverk heimspekingsins í þessum kring- umstæðum er ekki að vera sérfræðingur, heldur að stýra umræðunni; halda þræðinum og kannski segja eitthvað, ef hann hefur eitthvað til málanna að leggja.“ Hugmyndin um heimspekikaffihús á rætur að rekja til morgunfundar heimspekings og nokk- urra kunningja hans á kaffihúsi í París árið 1992. Það var Róbert Jack, heimspekingur og höfundur bókarinnar Hversdagsheimspeki (Háskóla- útgáfan 2006), sem stóð fyrir fyrsta íslenska heim- spekikaffihúsinu haustið 2005. Heimspekin er félagslynd TENGLAR ............................................................... www.heimspeki.hi.is/?greinasafn/annad/ cafe_philo Morgunblaðið/Ásdís Heimspekingurinn Ólafur Páll Jónsson. ♦♦♦ Á SÍÐU 15 í blaðinu í gær urðu þau mistök að Sveinbjörn I. Baldvinsson, var sagður Baldursson. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Leiðrétting ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.