Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 17 MENNING SIGRÚN Ólafsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir listsköpun sína í Þýskalandi þar sem hún er búsett. Þar hefur hún m.a. vakið athygli fyrir verk í opinberu rými. Í Gall- eríi Turpentine gefst nú tækifæri til að kynna sér verk hennar en þar sýnir hún skúlptúra úr kross- viði og stáli auk „sjálfstæðra skúlp- túrteikninga“ eins og segir í sýn- ingarskrá. Raunar hafa skúlptúrarnir eig- inleika teikningar í rými (fremur en á fleti). Fínlegar bogadregnar línur snerta og skáskera hver aðra í léttum dansi. Hið skemmtilega verk Eld svif, unnið með flug- vélakrossviði, hangir úr loftinu líkt og það svífi í loftfimleik. Snúningur þess minnir á síbreytileika teikn- ingarinnar eftir sjónarhorni og nauðsyn þess að virkja rýmið: að sýningargestir gangi í hring um verkin til að njóta þeirra til fulln- ustu. Teikningarnar eru unnar með krítargrunni og tússi á striga. Þar er sköpuð rýmiskennd með sam- spili ílangra forma. Í þeim býr einnig töluverð sveifla en þó ekki sami léttleikinn og spennan og í þrívíðu verkunum. Teikning í rými MYNDLIST Gallery Turpentine Til 23. júní 2007. Opið þri.- fö. kl. 12-18, lau. kl. 12-16. Ókeypis aðgangur. Sigrún Ólafsdóttir Skúlptúr „Fínlegar bogadregnar línur snerta og skáskera hver aðra í léttum dansi,“ segir Anna Jóa. Anna Jóa RÚSSNESK orgelljón hafa hingað til verið fáséð á Alþjóðlegu orgels- umri Listvinafélags Hallgríms- kirkju; alla vega var Daníel Za- retsky (f. 1964) sl. sunnudag fyrsta dæmið að mér nærstöddum. Og þó útlit flytjenda komi venjulega ekki tónleikaumfjöllun við, þá var ekki að neita að tággranni hár- og skeggpr- úði svartklæddi maðurinn frá St. Pétursborg, sem hæglega hefði get- að verið 10 árum yngri en tónleika- skráin sagði til um, bar með sér áru af fullfleygum virtúós er hann vatt sér í neðra spilborðssætið. Það hefði með öðrum orðum verið meira en pínlegt, hefði spila- mennskan ekki staðið undir fyrstu sýndarvæntingum. En gæðasía tón- leikaraðarinnar stóð hér enn 100% fyrir sínu, því Zaretsky brást hvergi björtustu vonum þrátt fyrir stund- um nærri glæfraleg hraðavöl. E-dúr prelúdía Buxtehudes (BuxWV 141) var fyrsta dæmið um slíkt en verkaði samt lauflétt og óvinguð, og syngj- andi mótun þriggja forleikja um Vater unser im Himmelreich eftir Bach, Böhm og Hallgrím Helgason brást ekki heldur. Deuxième fantai- sie og sérstaklega Litanie Jehans Alain (d. 1940) geisluðu af fjörugri fimi, og eftir úthafsbylgjóttan þunga Passacaglíu Kuschnarews (d. 1960) kom glæsilega dansandi útfærsla á Toccötu Georgis Muschels (d. 1991). Loks voru tilbrigði Ernsts Kohlers (d. 1847) um gamla rússneska þjóð- sönginn (hér kunnan sem Drottinn, ó Drottinn vor – að ógleymdum 1812 forleik Tsjækovskíjs) með 4 til- brigðum og fúgu þar sem Zaretsky lék á als oddi í sönnum orgelflug- eldaanda með fullkomnu valdi á öll- um útlimum. Sem aukalag var tekin Prelúdía Bachs í C-dúr BWV 531; því miður án fúgunnar en engu að síður með glæsilegum tilþrifum. Enn var þó hvergi boðið upp á spuna, og fer að óbreyttu að verða örvænt um þessa fornu sérgrein höndlara konungs hljóðfæranna í Hallgrímskirkju. Rússnesk rúlletta án glappaskota TÓNLIST Hallgrímskirkja Verk eftir Buxtehude, J. S. Bach, Böhm, Hallgrím Helgason, Alain, Kuschnarew, Muschel og Kohler. Daníel Zaretsky org- el. Sunnudaginn 17. júní kl. 20. Orgeltónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson Fjármálageirinn stækkar með skráningu Føroya Banka omxgroup.com/nordicexchange Fjármálaþjónusta Fjarskipti UpplýsingatækniVeiturHráefni Nauðsynjavörur Neysluvörur IðnaðurOrkuvinnsla Heilbrigðisgeiri Við bjóðum Føroya Banka velkominn til liðs við Nordic Exchange. Føroya Banki er leiðandi banki í Færeyjum og aflar viðskiptavina á alþjóðavettvangi með því að bjóða þeim ýmsa sérvalda fjármála- þjónustu. Føroya Banki verður skráður í Nordic Exchange á Íslandi og í Kaupmannahöfn þann 21. júní nk. Føroya Banki flokkast sem meðalstórt félag í fjármálageira á OMX markaðnum. UPPLIFÐU NÁTTÚRUNA Einstakar bækur sem allir áhugamenn um íslenska náttúru ættu að lesa. NÝ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.