Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SIGRÚN Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri skrifaði í gær undir uppbyggingar- og fram- kvæmdasamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar (KA). Þar með er loks hægt að fullyrða að landsmót ung- mennafélaganna árið 2009 verður á Akureyri. Keppnisvellir fyrir knattspyrnu með áhorf- endastúku verða byggðir upp á báðum fé- lagssvæðunum, en í samningi Akureyrarbæjar við Þór kemur einnig fram að unnið verður að uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á fé- lagssvæði Þórs í Glerárhverfi fyrir Landsmót- ið. Mikil breyting á Þórssvæðinu Í samningnum við Þór kemur fram að Ak- ureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði Þórs á samnings- tímanum, frá 2007-2012:  Æfingasvæði á svæðinu milli verslunarmið- stöðvarinnar Sunnuhlíðar og núverandi fé- lagssvæðis Þórs. Auk þess verður æfinga- svæðið við norðanverðan Bogann lagfært.  Frjálsíþróttaaðstöðu sem uppfylli kröfur sem gerðar eru til mótshaldara á Landsmóti UMFÍ. Aðstaðan verður á austari hluta fé- lagssvæði Þórs.  Keppnisvöll í fótbolta (grasvöll) ásamt bún- aði, á vesturhluta félagssvæðisins.  Stúkumannvirki sem uppfyllir kröfur leyf- ishandbókar Knattspyrnusambands Íslands.  Lagfæringar á Hamri, félagsheimili Þórs. Áætlaður heildarkostnaður þessara fram- kvæmda er 331,5 milljónir en þar af mun upp- bygging frjálsíþróttaaðstöðu fyrir Landsmót UMFÍ kosta um 150 milljónir. Samstarfshópur Þórs og Akureyrarbæjar mun síðan fara yfir reynsluna af grasknatt- spyrnuvelli á svæðinu eftir þriggja ára notk- un. Ef sameiginleg niðurstaða verður sú að náttúrulegt gras henti ekki á keppnisvöll fé- lagsins mun Akureyrarbær taka upp viðræður við Þór um hvort setja skuli gervigras á völl- inn. Sammælist samningsaðilar hins vegar um að náttúrulegt gras henti á vellinum, mun Ak- ureyrarbær setja upp flóðlýsingu við hann. Gervigras, stúka og flóðljós hjá KA Í samningnum við KA kemur fram að Ak- ureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði KA:  Gervigrasvöllur með hitalögnum og flóðlýs- ingu ásamt búnaði.  Upptekt á grassvæði sunnan félagsheimilis KA; þar ræðir um þann völl sem gengur undir heitinu Wembley meðal KA-manna. Áætlaður heildarkostnaður þessara fram- kvæmda er 171 milljón króna.  Akureyrarbær mun einnig reisa stúkubygg- ingu sem fullnægir kröfum leyfishandbókar KSÍ við keppnisvöll KA á árunum 2011-2012. Bæjarstjóri og fulltrúar félaganna, Árni Jó- hannsson formaður KA og Árni Óðinsson varaformaður Þórs, lýstu yfir mikilli ánægju með samningana eftir undirritun í gær. „Þetta skapar líklega eina bestu aðstöðu á Íslandi; ég efast um að nokkurt félag hafi betri aðstöðu en verður á svæðinu okkar, til æfinga og keppni í knattspyrnu auk aðstöðunnar fyrir frjálsíþróttir sem Ungmennafélag Akureyrar verður með,“ sagði Árni Óðinsson eftir að gengið var frá samningnum. „Okkur hefur lengi dreymt um að eiga okkar eigin völl og það verður mjög gott að hafa hann í hverfinu; þannig koma örugglega fleiri á völlinn en ella.“ Formaður KA, Árni Jóhannsson, sagðist viss um að væntanleg aðstaða yrði mikil lyftistöng fyrir félagið. „Okkar sjónarmið er að stærsti kosturinn við þetta fyrir KA verði að fá keppn- isvöll inn í hverfið,“ sagði hann. Hermann Jón Tómasson, formaður bæjar- ráðs, er einnig ánægður. „Við teljum þetta það besta fyrir bæjarbúa og íþróttastarfið í bæn- um. Það var tekist á enda mismunandi sjón- armið uppi um hvernig eigi að standa að upp- byggingu en nú hafa samningar tekist og þetta er stór dagur í sögu bæjarins. Á Ak- ureyri hafa aldrei fyrr verið gerðir slíkir samningar um íþróttauppbyggingu.“ „Stór dagur í sögu bæjarins“           !  " Í HNOTSKURN »Áhorfendastúkur við knatt-spyrnuvelli KA og Þórs munu rúma um það bil 1.000 manns hvor um sig. »Endanleg teikning af KA-svæðinueftir breytingar liggur ekki fyrir en ljóst er að keppnisvöllur með stúku verður nyrst á svæðinu, ofan við íþrótta- húsið.  Akureyrarbær semur um mikla uppbyggingu á félagssvæðum íþróttafélaganna Þórs og KA  Loks ljóst að Landsmót UMFÍ 2009 verður á Akureyri; fullkomin frjálsíþróttaaðstaða við Hamar Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is MÖRG hundruð nýrra þjónustu- íbúða fyrir aldraða eiga að rísa í Reykjavík á kjörtímabilinu. Gert er ráð fyrir nýbyggingunum á sex stöð- um í borginni; á Sléttuvegi, í Spöng- inni, Árskógum, Gerðubergi, Úlfars- árdal og Seljahlíð. Í síðustu viku voru undirritaðir samningar Reykjavíkurborgar við Hrafnistu, Eir og Samtök aldraðra sem snúa að byggingu þjón- ustuíbúða við Sléttuveg og í Spöng- inni, Grafarvogi, en þær verða fyrstu þjónustuíbúðirnar sem rísa í Grafarvogi. Samningarnir eru afurð stýrihóps um búsetumál aldraðra sem var myndaður árið 2006. Fólki verði kleift að búa heima Að auki stendur til að gera tilraun sem snýr að því að gera endurbætur á húsnæði aldraðra svo að þeir geti búið sem lengst heima og einnig á að gera þeim sem það vilja kleift að hafa öryggissíma á heimilum sínum. Einnig stendur til að gera tilraun með að sameina heimaþjónustu og heimahjúkrun borgarinnar. Heima- þjónustan er ætluð þeim sem ekki geta sinnt heimilishaldi og persónu- legri umhirðu hjálparlaust. Þjón- ustan getur falið í sér aðstoð við daglegt amstur og heimilishald, að- stoð við umönnun barna, heimsend- ingu matar og félagslegan stuðning af ýmsu tagi. Heimahjúkrun er ætlað að veita faglega, einstaklingsmiðaða þjón- ustu sem gerir fólki kleift að dvelja sem lengst á heimilum sínum. Nýr vefur á vefsvæði borgarinnar var opnaður við undirritun samn- inganna í síðustu viku þar sem finna má upplýsingar um úrræði í búsetu- málum aldraðra. Hundruð íbúða í bígerð Hrafnista mun byggja 100 þjón- ustuíbúðir og þjónustukjarna á svæðinu við Sléttuveg, samkvæmt hinum nýundirritaða samningi. Þjónustukjarninn á að þjóna öllu svæðinu þar í kring. Samtök aldr- aðra fá að auki lóð undir 50 þjón- ustuíbúðir í tengslum við þjón- ustukjarnann. Í Spönginni hafa Reykjavík- urborg og Eir hjúkrunarheimili gert samning um úthlutun bygging- arréttar og samstarf, samvinnu og verkaskiptingu vegna byggingar og reksturs 112 öryggisíbúða og þjón- ustu- og menningarmiðstöðvar. Áætlað er að bygging íbúðanna hefj- ist á síðari hluta árs og bygging þjónustu- og menningarmiðstöðv- arinnar ekki síðar en í árslok 2008. Eir byggir íbúðirnar en borgin þjón- ustumiðstöðina. Eir mun svo ráðstafa íbúðum til þeirra sem eru taldir þarfnast þeirra að höfðu samráði við velferð- arsvið og heilsugæsluna. Íbúum verður ýmist gefinn kostur á leigu að hluta eða öllu leyti eða að kaupa sér búseturétt að hluta eða öllu leyti. Stýrihópur borgarstjórnar um bú- setuuppbyggingu fyrir eldri borg- ara er einnig að láta skoða og meta möguleika á byggingu nýrra þjón- ustuíbúða við þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar við Árskóga í Mjódd. Talið er að allt að 100 íbúðir rúmist á svæðinu. Sambærileg könn- unarvinna fer nú fram við Gerðu- berg í Breiðholti, en þar er talið að megi koma fyrir um 40-50 íbúðum. Við Seljahlíð hefur farið fram for- athugun vegna byggingar nýrra þjónustuíbúða og unnið verður áfram að málinu. Í Úlfarsárdal er verið að vinna að mótun hugmynda um byggingu 200 íbúða fyrir aldraða. Stefnt er að því að efna til hugmyndasamkeppni í haust um hönnun, byggingu og rekstur þjónustuíbúða á svæðinu. Þjónustumiðstöðvar fyrir alla Búið var að taka ákvörðun um að reisa þjónustu- og menningar- miðstöðina í Spönginni áður en samningurinn í síðustu viku var gerður. Með því að tengja starfsemi miðstöðvarinnar við þjónustuíbúð- irnar er viðbúið að báðar eining- arnar njóti góðs af nærveru hinnar. Miðstöðin mun hýsa margvíslega starfsemi. Þar verður Borg- arbókasafnið með útibú og boðið verður upp á félagsstarf aldraðra. Þar verða einnig til húsa heimaþjón- usta, heimahjúkrun, kirkjusel, snyrtistofur af ýmsum toga og sjúkraþjálfun, svo fátt eitt sé nefnt. Reykjavíkurborg annast rekstur miðstöðvarinnar en stefnt er að gerð þjónustusamnings við Eir um einstaka þætti í rekstrinum. Inn- angengt verður úr þjónustuíbúðum Eirar inn í miðstöðina. Reykjavíkurborg hyggst byggja hundruð nýrra þjónustuíbúða Um 350 eldri borgarar eru á biðlista eftir þjón- ustuíbúðum. Nýlegir samningar borgarinnar tryggja byggingu yfir 200 slíkra íbúða og enn fleiri eru áætlaðar.                      !"#!$%#$%&!%'(! )!'&*&+& ',%-*&.% *%"$$&)$ %//0%1!$$&-2 "(.%#$%34) -5 2%#$%*))&)$!*&.-56 78  $% ))&.%.%*45 )%' $2 *)9% *%"$$&)$ 0::%34) -5 "(. & ' *&.%', !%!&.% *%.%!,)&-5%"$$& /::%34) -5 "(.&!%#$%34) -5 !)6 *51%+9!.!%,;%+4.% )9&!%<:%34) -5 "(.&!6 ( ) *+%% +$%*;%#*%,!&! ;%-=.&) %++5%. /::%34) -5 "(. *6 ,' -' +$%*;%#*%,!&! >:2<:%34) -5 "(. *%;%-=.&) 6 '+) #!5' $ )%', !%,!&.%,!* #$% ))&.%!. !%;,!*%.%*;+&) 6 TENGLAR .............................................. www.reykjavik.is AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.