Morgunblaðið - 21.06.2007, Side 23

Morgunblaðið - 21.06.2007, Side 23
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 23 S k ó g a r h l í › 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k • S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1 A k u r e y r i s í m i : 4 6 1 1 0 9 9 • H a f n a r f j ö r ð u r s í m i : 5 1 0 9 5 0 0 Vetrarævintýri á E N N E M M / S IA / N M 28 3 93 Nú er salan hafin á ferðum til Kanaríeyja næsta vetur. Heimsferðir bjóða frábært úrval gistingar á hreint ótrúlegum kjörum. Tryggðu þér lægsta verðið og bestu gistinguna næsta vetur á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Beint morgunflug - með íslensku fl ugfélagi Kanarí Kr. 43.395 - íbúð m/2 svefnherb. * Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 2. eða 9. janúar, í íbúð með 2 svefnherbergjum á Parquemar. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti. Kr. 52.595 - hálft fæði Hjón með 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi á Hotel Rondo með hálfu fæði í viku, 2. eða 9. janúar. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti. Salan er hafin! Fyrstu 300 sætin með 10.000 kr. afslætti ! Þeir sem bóka strax, geta tryggt sér 10.000 kr. afslátt. Ath. takmarkað magn sæta með afslætti á hverju flugi. frá aðeins 43.395 kr. MasterCard Mundu ferðaávísunina! * Kr. 58.390 - smáhýsi M.v. 2 fullorðna í smáhýsi, Parquesol í viku 2. eða 9. janúar. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti. Kr. 79.990 - allt innifalið Gisting í tvíbýli, vikuferð 2. eða 9. janúar, á Hotel Dunas Suite Maspalomas **** með “öllu inniföldu”. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti. Ótrúlegt verð www.bluelagoon.is Bláa Lónið – Gönguferðir með leiðsögn Bláa Lónið í samvinnu við Leiðsögumenn Reykjaness býður upp á daglegar gönguferðir klukkan 10.00 tímabilið 1. júní–31. ágúst. Orkuríkt umhverfi Bláa Lónsins, jarðfræði og saga er meðal þess sem þátttakendur í daglegum göngufer- ðum munu kynnast. Ferðirnar hefjast við Bláa Lónið þaðan sem gengið er að lækningalindinni. Gengið er að Þróunarsetri og að orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Gangan endar í Bláa Lóninu. Gönguferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Mælt er með gönguskóm og hlýjum fatnaði. Verð: 1.000 kr. Miðar eru seldir í gestamóttöku Bláa Lónsins. 15 stúlkna hópur hlusti þegjandi á eina konu eða karl dæma hópinn og útskúfa stúlkum einni af annarri? Síðan er farið að gráta og nið- urlægingin fullkomnuð. Þykir foreldrum gott að láta dætur sína og syni horfa upp á þetta í sjónvarpi sem eðlilegan hlut? Að horfa á hóp efnilegra ungmenna taka því þegjandi þegar ein einasta kona, t.d. Tyra Banks, tekur sér vald yfir hópnum og ráðskast með hann. Ein saga úr lestarráni skýrir þetta í hnotskurn. Tveir vopn- aðir ræningjar ráðast inn í lest með 30 farþegum. Einhver úr farþega- hópnum gerir sér grein fyrir að hóp- urinn er auðvitað miklu sterkari en tveir ræningjar og hvetur hópinn til að ráðast á ræningjana. Reyndar eru ræningjarnir vopnaðir og þeir gætu skotið einhvern en þeir ættu eigi að síður ekki möguleika gegn hópnum – ef hann er samstilltur. Einhver fengi í sig skot, en ræningj- arnir myndu samt verða ofurliði bornir. En hvað er gert í fegurð- arþáttum? Hópurinn situr þegjandi þegar honum er tvístrað. Engin samstaða, bara hlýðni. Því miður. Ingibjörg SólrúnGísladóttir á hvert bein í Víkverja eftir 19. júní ávarpið hennar, þar sem hún talaði um að hlýðni kvenna væri helsta hindrunin fyrir fullveldi þeirra. Vík- verji telur að hlýðni kvenna sé alveg ótrú- lega lúmsk og bók- staflega grefur um sig hér og hvar, ekki síst í því fyrirbæri sem heit- ir fegurðarsamkeppni Íslands. Það hefur ver- ið talað um „norm- alíseringu“ af- brigðilegra hluta á borð við klám, þ.e. að hlutir sem áð- ur þóttu óviðunandi, þykja nú við- unandi – þó þeir séu það alls ekki. Víkverji er þeirrar skoðunar að normalísering kvennahlýðni eigi sér ýmsar birtingarmyndir sem ungt fólk, bæði strákar og stelpur, hafa fyrir augunum hvern einasta dag í sjónvarpi. Þarna er átt við mód- elþætti, piparsveinaþætti og fegurð- arþætti af ýmsu tagi. Allir ganga þessir þættir út á að stilla upp hópi kvenna og láta þær þegja nema á þær sé yrt, láta þær hlýða ein- hverjum stílistum og ljósmyndurum og loks dómara. Hafið þið tekið eftir því hvað það þykir nú „eðlilegt“ að     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Hálfdan Ármann Björnsson yrk-ir brag sem hann nefnir Fyr- irmynd: Karlinn ræktaði kartöflur, og konan borgaði það. Konan matbjó kartöflur, og krakkarnir borguðu það. Krakkarnir fóru í kennslustund, og konan borgaði það. Konan þvoði klæðin, og karlinn borgaði það. Krakkarnir tóku upp kartöflur, og karlinn borgaði það. Karlinn gerði við kofann, og konan borgaði það. Þar var ekkert álver, og allt svo fagurgrænt. Ekkert þar, sem mengaði, og umhverfið svo vænt. Enginn út á sjónum, og engin fýla og slor. Allir lásu og lærðu, og luku menntaskor. Menningin varð svo mikil, að þeir mestu fóru burt. Úr mannviti sprungu margir, því menn gátu einskis spurt. Davíð Hjálmar Haraldsson fann að broddur var í kveðskapnum og orti: Mótar hann orðin í æði, aflinn er svartari en bik. Naumast þó nær sér á strik nema í deiglunni bræði ádeilukartöflukvæði. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal segir kvæðið minna sig á barlómsmyndina „Kartöfluæt- urnar“ eftir Van Gogh, sem sé af bláfátæku fólki í Hollandi sem ekk- ert hafði til matar nema kartöflur. Hún segir aðra mynd blasa við í Að- aldal: Karlinn ræktaði kartöflur en kindin lagði til tað. Konan svo matbjó kartöflur og kindarlær þegar í stað. Á eftir höfðu þau innlent skyr og útá það rjómabland. Hver borgaði þetta? barnið spyr. Það borgar vort frjósama land. Ádeila og kartöflur pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ KAFFITÁR efndi ný- lega til kaffismökk- unar á vinningskaffi frá Gvatemala, Ník- aragva, Kólumbíu og Brasilíu í Listasafni Íslands. Smakkað var kaffi frá tveimur til þremur búgörðum frá hverju landi. Í fréttatilkynningu frá Kaffitári kemur fram að kaffi frá þessum löndum hafa sín sérkenni, en að mati gesta var skemmtilegt að bera saman mismunandi bragð, fyll- ingu, ávaxtatóna, súkkulaði og krydd, sem finna má í kaffinu. Vinningskaffið gengur undir heitinu Cup of Excellence eða Úr- valsbollinn og hefur notið æðstu verðlauna, sem veitt eru fyrir kaffi. Tuttugu alþjóðlegir dóm- arar velja besta kaffið í hverju framleiðslulandi fyrir sig. Mark- miðið er að auka veg úrvals- kaffis, auka tekjur bænda og auð- velda kaupendum að hreppa bestu afurðirnar. Kaffið er selt á Net-uppboði, sem þykir áhrifarík leið til að verðlauna bestu kaffi- bændur fyrir vel unnin verk. Vinningskaffið verður til sölu hjá Kaffitári og er von á fyrsta kaffinu von bráðar, en það er kaffið Paraiso frá héraðinu Huila í Kólumbíu. Smakkað á vinningskaffi Morgunblaðið/Ásdís NÚ ERU íslenskir klasatómatar að koma á markaðinn. Þeir eru líkir þeim tómötum sem við þekkjum en í stað þess að tómöt- unum sé pakkað lausum eins og venja er, er klasatómötunum pakkað nokkrum saman á klasa eins og þeir vaxa á tómataplöntunni. Þetta hefur þau áhrif á tómatana að þeir eru heldur bragðmeiri en venjulegir tómatar og þeir geymast betur. Í Suður- Evrpóu eru heilir klasar gjarnan skornir af af tómataplönt- unni, þeir hengdir upp í eldhúsinu og skorið af klasanum eftir þörfum. Klasatómatarnir eru ræktaðir á Jörfa á Flúðum. Íslenskir klasa- tómatar geymast vel ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN býður heimilum að prófa öryggiskerfi án end- urgjalds í sumar í kjölfar vakningar, sem orðið hefur um öryggismál heimilanna að undanförnu, að sögn Ómars Arnar Jónssonar, markaðs- stjóra. Innbrot eru jafnan tíðust þegar fólk er að heiman um þetta leyti árs. Einungis 10–15% heimila á landinu eru með öryggiskerfi. Þau heimili, sem ekki eru með öryggiskerfi, eru mun álitlegri fyrir innbrotsþjófa. Hins vegar eru innbrot í hús með kerfi nánast óþekkt, segir Ómar. Tilboðið, sem stendur yfir til 15. júlí, gildir í tvo mánuði og gerir fyrirtækið ekki kröfur um framhaldsviðskipti að reynslutíma liðnum. Öryggismiðstöðin mun annast alla uppsetningu á heimaöryggiskerfinu, sem inniheldur nauðsynlegan öryggisbúnað í hverju tilviki fyrir sig, án endurgjalds. Þetta tilboð gildir á helstu þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu. Nýtt Endurgjaldslaus öryggiskerfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.