Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 25
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 25 Haustferð til Kína og Tíbet Haustferð Kínaklúbbs Unnar til Kína og Tíbet er fyrirhuguð 26. ágúst til 16. september og er þetta 25. hópferðin sem Unnur Guðjóns- dóttir leiðir á þessar slóðir. Í Lhasa, höfuðborg Tíbet, verður Potala-höllin skoðuð og farið verður í klaustur. Þá verður farið til Beijing í Forboðnu borgina, Hof himinsins, Torg hins himneska friðar, Garð sól- arinnar, Sumarhöll keisaranna og Ming-grafarsvæðið. Í Suður-Kína verður farið frá Gu- ilin og siglt á Lí-fljótinu til þorpsins Yangshou. Gestir fá m.a. að kynnast fiskveiðum, teræktun og silkiiðn- aðinum auk þess sem Kínamúrinn, búddahof og söfn verða sótt heim. Húnvetnskir göngutúrar Skipulagðar hafa verið nokkrar gönguferðir á næstunni í samstarfi Ferðafélags Íslands og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Á laugardaginn verða á dagskrá tvær gönguferðir í tengslum við Bjartar nætur. Brottför verður kl. 12 fyrir vana göngumenn frá Þor- grímsstöðum á Vatnsnesi og kl. 16 frá Stöpum á Vatnsnesi fyrir aðra áhugasama göngumenn. Endað verður kl. 19 við Hamarsbúð, þar sem hið árlega fjöruhlaðborð verður haldið um kvöldið. Fyrirhuguð er Jónsmessuganga á vegum ferðaþjónustunnar á Hofi í Vatnsdal á laugardagskvöld. Lagt verður af stað kl. 21.30 og gengið á Hnjúkinn. Þetta verður létt ganga við allra hæfi með grillveislu. Skíðaveisla Úrvals Útsýnar Þeir sem ætla að skella sér á skíði í vetur geta farið að skipuleggja því sala á skíðaferðum hjá Úrval Útsýn er hafin.Ítalía og Austurríki hafa verið meðal vinsælustu áfangastaða skíðaunnenda undanfarin ár. Ma- donna di Campiglio er einn þekkt- asti skíðabær Ítalíu, góðar brekkur og aðstaða fyrir snjóbrettafólk. Selva del Gardena er vinsælt fjalla- þorp, Salzburger Sportwelt og Kitzbühel/Kirchberg eru með bestu skíðasvæðum Austurríkis. Þrjár haustferðir Express ferða til Spánar Express ferðir munu í haust bjóða upp á þrjár haustferðir til Spánar: Gönguferðir um fjallahéruð Alic- ante. Þær hefjast 27. september og 11. október, á miðju spænsku hausti þegar loftslag er milt og ekki of heitt til göngu. Gengið verður í fjóra daga og er aldrei gengið lengur en í fimm til sex tíma á dag. Verð á mann í tvíbýli er 86.900 kr. og í einbýli 104.900 kr. Innifalið í verði er flug, akstur frá flugvelli á hótel og í gönguferðir, gisting með morgunverði í 4 nætur og allur mat- ur meðan á gönguferð stendur. Einnig bjóða Express ferðir upp á tíu daga síðsumarsferð til Andalúsíu á Spáni undir leiðsögn Þórarins Sig- urbergssonar gítarleikara. Brottför er 29. ágúst og heim- koma 8. september. Verð á mann í tvíbýli er 149.000 kr. og í einbýli 189.000 kr. Innifalið í verði er flug og skattar, gisting í 10 nætur með morgunverði á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, allar rútu- og skoð- unarferðir og íslensk fararstjórn. Borgarferð til Valencia á Spáni verður í október á vegum Express ferða. Valencia er þriðja stæsta borg Spánar með um eina milljón íbúa. Valencia er við Miðjarðarhafið í einu blómlegasta landbúnaðarhéraði Spánar, þar sem lífsnautnir, menn- ing og saga blandast saman í nútíð og fortíð. Fararstjóri í ferðinni, sem verður dagana 11.-15. október er Þórarinn Sigurbergsson. vítt og breitt TENGLAR ..................................................... www.simnet.is/kinaklubbur www.fi.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is „Við erum í fyrsta lagi að einblína á Evrópubúa, sem eru áhugasamir um Ísland og svo ætlum við að höfða til fyrirtækja, erlendra jafnt sem ís- lenskra, sem vilja verðlauna starfs- menn sína með skemmtilegum og öðruvísi hvataferðum,“ segir Max Rune Karlström, eigandi og fram- kvæmdastjóri Historical Ships Ltd., sem er að skipuleggja seglskútusigl- ingar á sextíu metra langri lúx- usskútu við Ísland næsta sumar. Skútufyrirtækið hefur bækistöðv- ar sínar á eyjunni Isle of Man, mitt á milli Dyflinnar og Liverpool, en er að auki með skrifstofu í Finnlandi. Ef allt gengur að óskum mun skút- an Atlantis leggja úr höfn í Hamborg 13. maí á næsta ári og sigla þaðan til Orkneyja, Færeyja, Seyðisfjarðar og Akureyrar þar sem farþegar fara í land og aka með rútu til höfuðborg- arinnar og fljúga síðan til síns heima. Næstu farþegar koma síðan ak- andi til Akureyrar, þaðan sem skút- an leggur upp í sína aðra ferð, en þá er förinni heitið til Reykjavíkur með viðkomu á Ísafirði og Grundarfirði. Farnar verða nokkrar svona ferðir fram og aftur á milli Akureyrar og Reykjavíkur og eru svo hugmyndir uppi um að seglskútan taki þátt í há- tíðahöldum vegna Hátíðar hafsins í júníbyrjun. Þá mun áhugasömum gefast kostur á að kaupa sér þriggja til fjögurra tíma skútusiglingu og komast alls 140 manns í slíka sigl- ingu í einu. Í hinar siglingarnar, sem taka munu þrjár nætur og tvo daga, komast 36 manns í einu, en átján tveggja manna klefar eru um borð í þessu lúxusfleyi, að sögn Karlst- röms. Einhleypar ævintýrakonur Átta til níu manna áhöfn er um borð sem sér um að haga seglum eft- ir vindi eða sigla undir vélarafli, allt eftir því hvernig vindur blæs af hafi auk þess sem áhöfnin sér um að töfra fram fínar veitingar fyrir gestina. „Þetta er algjörlega ný vara sem ég er að bjóða upp á í ferðaþjónustuflór- unni á Íslandi og vænti þess auðvitað að fá góð viðbrögð, en við erum að vinna á svipaðan hátt mjög víða í Evrópu, m.a. í Þýskalandi, Dan- mörku, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, á Frakklandi, Spáni, Bretlandi og Ír- landi. Við siglum á næturnar og kom- um á nýja staði á hverjum morgni. Á meðan á siglingunni stendur óska margir farþegar eftir því að fá að taka þátt í vinnu um borð á meðan aðrir kjósa að slaka á með góða bók eða kíkja kannski á barinn,“ segir Karlström og bætir að lokum við að um 75% viðskiptavina fyrirtækisins séu þýskar einhleypar konur á aldrinum 35 til 50 ára sem eru að sækjast í lúxus og ævintýri. Lúxusskútusiglingar við Íslandsstrendur Lúxusfley Skútan býður upp á átján tveggja manna klefa og mun sigla um Íslandsstrendur næsta sumar. Morgunblaðið/Golli Skútueigandinn Max Rune Karlström. TENGLAR ..................................................... www.historicalships.com Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Einangrun á veggi, loft, sökkul og undir plötu Takkamottur fyrir hitalögn í gólfi G Æ ÐA EINANG R U NÍS L E N S K F R AM LE IÐ S L A Góður styrkur • frábær einangrun EINANGRUNARPLAST OG TAKKAMOTTUR Afgreitt beint frá framleiðanda! Völuteigur 31, 270 Mosfellsbær, sími 561 2211, fax 561 4185, borgarplast@borgarplast.is Pöntunarsími 561 2254 Erum flutt í Mosfellsbæ Vottað gæðakerfi síðan 1993 VO TT A Ð U M H VE RFISSTJÓRN U N A R K ERFI Vottað umhverfisstjórnunarkerfi síðan 1999 Sérsmíði Fráveitubrunnar og sandföng Rotþrær, olíu- og fituskiljur Vegatálmar Jarðgerðarílát H N O T S K Ó G U R g r a fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.