Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALCAN OG HAFNFIRÐINGAR Það er að sjálfsögðu ekkert viðþað að athuga, að Alcan setjifram nýjar hugmyndir um staðsetningu á álveri innan marka Hafnarfjarðarbæjar. Í Morgun- blaðinu í gær var frá því skýrt, að hugmyndir hefðu komið fram um að byggja upp landfyllingu í námunda við álverið í Straumsvík og koma stækkun álversins fyrir þar. Verði þessar hugmyndir ræddar í alvöru við bæjarstjórn Hafnarfjarðar hlýtur hún að taka afstöðu til þeirra og ekkert óeðlilegt við það. Hitt er al- veg ljóst, að bæjarstjórnin verður að sjálfsögðu að leggja slíkar hugmynd- ir undir atkvæði bæjarbúa. Þegar af þeirri ástæðu, að fyrri ákvörðun um stækkun álversins var lögð undir al- menna atkvæðagreiðslu meðal bæj- arbúa. Morgunblaðið er raunar þeirrar skoðunar, að mál af þessari stærð- argráðu eigi almennt að leggja undir atkvæði íbúa í viðkomandi byggðar- lögum. Það eigi við um hugsanleg ál- ver í Helguvík, Þorlákshöfn og við Húsavík. En alveg sérstaklega er ljóst að bæjarstjórn Hafnarfjarðar verður að leggja málið í dóm bæj- arbúa á ný komi fram nýjar hug- myndir um staðsetningu af hálfu fyr- irtækisins. Það væri grundvallar misskilning- ur af hálfu andstæðinga stækkunar í Hafnarfirði að hafa uppi einhverjar athugasemdir við slíka málsmeðferð. Gagnrýni þeirra væri réttmæt, ef meirihluti bæjarstjórnar hygðist af- greiða slíka málaleitan af hálfu Alcan án almennrar atkvæðagreiðslu. En fari meirihluti bæjarstjórnar að öll- um eðlilegum leikreglum geta and- stæðingar stækkunar ekki haft neitt við nýja atkvæðagreiðslu að athuga. Bygging álvera vekur sterkar til- finningar á báða bóga. Líklegt má telja, að taki ríkisstjórnin og sjáv- arútvegsráðherra ákvörðun um að fylgja ráðgjöf Hafró í sambandi við fiskveiðar á næsta ári, sem getur í raun þýtt fiskveiðar á næstu árum, muni fylgi við byggingu álvera aukast. Aðalatriðið er hins vegar að ef þessar ákvarðanir eru teknar í al- mennum atkvæðagreiðslum geta menn ekki haldið áfram að rífast. Þá er búið að taka ákvörðun með lýð- ræðislegum hætti, á hvorn veg sem hún verður. Það er dómur, sem allir aðilar verða að sætta sig við og hlíta. Þessar hugmyndir eru ekki komn- ar lengra en svo, að það liggur ekki einu sinni fyrir, hvort landfylling er tæknilega framkvæmanleg. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að hún verði alla vega mjög kostnaðarsöm. Jafnvel þótt svo væri getur hún vel borgað sig fyrir Alcan vegna þess hagræðis, sem hlýtur að fylgja því að stækka álverið sem fyrir er í stað þess að byggja nýtt annars staðar, hvort sem það væri á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn. Umræður um þetta mál og at- kvæðagreiðslan sjálf fóru vel fram í Hafnarfirði á sínum tíma. Hið sama þarf að gerast nú, ef til kemur. LAUNAMUNUR KYNJANNA Kvennafn lækkar launin er yfir-skrift nýrrar rannsóknar Há- skólans í Reykjavík. Þar kemur fram að konur ráðleggja kynsystrum sín- um að biðja um mun lægri laun en þær myndu ráðleggja körlum. Í rann- sókninni voru 429 þátttakendur, 247 konur og 182 karlar, beðnir um að setja sig í spor starfsmannastjóra og bjóða umsækjanda um starf deildar- stjóra eða sölufulltrúa laun, meta hvað hann eða hún myndi þiggja í laun, veita frænku eða frænda ráð og svo framvegis. Tilviljun réð því hvort viðkomandi fékk kven- eða karlkyns umsækjanda. Þátttakendurnir reyndust tilbúnir að bjóða körlunum hærri laun en konunum og áttu von á að konurnar myndu þiggja lægri laun en karlarnir. Af þessum niðurstöðum má ætla að væntingar einstaklinga vegna kynferðis eigi snaran þátt í kynbundnum launamun á Íslandi. Kynbundinn launamunur er sam- kvæmt þessu að einhverju leyti af- sprengi hugarfars bæði karla og kvenna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var viðstödd þegar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í Háskólanum í Reykja- vík 19. júní og sagði að hún hefði ekki fyllst vantrú, en fundið fyrir ákveðnum vonbrigðum. Konur ættu aldrei að sitja á hliðarlínunni og bíða eftir því að það kæmi að þeim, heldur stíga skrefið fram. Þá mætti það ekki gerast að konur ráðlegðu kynsystrum sínum að þiggja lægri laun en karlar. Í ræðu sinni á fundi kvenréttinda- félags Íslands 19. júní sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra að fullveldi og sjálfstæði kvenna hefði verið torsóttara en full- veldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Í sögulegu samhengi væri karlinn fulltrúi þjóðarinnar og handhafi full- veldisins. „Það er úr þessum jarðvegi sem við erum sprottin. Allar götur síðan hefur valdið flust milli karla frá einni kynslóð til annarrar. Það hefur erfst í gegnum beinan karllegg og gerir enn.“ Ingibjörg Sólrún sagði að konur nytu vissulega fullra borgaralegra réttinda og byggju við formlegt jafn- rétti, en bætti við: „En það er eins og þær hafi ekki enn fengið eða, á ég að segja, tekið sér það rými sem þarf til að öðlast sjálfsstæði og að þær njóti ekki viðurkenningar hins ytra um- hverfis á eigin forsendum.“ Launamunur kynjanna hefur verið mikið ræddur, en það ætlar að reyn- ast erfitt að útrýma honum. Mikið hefur verið rætt um að breyta þurfi viðteknu hugarfari og knýja fram jafnrétti innan frá. Laun eiga að byggjast á verðleikum, en ekki kyn- ferði. Því neitar enginn, en ekkert miðar. Nú er tími umræðunnar liðinn og tími aðgerða runninn upp. Ef hlut- irnir gerast ekki af sjálfu sér, hvað er þá til bragðs? Hversu lengi á að bíða? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Andra Karl andri@mbl.is Fulltrúar Alcan eru raunsæ-ir varðandi þann mögu-leika að stækka álverið íStraumsvík með landfyll- ingu, reyndar vilja þeir skoða hann betur en ég tel að sú framkvæmd verði tæknilega mjög erfið auk þess að vera afar kostnaðarsöm,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra eftir fund með erlendum og innlendum ráðamönnum Alcan í gærdag. Bæjarfulltrúar í Hafnar- firði skiptast sem fyrr í tvær fylk- ingar og talsmaður Sólar í Straumi segir bæjarstjóra Hafnarfjarðar snúa íbúalýðræðinu upp í skrípa- leik. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Alcan á Íslandi kanni þann möguleika að stækka athafnasvæði sitt í Straumsvík með landfyllingu. Er haft eftir Lúðvík Geirssyni, bæj- arstjóra Hafnarfjarðar, að hann telji fulla ástæðu til að skoða hug- myndina en honum hugnast ekki að Alcan flytji starfsemi sína í annað sveitarfélag. Hugmyndin um land- fyllingu er á frumstigi og því liggja enn engar upplýsingar fyrir um hversu stóra fyllingu um er að ræða, né nákvæm staðsetning hennar. Merkja má skiptar skoðan- ir á nýju hugmyndinni en einn helsti stuðningsmaður Lúðvíks í málinu er að öllum líkindum Haraldur Þór Ólason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks. Sjálfsagt að spyrja íbúana á ný „Við vorum auðvitað hlynnt stækkun og fögnum því ef menn sjá einhverja lausn þarna og að sátt náist um hana. Ég held að menn séu búnir að gera sér grein fyrir því að ef Alcan fær ekki að stækka þá verður ál- verinu lokað innan fjögurra eða fimm ára. Við viljum ekki sjá það enda þarf bæjarfélagið á álverinu að halda,“ segir Haraldur sem sér vart annað í spilun- um en að Hafnfirðing- ar verði jafnframt spurðir út í afstöðu sína um nýtt deili- skipulag – komi það fram. „Ég var nú ekki sammála um íbúakosn- inguna fyrst í stað en úr því að sú leið var farin finnst mér sjálfsagt að svo verði að nýju.“ Haraldur fagnar því jafnframt að bæjarstjórinn skuli loksins vera bú- inn að gefa upp afstöðu sína, en eins og kunnugt er vildi Lúð svara því í kosningab hvort hann væri hlynntu móti fyrirliggjandi deili sem hefði í för með sér stæ versins. „Mér heyrist a stjórinn ætli að vera j núna. Hann er eiginlega Landfylling ko og tæknilega m  Skiptar skoðanir eru á hugmynd Alcan á Ís vík með landfyllingu  Bæjarfulltrúi Sjálfstæð fulltrúi Vinstri grænna gagnrýnir bæjarstjóra um möguleika á álveri í Þorlákshöfn á fundi m Össur Skarphéðinsson Lúðvík Geirsson Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Pétur Óskarsson Haraldur Þór Ólason Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Forsvarsmenn Alcan áttu ígær fund með fulltrúumLandsvirkjunar vegnaviljayfirlýsingar Alcan og Landsvirkjunar frá því í fyrra um gerð raforkusamnings til stækkun- ar álversins í Straumsvík. Á fund- inum í gær fóru forsvarsmenn Alcan fram á að viljayfirlýsingin um forgang fyrirtækisins að raforku yrði framlengd en að óbreyttu fellur hún úr gildi 30. júní næstkomandi. Fulltrúar Landsvirkjunar svöruðu því til að þeir myndu skoða á næstu dögum hvort framlenging sam- komulagsins kæmi til greina og þá með hvaða skilyrðum, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Hilmars- sonar, upplýsingafulltrúa Lands- virkjunar. Starfsleyfi er til fyrir 460 þúsund tonna ársframleiðslu Hafnfirðingar skiptust því sem næst í tvær jafnar fylkingar þegar íbúakosningarnar fóru fram í lok mars sl. um deiliskipulagstillöguna varðandi stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Alls greiddu 12.747 atkvæði af 16.646 einstaklingum á kjörskrá, 6.294 voru fylgjandi deiliskipulag- stillögunni, eða 49,3%, og 6.382 voru á móti, eða 50,3%. Áætlanir Alcan gerðu ráð fyrir því að framleiðslugeta álversins í Straumsvík yrði aukin um 280 þús- und tonn og að rekstur í stækkaðri verksmiðju gæti hafist 2010. Um- hverfisstofnun gaf út starfsleyfi í nóvember 2005 þar sem heimiluð var framleiðsla á allt að 460 þúsund tonnum af áli á ári. Íbúakosningin í mars kollvarpaði þessum áformum. Viljayfirlýsing framlengd Í byrjun síðasta árs undirrituðu Landsvirkjun og Alcan fyrrnefnda viljayfirlýsingu um viðræður um raforkusamning fyrir stækkun ál- versins. Einnig gengu Alcan og Orkuveita Reykjavíkur frá viljayfirlýsingu um útvegun hluta raforkunnar til stækkunarinnar sem samsvarar um 40% heildarþarfarinnar. Skrifuðu fulltrúar Alcan og OR síðan undir samning í maí á síðasta ári um að tryggja Alcan um 200 MW af raf- orku vegna fyrirhugaðrar stækkun- ar í Straumsvík. Samningurinn ger- ir ráð fyrir að orkan k jarðvarmavirkjunum OR heiði. Landsvirkjun átti svo a þá raforku sem upp á van 60% orkuþarfarinnar, og talin samsvara orkuframlei Búðarhálsvirkjunar í Tung virkjana í neðri hluta Þjórsá forsvarsmenn Landsvirkju yfir á þessum tíma að þei ekki ræða við aðra orkuka um sölu á rafmagni frá virkjunarkostum á meðan viðræður stæðu yfir. Í dese undirrituðu svo Landsvir Alcan samkomulag sem fra fram á mitt þetta ár viljayf fyrirtækjanna um gerð samnings til stækkunar ál Straumsvík. Sömdu um skiptingu ko aðar vegna undirbúning Á þessum tíma var einn um skiptingu kostnaðar næsta skrefs í undirbúnin ana í neðri hluta Þjórsár se því að Alcan greiddi 2/3 af vegna þess undirbúnings. var út frá því að Alcan feng kostnað að fullu endurgreid Alcan óskar framl samkomulagi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.