Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 27 Fulltrúar frá Alcan á Ís-landi hafa fundað meðsveitarstjórnum í Vog-um og Ölfusi um fram- tíðarmöguleika fyrir nýtt álver. Hafa aðstæður verið skoðaðar og hugsanleg staðsetning álvers. Í dag fer föruneyti frá Alcan Prim- ary Metal Group ásamt forstjóra Alcan á Íslandi til Þorlákshafnar þar sem fundað verður með bæj- arstjóra Ölfuss. „Við skoðum allt saman mjög jákvætt en það er eiginlega von- laust að spá í spilin þegar engar formlegar viðræður hafa farið fram,“ segir Ólafur Áki Ragn- arsson, bæjarstjóri Ölfuss. „En það er gaman að fá að taka þátt í þessu og þetta hefur kannski vak- ið athygli á því að Þorlákshöfn er afar stutt frá höfuðborginni.“ Ólafur neitar því ekki að gríð- arleg lyftistöng yrði fyrir bæj- arfélagið að fá álver og segir hann íbúa taka vel í þær hug- myndir. „Fyrirhuguð uppbygging stóriðju var kynnt á borgarafundi um miðjan apríl og mæltist vel fyrir.“ Fyrir utan fund með fulltrúum Alcan í dag koma fulltrúar frá Norsk Hydro til fundar í næstu viku en þeir hafa sýnt áhuga á að reisa álver við bæinn. Ólafur seg- ist reikna fastlega með því að inn- an tuttugu ára verði risið álver í Þorlákshöfn, en vill ekki spá um það undir hvaða merkjum það verði. Þar að auki er ráðgert að áltæknigarður rísi í bænum, en þar munu fyrirtæki fyrst og fremst vera í fullvinnslu áls. Eðlilega litið til Keilisness Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum, hélt íbúaþing í bænum í gærkvöldi þar sem kannaður var hugur íbúa til álvers á Keilisnesi. „Eðlilega er litið til Keilisness því þar hefur verið ráðgert að reisa álver í rúm fimmtán ár, búið er að frumhanna hafnaraðstöðu og gera flestar rannsóknir sem þörf er á fyrir umhverfismat,“ segir Róbert sem á fundinum fékk umboð íbúa til að ræða formlega við Alcan. „Þetta er kosturinn við að búa í fá- mennu sveitarfélagi. Það er til- tölulega auðvelt að heyra hug íbú- anna.“ Spurður um hvort stóriðja á Keilisnesi sé fýsilegur kostur seg- ir Róbert það að miklu leyti fara eftir því hvaða stærðir sé verið að ræða um. „Heilt yfir þýðir þetta miklar tekjur fyrir sveitarfélagið en að sama skapi hefur álver mikil áhrif bæði á umhverfis- og skipu- lagsmál hjá okkur. Við erum sem betur fer í þeirri stöðu að hér eru fjöldamörg tækifæri og þetta er ekki það eina. Því er gott að ræða við íbúana um hvort þetta sé tæki- færi sem við ættum að reyna við eða hvort við ættum að leita ann- arra leiða.“ Segja engar formlegar viðræður hafnar Forráðamenn Alcan funda með bæjarstjóra Ölfuss í dag en þeir velta nú fyrir sér hugsanlegri staðsetningu álvers Ólafur Áki Ragnarsson Róbert Ragnarsson ðvík ekki aráttunni ur eða á iskipulagi ækkun ál- ð bæjar- jákvæður búinn að gefa upp afstöðu sína núna en það vantaði síðast. Ef hann hefði gert það hefði atkvæðagreiðslan farið öðruvísi.“ Bæjarstjórinn loksins kominn út úr skápnum Eins og gengur eru ekki allir jafn hrifnir af stækkun álversins og seg- ir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, bæj- arstjórann hafa orðið tvísaga í mál- inu. „Ég er ansi hrædd um að Hafn- firðingum finnist þeir hafa verið dregnir á kjörstað með röngum for- merkjum og mér sem Hafnfirðingi finnst eins og mitt atkvæði hafi nán- ast verið svívirt,“ segir Guðrún sem er afar ósátt við að bæjarbúum og Alcan hafi verið att út í kosninga- baráttu sem hefur svo litla sem enga þýðingu. Guðrún segist hafa spurt um það í bæjarstjórn hvort ekki væri hægt að varpa fram annarri deiliskipu- lagstillögu ef hinni yrði hafnað í kosningunni en fékk bágt fyrir. „Það þótti óeðlilegt að spyrja um það þar sem fyrirtækið hafði heitið því að hlíta niðurstöðunni, og nið- urstaðan átti jafnframt að vera bindandi. Við urðum hins vegar áþreifanlega vör við það um leið og úrslit lágu fyrir að allir sem fengið höfðu álsýkina bentu strax á aðra möguleika.“ Pétur Óskarsson, talsmaður Sól- ar í Straumi sem er þverpólitískur hópur áhugafólks um stækkunar- málið í Straumsvík, tekur undir orð Guðrúnar og gagnrýnir að Hafn- firðingar hafi ekki verið látnir vita að ræða þyrfti um stækkun álvers- ins í hvert skipti sem Alcan kemur með nýja hugmynd. „Það þarf að skoða þessa umræðu út frá lýðræð- islegu sjónarhorni. Það hvernig bæjarstjóri hefur tekið þátt í um- ræðum um hvernig komast megi fram hjá vali Hafnfirðinga sýnir að hann er ekki sáttur við úrslitin. Þannig er hann loksins kominn út úr skápnum með skoðun sem hann vildi ekki kynna fyrir kosningarnar og mér þykir það ekki rétt að bjóða bæjarbúum upp á að kjósa um stækkun aftur, eingöngu vegna þess að aðeins er búið að færa álver- ið til. Þá er þetta íbúalýðræði aðeins skrípaleikur. Ég er mjög ósáttur við það að hann geti ekki staðið með þeirri niðurstöðu sem hann fékk.“ Fóru yfir þrjá kosti vegna framtíðar fyrirtækisins Síðdegis í gær funduðu Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi, Mich- el Jacques forstjóri Aclan Primary Metal Group ásamt fleiri ráða- mönnum fyrirtækisins með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra. Ráðamenn Alcan voru þögulir sem gröfin fyrir og eftir fundinn en tjáðu fjölmiðlamönnum að spurn- ingum þeirra yrði svarað í dag. Öss- ur hins vegar gaf sér tíma með fjöl- miðlum og skýrði frá inntaki fundarins. „Þau fóru yfir stöðuna eins og hún lítur út frá þeirra sjónarhorni. Fulltrúar Alcan reifuðu ýmsar hug- myndir sem þeir hafa um framtíð síns fyrirtækis hér, bæði möguleika á landfyllingu utan við núverandi verksmiðjustæði í Straumsvík og sömuleiðis ræddum við nokkuð ít- arlega um möguleika á því að reisa verksmiðju til framtíðar í Þorláks- höfn,“ sagði Össur og nefndi síðar að þriðji möguleikinn sem rætt var um hefði verið nýtt álver á Keilis- nesi, í landi Voga. Össur sagðist telja að landfylling yrði bæði afar kostnaðarsöm og auk þess tæknilega erfið lausn. Hins vegar væri málið ekki á ákvörðun- arstigi og því gæti hann lítið ályktað út frá stuttu spjalli. Einnig sagði hann ráðamenn Alcan gera sér vel grein fyrir hvað væri framkvæman- legt og hvað ekki og þeir vilja skoða þennan möguleika betur. Spurður um hvort fulltrúar Alcan hefðu beðið hann að reyna að hafa áhrif á stjórn Landsvirkjunar vegna framlengingar á samkomu- lagi um sölu á raforku segir Össur að þeir hafi í upphafi fundar lýst því yfir að ekki væri verið að biðja um neitt. „Og ég gerði það alveg skýrt á þessum fundi að Landsvirkjun er fyrirtæki sem verður að sjá um sig sjálft og tryggja sína eigin hags- muni. ostnaðarsöm mjög erfið Morgunblaðið/Sverrir Hress og kát Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, á leið á fund í iðnaðarráðuneytinu. landi um að stækka álverið í Straums- ðisflokks lýsir yfir ánægju sinni en a Hafnarfjarðar Ítarlega var rætt með iðnaðarráðherra +!%+?)%%5! *-                           komi frá á Hellis- að útvega ntaði, þ.e. var hún iðslugetu gnaá og í ár. Lýstu unar því ir myndu aupendur þessum n þessar ember sl. rkjun og amlengdi firlýsingu raforku- lversins í ostn- gs nig samið r vegna ngi virkj- em fólst í kostnaði . Gengið gi þennan ddan ef af stækkun yrði en að öðrum kosti ætti fyrirtækið takmarkaðan endur- greiðslurétt ef rafmagnið úr þessum virkjunum yrði selt öðrum innan ákveðins tímafrests, eins og sagði í kynningu á samkomulaginu frá í desember. Gert hefur verið ráð fyrir að orkukaup Alcan af Landsvirkjun til stækkunar sem hafnað var í íbúa- kosningunni í Hafnarfirði muni nema um 2.300 GWh á ári. Þegar niðurstöður atkvæða- greiðslunnar í Hafnarfirði lágu fyrir sagði Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að þær hefðu ekki áhrif á fyrirætlanir fyrirtækisins um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Framkvæmdir myndu hins vegar ekki hefjast fyrr en kaupandi að raforkunni væri fundinn. Viljayfirlýsing Landsvirkjunar og Alcan rennur út 30. júní eins og áður segir. Fram kom eftir að úrslit kosninganna í Hafnarfirði lágu fyrir að Alcan vildi að viljayfirlýsingin stæði áfram þrátt fyrir þá niður- stöðu. Ljóst var því að Alcan þurfti að eiga frumkvæði að viðræðum við Landsvirkjun um að framlengja samkomulagið vegna áforma um stækkun verksmiðjunnar, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Í reynd ættu forsendur sam- komulagsins um raforkuöflun vegna mögulegrar stækkunar verksmiðj- unnar frá síðasta ári að vera enn til staðar. Nokkur óvissa hefur þó myndast eftir að sveitarstjórn Flóa- hrepps samþykkti í síðustu viku að gera ekki ráð fyrir Urriðafossvirkj- un í aðalskipulagi sínu. Þorsteinn bendir hins vegar á að Landsvirkj- un sé handhafi vatnsréttinda ríkis- ins í neðri hluta Þjórsár, sem gefi Landsvirkjun umboð til að ganga frá samningum við landeigendur. Þær viðræður standa nú yfir. Samningurinn við OR í gildi Forsvarsmenn Alcan hafa ekki óskað eftir formlegum viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur, en Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri OR, segir að menn séu þó reglulega í sambandi. Orkusamningur Alcan og OR frá síðasta ári er enn í fullu gildi. Guðmundur segir að í samningnum séu þó þær tímasetningar að Alcan geti haldið samningnum út þetta ár. Ef fyrirtækið vilji rifta honum þá geti það gripið til þess í framhaldi af því, með tilheyrandi kostnaði. lengingar á Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.