Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG, 21. júní, er alþjóðlegi sjó- mælingadagurinn. Á síðastliðnu ári varð Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) 85 ára. Af því tilefni sam- þykktu Sameinuðu þjóðirnar að gera þennan dag að alþjóðlega sjómæl- ingadeginum. Í ár er þema dagsins rafræn sjókort (Electronic Naviga- tional Charts, ENC). Sjómælingasvið Landhelgisgæslu Íslands (LHG), Sjómælingar Ís- lands, hefur það meginhlutverk að sjá sjófarendum við strendur Íslands fyrir sjókortum og ýmsum öðrum sjóferðagögnum er stuðla að öruggri siglingu. Sjómælingar Íslands stunda sjómælingar og gefa út yfir 60 sjókort, yfirsiglinga-, strandsigl- inga- og hafnakort. Samkvæmt reglum um björgunar- og örygg- isbúnað íslenskra skipa þarf sérhvert skip að hafa nýjustu útgáfu nauðsyn- legra sjókorta um borð. Sjókort eru sérhæfð kort ætluð til að mæta þörf- um sjófarenda. Þau sýna m.a. dýpi, botngerð, lögun og einkenni strand- ar, hættur, sjómerki og staðsetningu og ljóseinkenni vita. Leiðréttingar á sjókortum eru birtar í Tilkynningum til sjófarenda sem Sjómælingar Ís- lands gefa út reglulega. Það er á ábyrgð notandans að fylgjast með til- kynningunum og færa í viðkomandi sjókort. Nýverið hóf Landhelgisgæslan að gefa út rafræn sjókort, en því hefur verið haldið fram að tilkoma ENC- korta sé eitt mesta framfaraspor til öryggis fyrir sjófarendur síðan ratsjáin kom fram. ENC-kort eru birt í rafrænum sjókorta- og upplýs- ingakerfum (Electronic Chart Display & Information System, ECDIS). Rasta- og vigurkort Stafræn sjókort eru ýmist á rasta- eða vigurformi (vektor) og eru fáan- leg frá ýmsum aðilum, bæði opinber- um og einkaaðilum. Rastakort hafa verið notuð hér á landi í nokkur ár. Þetta eru skönnuð sjókort, af pappír eða filmu. Kortin eru síðan kölluð fram í sigl- ingatölvum og „sigla“ skip í þeim. Þar sem gögnin sem birtast eru í raun aðeins stafræn mynd af sjókorti hefur myndin enga „greind“ og ekki er hægt að gera fyrirspurnir í tölvu- kerfið, svo neinu nemi. Vigurkort eru búin til með því að gefa öllum eigindum (línum, punkt- um og flötum) ákveðin gildi. Þegar þessi gögn eru notuð í siglingatölvum er hægt að setja saman kort á þá vegu sem notand- anum hentar í hvert skipti en ákveðnar grunnupplýsingar verða þó að koma fram. Kortin hafa ákveðna „greind“ og hægt er að nota gagnagrunninn til að gera fyrirspurnir; einnig er hægt að láta kerfið vara við hættum á áætlaðri siglingaleið miðað við stefnu, hraða og djúpristu skipsins. ENC-kort er dæmi um vigurkort. Rafræn sjókort, ENC, eru opinber vig- ursjókort sem uppfylla skilyrði Alþjóðasjó- mælingastofnunar- innar og hafa verið gef- in út af opinberri sjómælingastofnun við- komandi lands. Þessi kort eru einu vig- ursjókortin sem má nota í staðinn fyrir prentuð sjókort. Samkvæmt skil- greiningu Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar (IMO) eru ENC-kort ein- göngu framleidd af opinberum sjómælingastofnunum eða öðrum til þess bærum ríkisstofnunum – eða með leyfi þeirra; hins vegar er hug- takið ENC ekki lögvarið og hefur víða verið (ranglega) notað af einka- fyrirtækjum til að lýsa framleiðslu þeirra. Til að taka af öll tvímæli er orðið „opinbert“ oft notað með ENC. Sjókortakerfi Til eru tvenns konar kerfi fyrir rafræn sjókort sem birta stöðu skips á skjá í stjórntækjum skipa. Annars vegar er um að ræða ECDIS-kerfi sem uppfyllir skilyrði IMO og SOL- AS-samþykktarinnar um sjókort sem hafa ber um borð í skipum. Hins vegar eru margs konar önnur kerfi, sem öll eru nefnd ECS, (Electronic Chart System). Þessi kerfi er hægt að nota sem hjálpartæki við siglingu, en þau uppfylla ekki IMO/SOLAS skilyrði um sjókort um borð í skipum. ECDIS er í raun landfræðilegt upplýsingakerfi á sjó og geta skip- stjórnarmenn valið að hluta þær upp- lýsingar sem birtast. Þær geta verið aðrar en kortin, s.s. upplýsingar frá ratsjá, staðsetning- artækjum, um veður, aðra skipaumferð (AIS) o.fl. Önnur rafræn sjó- kortakerfi, ECS-kerfi, geta verið í allt frá ein- földum GPS-hand- tækjum til háþróaðra sjálfstæðra tölvukerfa sem tengd eru sigl- ingatækjum og sýna stöðu skips á skjá og viðeigandi upplýsingar úr sjókortum úr ECS- gagnagrunni. Miðlun á rafrænum sjókortum á sér að- allega stað í gegnum svæðisbundnar mið- stöðvar, og var sú fyrsta, Primar, sett á laggirnar í Noregi. Síð- ar var önnur stofnsett í Bretlandi, IC-ENC. Strangt gæðaeftirlit og samvinna þessara aðila tryggir gæði og sam- ræmt útlit. Landhelg- isgæslan hefur samið við bresku miðstöðina um að miðla ís- lensku ENC-kortunum. Staðan á Íslandi Fullyrða má að í flestum skipum og bátum á Íslandi séu notuð einhvers konar stafræn kort. Gæðin eru mis- jöfn. Sum þeirra er erfitt eða ómögu- legt að uppfæra, þannig að segja má að notendur séu oft og tíðum með óuppfærð og ótraust gögn. Landhelg- isgæslan ber enga ábyrgð á þeim stafrænu kortum sem eru í notkun í dag, utan hennar eigin korta. Sjómælingasvið LHG hefur hafið framleiðslu á ENC-kortum. Komin eru út fimm ENC-kort. Stefnt er að því að ljúka þremur til viðbótar á árinu 2007. Nánari upplýsingar má finna á vef Landhelgisgæslunnar (www.lhg.is). Opinber rafræn sjókort Níels Bjarki Finsen skrifar í tilefni af alþjóðlega sjómælingadeginum Níels Bjarki Finsen » Sjómæl-ingasvið LHG hefur haf- ið framleiðslu á rafrænum sjó- kortum, ENC- kortum. Komin eru út 5 kort. Stefnt er að því að ljúka 3 til við- bótar á árinu. Höfundur er verkefnisstjóri rafrænna sjókorta. ÍÞRÓTTA- og æskulýðsstarf í höfuðborginni er í miklum blóma um þessar mundir. Börn og ung- menni streyma út á velli og í mannvirki og taka virkan þátt í öfl- ugu starfi íþrótta- og æskulýðsfélaga og Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavík- ur. Laugardalur, mið- punktur íþróttastarfs og mikilla afreka, hef- ur tekið miklum stakkaskiptum á liðn- um árum. Þar eru nú mannvirki, sem stand- ast alþjóðlegar kröfur og eru til vitnis um vilja borgaryfirvalda til að gera Laugardal- inn að miðstöð íþrótta á Íslandi. Alþjóðleikar ungmenna, sem verða settir í dag, fimmtudag, fara fram í Laugardalnum og Graf- arholti næstu fimm daga. Yfir 1.300 þátttakendur frá 54 erlendum borgum og níu innlendum bæjum taka þátt í leikunum og etja kappi í sundi, júdó, frjálsum íþróttum, knattspyrnu, borðtennis, hand- knattleik og golfi. Íþróttahreyfingin í Reykjavík, með ÍBR í fararbroddi í sam- starfi við ÍTR og borgaryfirvöld, hefur tekið að sér þetta risa- verkefni að skipu- leggja og halda utan um þennan mikla íþróttaviðburð. Um leið og ég færi skipu- leggjendum og fram- kvæmdaaðilum leik- anna þakkir borgaryfirvalda fyrir vasklega framgöngu hvet ég borg- arbúa til að heimsækja Laugardal- inn mótsdagana. Þar verður iðandi mannlíf. Borgarbúar bjóða erlenda sem innlenda keppendur velkomna til leiks og til íþróttaborgarinnar Reykjavíkur. Alþjóðleikar ung- menna í Reykjavík » Alþjóðleikar ung-menna, sem verða settir í dag, fimmtudag, fara fram í Laugardaln- um og Grafarholti næstu fimm daga. Höfundur er formaður borgarráðs og ÍTR. Björn Ingi Hrafnsson minnir á Alþjóðleika ungmenna í Reykjavík Björn Ingi Hrafnsson SÍÐASTA haust efndi bæj- arstjórn Sveitarfélagsins Árborgar til samkeppni um nýjan miðbæ Selfoss. Meginmarkmið keppn- innar skyldi vera að miðbær yrði miðstöð Sunnlendinga allra, vett- vangur iðandi mannlífs sem byði íbúum upp á heilbrigðan og um- hverfisvænan lífsstíl. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga ASK Arkitekta en hún þótti sér- lega vel unnin, raunhæf í útfærslu og í anda hugmynda bæjarstjórnar um nýtingu svæðisins og uppbygg- ingu líflegs miðbæjar. Auk þess er auðvelt að áfangaskipta tillögunni, sveigjanleiki í byggð er mikill og mögulegt er að færa til notkun innan svæðisins. Alls bárust dómnefnd 10 tillögur áður en skilafrestur rann út þann 1. desember 2006. Samkeppnin var undirbúin og haldin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og var dómnefndin skipuð jafnt stjórnmálamönnum sem og við- urkenndum fagmönnum á þessu sviði. Litlar breytingar gerðar á tillögunni Frá því að úrslit lágu fyrir hafa arkitektar ASK unnið að deili- skipulagi byggðu á verðlaunatillög- unni. Nokkrar breytingar hafa ver- ið gerðar til þess að koma til móts við at- hugasemdir íbúa svæðisins, en þó eng- ar sem talist geta rýrt gildi tillögunnar. Skipulagsstofnun hef- ur ekki gert neinar verulegar at- hugasemdir við tillög- una og jákvæð um- ræða hefur verið um verkefnið meðal arki- tekta. Helstu breyt- ingarnar sem gerðar hafa verið eru að draga úr byggð, sérstaklega við almenningsgarð sem er syðst á svæðinu. Tillagan gerir ráð fyrir opnu torgi þegar komið er yfir Ölfus- árbrú. Þar mynda síðan miðbæj- arhlið og turn austan þess gríp- andi ásýnd sem fellur einkar vel að núverandi byggð á svæðinu. Torgið er vel mótað og sólríkt og gefur góð fyrirheit um nýtingu miðbæj- arins. Almenningsgarður og íbúða- byggð sem gert er ráð fyrir syðst á samkeppnissvæðinu tengist hinu nýja „Ártorgi“ með skemmtilegum göngustíg sem hlykkjast um hverf- ið. Slík byggð er vel til þess fallin að styrkja bæjarmynd í jaðri mið- bæjarins og fellur því vel að meg- inmarkmiðum samkeppninnar. Í öllu fellur tillagan vel að um- hverfi sínu. Byggðin er fremur lág- reist, tvær til fjórar hæðir, með þakhæð, fyrir utan einn turn við hringtorgið sem er 10 hæðir. Turninn er mjög grannur og nett- ur og má búast við að hann skapi skemmti- legt kennileiti í bæn- um. Þegar ný hverfi eru byggð eða gömlum breytt má alltaf gera ráð fyrir mótmælum íbúa þeirra svæða sem framkvæmdirnar hafa áhrif á. Í þessu tilfelli var sérlega lítið um mótmæli. Ég óska því Selfossbúum og Sunnlendingum öllum til hamingju með nýja framtíðarsýn. Nýtt andlit Selfoss Björn Ólafs skrifar um nýjan miðbæ Selfoss » Almenningsgarðurog íbúðabyggð sem gert er ráð fyrir syðst á svæðinu tengist hinu nýja „Ártorgi“ með skemmtilegum göngu- stíg sem hlykkist um hverfið. Björn Ólafs Höfundur er skipulagshöfundur bryggjuhverfanna í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi og er ráðgjafi fyrir Miðju á Selfossi. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Traustur aðili hefur falið Eignamiðluninni að leita eftir góðu 1300 til 2000 fm skrifstofuhúsæði undir eigin starfsemi á góðum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Æskilegt er að skrifstofur séu sem mest á einni hæð og að húsnæðinu fylgi góðar geymslur og bílastæði. Afhending má vera 2008 eða 2009. Helst er leitað eftir eign til kaups en leiga kemur til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Hákon á skrifstofu Eignamiðlunarinnar. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Opið hús í kvöld fimmtudag frá kl. 20-21 - Rjúpnasalir 12 íbúð 0204 – til afh. við kaupsamn. Vönduð velskipulögð 94 fm íbúð á 2. hæð í nýl. glæsil. lyftuhúsi í Sala- hverfi. Parket og flísar. Suðvestur- svalir. Vandaðar innréttingar. Flísal. baðherb. Sérþvottahús. V.23,8 millj./tilboð. Til afhendingar við kaupsamning. Opið hús í kvöld frá kl. 20-21 Ómar tekur á móti áhugasömum. Sími 588 4477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.