Morgunblaðið - 21.06.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 21.06.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 29 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIÐ fréttalestur fyrir nokkru vakti at- hygli mína falleg mynd frá Þjórsá, mynd af lifandi landi sem til stendur að deyða með uppistöðulóni. Svona myndir eru ekki birtar á vef Lands- virkjunar þegar til stendur að sökkva landi. Mér varð hugsað til baka og sá fyrir mér hvernig Kárahnjúkavirkjun var kynnt á sínum tíma og hvernig myndir voru sýndar af virkjunarsvæðinu. Þetta voru ekki myndir sem sýndu 40 ferkílómetra gróðurlendis með fjöl- skrúðugu lífi sem til stóð að drekkja, landslagi sem var víða stórbrotið og smáfrítt í senn. Engar myndir af Töfrafossi, Rauðuflúð, sérkennilegum bergmyndunum, tærum lækjarspræn- um, skjólgóðum gróðurhvömmum og öllum fallegu fossunum í Jökulsá í Fljótsdal sem hverfa. Þetta voru loft- myndir, sumar tölvuteiknaðar, og ekk- ert fallegt að sjá. Stöndum vörð um Þjórsá Nú hefur Landsvirkjun hafið kynn- ingu á fyrirhuguðum framkvæmdum í neðri hluta Þjórsár með sama hætti á vef sínum. Ekkert sérstakt eða fallegt. Bara fínt til að drekkja. Með þessari hugleiðingu vil ég hvetja fjölmiðla og aðra til að birta, aftur og aftur, myndir af raunveru- legri náttúru sem til stendur að eyði- leggja. Landsvirkjun og stóriðjusinn- ar stjórnvalda munu ekki sjá til þess að náttúran verði kynnt með eðlileg- um hætti. Þótt Flóamenn hafi af sýnt þann kjark og þá ábyrgð og hafna Urriða- fossvirkjun er Landsvirkjun ekki af baki dottin og hyggst halda áfram við- ræðum við sveitarstjórnir og þá sem eiga land að Þjórsá. Auðvitað ætti ekki að setja sveitarstjórnir og einstaka landeigendur í þá stöðu að ráða úrslit- um um nýtingu lands þegar um svo stórkarlaleg inngrip í náttúruna er að ræða, allt fyrir mengandi stóriðju. Við þessar aðstæður er viss hætta á að skammtímasjónarmið nái yfirhöndinni og að einhverjir falli í gullgrafarapytt- inn. Því er nú gríðarlega mikilvægt að allir hugsandi menn, sama hvar í flokki þeir standa, komi í veg fyrir að orkufyrirtæki okkar starfi eins og ríki í ríkinu og fari sínu fram gegn vilja meirihluta landsmanna. SNORRI SIGURJÓNSSON, lögreglufulltrúi og félagi í Íslandshreyfingunni. Myndir skipta máli Frá Snorra Sigurjónssyni: (Ljósm.Einar Guðmann.) Á meira en 100m dýpi" við Jöklu. (Ljósm. Þórhallur Árnason) Stækkandi Hálslón. ÞAÐ verður að gera grundvall- arbreytingar á löggjöfinni um fisk- veiðistjórnunina annars verður hrun í mörgum byggðarlögum landsins sem byggjast á sjávarútvegi. Þetta er æ fleirum að verða ljóst og þess vegna hefur umræðan um sjávarútvegsmál breyst mjög hratt eftir alþingiskosn- ingar. Varla var búið að telja upp úr kjörkössunum þegar eigendur Kambs á Flateyri sögðu að ekki væri rekstrargrund- völlur fyrir fyrirtækið og ákváðu að selja afla- heimildir og aðrar eignir. Það sér- kennilega sem þá við blasti var að eigend- urnir fara frá rekstr- inum með fúlgur fjár en íbúar þorpsins sitja eftir með sárt ennið. Í Vestmannaeyjum hófst valdabarátta, sem enn stendur yfir, um yfirráðin yfir helsta sjávarútvegs- fyrirtæki eyjanna þar sem veiðiheimildirnar eru virtar upp á tugi milljarða króna. Íbú- ar Vestmannaeyja geta fyrr en varir staðið í sömu sporum og Flateyringar. Reyndar verður líka mikil breyting í þessum sjáv- arplássum, þótt veiði- heimildir fari ekki úr plássinu við sölu. Þá skapast skuldavandi. Ný skuld, gríðarhá, hefur orðið til og hvílir á rekstri fyr- irtækisins. Nýju eigendurnir verða að skera allan kostnað niður sem mest þeir mega og að sjálfsögðu er það launakostnaðurinn sem verður helst fyrir. Starfsmönnum er fækkað og allra leiða leitað til þess að lækka launin. Þess eru dæmi að hluta- skiptakerfið sé farið að láta undan. Meðallaun í fiskveiðum eru á Vest- fjörðum þau lægstu á landinu og um 40% lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Í fiskvinnslu eru meðalárslaunin á Vestfjörðum um 1 m.kr. lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Það er, að mínu mati, engin tilviljun að launin eru lægst þar sem mest er af keyptum veiðiheimildum í seinni tíð og það má alveg rannsaka að auki hvort sam- band er á milli teknanna og fjölda út- lendinga í atvinnugreininni. Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum hefur verð á varanlegum veiðiheimildum hækkað um 70% á einu ári. Það þýðir að heild- arverðmæti veiðiheimildanna hefur hækkað um hundruð milljarða króna á einu ári. Hvað hefur gerst á þessum skamma tíma sem framkallar þessi verðmæti? Ekki hef ég svör við því, en eitt er víst að veruleg samþjöppun veiði- heimilda er framundan. Hún verður einmitt rökstudd með skírskotun til þessarar verðhækkunar, annars gætu kaupendur veiðiheimilda ekki staðið undir slíku verði. Að óbreyttu endar samþjöppunin fyrst og fremst á höf- uðborgarsvæðinu og færir fiskvinnsl- una þangað meira og minna í skjóli þess að þar er eina útflutningshöfn landsmanna eins og sakir standa. Þessar staðreyndir leiða til þess að í umræðu utan dagskrár á Alþingi í síðustu viku, sem ég stóð fyrir, um áhrif framsalsins í fisk- veiðistjórnunarkerfinu, kom mjög skýrt fram, í fyrsta sinn í langan tíma, að allir ræðumenn við- urkenndu vandann og töldu rétt að gera breyt- ingar. Loksins er mönn- um að verða ljóst að hagsmunir fárra útgerð- armanna verða að víkja fyrir almennum hags- munum tuga þúsunda landsmanna sem kerfið leikur svo grátt að óbærilegt er upp á að horfa. Vandinn er ekki bara Vestfjarðavandi, það er almennur kerfisvandi, grundvallarbreytingar verður að gera til þess að innleiða almennar leik- reglur í almannaþágu. Það var ótvírætt nið- urstaða forseta Alþingis í ræðu hans á Ísafirði á þjóðhátíðardaginn og for- sætisráðherra við- urkenndi líka vandann sem almennan kerf- isvanda í ræðu sinni á Austurvelli. Það eru orðin vatnaskil í umræðunni. Nú verða stjórnmálaflokkarnir að ljúka málinu sem hófst fyrir 7 árum þegar endur- skoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins fór fram en sérhagsmunaaðilarnir komu þá að sinni fyrir kattarnef með sterkum ítökum sínum í Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Frjálslyndi flokkurinn er reiðubúinn til þess af fullum heilindum að taka höndum saman við þá sem vilja nú endurskoða kerfið frá grunni og færa sjávarbyggðum landsins aftur til- verugrundvöll sinn. Grundvallar- breytingar annars hrun Kristinn H. Gunnarsson skrifar um fiskveiðistjórnunina » Gera verðurgrundvall- arbreytingar á löggjöfinni um fiskveiðistjórn- unina annars verður hrun í mörgum byggð- arlögum lands- ins sem byggj- ast á sjávar- útvegi. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Fellahvarf 24 Kóp. Opið hús Eign sem sker sig úr Sérlega vandað endaraðhús á einni hæð við Fellahvarf í Kópavogi með stór- kostlegu útsýni. Vel útfært og þægilegt hús að búa í, vandaðar innréttingar, gólfefni o.fl. Vel skipulagt hús með vönduðum innréttingum og frágangi í alla staði, hús sem býður uppá allt það besta í umhverfi þar sem þú gleym- ir algjörlega stað og stund. Við erum með opið hús í dag fimmtudag milli kl. 18 og 19. Sjón er sögu ríkari. Verð 62 millj. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Sölufulltrúi Fasteignakaupa Guðmundur Valtýsson 865 3022, tekur á móti gestum í dag á milli 18 og 19. BRANDARAKARLARNIR! Fyrir krakkana, mömmurnar, pabbana og öll hin Sumardiskurinn í ár. Stútfullur af bröndurum. Hentar hvar og hvenær sem er, ekki síst í ferðalagið. FÆST Í BÓKABÚÐUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.