Morgunblaðið - 21.06.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 21.06.2007, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ GEFNU tilefni vil ég greina frá eftirfarandi vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í málefnum Sam- vinnutrygginga. Fram til ársins 2003 var það að- alfundur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga sem kaus fulltrúaráð Samvinnutrygginga. Það þótti bæði eðlilegur og lýðræðislegur vett- vangur að fulltrúar samvinnufélag- anna um land allt myndu kjósa í fulltrúaráð Samvinnutrygginga, ekki síst vegna þess að það var Sambandið sem stofn- aði Samvinnutrygg- ingar árið 1946. Á aðalfundi Ehf. Samvinnutrygginga ár- ið 2004 var hinni lýð- ræðislegu kosningu með öllu ýtt út af borð- inu með nýjum sam- þykktum. Þá var einnig fjölgað í fulltrúaráðinu úr 12 í 24 og reglunum breytt í þá veru að full- trúarnir hefðu mögu- leika á því að sitja í ráðinu til 75 ára aldurs. Fulltrúarnir myndu eftirleiðis kjósa sig sjálfir. Þessi stóra breyt- ing gerði það hins vegar að verkum að nú var hægara um vik að fara frjálslega með hlutina. Það hvarfl- aði ekki að mönnum að hugsunin væri sú að selja hlut Samvinnu- trygginga í VÍS, heldur með þátt- töku sinni í VÍS myndu Samvinnu- tryggingar hafa áfram áhrif til góðs á tryggingamarkaðnum. Þegar hluturinn í VÍS var seldur á síðasta ári sat því fámennur hóp- ur manna með tugi milljarða í höndunum, en skv. upplýsingum frá aðalfundi Samvinnutrygginga 15. júní sl. er eign Samvinnutrygg- inga um 30 milljarðar króna, óskipt eign tryggingataka um 20 milljarð- ar króna og Sam- vinnutrygginga- sjóðurinn um 10 milljarðar króna. Ekki var þó óbreytt- um tryggingatökum heimilt að sitja þenn- an fund og hafa þar málfrelsi. Undirrit- aður, sem verið hefur kaupfélagsstjóri í lið- lega 30 ár, óskaði t.d. eftir að fá sæti manns í fulltrúaráðinu sem er að flytja til út- landa, en það var tal- ið þjóna betur hagsmunum Sam- vinnutrygginga að sá sem væri farinn af landi brott sæti í ráðinu. Í heilt ár hafa tryggingatakar undir forustu stjórnar Sambands- ins reynt að fá breytingar á þess- um málum, því það er alveg ljóst að það hefur aldrei verið hugsun þeirra sem stofnuðu Samvinnu- tryggingar g/t að þegar trygginga- starfseminni lyki myndi það eiga að gerast með þeim hætti að skapa ör- fáum mönnum slíka valdastöðu með fjármuni Samvinnutrygginga. Eftir miklar umræður á síðasta að- alfundi Sambandsins og þrýsting af hálfu stjórnar Sambandsins var ákveðið að stofna hlutafélag um eign tryggingatakanna og sjálfs- eignarstofnun um eign þeirra tryggingataka sem látist hafa eða fyrirtækja sem hætt hafa rekstri. Sjálfseignarstofnunin verður þá að- alhluthafi í hinu nýja hlutafélagi með um þriðjungs eignarhlut og kemur því væntanlega til með að hafa þar mest áhrif. Það náðist nefnilega ekki samkomulag um að finna lýðræðislega leið til að kjósa í fulltrúaráðið. Það er ekkert heilagt fyrir mér að ráðið sé kosið af aðal- fundi Sambandsins, ef hægt er að benda á aðra leið sem væri heppi- legri. Verði þetta niðurstaðan breytist í sjálfu sér mjög lítið, því eftir sem áður munu örfáir sömu menn stjórna báðum félögunum. Það er skoðun undirritaðs að þegar eignarhluturinn í VÍS var seldur hafi skapast rík ástæða til að huga að slitum á Samvinnu- tryggingum og við það hefði eign- arréttur hvers og eins orðið virkur og hver og einn tryggingataki feng- ið greiddan sinn hlut í innra virði félagsins eins og honum ber. Það hefði verið einfaldasta leiðin. Þá tel ég að það hefði verið sjálfsögð og eðlilega kurteisi við tryggingatak- ana að boða þá til fundar og kynna þeim réttarstöðu sína, þar sem þeir voru eigendur að 2/3 hlutum fjárins sameiginlega. Samvinnutrygg- ingasjóðnum hefði síðan mátt út- hluta til öldrunar og líknarmála vítt og breitt um landið. Ég vil að lokum skora á þá sem ráða ferðinni hjá Samvinnutrygg- ingum að taka upp lýðræðislegt val í fulltrúaráð hinnar nýju sjálfseign- arstofnunar (Samvinnusjóðurinn) og reyna með því að sætta andstæð sjónarmið. Nokkur orð um Samvinnu- tryggingar Gísli Jónatansson skrifar um Samvinnutryggingar » Þá tel ég að það hefðiverið sjálfsögð og eðlilega kurteisi við tryggingatakana að boða þá til fundar og kynna þeim réttarstöðu sína Gísli Jónatansson Höfundur er kaupfélagsstjóri og varaformaður Sambands ísl. samvinnufélaga. Norðurlandameistararnir í liði Laugalækjarskóla munu taka þátt í Evrópumeistaramóti grunnskóla- sveita sem hefst innan skamms í Varna í Búlgaríu. Á síðasta ári hafn- aði sveitin í öðru sæti á mótinu og í ár er sjálfsagt stefnt að sigri. Til þess að búa liðið undirkeppnina tóku þeir Daði Ómarsson (1.951), Vilhjálmur Pálmason (1.892), Matthías Péturs- son (1.916), Einar Sigurðsson (1.784) og Aron Ellert Þorsteinsson (1.847) þátt í alþjóðlegu móti sem fór fram í Myzliborz í Póllandi í síðustu viku. Með þeim í för var liðsstjórinn og þjálfarinn Torfi Leósson ásamt föður Matthíasar, bloggaranum G. Pétri Matthíassyni, http://gpetur.blogs- pot.com/. Fyrir mótið var lögð áhersla á að íslensku keppendurnir myndu tefla skákir sínar í botn og það gerðu þeir án nokkurra refja. Keppnisharka af því tagi ber árangur til lengri tíma litið. Alls tóku 30 skákmenn þátt í mótinu en þar af voru tveir stór- meistarar og tveir alþjóðlegir meist- arar. Daða Ómarssyni gekk prýði- lega og náði bestum árangri þeirra sem voru undir 2.000 skákstigum. Gengi félaga hans var síðra en þeir töpuðu öllum skákstigum á meðan skákstigatala Daða hækkaði um 12 stig. Hvít-Rússinn Aleksander Smirnov (2.227) varð hlutskarpastur á mótinu með 5½ vinning en stór- meistararnir Jurij Zezulkin (2.454) og Leonid Voloshin (2.456) voru með- al þeirra sem urðu í 2.-6. sæti með 5 vinninga. Lokastaða íslensku piltanna varð hins vegar þessi: 7.-8. Daði Ómarsson 4½ v. af 7 mögulegum. 13.-18. Vilhjálmur Pálmason (1.892), Matthías Pétursson (1.916), Einar Sigurðsson (1.784) og Aron Ellert Þorsteinsson (1.847) 3½ v. af 7 mögulegum. Að móti loknu var haldið áleiðis til Búlgaríu með viðkomu í Berlín þar sem þjóðhátíðardeginum var fagnað með pomp og prakt í boði íslenska sendiherrans. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig Norður- landameisturunum gengur í Búlgar- íu en reikna má með að Pétur haldi áfram að segja skemmtilega frá og að Torfi sendi frá sér pistla á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur, www.- taflfelag.is. Arnar Mjóddarmeistari Mjóddarmót Taflfélagsins Hellis fór fram laugardaginn 16. júní sl. í verslunarmiðstöðinni í Breiðholti. Um firmakeppni var að ræða svo að hinir 22 þátttakendur tefldu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gamla brýnið Bragi Halldórsson (Suzuki-bílar), lagði alla andstæðinga sína að velli í fyrstu fimm umferðunum en í sjöttu umferð laut hann í lægra haldi gegn Davíð Kjartanssyni (Vinnuskólar Reykjavíkur). Þetta gerði hinum sig- ursæla hraðskákmanni, Arnari E. Gunnarssyni (Happdrætti Háskóla Íslands), kleift að ná Braga að vinn- ingum fyrir lokaumferðina. Þeir komu svo jafnir mark með sex vinn- inga hvor en Arnar var úrskurðaður sigurvegari eftir stigaútreikning. Þetta varð fjórði sigur Arnars á mótinu á síðustu fimm árum. Lokastaða efstu keppenda varð annars þessi: 1.-2. Happdrætti Háskóla Íslands (Arnar E. Gunnarsson) og Suzuki-bílar (Bragi Halldórsson) 6 v. af 7 mögulegum. 3.-4. Vinnuskóli Reykjavíkur (Davíð Kjartansson) og Fröken Júlía (Sigurður Daði Sigfússon) 5 v. 5. ÍTR (Hjörvar Steinn Grétarsson) 4½ v. 6.-9. Landsbanki Íslands hf. (Gunnar Björnsson), Gissur og Pálmi (Kristján Örn Elíasson), SPRON (Þór Valtýsson) og VISA Ísland (Sæbjörn Guðfinnsson) 4 v. Gunnar Björnsson og Vigfús Ó. Vigfússon voru skákstjórar mótsins en nánari upplýsingar um það er að finna á www.skak.is. Sportbarsmótið Haldið var atskákmót á Sport- barnum dagana 15. og 16. júní sl. þar sem 24 skákmenn tóku þátt. Eftir spennandi keppni varð stórmeistar- inn Henrik Danielsen hlutskarpastur á mótinu. Lokastaða efstu keppenda varð þessi: 1. Henrik Danielsen (2.491) 5½ v. af 7 mögulegum. 2.-5. Tómas Björnsson (2.204), Rúnar Berg (2.148), Róbert Harðarson (2.332) og Halldór Garðarsson (1958) 5 v. 6.-7. Elvar Guðmundsson (2.318) og Halldór B. Halldórsson (2.236) 4½ v. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. Daða gekk vel í Póllandi Að tafli Piltarnir úr Laugarlækjaskóla tefldu í Myzliborz. daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson SKÁK Myzliborz í Póllandi ALÞJÓÐLEGT SKÁKMÓT 11.-16. júní 2007 MAÐURINN hefur um árþús- undir siglt um hafið en það eru aðeins 200-300 ár síðan farið var að dýptarmæla og kortleggja hafs- botninn á kerfisbundinn hátt. Heimspekingar fyrri tíma fengust aðallega við tilraunir til að skýra bylgju- hreyfingar sjávar, öldur og sjávarföll en einnig strauma. Þá var dýpi sjávar líka viðfangsefni. Posido- níos (135-50 f. kr.) er talinn upphafsmaður dýptarmælinga á djúpsævi. Hann greinir t.d. frá því að mesta dýpi sem mælt hafi verið á nokkru hafsvæði sé um 1.000 faðmar í Sardiníu- djúpi í Miðjarðarhafi. Stjörnufræðingur- inn Seleucus frá Babylon (u.þ.b. 150 f. Kr.) rannsakaði sjávarföll og hann öðlaðist góðan skilning á falla- hreyfingum í Persaflóa. Niður- staða hans var að tunglið væri or- sakaþáttur. Posidoníos athugaði einnig sjávarföll og fann út að smástreymi og stórstreymi tengd- ust gangi tunglsins. Þannig safn- aðist smám saman í þekkingars- arpinn er tímar liðu. Á tímum landafundanna í lok 15. aldar og byrjun þeirrar 16. stórjukust siglingar og vitneskja um heimshöfin margfaldaðist. Margir frækilegir leiðangrar voru farnir og með leiðöngrum James Cook 1772-75 náðist mikilvægur áfangi í könnun hafsins, þegar hann sigldi umhverfis Suður- skautslandið. Að því loknu mátti telja að heimshöfin sjö væru þekkt í meginatriðum. Dýpi hafsins var að mestu ókannað fram á miðja 19. öld ef frá er talið grunnsævi á nokkrum stöðum og fyrstu sjókortin voru lítið annað en teikningar með tor- kennilegum útlínum landa. Dýpt- artölur og jafndýptarlínur komu fyrst fram á sjókortum seint á 16. öld. Skipulegar sjómælingar hóf- ust ekki í neinum mæli fyrr en undir lok 18. aldar. Þá varð vakn- ing meðal margra þjóða. Nokkrar fyrstu sjómælingastofnan- irnar voru stofnsettar þá s.s. í Danmörku (1784) og Bretlandi (1795). Samstarf milli ríkja á sviði sjómælinga varð fyrst með al- þjóðlegri ráðstefnu um siglingamál árið 1899. Á ráðstefnu árið 1919 var ákveðið að koma á formlegu sam- starfi. Þremur árum síðar var Alþjóðasjó- mælingaskrifstofunni komið á fót í Mónakó með aðild 19 ríkja. Ís- land varð aðili árið 1957. Í sáttmála um Alþjóðasjómæl- ingastofnunina sem tók gildi 1970 er kveðið á um að ríki sem eru að- ilar vilji leggja sig eftir samstarfi um sjómælingar á fjölþjóðlegum grunni, í þeim tilgangi að auðvelda siglingar og gera þær öruggari með því að bæta sjókort og til- heyrandi sjóferðagögn á heims- vísu. Aðildarríki stofnunarinnar eru nú 76. Höfnin þekja 70% jarðarinnar. Landgrunn umhverfis eyjar og meginlönd eru um fjórðungur af flatarmáli sjávar. Landgrunn eru misvíðfeðm, sums staðar mjó ræma en annars staðar stórir flák- ar. Landgrunn Íslands er býsna stórt, sérstaklega við landið vest- anvert. Sjómælingar (e. hydrography) er notað yfir kerfisbundnar mæl- ingar á sjávardýpi í þeim tilgangi að kortleggja hafsbotninn. Frá siglingafræðilegum sjónarhóli má segja að sjómælingar séu gerðar til að tryggja örugga siglingu með því að staðsetja boða, grunn og sker. Skip á siglingu athafna sig, á yfirborðinu, efstu 5-10 metrunum miðað við algenga djúpristu en mesta djúprista risaolíuskipa er á bilinu 30-40 m. Út frá þessum for- sendum má álykta að „grynning- ar“ á allt að 40-50 m dýpi, þurfi að vera þekktar ef sjómælingar eiga að þjóna tilgangi sínum. Sjómælingar hófust hér fyrir ríflega 200 árum. Fyrsta eiginlega sjókortið var gefið út 1788. Fram- an af voru dýptarupplýsingar á sjókortum litlar en með tímanum, og eftir því sem tækni við mæling- ar batnaði, urðu þær sífellt meiri og betri. Íslendingar komu fyrst að sjó- mælingum við landið á árunum 1930-32 en fram að því höfðu Dan- ir einir sinnt mælingunum. Frá upphafi hefur áhersla verið lögð á mælingar á svæðum umhverfis landið þar sem siglingaleiðir eru varasamar. Dæmi um slík svæði eru t.d. í Breiðafirði og úti fyrir Hornströndum. Sjókort eru að sjálfsögðu upp- færð í samræmi við nýjar upplýs- ingar á hverjum tíma en e.t.v. kemur það mörgum á óvart að enn eru í umferð sjókort sem byggjast á meira en 100 ára gömlum dýpt- armælingum. Dæmi um slíkt er sjókort nr. 73 sem nær frá Glett- inganesi, sunnan Borgarfjarðar eystri að Hlöðu í Breiðdalsvík. Kortið var teiknað og gefið út í Kaupmannahöfn 1944 en dýptar- mælingarnar sem það byggist að mestu leyti á voru gerðar 1898. Ný útgáfa kortsins er væntanleg í sumar byggð á dýptarmælingum frá árunum 2003 og 2004. Blint í sjóinn Árni Þór Vésteinsson skrifar um könnun hafsins, sjómæl- ingar og sjókortagerð Árni Þór Vésteinsson » Sjómælingarhófust hér fyrir ríflega 200 árum. Höfundur er deildarstjóri kortadeildar sjómælingasviðs Landhelgisgæslu Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.