Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 33 ✝ Benedikt Jón-asson fæddist á Fáskrúðsfirði 21. apríl 1915. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Ólafsson, f. í Gestshúsum á Álfta- nesi 9. ágúst 1872, d. 17. október 1931, og Björg Jónas- dóttir, f. á Stuðlum í Reyðarfirði 19. apr- íl 1875, d. 22. nóv- ember 1957. Benedikt kvæntist árið 1938 Sveinbjörgu Ásgrímsdóttur frá Fáskrúðsfirði, f. 15.9. 1917. For- eldrar hennar voru Ásgrímur Vig- fússon, f. á Brimnesi 27. desember 1872, d. 18. desember 1953, og María Jónasdóttir, f. í Árnagerði við Fáskrúðsfjörð 1. apríl 1879, d. eru 4. 3) Uppeldisdóttir þeirra er Petra Jakobsdóttir, f. 1945. Hún var gift Magnúsi Stefánssyni. Börn þeirra eru Jakob, Guðrún, Stefán, Þorri og Frosti. Benedikt vann við sjómennsku og landvinnslu á Fáskrúðsfirði ásamt smáfjárbúskap. Hann starf- aði við tréskipasmíðar og síðar var hann verkstjóri í frystihúsi á Fáskrúðsfirði. Árið 1957 flutti hann til Reykjavíkur og starfaði við trésmíðaverkstæði Slipp- félagsins. Árið 1960 flytur hann að Bifröst í Borgarfirði og starfar þar sem húsvörður í Samvinnu- skólanum með hléum til 1974. Það ár flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf sem húsvörður við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Þar vann hann til 1990, þegar hann varð 75 ára. Á 70 ára afmæli Benedikts færði nemendafélagið honum 15 fermetra hyttu að norskri fyrirmynd sem þakklætis- vott. Benedikt verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 30. ágúst 1955. Bene- dikt og Sveinbjörg eignuðust tvö börn og eina fósturdóttur. Þau eru: 1) Viggó, f. 1938, kvæntur Ingu Ólafsdóttur, f. 1939, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Jór- unn, f. 1957, María Sveinbjörg, f. 1960, Svava Aldís, f. 1961, Bryndís Ýr, f. 1967 og Benedikt, f. 1974. Þau eiga 15 barna- börn og 5 barna- barnabörn. Viggó býr með Helgu Jóhannsdóttur frá Fáskrúðsfirði. 2) Björg, f. 1954, gift Ingvari Ólafssyni frá Varmalandi í Borgarfirði, f. 1952. Börn þeirra eru Ólafur Ragnar, f. 1978 og Sveinbjörg, f. 1980. Dóttir Bjargar og Ingólfs Einarssonar er Guð- björg, f. 1972. Barnabörn þeirra Þá er hann fallinn frá, minn kæri tengdafaðir Benedikt Jónasson frá Fáskrúðsfirði, eftir langa sjúk- dómslegu. Þar sem hugurinn var horfinn til fortíðar og líkamlegt at- gervi horfið. Þegar ég kynntist Björgu kon- unni minni, tók Benedikt tilvonandi tengdafaðir minn mér afskaplega vel þrátt fyrir að Björg væri augasteinn hans og einkadóttir. Þá var Viggó bróðir hennar, sem er 16 árum eldri, löngu farinn að heiman. Á öllum þessu árum féll aldrei styggðaryrði milli okkar, þrátt fyrir mikla sam- veru. Benedikt tengdafaðir minn, eða Benni eins og hann var kall- aður, hafði þessa góðu nærveru svo öllum leið vel í návist hans. Hann var mikill fjölskyldumaður og alltaf tilbúinn að aðstoða börn og barna- börn í fjölskyldunni þegar verið var að byggja eða breyta. Þá birt- ist Benni með verkfæratöskuna sín, óbeðinn og hóf að hjálpa og lagði oft til með sér. Hann hafði sem ungur maður unnið við tré- skipasmíðar og síðar á trésmíða- verkstæði og var mjög hagur. Hann lagði parket, flísar og vegg- fóður. Hann smíðaði skápa, hurðir og innréttingar. Allt þetta lék í höndum hans og aldrei tekið fyrir viðvikið. Aldrei uppáþrengjandi, alltaf velkominn og hafði þessa notalegu nærveru. Hann vandaði verk sín, lauk því sem hafið var og í lokin skyldi gengið frá, þrifið og sópað. Benni tengdafaðir minn var markaður af því að hafa verið sendur ungur að heiman. Vegna veikinda föður hans og síðan dauða voru erfiðar heimilisaðstæður og var Benni sendur í fóstur til að létta á heimilinu. Síðan hófst at- vinnuþátttaka um fermingu. Þessi reynsla var honum sár. Þegar hug- urinn á efri árum hvarf til fortíðar, mátti heyra hversu erfið reynsla þetta hafði verið ungu barni. Þetta markaði Benna. Hann var nægju- samur, passaði að alltaf væru næg- ir peningar til framfærslu og sjóð- ur til vara. Benni vann ýmis störf á Fá- skrúðsfirði, síðast sem verkstjóri í frystihúsi. Árið 1957 flytja þau Sveina og Benni suður til Reykjavíkur. Þar starfaði hann hjá trésmiðju Slipp- félagsins. Þaðan fluttu þau fljót- lega að Bifröst í Borgarfirði, þar sem Benni starfaði sem húsvörður með hléum til 1974. Þar hófst sam- starf þeirra Benna og séra Guð- mundar Sveinssonar skólameist- ara, sem stóð til 1990. Fyrst á Bifröst og síðar í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Á Bifröst átti Benni góð og eftirminnileg ár. Hann vann með skemmtilegu fólki, í fallegu umhverfi og við áhugavert starf. Benna var tíðrætt um árin sín á Bifröst og allt það áhuga- verða fólk sem hann kynntist þar. Síðustu 15 ár starfsævinnar vann Benni sem húsvörður í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Þar komu best í ljós hans bestu kostir. Þessi hlýja nærvera, þrautseigja og vinnusemi. Hann kom að skólanum í byggingu, svo vinnudagurinn var oft langur. Hann mætti snemma að morgni svo allt væri tilbúið til kennslu, unninn fullur vinnudagur og þá tóku við þrif á skólanum, sem hús- vörður stýrði. Ég held að Benni hafi heldur ráðið þá til starfa sem þurftu nauðsynlega á aurnum að halda en af öðrum hvötum. Veit ég að oft tók hann stykki þeirra sem ekki komust til vinnu vegna veik- inda barna eða annarra þeirra að- stæðna sem töfðu. Þetta lýsir tengdaföður mínum betur en margt annað, hann mátti ekkert aumt sjá og lagði sitt af mörkum til að hjálpa. Með þessum orðum vil ég þakka Benedikt, mínum kæra tengdaföð- ur, samveruna og samvistirnar á síðustu 33 árum og þakka þá um- hyggju sem hann hefur sýnt mér börnum mínum og barnabörnum. Ingvar. Elsku afi. Mikið eru þær skrýtnar tilfinn- ingarnar sem ég finn innra með mér í dag. Söknuður og sárindi yfir því að þú sért farinn … en um leið ljúfsár léttir yfir því að þér líði nú betur og á móti þér hafi tekið hópur af góðu fólki sem beið þín. Nú ertu kominn til mömmu þinn- ar og kúrir hjá henni inn í eilífðina. Ég er svo stolt yfir því að þú haf- ir verið minn afi. Þú varst og verður fyrirmynd og hetja. Ég man fyrst eftir mér með þér og ömmu á Bifröst í Borgarfirði; „Bifröstinni þinni“, og eins í ris- íbúðinni ykkar ömmu í Sigtúni 59. Þú og amma Sveina að dekra við mig eins og alltaf. Lesa með mér bænirnar á kvöldin þegar ég gisti eða hjúkra mér lasinni með hlaupabóluna ægi- legu. Þú að kenna mér að hjóla hjálpardekkjalaust, þú að leyfa mér að keyra hvíta Skódann þinn á Laugardalsplaninu og síðar rauða Suzuki Alto-bílinn. Þú að slá blettinn með orfi og ljá og þú að stappa kartöflur í eldhús- inu. Það var þitt verk. Þú að hjálpa eins og alltaf og máttir aldrei neitt aumt sjá. Mig langaði bara að þakka þér fyrir allt afi minn. Kletturinn hennar ömmu. Þrjóskari en andskotinn en með of- urmjúkan kjarna. Þakka þér fyrir að leiða mig upp að altarinu þegar ég gifti mig, mér þótti svo vænt um það. Takk fyrir allar kennslustund- irnar og spjallið í gegnum tíðina. Þú kenndir mér svo margt. Hafðu ekki áhyggjur af ömmu Sveinu, ég passa hana. Hvíldu í friði elsku afi minn. Ég kveð þig með bæninni sem þú kenndir mér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín Guðbjörg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku afi minn, ég veit að Guð mun taka vel á móti þér. Þín er sárt saknað. Þitt langafabarn Telma Ýr Ríkharðsdóttir. Benedikt Jónasson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar                          ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, sonar, tengdasonar og bróður, SVEINS STEINDÓRS GÍSLASONAR húsasmíðameistara, Arnarheiði 20, 810 Hveragerði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands fyrir ein- staka alúð og hlýhug í veikindum hans svo og öllu því góða fólki sem studdi okkur með nærveru sinni og fjárhagslegum stuðningi. Guð blessi ykkur öll. Magnea Ásdís Árnadóttir, Árni Steindór Sveinsson, Jóhanna Sigurey Snorradóttir, Snorri Þór og Eva Björg, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, Þorsteinn Karlsson, Ásdís Erla, Katrín Ósk og Bjarkar Sveinn, Eva Rós Sveinsdóttir, Sigurbjörg S. Steindórsdóttir, Árni St. Hermannsson, Sigurbjörg Gísladóttir og Svanhvít Gísladóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BALDUR BJARNASON bifreiðastjóri, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn 22. júní kl. 14:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Hólmfríður Sigurðardóttir, Ása Baldursdóttir, Sveinn G. Hálfdánarson, Erlendur S. Baldursson, Kristrún Ísaksdóttir, Kristín I. Baldursdóttir, Flemming Jessen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, PÁLL FINNBOGI JÓNSSON, sem lést á heimili sínu laugardaginn 16. júní verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju laugardaginn 23. júní kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Inga María Pálsdóttir, Hilmar Óskarsson, Aðalbjörg Pálsdóttir. ✝ Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, STELLA ÁRNADÓTTIR, Miðtúni 7, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans, þriðju- daginn 19. júní. Böðvar Jónsson, Björn Böðvarsson, Jón Einar Böðvarsson, Árni Böðvarsson, Bozena Zofia Tabaka. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR EINARSSON, sem lést sunnudaginn 10. júní hefur verið jarðsettur í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. ✝ Látinn er, HJALTI ÓLAFSSON skipstjóri, til heimilis á Skúlagöu 20, áður Þinghólsbraut 55, Kópavogi. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Hjaltason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.