Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRÉTTIR Elsku Guðrún okk- ar, tengdamóðir og amma, er farin frá okkur. Okkur langar að þakka fyrir þann tíma, sem við höfum átt hana að í okkar lífi. Það gerðist margt í lífi hennar og fjölskyldunnar í Löngubrekk- unni, í upphafi árs 1998. Kjartan, elsti sonur hennar, sem var ógiftur og barnlaus, hafði náð sér í konu. Allt gerðist mjög hratt, hann fór að búa með konu þessari og fljótlega var ljóst að von var á barni. En síð- an dundi ógæfan yfir, Kjartan greindist með krabbamein í sept- ember ’98, og þrátt fyrir að hann væri mjög veikur gátum við látið gefa okkur saman í desember, en hann lést síðan í mars ’99 og nokkru seinna, eða 15. apríl fædd- ist dóttir okkar, Guðrún Edda. Þetta hefur nú örugglega verið heilmikið fyrir Guðrúnu og fjöl- skylduna að meðtaka. Mér var frá- bærlega tekið frá fyrstu stundu af þessari dásamlegu fjölskyldu og þau reyndust mér alveg hreint yndisleg stoð og stytta í veikindum Kjartans og eftir að hann lést. Við mæðgur höfum ekki hitt Guðrúnu og fjölskylduna mjög oft á undanförnum árum, en þegar við höfum hist þá hafa það verið mjög góðar stundir. Guðrún eyddi síð- ustu 5 árum ævi sinnar á dval- arheimilinu Sunnuhlíð, og hafði það greinilega mjög gott þar og naut góðrar umönnunar starfs- fólks. Svo hafa þau nú verið alveg aðdáunarverð, systkini Kjartans, hvað þau hafa verið dugleg að ann- ast um hana og skiptast á um að koma til hennar. Þessi elska var víst búin að vera Guðrún Rósa Sigurðardóttir ✝ Guðrún RósaSigurðardóttir fæddist í Hælavík 9. september 1930. Hún lést í hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 31. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 11. júní. mjög veik undanfarn- ar vikur, þannig að það var Guðs mildi að hún fékk loksins hvíldina. Hún er þá örugglega komin núna til síns ástkæra Hjartar, og Kjartans, og líður vel. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við mæðgur þökkum af alhug að hafa átt að þessa yndislegu konu, hana Guðrúnu, hún mun aldrei hverfa úr hugum okkar. Megi góð- ur Guð geyma hana í faðmi sínum. Ásdís og Guðrún Edda. Þegar ég var 26 ára gömul kynntist ég Guðrúnu, hinni tengda- móður minni. Er ég kom í fyrsta skipti í Löngubrekkuna tók hún mér eins og hún hefði alltaf þekkt mig og bauð mig velkomna í fjöl- skylduna. Hún var góð heim að sækja, alltaf kaffi á könnunni og gott meðlæti hvort sem hún eða tengdapabbi bakaði. Margar skemmtilegar stundir áttum við með Guðrúnu og þegar vel lá á henni ræddi hún allt milli himins og jarðar, kunni frá mörgu að segja og var vel lesin. Á þessum tíma var hún meiri tengdamamma en hin raunverulega tengda- mamma, sem ég kynntist betur seinna. Börnunum mínum var hún hin besta amma og alltaf var til- hlökkun á jólum og afmælum eftir gjöfunum frá ömmu og afa í Löngubrekku þegar þau voru yngri. Hjördís, yngsta dóttir mín, sagði við fráfall Guðrúnar að það væri sárt að missa ömmuna sem hún þekkti best. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir. Hinn 21. maí kvaddi ég kæra vinkonu og samstarfssystur. Fyr- ir u.þ.b. 45 árum kynntumst við í Ljósheimum 6, þeg- ar við fluttum á sama tíma í nýja blokk. Uppi á 8. hæð voru ung hjón með 3 litlar, fallegar stúlkur. Með okkur unga fólkinu í blokkinni tókst strax góður vinskapur, sem hefur haldist alla tíð síðan. Við höfum hald- ið þeim sið að hittast á hverju ári á þorranum og þar hefur gleðin alltaf haft völd. Þegar Anna var að huga að nýrri vinnu sá ég að hún var kjörinn starfskraftur fyrir Dún- og fiður- hreinsunina, Vatnstíg 3, sem var fyr- irtæki stjúpföður míns. Hún var vön afgreiðslu og saumaskap. Þarna vann hún í rúm 20 ár. Anna kom mjög vel fram við viðskiptavini, var jákvæð og þjónustufús. Hún hafði góða nærveru og mjög góðan húmor, sem hún smitaði út frá sér á vinnu- staðnum. Hvítu fallegu ungbarna- settin með blúndum, sem hún saum- aði, voru afar vinsæl og hafði hún vart undan að sauma þau. Við unnum saman í nokkur ár og vinskapur okk- Anna Bjarnadóttir ✝ Anna Bjarna-dóttir fæddist á Suðureyri 27. apríl 1936. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 12. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 21. maí. ar og tengsl slitnuðu aldrei. Á hverju sumri kom hún með Magnúsi manni sínum ásamt vinum upp í sumarbú- stað okkar hjóna við Hafravatn. Þá sá ég hvað Anna var mikið náttúrubarn og hún elskaði gróðurinn og naut þess að vera inn- an um hann og var far- in að hlakka til að hætta að vinna til að fá tækifæri til að njóta þess enn betur. Þá varð hún vör við meinið, sem hún tókst á við með miklu æðruleysi og var hún einstök í þessari baráttu sinni. Hún var alltaf jákvæð þegar við spurðum hvernig hún hefði það. Hún sagði: „Jú, jú, ég er alveg ágæt.“ Þetta var bara eins og hver önnur vinna, meinti hún, en dagarnir væru misgóðir, bara eins og lífið sjálft. Anna átti góða stund á 70 ára afmæli sínu með fjölskyldu sinni, þá sá ég hvað hún var stolt yfir barnahópnum sínum og sagði, að hann væri það dýrmætasta sem hún ætti í lífinu. Ég vil fyrir hönd Ljósheimahóps- ins og samstarfsfólks Önnu í Dún- og fiðurhreinsuninni þakka fyrir henn- ar ljúfu og hlýju framkomu. Minning hennar er dýrmæt og nú er allt hlýtt og bjart hjá henni. Elsku Magnús og fjölskylda, ég veit að söknuðurinn er mikill og þið eigið innilegustu samúð okkar allra. Guð geymi minningu mætrar eiginkonu, móður og ömmu. Súsanna Kristinsdóttir. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði fund sendiherra erlendra ríkja á Ís- landi, sem haldinn var í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæj- arhálsi 1 um síðustu helgi. Um 80 manns, bæði sendiherrar búsettir hér á landi og sendiherrar með aðsetur erlendis, sátu fundinn þar sem gerð var grein fyrir stöðu orkumála hérlendis og möguleikum til útrásar á því sviði. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Utanríkisráðherra lagði áherslu á vistvæna orkufram- leiðslu Íslendinga og þann mikla auð sem falinn er í reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði jarð- hitanýtingar. Þorkell Helgason orkumálastjóri kynnti sendiherr- unum orkustefnu Íslands og Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur greindi frá helstu verkefnum fyrirtæk- isins, bæði hérlendis og erlendis.“ Þá var fjallað um jarð- varmaverkefni í Evrópu, Am- eríku og Asíu, um vetni og fram- tíðarmöguleika á því sviði, fjárfestingu í jarðvarma í heim- inum og fleiri þætti sem unnið er að nú um stundir. Auður Frá fundi utanríkisráðherra með sendiherrum erlendra ríkja um orkumál sem haldinn var í OR. Orkumál rædd á fundi með sendiherrum DEILD til útgáfu vegabréfsáritana tók til starfa í sendiráði Íslands í Beijing 15. júní sl. Átján manna kín- versk sendinefnd fékk fyrstu árit- anirnar, en hún var á leið til Íslands vegna viðræðna um fríverslun land- anna. Jóhann Jóhannsson veitir deildinni forstöðu í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Jó- hann er sérfróður um útlendinga- og áritanamál vegna starfa fyrir ráðuneytið og útlendingastofnun. Frá því að Íslendingar hófu þátt- töku í Schengen-samstarfinu í mars 2001 hafa allar vegabréfsáritanir til Íslands verið gefnar út af sendi- ráðum annarra Schengen-ríkja. Er sendiráðið í Beijing fyrst íslenskra sendiráða til þess að gefa út Schen- gen-vegabréfsáritanir, segir í fréttatilkynningu. Schengen-áritanir gilda til ferða- laga um allt Schengen-svæðið. Mik- il ásókn er í slíkar áritanir og er því gætt mikillar varkárni við útgáfu þeirra. Samskipti Íslands og Kína hafa aukist mikið og hratt. Nýlega stofnuðu til dæmis 20 íslensk fyr- irtæki með starfsstöðvar í Kína Beijing Icelandic Business Forum. Var þar lýst ánægju með það skref, sem stigið er með því að stofna árit- anadeild í íslenska sendiráðinu. Áritanadeild opnuð í Beijing Í MAÍ veitti heil- brigðsráðuneytið Heyrn ehf. rekstrarleyfi vegna sölu og þjónustu heyrn- artækja. Heyrn tók til starfa 1. júní sl. og veitir heyrnarskertum þjónustu. Eig- andi Heyrnar er Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrn- arfræðingur sem jafnframt starfar hjá fyrirtækinu við heyrnargrein- ingu og hefur umsjón með úthlutun og eftirfylgni með heyrnartækjum. Heyrn býður heyrnartæki frá danska framleiðandanum GN- Resound sem er einn stærsti fram- leiðandi heyrnartækja í heiminum. Við heyrnargreiningu hjá Heyrn er stuðst við nýjustu heyrnarmæling- artæki GN-Otometrics. Heyrn- armælingarklefinn er frá sænska fyrirtækinu CA-Tegner. Þurfi við- skiptavinur á skoðun háls-, nef- og eyrnalæknis að halda að mati heyrnarfræðings, er honum vísað til læknis með niðurstöðu heyrn- armælingar hafi hún verið fram- kvæmd. Ellisif Katrín Björnsdóttir er menntaður heyrnarfræðingur frá Gautarborgarháskóla og hefur hlotið löggildingu sænskra heil- brigðisyfirvalda. Ellisif hefur nú 5 ára starfsreynslu hér á landi við heyrnarmælingar og ráðgjöf á sviði heyrnartækja. Viðskiptavinir Heyrnar fá styrk frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir kaupum á heyrnartækjum eins og hjá öðrum heyrnarstöðvum. Heyrn ehf. er í Hlíðasmára 11, 201 Kópavogi, á jarðhæð í nýju húsi með nægum bílastæðum. Þá hefur fyrirtækið opnað heimasíðu, www.heyrn.is. Þjónusta Heyrn tók til starfa 1. júní sl. og veitir heyrnarskertum þjónustu. Eigandi Heyrnar er Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur. Ellisif Katrín Björnsdóttir Ný heyrnar- þjónusta KVENNAGAGNABANKINN Kvennaslóðir er nýr vefur sem opnaður verður í dag kl. 12 í sal Þjóðminjasafns Íslands. Vefurinn inniheldur upplýs- ingar um kvensérfræðinga á ýms- um sviðum. Markmið Kvenna- slóða er að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og að- gengilega. Í fréttatilkynningu segir að kvennaslóðir sé vettvangur fjöl- miðla, fyrirtækja og stjórnvalda til þess að finna hæfar konur til margvíslegra starfa með skjót- virkum hætti. Dagskrá opnunarinnar: Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar vef- inn og flytur ávarp. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Fé- lags kvenna í atvinnurekstri, flyt- ur erindi. Pallborðsumræður verða undir stjórn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Þátttakendur í pallborði verða Valgerður Jóhannsdóttir, Karl Blöndal, Steinunn Stefánsdóttir, Sveinn Helgason og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Fundurinn er öllum opinn. Nýr vefur Kvennaslóða opnaður ANDRÍKI hefur sent frá sér grein- argerðina Sneið til stjórnvalda þar sem fram kemur að landsmenn eru að vinna fyrir hið opinbera til fimmtudagsins 21. júní. Í fréttatilkynningu segir að hinn 21. júní séu 47% ársins liðin, en það er hlutfall tekna hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, af vergri landsframleiðslu. Þetta hlut- fall hafi aldrei verið hærra en síð- ustu tvö ár. Höft og íþyngj- andi reglur KYNNING á vefsíðunni oryrki.is, sem er vefsíða sem rekin er af hreyfihömluðum ungmennum, verður haldin næstkomandi föstu- dag í Hressingarskálanum kl. 20 þar sem m.a. verða tölvur uppi við þar sem fólk getur skoðað síðuna. Í fréttatilkynningu segir að hún snúist um að hressa upp á ímynd ör- yrkjans og gera hann að fyrirmynd í samfélaginu. Það sé gert með því að búa til „sketcha“, auglýs- ingaspjöld o.fl. Vefsíða rekin af hreyfihömluð- um unglingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.