Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 39 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Boccia kl. 10. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður, kl. 9.30 boccia. Kl. 11 leikfimi. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, böðun, al- menn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/ dagblöð, hádegisverður, kaffi. Kl. 12.30 verður farið að Skógum undir Eyjafjöllum. Upplýsingar í síma 535-2760. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Dagsferð í Landmannalaugar 7. júlí. Skráning hafin, upplýsingar í s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin, rammavefnaður kl. 9.15. Í Gjábakka er t.d. hægt að kíkja í blöðin, taka í spil og spjalla við náungann. Hádegisverður kl. 11.40. Heitt á könnunni og heima- bakað meðlæti til kl. 16. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handa- vinna. Kaffi og meðlæti alla virka daga. Dagblöð liggja frammi. Aðstaða til að taka í spil. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Æfing í Ás- garði fyrir landsmót í Boccia. Skráning hafin á púttnámskeið hjá Önnu Díu í síma: 691 5508. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið kl. 9-16.30. Aðgangur að púttvelli við Breiðholtslaug er kl. 9-17, leiðsögn frá Vinnuskóla Reykjavíkur hefst þriðjud. 26. júní kl. 13, leiðsögn, aðstaða og afnot af búnaði er að kostnaðarlausu. Allir vel- komnir. Allar upplýsingar á staðnum og s. 575- 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, opin vinnustofa. Kl. 10 boccia (Bergþór). Kl. 10-16 pútt. Kl. 11 leikfimi (Bergþór). Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Félagsvist kl. 13.30, kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Fótaaðgerðir 588-2320. Hársnyrting 517- 3005/849-8029. Blöðin liggja frammi. Hæðargarður 31 | Gönguferðir alla morgna kl. 9 á laugardögum kl. 10. Listasmiðjan opin. Tölvusveitin hittist á þriðjud. og miðvikud. kl. 13-15. Púttvöllur- inn opnaður 20. júní. Kennsla í pútti alla miðviku- daga í sumar kl. 17-18. Hádegismatur, síðdegiskaffi. Kíkið við og fáið alla dagskrána. S. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia, karlaklúbbur, kl. 10.30. Handverks- og bókastofa kl. 13. Boccia, kvennafl., kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11.45-12.45 há- degisverður. Kl. 13-14 leikfimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, handavinnustofa opin, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar allan daginn, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl. 13 leikfimi (Bergþór). Kl. 14 boccia (Bergþór). Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Áskirkja | Göngum til góðs. Leggjum af stað frá Áskirkju, Laugarásmegin, kl. 14 inn í Laugardalinn. Tveir gönguhraðar: skjaldbökur og hérar. Verið vel- komin. Háteigskirkja | Taizé-messur. Lágstemmdir söngv- ar, bænir og Guðs orð lesið alla fimmtudaga kl. 20. Laugarneskirkja | Kl. 12 síðasta kyrrðarstundin fyrir sumarleyfi. Ljúfir orgeltónar munu heyrast frá kl. 12. Sigurbjörn Þorkelsson fr.stj. kirkjunnar hefur stutta hugvekju og leiðir fyrirbænir. Máltíð í boði í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Kl. 21 AA- fundur í safnaðarheimilinu. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur á Vopnafirði, þær Gabríela Sól Magnúsdóttir, Bryndís Gísladóttir, Hugrún Ingólfsdóttir og Steindóra Huld Gunnlaugsdóttir, héldu tombólu til styrktar ABC barnahjálp. Þær söfnuðu 12.385 krónum sem verður varið til uppbyggingar heimilis fyrir munaðarlaus börn í Afríku. Hlutavelta | Þessir krakkar heita Hafþór Berg, Erla Kolfinna, Ragna Lind og Ísak Andri. Þau héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum í Krónunni á Reyðarfirði og söfnuðu 4.064 krónum. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les-endum sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu-dags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er fimmtudagur 21. júní, 172. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Alþjóðlegi sjómælingadagurinner í dag, 21. júní. Árni Þór Vé-steinsson er deildarstjórikortadeildar Sjómælinga- sviðs Landhelgisgæslu Íslands: „Alþjóð- legi sjómælingadagurinn er nú haldinn í annað sinn, en Sameinuðu þjóðirnar samþykktu á síðasta ári, á 85 ára afmæli Alþjóðasjómælingastofnunarinnar, að minna á þessum degi á mikilvægi sjó- mælinga,“ segir Árni. Ábótavant á sumum stöðum Góðar sjómælingar eru mikið örygg- ismál fyrir allar siglingar og vönduð sigl- ingakort lykilöryggisbúnaður í jafnt stórum sem smáum skipum, að sögn Árna: „Hins vegar er stöðu mælinga og útgáfu sjókorta ábótavant á sumum stöðum. Í sumum tilvikum hafa þjóðir ekki burði eða fjármagn til mælinga, og á öðrum stöðum, þar sem mælingar hafa áður farið fram, þarf að endurmæla, til að mæta ríkari kröfum nútíma sigl- ingatækni um nákvæmni upplýsinga.“ Alþjóðlegi sjómælingadagurinn er að þessu sinni helgaður rafrænum sjókort- um: „Stafræn kort eru mjög þægileg í notkun, vinsældir þeirra fara vaxandi og er tæknin vissulega komin til að vera. Hins vegar eru mörg þau stafrænu sjó- kort sem fáanleg eru á markaðinum í dag framleidd af einkaaðilum sem bera takmarkaða ábyrgð á gæðum kort- anna,“ segir Árni. „Sjókort eru í raun opinbert skjal, og leggja lög um sigl- ingar skyldu á sjófarendur að hafa sjó- kort um borð, og leggja um leið ríka skyldu á sjómælingastofnanir um ýtr- ustu nákvæmni og gæði kortanna. Flest þeirra stafrænu korta sem seld eru, eru ekki viðurkennd sem staðgenglar prent- aðra sjókorta frá mælingastofnunum.“ Ætíð prentað kort til taks Árni segir algengt að sjófarendur stóli eingöngu á rafrænu kortin: „Vitað er um dæmi þess hér á landi að einungis séu stafræn kort um borð. Hins vegar krefjast öryggisreglur þess að ætíð sé prentað sjókort til taks.“ Fræðast má nánar um sjókort á heimasíðu Landhelgisgæslunnar á slóð- inni www.lhg.is Samgöngur | Rafræn kort í sviðsljósinu á alþjóðlega sjómælingadeginum Mikilvægt öryggistæki  Árni Þór Vé- steinsson fæddist á Akranesi 1960. Hann lauk stúd- entsprófi frá Fjöl- brautaskólanum á Akranesi 1981, BS í landafræði frá HÍ 1987, fram- haldsnámi í korta- gerð við ITC í Hollandi 1988-9 og meistaraprófi í landafræði frá HÍ 2005. Árni hefur starfað hjá Sjó- mælingum Íslands í tvo áratugi, og frá 1999 verið deildarstjóri korta- deildar Sjómælingasviðs Landhelg- isgæslu Íslands. Árni er kvæntur Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur bóka- safnsfr. og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Tónlist Hallgrímskirkja | Kári Þormar, organisti Áskirkju, leikur á há- degistónleikum í dag, 21. júní kl. 12. Tónlist eftir Couperin, Böhm, Buxtehude, Bach og Franck. Myndlist Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þverholti 2, í Bókasafni Mosfellsbæjar. Bergsteinn Ás- björnsson sýnir „Bönd“ 9. júní til 28. júlí. Opið virka daga kl. 12-19 og lau. 12-15. Aðgangur ókeypis. BÆVERSK bóndakona stillir sér upp fyrir tökur á dagatali sem sýnir þýskar og austurrískar bóndakonur. Tökur fóru fram í Altenstadt, rétt hjá München. Bæversk sveitafegurð Reuters BORGARSTJÓRNARFLOKKUR Samfylkingarinnar hefur skipað talsmenn í einstökum málaflokkum. Þetta eru nýmæli sem miða að því að stuðla að markvissum málflutningi Samfylkingarinnar í öllum mála- flokkum og að ábyrgð, forysta og verkaskipting innan borgarstjórn- arflokksins í stefnumótun og upplýs- ingamiðlun sé skýr, segir m.a. í fréttatilkynningu. Talsmenn Samfylkingarinnar verða sem hér segir: Dagur B. Egg- ertsson er oddviti Samfylkingarinn- ar í Reykjavík og verður talsmaður flokksins um stjórn borgarinnar, fjármál og önnur málefni sem heyra undir borgarráð. Dagur er jafnframt talsmaður í skipulags- og samgöngu- málum, orkumálum og málefnum Árbæjarhverfis. Björk Vilhelmsdótt- ir verður talsmaður í velferðarmál- um, málefnum Faxaflóahafna og Laugardalshverfis. Oddný Sturlu- dóttir verður talsmaður í mennta- málum og menningarmálum og mál- efnum miðborgarinnar. Sigrún Elsa Smáradóttir verður talsmaður í leikskólamálum, fram- kvæmdamálum og málefnum Háa- leitishverfis. Dofri Hermansson verður talsmaður í umhverfismálum og málefnum Grafarvogshverfis. Stefán Jóhann Stefánsson verður talsmaður í íþrótta- og tómstunda- málum, innkaupamálum og málefn- um Breiðholtshverfis. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir verður talsmaður í mannréttinda- málum. Stefán Benediktsson verður talsmaður í málefnum Hlíðahverfis. Felix Bergsson verður talsmaður í málefnum Vesturbæjarhverfis. Gunnar H. Gunnarsson verður tals- maður í málefnum Kjalarness. Talsmenn skip- aðir í einstökum málaflokkum FRÉTTIR SAMKOMULAG milli aðildarfélaga BHM, BSRB og KÍ annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar um fyrirkomulag á samráði og upplýs- ingamiðlun vegna starfsmanna borgarinnar var undirritað 14. júní Samkomulagið tekur gildi 1. júlí nk. Markmið þess er að koma á skilvirku samráði með hagsmuni beggja aðila, borgarinnar og starfsmanna henn- ar, að leiðarljósi. Með samráðinu gefst tækifæri til að auka þátttöku fulltrúa starfsmanna í ákvörðunum sem varða störf borgarstarfsmanna, stöðu þeirra og atvinnuöryggi, segir í fréttatilkynningu. Samið um samráð og upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.